Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 19
Þri&judagur 3. október 1978 19 Cr körfunni i fyrravetur. Þeir Þorvaldur Geirsson Fram og Kristján Ágústsson Val berjast hér um knöttinn. Einar var bjarg- vættur KR — þegar KR sigraði Fram 89:88 eftir framlengingu — John „Hjálmur” Hudson rekinn af leikvelli Það var bókstaflega allt á suðu- punkti i iþróttahúsi Hagaskóia á sunnudaginn þegar Fram og KR mættust i Reykjavikurmótinu i körfubolta. Ef Fram hefði sigrað hefðu þeir svo gott sem tryggt sér Reykjavikurmeistaratitilinn, en færi svo aö KR sigraöi var mótiö galopið. Framararnir byrjuðu mjög ákveðnir, drifnir áfram af stór- góðum leik Johnny Johnson og áöur en varði höfðu þeir komist i 14:4. KR-ingum tókst aö minnka muninn niður i 20:22, en siöan sigu Framararnir aftur framúr og náðu á ný 10 stiga forystu. Undir lok fyrri hálfleiks geröist mjög umdeilt atvik á vellinum. Framarar skoruðu körfu, sem Siguröur V. Halldórsson dæmdi gilda. John „Hjálmur” Hudson var ekki beint ánægöur meö þennan dóm Sigurðar og heimtaöi að dæmdur yröi ruöningur á Framarann. 1 hitanum kastaöi Hudson knettinum aö Siguröi dómara og lenti hann á öxl hans. Ekki skal hér lagður dómur á hvort Hudson ætlaöi aö kasta knettinum I Sigurð eöa bara aö afhenda honum knöttinn, en eitt er vist að Siguröi likaöi þessi framkoma ekki og rak Hudson út af fyrir fullt og allt. Mikill æsing- ur varö út af þessu atviki og stöðvaöist leikurinn i 5 min. á meðan menn hnakkrifust um réttmæti dóms Sigurðar. Frá sjónarmiöi blm. séð var ekki um neitt brot aö ræöa, en vissulega hefur Siguröur dómari séö atvikiö mun betur en blm. og lagt annan skilning I framkomu „Hjálms”. Þetta atvik haföi mjög neikvæö áhrif á leikmenn KR og þegar flautaö var til hálfleiks höföu Framarar 12 stiga forskot, 47:35. Strax i upphafi siöari hálfleiks var þaö augljóst að KR-ingar ætl- uöu aö selja sig dýrt og virtust allir hafa eflst upp viö mót- lætið. Þeir smásöxuöu á for- skot Framaranna og undir lok leiksins skiptust liöin á um aö hafa eins stigs forystu. Þegar 6 sek. voru eftir af leiktimanum fengu Framarar tvö vitaskot og staöan var 79:78 fyrir KR. Flosi Sigurösson, ungur og efnilegurFramarifékk þaöerfiöa hlutverk aö taka vítaskotin. Fyrra skotiö fór rakleiöis i kröf- una,en taugarnar brustu i siðara skotinu og þaö fór viös fjarri körfunni. Jafntefli var staöreynd og nú þurfti aö framlengja. Einar i stuði Ekki minnkaöi spennan I fram- lengingunni ög KR náöi fljótt þriggjastiga forystu 84:81. Skipt- ust liöin á um aö skora, en KR-ingum tókst aö halda foryst- unni — mest fyrir tilstilli gömlu kempunnar Einars Bollasonar, sem sýndi snilldartakta i fram- lengingunni og skoraöi þrjár körfur meö sinum frægu „húkk- skotum”. Þegar flautaö var til leiksloka stóö 89:88 KR í hag á ljósatöflunni. Ekki var öllu þar meö lokið. Þegar fariö var yfir skýrslu ritara kom i ljós, aö hon- um höföu oröiö á mistök og hjá honum stóö 89:89. Hófst nú mikill darraöardans a vellinum og gengu gifuryröi manna á milli. Aö lokum kölluöu dómarar leiksins fyrirliöanatilsinogleystist máliö farsællega aö lokum. KR-sigur 89:88 var niöurstaöanog fögnuöur KR-inga var gifurlegur i leikslok. Hjá KR skoraöi Jön Sig. 24 stig en John Hudson og Einar Bolla- son skoruðu 16 stig hvor. Af Frömurum skoraöi John Johnson langmest eöa 34 stig, Þorvaldur Geirsson meö 12, Ómar Þráinsson 10 og Björn Jónsson 10 stig. Aðrir leikir Aörir leikir f körfuknattleik um helgina féllu algerlega I skuggann af leik KR og Fram, en engu aö siöur voru margir stórskemmti- legir leikir i mótinu og greinilegt er aö karfan veröur geysi- skammtileglvetur.Þaökom vel i ljós um helgina, aö útlendingarn- ir, sem hér leika meö liöunum hafa mjög jákvæö áhrif á körfu- boltann og iþróttahús Hagaskóla var troöfullt á öllum leikjunum, t.d. á sunnudag. A laugardag léku fyrst KR og 1S ogeftirhörkuleik sigraöi 1S 91:88. Valsmenn tóku þvinæst Armenn- inga i karphúsiö og sigruöu örugglega 102:93. 1 siöasta leik dagsins unnu Framarar liö IR-inga, sem eru greinilega meö lakasta liö mótsins, 98:81. Sunnudágurinn hófst meö leik Armanns og IS og öllum á óvart báru Armenningar sigur úr být- um 115:11 eftir framlengdan leik en staöan var jöfn 92:92 aö venju- legum leiktima loknum. 