Tíminn - 25.08.1978, Side 8

Tíminn - 25.08.1978, Side 8
8 Föstudagur 25. ágúst 1978 á víðavangi Einfaldari álagning tekjuskatts alþýðu- I n RT'IT' Skattskrárnar hafa enn einu sinni sýnt það, aö menn með sömu tekjur hafa mjög mis- jafna skatta. Það, sem skapar þennan misrétt, er allskonar hæpnir frádráttailiðir, en m ikilvægastur þeirra er vaxtafrádrátturinn, sem margir hátekjumenn notfæra sér til hins ýtrasta. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um að koma i veg fyrir þann misrétt, sem hér viögengst. Einni þeirra er hreyft í for- ustugrein Alþýðublaösins i gær. Þar segir m.a.: „Sökum þess að reynslan sýnir að alltof margar ölög- legar og löglegar leiðir eru til aö skjóta sér undan greiðsiu tekjuskatts er nauðsyn að gert verði verulegt átak tO að tryggja réttlátari og öruggari álagningu þessa skatts.Hér skal þvi hreyft leið sem áður hefur séð dagsins Ijós en litla umræðu hlotið. Grundvallarbreytingin yrði f þvi fólgin að tekjuskatti yrði breytt í þrepskiptan brúttóskatt. llm þrjú þrep yrði að ræöa, 0% — 10% — 20%. Undir núll liöinn mætti hugsa sér að tekjur upp að 1,8 mUlj. kr. félU miöaö viö núverandi ástand. Þetta þýddi að lægstu laun yrðu tekjuskattslaus. Af næstu 1,2 milljón kr. yröu greiddur 10% skattur og siðan 20% af þvi sem fram yfir færi. Hér er miöað við sérsköttun hjóna. Með þvi að breyta yfir I brúttóskatt eins og útsvarið er, er kunnáttumönnum gert ókleiftaö spila á frádráttarlið- ina. Annað stórt atriöi sem mundi vinnast við það, er að allt það starfsfólk sem nú vinnur á skattstofum við að athuga réttmæti frádráttar- liöa gæti nýtst til að sannprófa hvort rétt er talið fram og viö eftirUt með öðrum sköttum sem rikið innheimtir svo sem söluskatti.” Lágar tekjur sleppi alveg 1 forystugrein Alþýðublaös- ins segir enn fremur: ..Breytingar i þessa veru sem hér eru gerðar að umtals- efni auövelda einnig fram- kvæmd ýmissa annarra breyt- inga sem hafa verið ræddar á siðustu árum eins og sérskött- un hjóna og staðgreiðslukerfi skatta. Hvar mörk eiga aö Fimmtudagur 24. ágúst 1978 vera getur verið umdeilanlegt en veigamikið atriði er að lág- ar tekjur sleppi alveg og að meöaltekjur séu innan 10% markanna. Gildi tekjujöfnunar með mjög mikilli beinni sköttun hærri launateknaer vafasamt gegn óáreiðanleika framtals stórrahópa i þeim tekjuflokki. Viðleitni til undanbragða verður þeim mun meiri sem álagningarprósentan er fyrir ofan þau mörk sem sanngjörn eru talin. Einnig getur það dregiö úr vilja manna til að taka að sér störf i háum tekju- flokkum, sem engu að siöur eru mikilvæg. Með einföldun skattkerfis eins og hér er rætt 163. tbl. 59. árg. um yrði almenningi miklu bet- ur ljóst hvaða tekjur hann hefði til ráðstöfunar og hverju hann þyrfti aö skila til hins opinbera. Einnig yrði aðeins um það að ræða hvort talið væri rétt fram en ekki hvort kunnátta væri fyrir hendi til að spila á kerfið. Það létti allta'f eftirlit og auðveldaði réttlátari álagningu skattsins. Frádráttur vegna fjölskyldu* stærðar kæmi á sama hátt og á útsvar. Það er kominn tfmi til að eitthvaö raunhæft verði gert.” Hérer vissulega hreyfthug- myndum, sem vert er aö at- huga, þvi að misrétti skatta- laganna er gifurlegt. Þ.Þ. Jarðeigendur Bóndi af Vestfjörðum óskar eftir jörð til kaups eða leigu helst á Suðvesturlandi eða Norðurlandi. Jörðin þarf að vera góð kúajörð. Jörðin þarf ekki að vera laus fyrr en á næstu fardögum. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð til aug- lýsingadeildar Timans fyrir 15. sept., merkt 1666. mmm s fta j \.£ | 1 - Laus staða Vantar nú þegar starfsmann til af- greiðslustarfa á skrifstofu byggingarfull- trúans i Reykjavik. Vélritunarkunnátta nauðsynieg. Umsóknir er greini menntun og fyrri trúa, Skúlatúni 2. K pt I' M, störf, sendist til skrifstofu byggingarfull- ;í'] WSMMMÍ Byggingarverk- fræðingur og Tæknifræðingur óskast til starfa á verkfræðistofu Suður- lands h.f. sem fyrst. Upplýsingar i sima (99)1776. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa hjá fjármáladeild. