Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. ágúst 1978 • á t 7 M'Milíií Hávaðaskrif Heill og sæll Einar Birnir. Þú sendir mér tóninn i riflega hálfsföugrein i Timanum þ. 18. þ.m. Tilefni tilskrifa þinna er greinarkorn sem ég skrifaöi i Timann þ. 12. þ.m. Þú ákveöur að grein min sé „aldeilis ófær”. Og þú getur þér þess til, aö ég muni hafa bögglast öfugu megin fram úr rúminu fyrst ég fór aö skrifa i blöö svona allt öðruvisi en þér gott þykir. En þaö er nú verra, að mér datt helst i hug aö þú hafir dottið á höfuöiö þitt áöur en þú skrifaöir þina hálf- siðu svo ruglingsleg er greinin og út i hött. Hún er vægast sagt ekki mjög góð. En svo þú haldir ekki aö þetta sé betur meint en til stendur skal þaö játaö aö ég nota þarna oröalag fengiö aö láni hjá orðvörum manni sem var aö lýsa öldungis óætu fæöi á matsölustaö. Þú telur mig æpa i grein sem ég hélt aö væriúr hófi fram hógvær. En ef ég æpi hvaða búkhljóö gefa þeir frá sér vinir þinir, Alvar Óskarsson, Leifur Karlsson item Alfreö Þorsteinsson. Fær ekki einhver hellur fyrir eyrun af þeim hávaða. Stuttbuxur frá Möðruvöllum Einstaka mönnum sem hafa veriö aö prófa ritleikni sina i Timanum undanfariö eru æriö töm oröin stuttbuxur og Mööru- vellir. Ætla mætti aö á einhverj- um Mööruvöllum væri hafin stuttbuxnaframleiðsla sem væri til þess gerö aö vera einkennis- búningur skæruliöa sem heföu þaö markmiö eitt að skaöa Framsóknarflokkinn. Þegar aö- gangur þessarar „stuttbuxna- kliku” er oröinn svo grófur aö þeir menn sem bera venjulega buxnasidd i flokksklæöum og hafa að eigin sögn veriö „aö byggja upp Framsóknarftakk- inn átveim til þrem áratugum” átta sig á skemmdarverka- mönnunum og athæfi þeirra og vilja hýöa þá til hlýöni viö góöa siöi þá eiga piltungarnir heldur betur hauk i horni. Þeir eru i öruggu vari, þvi þeir skriöa undir pilsfald félags fram- sóknarkvenna. Þaö má segja aö heppilegt er fyrir þá aö buxna- tiskan er á undanhaldi svo við þurfum ekki aö skýla þeim i bu xna skálm unum. Ef svona málflutningur er ekki til aö skemmta skrattanum þá veit ég ekki til hvershann er. Aulafyndni eftir einhvern bó'gubósa i Sjálfstæðisflokknum um stuttbuxurernotuöi timaog ótima. Orðheppnin er ekki það mikil aö svona orðskripi aö láni geti veriö til prýði á ekki of slyngum stilbrögðum. Ég sneri litillega útúr þessari aulafyndni i greinarkorni minu og er um leiö oröin málsvari „stuttbuxnaklikunnar” og Valborg Bentsdóttir: Vægast sagt ekki mjög gott sennilega setst að I sauma- stofunni á Mööruvöllum. Hinir ungu Ég hef trú á ungu fólki og ég vona að ég veröi ekki svo gömul aö ég glati þeirri trú. Og ef hún fær ekki staöist hvar er þá framtiðin? Ég neita aö trúa þvi að i félög ungra framsóknar- manna safnist aö miklum meiri hluta misindismenn sem meö mágum og skylduliði reyni aö vinna flokknum tjón. — En jafn- vel nánustu skyldmenni valin- kunnra trúnaöarmanna ftokks- ins hafa fengiö kveöjur i þeirri veru. Ég oröaöi þaö svo I greinarkorni minu aö ég vænti þess að þeir ungu menn stæöu fyrir sinu og ég trúi þvi enn. En ráösettir uppbyggingarmenn (aö eigin dómi) ganga jafnvel svo langt, aö kenna ungliöunum um tap ftokksins i kosningum. Þrátt fyrir trú mina á þá ungu tel ég þetta ofrausn. Svo dugleg- ir eru þessir vinir ekki aö þeir getigjörsamlega haftkosningar á valdi sinu. Þeir sem eru aö skamma ungmennin hér i Reykjavik viröast gleyma aö kosningaúrslitin voru heldur ekki góð úti á landi. Vandamálin framundan eru margvisleg og flókin og verða ekki leyst með neinu penna- striki skömmum eða rógi. — Ég hygg að betra væri aö reyna að virkja saman dugnaö ungra og gamalla meö góövild. skilningi og skapstillingu fremur en aö láta eins