Tíminn - 23.08.1978, Page 7
f.ar
MiOvikudagur 23. águst 1978
öliilliii
7
Kristján Friðriksson:
Nauðsynjavísitala (Utility system)
Tillaga um úræði gegn verðbólgu
KristjánFriöriksson
Umræöur um efnahagsmálin í
landi hér aö’undanförnu viröist
mér aö hafi boriö vott um úr-
ræöaleysi.
Þaö hefur ekkert skort á
myndrænar lýsingar á ranglæti
þvi og hættum, sem veröbólgan
heföi i för meö sér.
Afturá mótihefur fremur litiö
boriö á tillögum um þaö, hvaöa
úrræöi kynnu aö vera tiltæk til
að hindra vöxt hennar.
tJtlit er fyrir að nokkuö mörg-
um séað veröa ljóst, aö ef verö-
bólgan veröur látin æða áfram
— gæti þaö leitt til þess að
launafólk t.d. (sem er um 80%
vinnandi fólks) — aö þaö fengi
— á einhverju þróunarstigi —
verðlausa pappirsmiöa i launa-
umslögin sin. — Og aö rikissjóð-
ur neyddist til að eyöileggja eöa
hálf eyðileggja verögildi allra
þeirra spariskirteina, sem hann
hefur verið að gefa út og selja á
undanförnum árum. Nokkur
dæmi eru til um sllka þróun úr
sögu þjóöa.
Það er þvi full ástæða fyrir
þorra manna i þessu landi aö
gefa gaum tiilögum til úrbóta.
Breska aðferðin
”Patent-lausn”
1 lok siðustu heimstyrjaldar
óttuöust Bretar um efnahags-
kerfi sitt. Reynslan frá þvi um
lok fyrri heimsstyrjaldar I
Þýskalandi og fleiri löndum var
mörgum enn i fersku minni. En
eins og allir vita eyöilagðist
þýska peningakerfiö þá sakir
óöaveröbólgu, meö þekktum af-
leiðingum.
Laun manna uröu einskis nýt
— svo og allar innstæður. En ný-
ir skattar voru lagöir á, þannig
aö margir uröu aö greiöa fast-
eignir sinar aftur (kaupa þær
upp á nýtt i reynd).
Þetta gekk þó misjafnt yfir
eins og veröa vill i slikum há-
karlaleik.
Þá var hugsuö upp „patent-
lausn” á málinu i Bretlandi —
og breska peningakerfið bjarg-
aðist. (Yfirleitt eru allar góöar
lausnir i reynd ,,patent lausn-
ir”, þó sumir nefni nú þaö orö i
litflsviröandi tón).
Breska aöferöin var byggö á
eftirgreindri hugsun: Þaö brýn-
asta er aö almenningur, m.a.
láglaunafólkiö, eigi þess kost aö
fá nauösynjará hagstæöu veröi.
Hitt skiptir minna máli, hvaöa
veröer greitt fyrir það sem ekki
eru beinar lifsnauösynjar.
Var nú gengiö I þaö aö greina
þarna á milli. Samdir voru list-
ar um brýnar nauösynjar. Siöan
gekk rikisvaldiö i þaö aö halda
niðriverðiá þessum nauösynja-
vörum — en lét annað verölag
lönd og leiö aö mestu. Við-
skiptafrelsi hafa Bretar alltaf
metiö mikils. Þess vegna töldu
þeir æskilegt' aö afmarka verk-
efnið viö takmarkaöan fjölda
vöruflokka og vörumagns.
Markaöskerfið fékk að njóta sin
að mestu leyti.
Ég tel aö þróun veröbólgu sé
nú komin á það stig á íslandi, aö
rétt sé að gripa til tilsvarandi
úrræða hér.
Mikils viröi er aö geta stuöst
við reynsluna frá Bretum um
framkvæmd aögeröanna. Einn
af kostum þessa kerfis reyndist
sá, aö þaö „eyöir sjálfu sér” — i
staö þess aö sumar tegundir
opinberra aðgeröa hlaöa sifellt
utan á sig nýjum og nýjum aö-
geröum.