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. Athugasemd vegna fréttar um milUveggi ESE — Vegna fréttar sem birtist i Tfmanum, fimmtudaginn 17. ágúst s.I. um nýjung, sem notuð er viö gerð svokallaðra milli- veggja, kom Magnús Thorvalds- son bhkksmiður i Borgarnesi að máli viðblaðið og vildi hann gera smáleiðréttingu á umræddri frétt. Magnús sagði, að ekki gæti ver- ið um nýjung að ræða, eins og greint er frá i fréttinni, þar sem að hann hefði nú um 11 ára skeið smiðað hús með samskonar að- ferð og lýst er i umræddri frétt, og það sem meira er hann hefur sjálfur fundið þá aðferð upp. Fyrir 10 árum þegar landbún- aðarsýning var haldin i Laugar- dalshöllinni, þá sýndi hann þar hús, sem hann hafði smiðað, og þau vöktu almenna athygli — og þá var talað um islenska nýjung i húsagerð. Magnús sagði, að þegar hann hefði reynt að koma hugmynd sinni á framfæri á sinum tfma við opinbera aðila þá hefði hann ekki mætt neinum skilningi hjá þeim og þess vegna fljótlega gefist upp við að reyna að koma aðferð sinni á framfæri á þeim vettvangi. Hins vegar hefur hann á þeim tima, sem liðinn er síðan þetta gerðist, smiðað nokkur smáhýsi eftir uppfinningu sinni og hafa þau reynst vel. Þá sagðist Magnús hafa brugðið sér inn á Borgarspitala, þar sem umrædd „nýjung” er í framkvæmd, og ekki hefði hann séð betur, en að sú aöferö sem notuðer þarstæði sinni nokkuð að baki.t.d. þyrfti hvorki skrúfur né saum til þess að festa klæðning- una á veggina ef hans aðferö væri notuð, en á Borgarspitalanum nota þeir sjálfssnittaðar skrúfur. Vegna fyrrgreindrar leiörétt- ingar þykir blaðamanni rétt að geta þess, að áður hafði borist önnur leiðrétting frá trésmiði á Keflavikurflugvelli, þar sem þvi var mótmælt að um nýjung sé þarna að ræöa, og var sú leiörétt- ing birt f sunnudagsblaðinu. Heimildir þær sem notaðar voru f fréttinni voru fengnar frá umboðsmanni þeim sem flytur fyrrgreinda milliveggi inn, en hvort honum var fullkunnugt um það hvort „nýjungin” væri nýj- ung eður ei skal látið ósagt. A meöfylgjandi mynd gefur aö lita aöferð Magnúsar Thorvaldsen en eins og sést á myndinni þá er gert ráð fyrir leiðslum I bitunum og klæðningin er fest á, án þess aðnota þurfisaum eöa skrúfur. —Timamynd Róbert. Met í öllum keppnisgreinum á fyrsta mótinu SV — Fyrsta mót i keppnisgrein- um hestamanna var háð á Fá- skrúðsfirði s.l. miðvikudag. Veðurgurðirnir léku við keppend- ur og völlurinn var svo góöur sem best verður á kosið, enda voru sett vallarmet i öllum keppnis- greinum mótsins-Maja bætti árangur sinn i 350 metra hlaupi, ög er hún jöfn Dálki, með þriðja og besta tíma sem náðst hefur i hlaupinu, 24.7 sek. Þótt hross ferðamanna hafi hlaupið vel var það samt Léttir Þóru Long, sem vann langflestu afrek mótsins. Hann bætti metið i brokkisvo mikið, aðenginn apnar brokkari, sem nú er þekktur, kemst i námunda við hann. Gild- andi met i 800 metrá brokki er 1.40.5 min. en Þuriður bætti það I 1.36.00 min. i sumar. Léttir hljóp á 1.26.3 min. Gildandi met i 1500 metra brokki er 3.08.5 min. en Funi bætti þaö i sumar, hljóp á 3.02.5 min. á landsmótinu, en Léttir hljóp nú á 2.56.0 min. Hrannar náði besta árangri sin- um á sumrinu, rann skeiðið á 22.4 sek. Trausti varð annar á 23.4 sek og Máni þriðjiá 24.2.LóaogMaja hlupusamtiða á 350 metra stökki á 24.7 sek. Reykur hljóp fola- hlaupið á 18.2 sek. og Stegla á 18.6 sek. Hornfirðingar tóku á móti gest- um af miklum höfðingsskap og stemningin var geysigóð. Að keppni lokinni buðu heimamenn gestum í útreiðar og þar var ekki boðið upp á neinar bykkjur heldur úrvalsgæðinga þar á meðal fræga snillinga eins og Skúm og Nátt- fara. Þegar séö var að bæöi menn og hestar voru i góðu formi kom upp sú hugmynd að halda keppnisförinni áfram frá Egils- stöðum og fara um Norðurland og keppa þar á einum eða fleiri stöð- um, en allt er i óvissu um það, þvi að ekki er vitað hvort einhver fé- lög hafa hug á að halda mót meö svo stuttum fyrirvara.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.