og ljón i blööum. Siðlaus gagnrýni Þaö er ekki siölaust aö gagn- rýna segir þú Einar Birnir. En er þér ekki ljóst að til er siölaus gagnrýni? Þar er og verður siö- leysi aö bera þaö blákalt fram aö menn bregöist trúnaöi sem Valborg Bentsdóttir. þeim er sýndur meö þvi aö láta annarlegar hvatir ráöa svo sem hefnigirni. Þetta ókræsilega orð veöuruppii greinumþeirra sem telja sig vera aö gagnrýna sam- þykkt meiri hluta stjórnar full- trúaráösins um breytingu á mannahaldi i skrifstofu full- trúaráðsins. Ég lagöi engan dóm á gerðir fulltrúaráös- stjórnarinnar i grein minni en ég átaldi það siöleysi aö ætla mönnum annarlegar hvatir þegar þeir væru aö vinna aö trúnaðarstörfum og sérstaklega fannst mér ekki hægt aö þegja viö ótótlegum ásökunum á fyrr- verandi formann félags fram- sóknarkvenna Þóru Þorleifs- dóttur. Hún hefur aö minum dómi veriö bæöi félaginu og flokknum til sóma oggatég ekki látiö óátaliö þegaryfirhana var ausiö ótrúlega fráleitum ásökunum. Núverandi stjórn Félags framsóknarkvenna hefur lýst sig samþykka geröum meiri hluta stjórnar fulltrúaráösins varðandi mannaskipti. Þaö fer aö veröa verra um vik aö ætla þeim öllum hefndarráöstafanir. Pólitísk kvenfélög Þú spyrð aö þvi Einar Birnir hvers vegna pólitisk kvenfélög séu til. Það er von þú spyrjir. Þér er auövitaö ekki ljóst aö enn eru jafnréttismálin ekki komin þaö langt aö konur njóti fyllsta jafnréttis i félögum meö körl- um. Körlum liggur svo mikiö á hjarta og þeir hafa svo hátt um sig aö hógværar kvenraddir mega sin litils. Og mér er til efs, að hlutfallstala kvenna i flokks- starfi hjá okkur væri jafn mikil og hún þó er, ef félag fram- sóknarkvenna væri ekki til. Ég vona vissulega aö þeir timar komi að konur og karlar mætist á jafnréttisgrundvelli I félögum flokkannaen þvi miöur á þaö enn langt i land. Félag framsóknarkvenna er ekki stórt, en þaö hefur lengstaf starfaö meö samhug og ein- drægni. Ég sem þar hef aö mestu leyti veriö óbreyttur liös- maöur hef oft dáöst aö dugnaði þeirra kvenna og ósérplægni , sem þar hafa veriö I fyrirsvari. Og ég efast um aö miöaö viö höföatölu leggi önnur félög meira fram bæöi af vinnu og fjármunum til flokksstarfsins. Ritglaöir menn hafa aö und- anförnu veriö aö reyna aö koma kvenfélaginu i sviösljósiö á óviðfelldinn hátt, meö þvi eink- um aö ráöast á fyrrverandi for- mann þess. — Þaö sem þessir menn eru aö rifja upp og reyna aö sverta Þóru Þorleifsdóttur fyrir er nánast brosleg saga sem geröist fyrir um þaö bil þremárum. Haustiö 1975tóksig til siðhærö ljóska I stjórn kven- félagsins Kristin aö nafni og kom meðallmarga nýja félags- menn. Þaö var allt gott um þaö að segja og spjaldskráin fékk milli tiu og tuttugu ný nöfn. A næsta aöalfundi félagsins átti svo m.a. aö kjósa formann. Sú ljóshæröa Kristin fékk 16 at- kvæöi en fyrrverandi formaöur var kosin meö yfirgnæfandi meiri hluta. En eftirmálin uröu þau aö nýliöarnir sögöu sig úr félaginu 15 aö tölu og stóö þá félagið jafnrétt eftir frá haust- inu. Þær hafa vlst ekki haft er- indi sem erfiöi blessaðar kon- urnar sem stóöu svona stutt við. ,En sú ljóshæröa hefur ekki slðan sést á fundum kvenfélags- ins, félagsþroskinn reyndist ekki meiri. Þegar svona skeður geta orðhákar eins og ég sagt — farið hefur fé betra. En stjórn kvenfélagsins lét sem ekkert væri og boðaði konuna á stjórnarfundi eftir sem áður. Þaö er svolitiö langsótt hjá ektamaka umræddrar konu aö halda þvl fram, aö þvi er viröist I fúlustu alvöru aö kona eins og Þóra hafi einhvers aö hefna eftir þetta sápukúluuppþot sem engan snerti nema þá sem aö unnu. Þeir sem hæst hóa um hefndarráöstafanir mega vara sig á þvi aö þaö þarf ekki mikla meinfýsi til aö ætla þeim