Tíminn - 25.08.1978, Page 11

Tíminn - 25.08.1978, Page 11
friLt.'.H.mi: Föstudagur 25. ágúst 1978 11 'T* Lokið við gerð tilraunavegar um núverandi vegur AM — Við afgreiðslu siðustu vegaáætlunar voru veittar fimm milljónir króna til gerðar tilraunavegar i Mánárskriðum. Gerð þessa vegar er nú að mestu lokiö og átti blaöið tal af Guðmundi Svavarssyni, um- dæmisverkfræöingi á Akureyri, um þetta mál. Garðar sagði, aö hér væri um að ræða tveggja kilómetra lang- an veg og hefði lagning hans gengið vonum framar, en þó skyldi tekið fram, að þetta væri aðeins ýtuslóð, ef svo mætti að orði komast. Tilgangurinn væri enda ekki annar en sá, að vita hvernig vegarstæðinu reiddi af i vetur og næsta vor, en ekki er kunnugt um hvernig snjóalög- um háttar þarna eöa skriðuföll- um. A 600 metra kafla liggur vegurinn i i gegnum skriður, og sagði Guðmundur að þann hluta leiðarinnar heföu menn óttast mest. Núverandi vegur um Mánár- A þessari mynd sést núverandi vegur og sá nýrri. Hæöarmunurinn er geysimikill, enda er slysa- hætta taiin minnka að mun. Jarðýtan að störfum i Mánárskriöum. skriður liggur I allt aö 171 metra hæð og á honum er 14% halli, en nýi vegurinn fer hæst i 65-70 metra hæö og er nær láréttur. Yröi að honum mikil samgöngu- bót, vegna minni slysahættu og auðveldari ferða að vetri til. Að sjálfsögðu verður vegurinn ekki nýttur að sinni til neinna ferða né flutninga, en liklega yrði þetta'þó sú framtiöarbraut, sem vonir standa til. Mánárskríður Liggur 106 metrum lægra en 50 ára farþegaflug á Islandi: Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli ESE — 1 gær var blaðamönnum kynnt dagskrá flugdagsins 1 Reykjavik, sem haldinn verður n.k. laugardag i tilefni af 50 ára afmæli farþegaflugs á Islandi. Að venju kennir ýmissa grasa meðal dagskráratriða, en eitt að þvi sem lögö var mikil áhersla á, varð að hafa sýninguna eins fjölbreytta og framast var kostur. 1 þvi sam- bandi leituðu forráöamenn flug- dagsins liðsinnis starfsmanna ýmissa erlendra sendiráða i von um að þeir gætu haft milligöngu um að fá hingað erlend sýningar- - atriði og má segja að undirtektir sendiráðsmanna hafi verið framar öllum vonum og þvi er dagskráin fjölbreytt að sama skapi, þrátt fyrir að litill timi væri til stefnu. Meðal sérstaklega áhuga- verðra sýningaratriða ber að' nefna listflug breska listflugs- mannsins Tony Bianchi sem kemur hingað sérstaklega til þess að sýna listflug á hinni nýju Cap 10 listflugvél, en hún er nýlega komin i eigu nokkurra Islendinga. Bianchi sýndi mikinn velvilja er leitað var til hans um að sýna á flugdeginum, þvi að hann fékk sig lausan frá sýningu, sem hann átti að taka þátt i erlendis og sýnir hann hér endurgjaldslaust. Þá er ástæða til þess að benda mönnum á, að til sýnis verða m.a. elsta flugvél landsins, eina tviþekjan sem hér er til i flughæfu ástandi, tvær DC 3 vélar, en það mun vera orðin sjaldgæf sjón að sjá tvo þrista hlið viö hlið hér á Noður- hveli jarðar, auk fjölda margra annarra dagskráratriða. Aður en dagskráin sjálf hefst er gert ráð fyrir að einar 15 einka- flugvélar fari i hópflug yfir borg- ina og verða þær lentar áður en dagskráin hefst kl. 14. 1. Tvær Douglas Dakotur eða Þristar koma fljúgandi yfir svæð- ið. önnur er frá danska flughern- um en hin frá Landgræðslunni. Þær lenda báðar. — geysifjölbreytt dagsskrá 2. Tvær Lockheed P-3 Orion kafbátaeftirlitsflugvélar munu fljúga yfir svæðið. önnur er frá norska flughernum og mun hún framkvæma nokkur hjáflug og lenda siðan, en hin er frá Varnar- liðinu og mun lenda eftir fyrsta samflugið. 3. Þota Arnarflugs mun sýna hjáflug en ekki lenda. 4. Björgunarsveitin á Kefla- vikurflugvelli mun sýna hvernig þyrla tekur eldsneyti á flugi og þyrlan mun ■ siðan sýna hæfni sina. Eldsneytisvélin, Lockheed HC-130E Hercules mun ekki lenda, en hins vegar Sikorsky HH- 3E þyrlan. 5. Breskur listflugmaður, Tony Bianchi kemur sérstaklega til að sýna listflug á hinni nýju Cap 10 listflugvél. Cap 10 vélin er i eigu nokkurra Islendinga. 6. Fjórar McDonnell Douglas F- 4E Phantom þotur munu sýna fylkingarflug og aöflug en ekki lenda. 7. Tvær Lockheed T-33A æf- ingarþotur munu sýna fylkingar- flug og aðflug en ekki lenda. 8. Félagar úr Fallhlifarklúbbi Reykjavikur munu sýna fall- hlifarstökk. 9. Félagar úr Svifflugfélagi Reykjavikur munu sýna svifflug. 10. Fokker F-27 Friendship flugvél F.í. mun sýna hjáflug. 11. Orion flugvel bandariska flotans mun sýna flugtak meö hámarksafköstum (maximum performance take-off). 12. Hópflug hinna gömlu og góðu Piper Cub flugvéla. 13. Transsall C-160 frá vestur- þýska-flughernum flýgur yfir og lendir. Auk þessa munu þotur Flugleiða koma yfir flugvöllinn eftir þvi sem áætlanir þeirra leyfa. Undirbúningsnefnd flug- sýningarinnar tekur enga ábyrgö lega eins og að framan er upp á þvi aö röö atriða veröi nákvæm- talið. Dougias DC 3 frá danska flughernum. TF-TOG hefur um langt árabii séö um að draga þau vélarlausu fyrir- brigði er svifflugvélar nefnast á loft og þvi kjörið að sýna slikan grip á fiugsýningu. Transall C-160 frá vestur-þýska flughernum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.