Tíminn - 25.08.1978, Page 10
10
Föstudagur 25. ágúst 1978
Louise litla Brown sem fædd-
ist i þennan heim um miðjan
júlimánuð sl. er vonandi i engu
frábrugðin öðrum börnum en
hún á sér sögu sem er önnur en
saga allra annarra barna sem
fæðst hafa I þennan heim. Hún
er getin i tilraunaglasi.
Flestir munu þekkja helstu
drættina i' þeirri sögu svo mjög
sem blöð og fréttastofnanir
fræddu fólk um afrek visinda-
mannanna tveggja Patrich
Steptoe og Roberts Edwards.
Móðir Louise, Lesley Brown var
meðstiflaðaeggjaleiðara og gat
þvi ekki orðið barnshafandi á
venjulegan hátt. Þá var gripið
til þess ráðs aö frjóvga egg úr
henni með sáðfrumu úr eigin-
manni hennar. Þetta var gert i
tilraunaglasi. Eftir nokkra daga
var svo hið frjóvgaða egg grætt i
móðurlif hennar og þar hélt það
áfram að breytast og varð að
fullburða fóstri á sinum rétta
tima.
Þetta mun vera f fyrsta skipti
að tekst að framkvæma þessa
aðgerð. Margar tilraunir hafa
þó verið gerðar á liðnum árum
en allar hafa þær mistekist,
flestar vegna þess að nauðsyn-
legt er að hitta á nákvæmlega
réttan tima þegar unnt er að
græða eggið i likama konunnar.
Tilraunir með að frjóvga egg
konu utan likama hennar hófust
upp úr 1950 en engin endanleg
sönnun er fyrir að þær hafi tek-
ist fyrr en nú. ítalskur kven-
læknir Petrucci að nafni kvaðst
hafa frjóvgað egg i tilraunaglasi
árið 1963, og hefði fóstrið
þroskast þari 29 daga en þá
hefði tilrauninni verið hætt þar
eð fóstrið heföi verið að breytast
i „óskapnað”. Nokkrum árum
siðar sagðist Petrucci hafa
frjóvgað egg 28 kvenna og siðan
grætt þau í lifmóður þeirra og
hefðu allar átt heilbrigð börn.
Allt er þó enn á huldu um þetta
og nægilegar sannanir vantar.
Vafalaust munu Steptoe og
Edwards hljóta mikla frægð og
umbun fyrir afreksitt. Það sem
mesta athygli vekur i sambandi
við það er að komast að þvi
hvort þeir hafa fundið aðferð til
að timasetja nákvæmlega
hvenær græða skuli hið
frjóvgaða egg i konuna. Enn er
ekki vitaö hvort svo er.
Hugsanlegt er að tilviljun hafi
ráðið nokkru um hve tókst til
með igræðsluna i Lesley Brown.
Hafi þeir félagar hins vegar
fundiðráðtil aðákvarða timann
sem tryggir að aðgerðin
heppnist vaknar ný von fyrir
þann mikla fjölda kvenna sem
likt er ástatt fyrir og Lesley
Brown.
En það eru ekki aðeins
læknisfræðileg og visindaleg
vandamál sem hér koma við
sögu. Hinsiðferðilegu og félags-
legu vandamál eru einnig mörg.
Rætt hefur verið um hvort þessi
aðferð ef tekst að ná á henni
fullu valdi muni ekki endur-
vekja hugmyndirnar um kyn-
bætur mannkynsins. Umræður
um það efni voru háværar á
fyrstu áratugum aldarinnar og
voru það uppgötvanir i erfða-
fræði sem mestu réöu þar um.
