Fréttablaðið - 22.08.2006, Page 22

Fréttablaðið - 22.08.2006, Page 22
 22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 Kæri Jón. Ég vil ekki bendla þig við Fram- sóknarflokkinn, en þú talar í grein þinni „Hvalveiðar ef skynsemin ræður 18. ágúst“ svo keimlíkt eins og óábyrgur Framsóknarmaður. Sestu nú hér með á skólabekk með lífverði landgrunnsins við Ísland. Ísland má ekki hefja hval- veiðar nema að undangengnu þessu eftirfarandi: Stöðvun á notkun fjörutrolls (dragnótar). Dæmi. Af hverju er sandsílisstofninn að þrotum kom- inn? Af hverju er sjófugl ýmist að deyja út eða flúinn á land? Af hverju er kríuvarp að hverfa? Af hverju sagði Guðmundur heit- inn Kjærnested þetta í grein sinni í DV 2003. „Ég hefði hvorki stofnað skipi mínu eða skipshöfn í hættu hefði ég vitað það fyrirfram að ég var að skapa íslenskum sjóræn- ingjum svigrúm til þess að arðræna fiskimiðin.“ Stöðva þarf notkun flottrolla á uppsjávarfisk (síld, loðnu og kol- munna). Stöðva þarf þungatrollveið- ar. Stöðva þarf veiðar með þorsknet- um með 8 tommu möskva. Setja þarf í lög að þorskanet séu dregin á innan við 12 tíma fresti. Efla þarf veiðar með handfærum og línu og gefa slíkar veiðar frjálsar að mörkunum 10 tonn á stærðartonn viðkomandi báts. Afleggja þarf með lögum sölu og leigu aflaheimilda (Þjóðareignarinnar). Taka þarf á þessu séríslenska lögbrotamáli og gera viðkomandi ábyrga. Svo skulum við bíða Nonni minn tíu ár í viðbót eftir því að líf- ríkið hafi náð sér, eftir 20 ára græðg- istímabil, tíu manna undir verndar- væng foringjans sem kvaddi á dögunum, fullsaddur af því að skara eld að eigin köku með hjálp Xb - liðsins. Opið bréf til Jóns Gunnars- sonar formanns Sjávarnytja Reykjavíkurmaraþon Glitnis var skemmtilegt og gekk mjög vel fyrir sig. Fyrir okkur sem höfum fylgst með þessu hlaupi lengi er athyglis- vert að sjá þá breytingu sem át hefur sér stað á umgjörð hlaupsins sem felst fyrst og fremst í markaðs- væðingu þess. Í stað þess að aðstandendur hlaupsins hafi fengið styrktaraðila til þess að leggja framtakinu lið af nokkurri hógværð er engu líkara en einn aðili þ.e.a.s. Glitnir hafi beinlínis keypt hlaupið og gert það alfarið að sínu og sinna starfsmanna. Vissulega er það jákvætt þegar fyrirtæki sýna góðum hlutum áhuga en mér finnst Glitnir ganga fulllangt í að láta hlaupið ganga út á sjálfan sig í stað þess að almenningur sem hleypur og ég tala nú ekki um afreksfólk í hlaupum fái athyglina. Þannig er athyglisvert að sjá að bankastjórinn sjálfur er sá íþróttamaður sem hefur fengið hvað mesta umfjöllun í kringum þetta hlaup þrátt fyrir allan þann fjölda afreksfólks sem tekur þátt. Og maður spyr sig hvers- vegna falla aðrir t.d. afreksfólkið í skugga bankastjórans? Sem dæmi má taka að Fréttablaðið sá ástæðu til að taka stutt viðtal við banka- stjórann á bls. 4 daginn eftir hlaup- ið en ekki þótti ástæða til að ræða við einn af verðlaunahöfum hlaups- ins. Maður spyr sig bara hvernig væru íþróttafréttirnar ef forstjórar landsins og bankastjórar tækju upp á því að fara að keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum? Þá væri líklega fjallað um afrek Björgólfsfeðga í fótbolta, og kannski fyllti Jón Ásgeir