sjálf- um slikan hug. Sá grunur gæti iæöst aö aö ektamakinn vildi nú reyna að hefna harma konu sinnar þó sánt sé fyrir þaö aö hún skyldi gera sig aö athlægi i kvenfélaginu. Fimmfaldur fyrrverandi Aivar Óskarsson ennverandi framsóknarmaöur og fyrrver- andi handhafi fimm kosninga- sigra i trúnaöarstööum enn- fremur ektamaki Kristinar Karlsdóttur, sem ekki komst i formannsstööu i félagi fram- sóknarkvenna kemur meö tóma tunnu i Timann þ. 15. þ.m. og þar bylur hátt. Upphrópanir og stórir stafir hvaö ínnan um annaö svo og endurtekin hefndarhugmyndin. Maðurinn áttar sig augljós- lega ekki á þvi aö svona getsak- ir lýsa ekki miklum félags- þroska. En til starfa fyrir félög og félagsmenn þarf einmitt félagsþroska umburöaiyndi skapstillingu og sanngirni. Ég efast um aö hægt væri aö gera meirihluta stjórnar fulltrúa- ráðsins meiri greiöa en aö aug- lýsa sjálfan sig meö slikum hætti. Hann sannar þaö svoekki er hægt um aö efast aö stjórnin haföi rétt fyrir sér, þegar hún taldi aö hann ætti aö fá sér aöra vinnuen aö vera tengiliöur milli manna I félagsstarfi. Og að lokum Einar Birnir. Ég hlaut aö svara þér þegar þú sendir mér nánast bréf i Timanum. En ég læt þess getið aö ég nenni ekki aö eyöa meiri tlma I blaöaskrif, hvaö sem varnarliöiö gegn Mööruvelling- um segir um mig og vanhæfni mlna til aö meta fólk. En þaö var veriö aö væna mig um aö ég vissi ekki mikiö um flokks- starfiö undanfariö. Þaö er aö visu satt. En þegar ég var I „bægslagangi” viö prófkjörið eins og einhver komst aö oröi komst ég aö raun um aö félaga- skrá félags þins er ekki eins og hún ætti að vera allra sist i byrjun kosninga. Þú umbóta- sinnaöi maöur láttu lagfæra þetta fyrir næstu kosningar. Kveöég þig svomeð vinsemd. Halldór Kristjánsson: Áminning til verkalýðshreyfingar Vlðar en á Islandi er kvartað um deyfð i fjölmennum félög- um. Svo er það t.d. um verka- lýðshreyfinguna I Noregi. Þykfy ýmsum sem henni sé mjög horf- in sú félagslega reisn sem ein- kenndi hana þegar hún var I blóma og finna sárt til þess. Nú er þaö einn af trúnaöar- mönnum norskrar verkalýös- hreyfingar, Kári B. Werner, hefur varpað fram þeirri spurn- ingu hvort hún vilji taka upp aftur og berjast fyrir þeirri stefnu i áfengismálum sem hún fylgdi fyrir nokkrum áratugum þegar enginn talaði um deyfð eöa dauðamerki á hreyfingunni. Kári Werner minnir slöan á hve vlötækt og skelfilegt áfengisbölið er viöa um heim. Ekkert þjóðfélagslegt vanda- mál er örðugra viö aö fást, ekkert mannlifsböl átakan- legra. Aldrei hefur áfengis- neyslan og sú hætta sem henni fylgir verið jafn Ieitin I öllu félagslifi, — öllu mannlegu samfélagi. Fyrir 50 árum stóð verkalýös- hreyfingin I Noregi einhuga i baráttu gegn áfengistlsku og drykkuböli. Þá var ekki áfengi haft um hönd bar sem verka- lýðshreyfingin réöi. Þá vissu menn aö bindindi var veiga- mikill þáttur I þvi aö leiða þjóð- ina frá fátækt til velsældar. En nú höfum við samhliða vel- meguninni gert áfengismálin erfiðasta félagslega viðfangs- efnið. Sá vandi vex meö degi hverjum. Eins og áfengisvenjur unglinga eru nú telja sérfæö- ingar að árið 1990 verði áfengis- sjúklingar i landinu fjórum sinnum fleiri en nú. Þvi er nú tímabært aö hug- leiða hvort ekki sé tlmabært aö endurskoða afstöðu til vímu- gjafa og þá fyrst og fremst áfengis sem á miklu mestan þátt I þessari ógæfu allri. Þetta er til áminningar fyrir forustu stjórnmálahreyfinga en ekki Halldór Kristjánsson. sist allar deildir innan norskrar verkalýðshreyfingar sem alltaf hafa unnið að jöfnuöi og bræðra- lagi. Væri nú ekki ástæöa til aö viö hérúti á íslandi hugsuöum ofur- litið lika ef tóm væri til?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.