Menn héldu að unnt væri að út-
rýma skaölegum erfðaeigin-
leikum með þvi aö koma I veg
fyrir að einstaklingar sem
haldnir voruýmsum skaðlegum
göllum væru hindraðir i að eign-
ast afkvæmi, en stuðlaö að þvi
að „hæfir” einstaklingar” ættu
mörg afkvæmi jafnvel hundruð
og þúsundir. Var þó oft rætt um,
aðnota ætti sæði afburðamanna
til að frjóvga egg margra
Þessi mynd sýnir er sæðisfruma fer inn i egg konu og frjóvgar það.
Haraldur Ólaísson:
Louise
Brown
kemur
okkur
öllum
við
Margar kvikmyndir hafa verið geröar um visindamenn sem fram-
leiða fólk f tiiraunaglösum. Myndin sýnir atriði úr einni slikri
mynd.
kvenna og þannig ætti smám
saman að verða til kynstofn af-
burða gáfaðra og hæfra ein-
staklinga. Hins vegaryrðuþá úr
sögunni veiklaðir og „óhæfir”
einstaklingar.
Þessar hugmyndir náðu tals-
verðum vinsældum og margir
þekktir vísindamenn gerðust
málsvarar slíkra kynbóta. Var
bent á að húsdýrastofnar hefðu
verið ræktaðir upp á þennan
hátt. Þessu blönduðust heim-
spekikenningar og vangaveltur
um markmið mannlegs lffs um
„ofurmannlegt kyn” og lág-
stéttir, æskilega eiginleika og
óæskilega.
Brátt varð erfðafræðingum þó
ljóst að langtum flóknara var að
rækta samtimis marga og
stundum óskylda eiginleika
heldur en einn eða tvo sem al-
gengast var að leggja áherslu á
þegar um dýra- eða jurtakyn-
bætur er að ræða.
Nú hefur lifeðlisfræðingum
tekist að gera breytingar á
sjálfum litningunum sem flytja
.„fyrirmælin” um erfðir frá for-
hver er hæfur og hver óhæfur.
Hugmyndir manna um það hafa
veriðsvo mismunandiað enginn
mundi vilja velja úr þá eigin-
leika sem óumdeilanlega gera
einstakling „hæfan”. Ekki man
ég i bili eftir nema einni rikis-
stjórn, sem telur sig geta úr-
skurðað hvernig hinn hæfi ein-
staklingur á að lita. Það er
rikisstjórnin i Pnom Penh i
Kambodiu. Og hefur ekki linnt
þar aftökum á óæskilegum ein-
stakhngum allt frá þvi að
ákvörðunin um hinn hæfa varð
til.
Er Páll páfi VI lést hafði hann
ekki mótað stefnu varðandi
getnað i tilraunaglasi en sam-
starfemenn hans sögðu að hann
hefði mikið velt þvi vandamáli
fyrir sér. Ekki er búist við þvi
að kaþólska kirkjan snúist gegn
tilraunum með slika frjóvgun.
Lögfræðileg vandamál gætu
komið upp en ekki ætti að vera
erfiðleikum háð að leysa þau.
Trúarleg lögfræðileg og sið-
ferðileg vandamál eru auðveld
viðfangs en hin læknisfræðilega
og visindalega hlið er hins vegar
erfiðari viðfangs. Fyrst og
eldrum til afkvæmis. Sá gifur-
legi fjöldi upplýsinga og fyrir-
mæla sem litningarnir bera
milli kynslóðanna er enn sem
komið er að mestu lokuð bók.
Talið er að nær ógerlegt sé að
kanna til hlitar allan þann sæg
„fyrirmæla” sem fólgnar eru i
einni kynfrumu. Og þótt það
tækist með aðstoð tölvu eru litl-
ar likur á að unnt sé að breyta
„fyrirmælunum” nema að
óverulegu leyti og þá aðeins i
örfáum atriðum.