fréttatímana af eigin júdóaf- rekum og Hannes væri á forsíðun- um fyrir frækileg sundafrek og svona mætti lengi áfram telja. Bankastjórahlaupið UMRÆÐAN REYKJAVÍKUR- MARAÞONIÐ JÓHANN BJÖRNSSON KENNARI UMRÆÐA HVALVEIÐAR GARÐAR H. BJÖRGVINSSON FRAM- KVÆMDASTJÓRI FRAMTÍÐAR ÍSLANDS OG VAKTMAÐUR LANDGRUNNSINS Framsókn hafnaði kynslóðaskipt- um við val á forustu á nýafstöðnu flokksþingi. Hún kaus í staðinn pólitíska framlengingu á fyrr- verandi formanni eins og Þor- steinn Pálsson orðar það í for- ustugrein í Fréttablaðinu. Flokksþingið kaus með 54% atkvæða þann formamannskandi- dat, sem fráfarandi formaður hafði handvalið. Sif Friðleifsdótt- ir fékk 44% atkvæða. Hún sýndi mikið hugrekki með því að bjóða sig fram til formennsku og hún bauð þannig birginn foringjaræð- inu í Framsókn. En hún var of sein. Hún hikaði þar til vika var eftir fram að flokksþingi. Að hika er sama og að tapa, segir máltæk- ið. Sennilega hefði hún sigrað, ef hún hefði ákveðið sig fyrr, þ.e. áður en Halldór Ásgrímsson var búinn að binda rúman helming þingfulltrúa á Jón Sigurðsson. Þetta var síðasti greiðinn, sem fráfarandi formaður bað flokks- menn að gera sér, þ.e. að kjósa gamlan vin hans sem formann. Og það voru aðeins 44% sem stóð- ust það að gera fráfarandi for- manni þennan greiða. Jón Sigurðsson er sjálfsagt ágætis maður. En hann verður fulltrúi þess Framsóknarflokks, sem Halldór Ásgrímsson mótaði. Það er flokkurinn, sem innsiglaði langvarandi samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn og varpaði hug- sjón samvinnu og jafnaðar fyrir róða. Sif Friðleifsdóttir gaf til kynna, að hún mundi innleiða gömlu jafnaðargildin á ný, ef hún yrði kosinn formaður. Ég hygg, að hún hefði fært Framsóknar- flokkinn aðeins til vinstri, ef hún hefði komist til valda og var ekki vanþörf á. Hún hefði tekið upp róttækari stefnu en Halldór hafði mótað enda þótt hún væri varkár í tali fyrir flokksþingið og gætti þess að styggja ekki Halldór eða fylgismenn hans um of. Eins og við var að búast hylltu Framsóknarmenn sinn gamla formann á flokksþinginu. Í kveðjuræðu fráfarandi formanns vöktu mesta athygli ummæli hans um, að Bandaríkjunum væri ekki lengur treystandi í varnar- málunum. Bragð er að þá barnið finnur. Um leið og Halldór hættir virðist hann orðinn sammmála Samfylkingunni um, að Ísland eigi nú að halla sér að Evrópu í varnarmálum. Bandaríkin hafi brugðist. Hins vegar minntist Halldór ekkert á Íraksstríðið í kveðjuræðu sinni. Ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um að styðja innrásina í Írak er ljótasti bletturinn á stjórnmálaferli þeirra tvímenninganna. Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, baðst afsökunar á því að hafa lagt falsaðar upp- lýsingar um hryðjuverkavopn í Írak fyrir Öryggisráð Sþ. Powell er maður að meiri eftir þá afsök- unarbeiðni. Halldór hefur hins vegar ekki beðið íslensku þjóðina afsökunar á stuðningi við innrás- ina í Írak. Hann segir aðeins, að sennilega hefði ákvörðun hans orðið önnur, ef réttar upplýsing- ar um hryðjuverkavopn í Írak hefðu legið fyrir. ( Viðtal í Mbl.) Það er ekki nóg. Þessir menn skulda íslensku þjóðinni afsökun- arbeiðni. Það voru miklar vonir bundn- ar við