Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 9
.!!! !!»!!> 9 Þriöjudagur 3. október 1978 Hin 42 ára gamla Krystyna Chojnowska-Liskiewicz, sem er fyrsta kon- an sem siglir alein umhverfis jöröina. Hún lagöi upp f feröina frá Kanarieyjum 13. aprfl 1976, og kom aftur til sömu hafnar um miöjan mars 1978, eftir aö hafa siglt um 29 þúsund sjómflur. Siglingaleiöin hjá Krystynu pólsku. 1. Las Palmas, 2. Barbados, 3. The Panama Canaf, 4. Crossing the Equator at 85* 19.5’ W, 5. Tahiti, 6. The Fiji Islands, 7. Sydney, 8. Port Louis, 9. Durban, 10. Cape Town. Siglingin mikla Afangar i hnattsiglingunni voru þessir: Eftir mánaöar siglingu var Krystyna komin til Barbados, og tveim mánuðum siðar fór hún gegnum Panama-skurðinn. Eftir f jóra mánuði fór hún yfir miðjarðarlinuna, en síðan lá leið- in til Tahiti, og þá til Sydney i Astraliu, með viðkomu á nokkrum smærri stöðum. 1 Sydney var skútan tekin i slipp og henni gert til góða fyrir næsta áfanga, en hún lét úr höfn þaðan 21. maí 1977. Tveim mánuðum siðar kom Krystyna til Port Louis, þar sem hún var lögð á sjúkrahús vegna nýrnaveiki, en hélt fljótlega aftur á sjóinn, og næstu áfangastaðir voru Portland Road, Cape Town, og 20. mars 1978 kom hún aftur til hafnar á Kanarieyjum, en þá hafði hún lokiö við að sigla hina 28.696 sjómilna siglingaleið um- hverfis jörðina. Krystyna ritaði fjölmörg skemmtileg bréf, þar sem hún sagði frá 'ferðum sinum. Ekki eru töká að birta þau hér, en 14. april 1976 segir hún frá efa sinum á fyrsta áfanganum. Hún hafði lært siglingafræði, en að sigla i.alvörueftir sól ogstjörnum er dálitið annað og hún er dálitiö óörugg um að koma rétt fram við Barbados. En allt fór vel og hún er þakklát útvarpsstööinni i Krystyna er þriðji Polverjinn, sem siglir einn sins liös um- hverfis jörðina, og fyrsta konan, sem það afrek vinnur. Fyrstur Pólverja til þess að sigla einn umhverfis jörðina var LeonidTeliga (1967-1969) og þar á eftir kom Barabiwski (1972-1973). Fjórði Polverjinn er núna á leiðinni umhverfis hnöttinn, en hann heitir Puchlaski, og sá fimmti er núna aö undirbúa slika ferö. Gdynia, sem hefur sent henni veðurfréttir reglulega. 4. ágúst 1976 fer hún yfir miö- baug og segir frá athöfninni sem tiðkast i einhverju formi á öllum skipum, sem fara yfir miðjarðar- linuna og að aflokinni athöfninni ‘drekk hún skál Neptúnusar kon- Bréf frá sjómanní 42 ára gömul kona si gldi ein síns liðs um- hverfis jörðina ungs i ávaxtasafa. í Papeete segist hún vera byrjuð að spara matinn, sem endast á til Astraliu, en það gerir ekkert til, þvi hún er alltaf i matarboðum um borð i öðrum skemmtisnekkjum, og hefur ekki undan að þiggja. Þaö er langur biðlisti. Henni þykir það verst að eiga ekki neinar myndir af skútunni, þvi' margir biðja hana um myndir. Þarna kom hollenskur herra- maður róandi um borð og gerði við eldavélina hennar. 22. september 1976, segist hún hafa fengið bónorö. Ameriskur hershöföingi á eftirlaunum bað um hönd hennar, en hann er éinnig siglandi aleinn á skútu. „Ég varð alveg undrandi. Hvað með aumingja manninn minn, hvað átti aö verða um hann? En það virðist ekki skipta Ameriku- menn neinu máli þótt maður sé giftur fyrir, þeir bera bara upp bónorð”, segir Krystyna i bréf- inu. Og hún heldur áfram: „Það seinasta sem ég sá til biðilsins, var að hann sigldi burtu. A bátnum hans var skilti þar sem á var letrað: Skipverji óskast — verður að vera kona.” 1 bréfi sem hún ritar frá Swva greinir hún frá þvi þegar hún fékk akkerislinuna i skrúfuna, en menn af öðrum snekkjum komu henni til hjálpar og losuðu skrúf- una. Henni háfði orðið það á að leggjast á vondan stað, og þegar greitt hafði verið úr skrúfunni, lagðist hún við festar á betri stað. JG tóksaman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.