Vegna þeirra möguleika sem
nú eru á að gera breytingar á
erfðum, þótt á litlu sviði sé hafa
menn óttast allar slikar að-
gerðir. t stað bjartsýni og trúar
á aö unnt væri að breyta mann-
kyninu á skipulegan og skyn-
samlegan hátt er nú komin
svartsýni og varúð gagnvart öll-
um meiriháttar breytingum á
erfðamassanum. Þegar banda-
riskum visindamönnum tókst
fyrir nokkruað gera breytingar
á skilaboðum i litningum
bakteriu nokkurrar voru settar
strangar reglur um allar slikar
tilraunir. Ekki réði þar þó ótti
við að visindamenn leiddust út I
tilraunir meö erfðamassa
manna heldurhitt að breytingar
á erfðamassa bakteria geta
valdið þvi að nýjar tegundir
verði til.tegundir sem valdið
gætu miklum skaða áður en að-
ferðir fyndust til að ráða niður-
lögum þeirra. Miklu fé, hugviti
og orku hefur veriö eytt i barátt-
una gegn örverum sem sjúk-
dómum valda. Nýjar tegundir
þekktra örvera gætu valdið þvi
að gamalkunnar aðferðir og lyf
gegn slikum örverum yrðu
gagnslausar.
Nú er enginn sem heldur þvi
fram aö frjóvgun eggs i til-
raunaglasi eigi nokkuð skylt við
aðferðir til aö hafa áhrif á arfe-
massann. Hins vegar vakna nú
afturhugmyndirnarum að nota
sæði frá hinum „hæfu” til þess
að búa til afburðaeinstaklinga.
Eftir reynslu siðustu hundrað
ára er þó furðulegt að nokkur
skuli I alvörulátasér detta I húg
fremst er það tengt þvi hverjir
það eru sem geta fengið slika
frjóvgun. Þótt aðferðin sé kunn
þá á það samt langt i land að
nema brot af þeim konum, sem
ekki geta átt barn, nema þvi að-
eins að egg þeirra sé frjóvgað
utan likama þeirra, geti gengið
undir slika aðgerð. Enn sem
komið er eri þetta einungis til-
raun. 1 öðru lagi er enn ekki vit-
að hvort aðferðin er óbrigðul
hvort fóstur, sem getið er i til-
raunaglasi sé „eins” i öllum
atriðum og hefði það orðið til á
venjulegan hátt i kvið móður-
innar. Reynslan ein fær úr þvi
skorið.
Ýmsir visindamenn hafa látið
i ljós þá skoðun að innan
skamms megi vænta ótrúlegra
nýjunga I erfðafræðinni. Eins og
fram hefur komið i Timanum
fyrr i sumar hafa islenskir vis-
indamenn lagt margt til mála i
erfðafræði, sérstaklega þó
mannerfðafræði. í viðtölum við
nokkra þá sem um þessi efni
fjalla kom fram, að auðvelt er
að stunda rannsóknir i erfða-
fræði þjóða á Islandi. Fámenni
fullkomnar skýrslur um sjúk-
dóma nákvæmt manntal allt til
1703 einangrun þjóðarinnar og
fleira veldur þvi að fá má marg-
vislegar marktækar upplýsing-
ar um hvernig erfðir ganga
fyrir sig hjá Islensku þjóðinni.
Þetta er vert að hafa i huga
þegab menn velta fyrir sér þeim
kostum og þeim hættum, sem
fólgnar eru i tilraunum með
erfðir. i staö beinna tilrauna má
hér á landi rannsaka hvernig
erfðir hafa verið og er hægt að
fá á þann hátt og mjög mikil-
vægar upplýsingar.
Fæðing Louise litlu Brown
vekur margar spurningar og
flóknari en mann grunar þegar
fyrstu fregnir berast af slikum
viðburði. Frjóvgun i tilrauna-
glasi breytingar á erfðamassa
og þekking á lögmálum erfða
eru hlutir, sem tengjast lifi og
framtið manna öðru fremur.
Þess vegna er hollt aö reyna að
átta sig vel á þeim kostum sem
slikri þekkingu fylgir og þeim
hættum sem i henni felast.