I hverju er aðferðin
fólgin?
Hún er fólgin i þvi aö rikis-
valdiö tekur ákveðiö frumkvæöi
i þvi aö halda niöri veröi á viss-
um vöruflokkum. Þetta er gert
að hluta tilmeð niöurgreiöslum
— en aö meiri hluta til meö
samningum viö framleiöendur
(og innflytjendur) — og meö
ýmiss konar hliöarráöstöfun-
um. í kerfinu er fólgin niöur-
færsluleiö og millifærsluleiö.
Vöruflokkarnir
Ef athuguö er skipting i
neyslu fólks, má draga upp
grófamynd, sem gæti veriöeitt-
hvað á þessa leiö — miöaö viö
neysluskiptingu hér á íslandi
(að stofni til aöallega frá 1966).
Aöalneysluflokkarnir eru
þessir og er miöað viö þriggja
milljóna árstekjur tæplega f jög-
urra manna fjölskyldu.
Litillega er hnikaö til meö
hliðsjón af breyttum aöstæðum
siöan 1966 — en I þá tilhnikun
skortir nákvæmni. Tölurnar
sýna grófa drætti heildar
myndarinnar.
Af ofangreindu sést, aö i
liðum a til h felast um 80% af
beinum nauðsynjum.
Þarfir - „smekkþarfir”
Nú er gerður munur á
nauðsynjum og „smekk-
þörfum”, er svo mætti nefna.
Þessu næst er gengið I þaö að
velja vörúr úr þessum 8
flokkum, þ.e. a til hog þessar
vörur, sem valdar yröu mætti
nefna staðgengisvörur.(Hér er i
rauninni um það að ræða, sem
„the utility system” er byggt
á).
Val þessara vara er leitast viö
aö framkvæma þannig, að sá
sem vill eða þarf aö fá ódýrar og
góðar vörur — að hann geti
fengið þær. En þá veröur hanr.
aðsætta sig viö vissa fábreytnii
vöruvali.
Nú skulu tekin dæmi til
skýringar:
A-flokkur: Matvörur -
drykkjarvörur
Venjuleg mjólk yrði vafalaust
valin. Samið um verð á henni
við bændur — gegn þessum og
hinum friðindum bændum til
handa. Auk þess yröi hún greidd
niður. Alla aðra mjólk, t.d. létt
mjólk, undanrennu, mysu
o.s.frv. mættu bændur selja á
hvaða verði sem þeim sýndist.
Kannski yröi skyr niðurgreitt
— en margar mjólkurvöru-
tegundir (ýmiss konar jógúrt.
o.fl.) mætti selja á hvaða veröi
sem væri. Svo sem tvær teg.
osta yrðu niðurgreiddar — og
samið um verð á þeim — aörar
ostateg. yröu án verðlagshafta.
Blanda af smjöri og smjörliki
yrði niðurgreidd — en hreint
smjör og smjörliki óniðurgreitt
(nema þá e.t.v. ein teg. smjör-
likis eða plöntufeiti).
Tvær til þrjár tegundir af
venjulegu brauði yröu á
samningsveröi (og e.t.v. niöur-
greiddar en frjást verö á 10-20
öörum tegundum brauða, sem
þjónuðu sama hlutverki i neysl-
unni. Samið yröi viö kexfram-
leiöendur um lágt verð á örfáum
tegundum af kexi en frjálst verö
á öllum öðrum. Ein eöa tvær
teg. gosdrykkja yröu teknar
sömu tökum. Kaffi mætti bjóöa
út — eina eöa tvær teg. o.s.frv.
Allar vörur, sem ganga inn i
kerfið fá sérstakt vörumerki —
sem á að tryggja neytendum —
að aðeins góöar vörurséu seldar
inan þessa verðverndar kerfis-
ins. Bretar notuðu stafina CC.