Halldór Ásgrímsson sem ungan stjórnmálamann áður en hann gekk í björg hjá íhaldinu. En íhaldsvistin breytti honum. Morgunblaðið segir að mesta afrek hans hafi verið að halda Framsókn svo lengi við völd sem raun ber vitni. Það er enginn vandi að halda flokki við völd í samsteypustjórn, ef hann slakar alltaf á stefnu sinni og samþykk- ir stefnu samstarfsflokksins. Það voru mikil mistök hjá Halldóri að framlengja samstarf við íhaldið eftir síðustu kosningar. Þar réði ferð hégómi um að fá stól forsæt- isráðherra um stutt skeið. Halldórs verður lengst minnst fyrir þátt hans í lögleiðingu kvóta- kerfisins svo og fyrir að beita sér fyrir Kárahnjúkavirkjun. Stein- grímur Hermannsson skýrir frá því í ævisögu sinni, að LÍU og Fiskiþing hafi beitt sér fyrir ein- hvers konar kvótakerfi og Hall- dór, sem sjávarútvegsráðherra, hafi lagt tillögur þar um fyrir alþingi. Það má því segja, að Hall- dór sé nokkurs konar faðir kvóta- kerfisins. En sjálfur kveðst Stein- grímur hafa verið á móti þessu kerfi. Að sjálfsögðu hafa margir stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir kvótakerfið en mesta ábyrgð bera Framsókn og íhaldið í því efni. Þetta kerfi er eitthvað það ranglátasta, sem innleitt hefur verið hér á landi. Tiltölulega fáum útvöldum voru fengin yfirráð og nýting fiskauðlindarinnar án end- urgjalds, en lögum samkvæmt er fiskurinn í sjónum sameign allar þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa síðan stöðugt braskað með auð- lindina. Nýting hennar hefur gengið kaupum og sölum og þess- ir aðilar hafa grætt stórfé á brask- inu, sumir hafa hagnast um marga milljarða. Gífurlegir fjármunir hafa flust til í þjóðfélaginu við þessi viðskipti og hinir fáu útvöldu hafa hagnast gífurlega. Þetta er mjög ranglátt kerfi, sem verður að afnema eða leiðrétta. Það er enginn heiður fyrir Hall- dór að vera guðfaðir þessa kerf- is. Kárahnjúkavirkjun og álverk- smiðjan á Reyðarfirði munu verða lyftistöng fyrir atvinnulíf Austurlands. Margir Austfirðing- ar munu því þakklátir Halldóri fyrir forgöngu hans í því máli. En ágreiningur er mikill meðal þjóð- arinnar um þessar framkvæmdir allar. Margir telja, að spjöll á náttúrunni séu of mikil og að atvinnuuppbyggingin eystra sé of dýru verði keypt. Athyglisvert er, að þau mál sem helst halda nafni Halldórs Ásgrímssonar á lofti, kvótakerfið og Kárahnjúka- virkjun (og Íraksstríðið) hafa ekkert með samvinnustefnu eða jöfnuð að gera enda hefur Fram- sókn undir forustu Halldórs snúið baki við stefnu samvinnu og jafn- aðar. Þorvaldur Gylfason próf- essor segir, að kvótakerfið eigi stærsta þáttinn í aukinni mis- skiptingu og auknum ójöfnuði hjá þjóðinni. Í stjórnartíð Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks síð- ustu 11 árin hefur auðgildið verið tekið fram yfir manngildið og græðgisstefna hefur verið inn- leidd í samfélagið. Því miður er ekki að vænta neinnar stefnu- breytingar hjá Framsókn með nýjum formanni. Þetta er sami grautur í sömu skál. Framsókn: Sami grautur í sömu skál UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ein- göngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbein- ingar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.