Tíminn - 23.08.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.08.1978, Blaðsíða 13
Miövikudagur 23. ágúst 1978 13 1 1 **• I , | Þann 19. þessa mánaöar landaöi Skeiöfaxi 430 tonnum af sementi f nvja geyminn, sem lekur 900 tonn. Ilælingin tók aöeins 4 tfma, en þessi geymir er hinn eini sinnar geröar utan Reykjavikur. 20 ár frá stofnun Steiniðjunnar: Móttökugeymar fyrir 900 tonn af sementi rísa á ísafirði A þessu ári eru liðin 20 ár frá þvi að Jón Þórðarson byggingar- meistari hóf fyrst starfsemi sina i fjörunni við Grænagarð. Starf- semi þessi byrjaði meö stofnun Steiniðjunnar h.f, sem fyrst framleiddi hleðslustein til hús- bygginga, en fór siðar út i alls konar byggingarstarfsemi. Arið 1975 voru siðan stofnuð félögin Vesttak h.f., sem rekur steypu- stöð og annast verktakastarfsemi og Garður h.f., sem nú rekur um- fangsmikla by ggi nga r v öru - verslun með timbur, steypu- styrktarjárn o.fl. ásamt visi að fullkomnu trésmlðaverkstæði. Auk þess hefur Jón Þórðarson staðið fyrir umfangsmikilli verk- takastarfsemi og kranaleigu i eigin nafni á þessu timabili. brátt fyrir mikla grósku i at- vinnulifi á Vestfjörðum undan- farin ár, hefur litil sem engin ibúafjölgun orðið i fjðrðungnum, en meðalaldur ibúðarhúsnæðis á þessu svæði er hærri en i öðrum landshlutum og framboö ibúðar- húsnæðis litið þrátt fyrir tals- verða byggingastarfsemi á svæð- inu. Var það mikið átak að reisa steypustöö á Isafirði, sem þjónar svo til öllum norðanverðum Vest- fjörðum, þ.e.a.s. Isafiröi, Bol- ungarvik, Súðavik, Flateyri og nærliggjandi sveitum. Annað blað var brotið fyrir þrem áum, þegar úrvals bygg- ingarefni var sótt af sjávarbotni i landi Isafjarðarkaupstaðar, en þá var nær allt nýtanlegt byggingar- efni þrotið á svæðinu og alvarlegt vandamál farsællega leyst. Sam- tals hefur nú verið dælt á land um 30.000 rúmmetrum af sjávarmöl fyrir steypustöðina, sem siðan er hörpuö og mulin i landi. Arangur- inn af þessu ersá, að steypustöðin framleiðir nú steinsteypu i besta gæðaflokk, sem stenst allar þær kröfur, sem til slikrar framleiðslu er hægt að gera við fullkomnustu aðstæður. Þriðja stóra sporið i framfara- átt hefur nú verið stigið með byggingu geyma til móttöku fyrir laust sement, sem rúma allt að 900 tonn af lausu sementi, en með tilkomu slikra geyma næst betri hagkvæmni i flutningum á sementi og stuðlað er að meiri jafnréttisaðstöðu við steypufram- leiðendur á höfuðborgarsvæöinu og i stærri þéttbýliskjörnum landsins, sem kemur öllum til góða, ekki sist húsbyggendum. Byggingarframkvæmdir sementsgeymanna hófust i desember 1977 og gerði Gunnar Baldvinsson, verkfræðingur, allar teikningar á vegum Al- mennu verkfræðiskrifstofunnar h.f. i samráði við Sementsverk- smiðu rikisins, sem réði stærö og gerð geymanna að öllu leyti. Bogi Sigurðsson, verkstjóri hjá Sementsverksmiðju rikisins sá um tækjaval og uppsetningu nauðsynlegs búnaðar, en Sem- entsverksmiðjan lét i té margs konar tæknilega þjónustu og út- vegaði allar nauðsynlegar upp- lýsingar og tæki. Umfang steypustöðvarinnar árið 1977 var framleiðsla og sala á um 8.000 rúmmetrum af steypu, þrátt fyrir stuttan framkvæmda- tima, en stöðin er nær verkefna- iaus sex mánuði á árinu. Launagreiöslur til starfsmanna árið 1977 voru tæplega 65 milljónir króna og opinber gjöld vegna starfsemi þess árs nærri 45 milljónir, en þar af nam sölu- skattur rúmlega 35 milljónum. Fyrirtækin eru nú betur búin til að takast á við vaxandi bygg- ingarframkvæmdir á sinu þjónustusvæði svo byggðalagið geti gengið i takt við timann móti framtið sinni og skortur á ibúöar- húsnæöi veröi ekki til fyrirstöðu nauðsynlegri ibúafjölgun á þessum uppgangstimum hér á Vestfjörðum. öllum þeim sem hér hafa lagt hönd á plðginn ber að færa ' Byggöin i Króknum. Nýbygging ishúsfélags tsfirðinga. Kyrirtæki Jóns Þórðarsonar, Stciniöjan, Vcrktak og Garður hafa verið mikil lyftistöng við nýbyggingar á tsafirði og i grannbyggðunum. Uér cru vcrkamannabústaöir við Fjaröarstræti I smiöum. þakkir, Otvegsbanka Islands fyrir skilning og fyrirgreiðslu, Sementsverksmiðju rikisins og framkvæmdastjórum hennar, bæði Svavari heitnum Pálssyni og eftirmanni hans og loks bæjar- yfirvöldum á tsafirði, sem verið hafa skiiningsrik á þörf bættrar þjónustu við húsbyggjendur og hafa veitt rúmgott afhafnasvæöi i bæjarlandinu og itrekuð leyfi til dælingar á sjvarmöl úr landi kaupstaðarins, án nokkurs endur- gjalds, sem húsbyggjendur hafa notið góðs af i lægra steypuveröi og betri þjónustu. Fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík: ferðahappdrætti Glæsilegt Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna i Reykjavik