Ég veit ekki fyrir hvaða orð þeir
starfir stóðu. Framkvæmdin
hér yrði liklega falin samstarfi
Verölagsskrifstofu, deildar úr
Innkaupastofnun rikisins — og
Neytendasamtökunum, sem
yrðu efld með nokkrum fjár-
stuðningi.
B-flokkur: Húsnæði
Boðin yröi út smiöi ódýrra en
góðra húsa og ibúöa. Þeir, sem
byðu lægst, miöað við gæði —
fengju fyrirgreiöslur til að geta
haft nægilegt framboð á hinum
ódýru ibúðum. Þessi hús yröu
verksmiðjuframleidd. Liklega
aðeins ein eða tvær geröir hvert
ár. Þau mættu framleiða hvar
sem væri á landinu. Rikið
mundi ábyrgjast sölu á lág-
marks fjölda gegn föstu veröi
um tiltekinn tima — auk
annarra fyrirgreiðslna, sem það
veitti. Liklega yrði ekki farið út
i niðurgreiöslur i þessum
vöruflokki.
G-flokkur: Fatnaður
Framkvæmdaaöilinn áöur
nefndur semdi viö saumastofur
— og/eöa innflytjendur um
ýmsar geröir fatnaöar, tiltekiö
magn — en ábyrgöist jafnframt
aö þetta umsamda magn seld-
ist. Þá yröi t.d. hægt aö kaupa
vönduð karlmannaföt — e.t.v. á
25 þús. kr. úr vönduöu efni — en
eitthvað frábrugöin föt t.d. úr
mohair-efni eöa eitthvað
óvenjulegu sniði kynni þá aö
kosta 80 þús. kr.
Tilsvarandi samningar yröu
gerðir um yfirhafnir, barna- og
unglingafatnaö, skófatnaö
o.s.frv.
Hér væri liklega rétt aö skjóta
þvi inn, aö i Bretlandi reyndist
þetta vel i þessum vöruflokki.
U.þ.b. þriöjungur neytenda not-
færði sér fatnaöarkaup i þessum
vöruflokkum. Þó misheppnaöist
aöferöin i tveim vörugreinum
innan þessa flokks.
Kerfiö „fungeraöi” ekki aö
þvi er snerti kvenkjóla og kven-
skó. Mjög fáar konur vildu
kaupa cc-merktu kjólana. Aftur
á móti var ógrynni selt af peys-
um, blússum, pilsum, buxum,
vinnufötum, skyrtum o.s.frv. i
þessum flokki.
D-flokkur: Húsgögn
I þessum flokki starfaði kerfiö
ákjósanlega, bæði fyrir neyt-
endur og framleiöendur. A
markaöinn voru sett t.d.
cc-skrifborö, á ca. 60% venju-
legs verös, svo og boröstofuhús-
gögn, dagstofuhúsgögn —
gluggatjöld, gólfteppi, hand-
klæöi o.s.frv. Allt fékk sitt
merki — og hlaut strangt gæöa-
eftirlit. Þessar vörur þurftu
kaupmenn ekki aö auglýsa, þvi
cc-merkiö dugöi til aö tryggja
hæfilega sölu á þeim.
Um E-flokkinn
gildir alveg það sama og D, svo
óþarft er aö taka dæmi til skýr-
ingar.
G-flokkur:
Rafmagn - hiti
Sums staöar var fariö út I það
aö selja tiltekið magn á lágu
verði — en viðbót á mikið hærra
verði. Þetta reyndist að vissu
marki sæmilega auövelt i fram-
kvæmd, en var fljótlega hætt
(eftir þvi sem ég hef haft laus-
legar fregnir um).
H-flokkur: Rekstur
eigin bifreiðar
Skiptar skoðanir eru um þaö,
hvort bill sé nauösyn fyrir fólk
almennt.