1 þessum leik skoraöi Dirk Dunbar hvorki meirané minna en 61 stig, sem er nýttmet hérlendis.enfyrra metiö var 58 stig, sem Dunbar átti sjálf- ur. Þaö veröur þó aö taka meö I reikninginn aðDunbar skoraði 13 stig i framlengingunni, þannig aö stiginvoruaöeins48 ivenjulegum leik. A laugardaginn skoraöi „Hjálmur” 53 stig fyrir KR gegn IS, þannig aö hans afrek var öllu meira. Valsmenn báru siöan sigurorö af IR-ingum 100:84 og f þeim leik lék Tim Dwyer sinn fyrsta leik meö Val og kom vel Ut, en greini- legt var aö hann þekkti meðspil- ara sina ekki mikiö. Sunnudegin- um lauk siöan meö leik KR og Fram eins og áður sagöi. Aftur sigur í Fær- eyjum tslendingar unnu Færeyinga 20:16 I landsleik sem fram fór á laugardagskvöld I Þórshöfn. 1 hálfleik var staðan 11:9 fyrir ts- land. 1 stuttu spjalli viö Jóhann Inga landsliðsþjálfara- og einvald, sagöi hann aö hann væri aö mestu leyti ánægöur með Urslitin i leikjunum. — Mikilvægast var aö sjálfsögðuaö sigra i leikjunum og þaö geröum við þrátt fyrir hrak- spár. — Viö erum meö ungt liö og ég lagði rika áherslu á aö allir leikmennirnir fengju aö vera sem mest meö i báöum leikjunum. — Færeýingarnir voru sterkari i þessum leik heldur en á föstu- dagskvöldiö og munaöi þar mestu um, aö þeir voru meö tvo mark- menn sem ekki voru meö á föstu- dag og þeir vöröu mjög vel allan leikinn,— Okkar markmenn náöu sér hins vegar ekki eins vel á strik og þeirra markveröir en engu aö síöur var ég ánægöur meö þeirra hlut i leikjunum. — Þaö var einkennandi fyrir báöa leikina aö okkar bestu kafl- ar I leikjunum voru fyrri 15 minúturnar I hvorum hálfleik. — Hvort þetta var þreyta í strákun- um veit ég ekki en þetta hefur veriö einkennandi fyrir islenska landsliöiö i gegnum árin. — Færeyingarnir hafa tekið ótrúlegum framförum og mér kæmi ekki á óvart þó þeir yröu meö okkur IB keppninni á Spáni i vetur. — Þeir eiga mjög góöa Viggó Sigurðsson skorar hér gegn Valsmönnum. Hann var f mikium vigamóð i Færeyjum og gerði 15 mörk. möguleika á aö vinna Italina en auk þeirra eru Norömenn i sama riöli. — Viggó Sigurösson skoröi mest i þessum leik eins og hinum fyrri — alls 7 mörk og var hann mjög góöur og einna friskastur strák- anna. — Eldri mennirnir sýndu góöa takt og var reynsla þeirra þung á metunum. Páll Björgvins- son skoraöi 4 mörk i leiknum, Bjarni Guömundsson geröi 3 og aörir minna en markaskorunin skiptir mig minnstu máli sagöi Jóhann Ingi. — A meöan liöið leikur vel og leikmenn skila þvi sem fyrir þá er lagt er ég ánægöur. —SSv— Útlendingur til Valsmanna Vaismenn féngu útlending til liös við sig um helgina og lék hann sinn fyrsta leik með Val á sunnudaginn gegn IR. Kappinn heitir Tim Dwyer oger hátti tveir metrar á hæð. Valsmenn lentu sem kunnugt er i miklum vandræöum þegar Rick Hockenos hvarf spor- laust héöan af landi brott og hafa þeir leitaði aö undan- förnuaðleikmannii hans stað. Dwyer hafði sig ekki mikið i frammi i leiknum á sunnudag, en þaö sem hann gerði var vel gert og hann notar hæð sina injög skemmtilega. Ekki er að efa at koma hans rnun hvetja Valsmenn til frekari dáða i körfunni I vetur. —SSv— Celtic eitt á toppnum Celtic tryggöi enn stööu sfna i Skotlandi meö sigri yfir St. Mirren. Andy Lynch skoraði fyrra mark Celtic og Alfie Conn þaö siðara. Eina mark St. Mirren kom skömmu fyrir leikslok. Rangers vann loksins sigur i deildinni og þá var þaö almenni- lega gert. Motherwell náöi for- ystu snemma I leiknum en Rangers svaraöi fyrir sig meö fjórum mörkum áöur en dómar- inn flautaöi til leiksloka. Gordon Smith og Derek Johnstone skoruðu mörk Rangers — tvö hvor. Aberdeenáttií mesta basli meö Partick og tvö viti dugöu þeim ekki til sigurs. Joe Jarper brennai af víti fyrir Aberdeenen þaö kom þó ekki svo ýkja mikiö aö sök þvi Steve Archibald jafnaöi seint i leiknum úr annarri vitaspyrnu. Staöan i deildinni er nú þessi: Celtic..........7601 19:7 12 Hibernian.......7 3 4 0 6:3 10 Aberdeen........7 3 3 1 15:7 9 Dundee U........7 3 3 1 10:6 9 Partick.........7 2 3 2 8:8 7 Rangers.........7 14 2 8:8 6 St. Mirren......7304 7:9 6 Morton..........7 1 3 3 9:13 5 Hearts..........7 1 2 4 7:16 4 Motherwell......7 106 3:16 2 —SSv—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.