efnir til glæsi- legs ferðahappdrættis til stuön- ings starfeemi flokksins i Reykja- vik og til þess að standa straum af nýafstöðnum kosningum, sem hafa komiö þyngra niður á flokknum nú en endranær, þar sem tvennar kosningar hafa verið, báðar nú á þessu ári. Fullur hugur er á þvi hjá full- trúaráðinu að hefja nú með haustinu öflugt flokksstarf er miöi að þvi að endurheimta þaö fylgi sem flokkurinn átti I borg- inni fyrir siðustu kosningar og er nú unnið að skipulagi að þvi starfi. öllum hlýtur að vera ljóst, að enda þótt unnið sé mikið og gott sjálfboöaliðsstarf af fjöl- mörgum velunnurum flokksins og flokksmönnunum sjálfum, þá veröur aldrei i nútíma-þjóðfélagi komist hjá verulegum útgjöldum i sambandi við starf stjórnmála- flokka hér. Framsóknarflokkurinn hefur ætiö leitast við aö halda kostnaði viö flokksstarfiö i lágmarki og hefur það ekki háð honum i stjórnmálabaráttunni og mun veröa leitast við að halda þeirri stefnu áfram enda þótt blikur séu á lofti er bendi til þess aö aðrir flokkar hafi stóraukið fjármála- umsvif sin með þeim árangri sem raun ber vitni um. Happdrætti það sem nú er hleypt af stokkunum er hin venju- lega leið til þess aö afla fjár til starfseminnar. Að þessu sinni var valin sú leið að efna til óvenju veglegs ferða- happdrættis og er það von full- trúaráðsins, að stuöningsmenn flokksins bregðist vel við nú sem endranær. Heimsending miöa er hafin og ennfremur eru miöar til sölu á skrifstofu flokksins að Rauðarár- stig 18 og eru þeir sem ekki fá senda heim miða beðnir að hafa samband við skrifstofuna. Kæru félagar Vinsamlegast athugið: Sumarfri og aörar tafir hafa valdið þvl að ekki hefur tekist að hrinda happdrættinu af stað eins fljótt og fyrirhugað var þegar happdrættismiðarnir voru prentaðir. Það hefur veriö ákveðið að fresta drætti i happ- drættinu til 29. sept. og biðjum við ykkur velvirðingar á þeim drætti. Kær kveðja St jórn fulltrúaráðsins. Til stuðningsmanna og velunn- ara Framsóknarflokksins. Enn einu sinni leitum við til ykkar, ykkar sem um áraraðir hafið stutt við bakið á Fram- sóknarflokknum i baráttu hans fyrir bættu þjóðfélagi, sem byggt verði upp án öfganna bæði til hægri og vinstri. Alltaf hafið þiö brugðist vel við og væntum við þess aö svo verði enn enda aldrei verið meiri þörf en einmitt nú, þegar flokkurinn hefur orðiö fyrir meira áfalli en dæmi eru til. Flokkurinn hefur oröið að þola harðvitugar árásir frá and- stæðingum sinum, sem bornar hafa verið uppi af svivirðilegum rógium mennog málefni meir en áður hefur þekkst. Flokkurinn treysti á dómgreind fólks og svaraöi þessu takmarkaö en greinilegt er aö áróður þessi hefur haft áhrif á það fylgi er laustengdast var við flokkinn og þvi fór sem fór. Nú þarf að hefja sókn og hrinda þeim árásum sem gerðar hafa verið á flokkinn. Þaö verður ekki gert nema með sam- hentu átaki og stuðningi ykkar. Þvi treystum við enn einu sinni á að þiögefiðokkur góö ráð er duga hefjið andsvar bæði i ræöu og riti og svarið af einurð álognum svi- virðingum en litið um leið gagn- rýnum augum á gerðir og athafn- ir okkar manna og bendið á það sem miður fer, svo og hvernig bæta megi úr þeim göllum er á okkar stefnumálum og gerðum eru Starfiö framundan er mikið og starfið að baki siöustu kosninga var mikið. Allt kostar þetta fjár- muni. Stjórn fulltrúaráös Fram- sóknarfélaganna hefur þvi enn einu sinni hrundið af stað happ- drætti og það glæsilegu ferða- happdrætti til þess aö afla fjár til þessa starfs. Við væntum góðra undirtekta hjá ykkur og biðum þess vongóð að þiö styöjið starf okkar með þvi að kaupa hjálagða miöa. Vonum að heppnin verði meö ykkur og óskum þeim er vinninga hljóta góðrar ferðar og þökkum ykkur öllum veittan stuðning fyrr og nú. Jón A. Jónasson Guðm. Gunnarsson Þóra Þorleifsdóttir Sigurður Haraldsson Gestur Jónsson Guðlaug Andrésdóttir frá Anastöðum, Þorsteinsgötu 9, Borgarnesi lézt 18. ágúst s.l. Utförin verður gerð laugardaginn 26. ágúst, kl. 14 frá Borgarneskirkju. Þórarinn Sigurösson, börn, tengdabörn og barnabarnabörn. Útför hjartkærs sonar okkar og bróöur Sntára Kristjáns Oddssonar sem lést af slysförum þann 19. ágúst, veröur gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 3 e.h. Gróa Engilbertsdóttir, Oddur Armann Pálsson, Jóhanna Halldóra Oddsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og jarðarför föður okkár Þórarins V. Magnússonar Frá Steintúni Dætur hins látna. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför Stefáns Stefánssonar Stöövarfiröi Anna Vilbergsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og faöir hins látna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.