Ef menn lita þannig á, aö bill
sé nauðsynjavara, væri senni-
lega best fyrir okkur tslendinga
að kaupa inn ósamsetta — ein-
hverja góða — ódýra og spar-
neytna biltegund — og setja
hann hér saman. Fengjust þá
hentug tækifæri til iðnaöar-
framleiöslu, hvar sem væri út
um landið — i sveitum og þorp-
um —þvi smátt og smátt gætum
viö fjölgaö þeim hlutum bilsins,
sem viö framleiddum sjálfir.
Liklega væri skynsamlegt áö
stefna aö framleiöslu á s.s. 3000
bilum árlega. Framleiöslu-
gjaldi mætti siðan stilla I hóf,
þannig að hér yröi um verðlags-
verndun aö ræða i reynd.
Erlendis eru til bilaverk-
smiðjur sem framleiöa aöeins
500 til 1000 bila á ári.
Or I-flokknum — þ.e.ýmislegu
mætti svo smám saman taka
fyrir nokkrar greinar til full-
komnunar verð-verndarkerfinu.
Einn af góöum kostum þessa
kerfis er sá, aö hann skapar
visst öryggi i ýmsar greinar
framleiöslu — og ýtir undir
tæknibreytingu og framleiöni.
Hvort tveggja færist svo yfir á
aðrar greinar með beinum eða
óbeinum hætti. Aöferöin reynist
góöur stuöningur viö breskan
iðnaö. Svo mundi veröa reyndin
hér.
Fé til niöurgreiðslna yröi nú
fyrir hendi, vegna þess aö nú
yröi niðurgreiöslum á útfluttum
landbúnaðarvörum hætt, svo
fljótt sem veröa mætti enda út-
flutningur landbúnaöarvara
vonlaus vegna tröllaukinna
niðurgreiöslna á þeim vörum I
nágrannalöndum.
En iönaö þarf aö byggja upp I
sveitum að þvi marki sem þarf
til þess aö dreifbýlisfólk geti
haldiö búsetu sinni — þó fram-
leiðslumagn landbúnaöarvöru
yröi samhæft markaðsstærðinni
innanlands.
Þetta ætti aö gilda bæöi um
kjötvöru — og mjólkurfram-
leiöslu. Ofbeitina mætti þá
hindra I tengslum viö aöra þætti
i lausn iandbúnaöar-vanda-
málsins.
Mjög auövelt er aö finna iön-
greinar, sem þyrftu minni
stuöning en landbúnaöarvöru-
framleiösla — til útfiutnings.
Ýmsar greinar iönaöar
mundu fljótt vaxa til þess styrks
aö þurfa engan stuöning — og
breytast siöan i iönaö til útflutn-
ings — sumar hverjar.
Visitala framfærslukostnaöar
er svo reiknuö eftir veröbreyt-
ingu á hinu verðbundnu vörum
— en inn I hana eru þó teknar
veröbreytingar á öörum vörum
og þjónustu — en meö ööru
vægi.Of flókiö er aö fara nánar
út I þá sálma hér.
Efnahagsvandamál þjóöar-
innar þarf aö leysa I samhengi
hvert við annaö. Okkur þarf aö
lærast aö lita á okkar litla sam-
félag sem eina heild. Laöa fram
samstööu i staö sundrungar.
a. Matvörur (og drykkjarvörur án áfengis)................. 1.000.000
b. Húsnæði.................................................. 400.000
c. Fatnaður, skófatnaður ................................... 400.000
d. Húsgögn, heimilisbún. (gluggatj.,
gólfteppio.s.frv.) .................................... 100.000
e. Búsáhöld (þvottavélar, Isskápjr, ryksugur,
hrærivélar, eldhúsáhöld, leirtau) ........................ 50.000
f. Hreinlætisvörur, snyrting .............. 50.000
g. Orka, hiti,rafmagn ...................................... 100.000
h. Rekstur eigin bifreiðar.................................. 300.000
i. Ýmislegt: Póstur, simi, samgöngur, útvarp, lyf, lesefni, áfengi,
tóbak, gjafir, skemmtanir,
hljómplötur, veiöileyfi, stéttarfélagsgj.,
skattaro.rn.fi........................................... 600.000
Kr. 3.000.000