Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 7
Þri&judagur 3. október 1978 7 Guðmundur G. Þórarínsson í fréttum nýlega var greint frá miklu flugslysi I Bandarikj- unum. Litil tveggja sæta flugvél rakst á Boeing 727 farþegaþotu, og vélarnar hröpuðu til jaröar i San Diego. Hátt á annað hundr- að manns fórust. Fréttinni fylgdi sú athuga- semd, að fjöldi fólks heföi tafiö björgunarstarf og hindrað lög- reglu I starfi sinu. 22 voruhand- teknirvegna ránstog gripdeilda. Þessi frétt varð kveikjan að þeim hugleiðingum, sem hér fara á eftir. Glöggt er gests augað. 1 hinni frægu Harvardræöu sinni i sumar gerði Solshenitsyn grein fyrir þeim áhrifum, sem þjóðskipulag Vesturlanda hefði á hann. Kjarninn i máli hans er að minu viti eitthvaö á þessa leið: „Sem útlagi hefi ég neyöst til þess að búa á Vesturlöndum siðastliðin 4ár. Ég kem frá hin- um fátæku og lagalausu Sovét- rikjum. A Vesturlöndum búa menn viö meiri efnahagsleg gæöi og meira frelsi til orðs og æðis en við þekkjum i Sovétrikj- unum. En ég mundi ekki ráö- leggja þjóð minni að taka upp þjóðskipulag ykkar, er hún breytir frá þvi óviöunandi þjóð- skipulagi, sem hjá henni rikir nú. Andlit ykkar eru mörkuð áhyggjum vegnahinnar sifelldu baráttu eftir að eignast meira og hafa það betra. FrelsiVesturlanda hefur fyrst og fremst oröið frelsi til þess að auka efnisleg gæði sin, eigur sinar og lifskjör. Þroski mannsins, hin háleit- ari markmið mannli'fsins, ná- ungakærleikur og fórnfýsi hafa orðiðundir i kapphlaupinu fyrir meiri efnislegum gæðum. Þegar rafmagniö fór af New York borg eina nótt, þusti fólkið út á strætinmeð ránum og dráp- um, þrátt fyrirallt frelsiö oggóð lifskjör”. Hér er égraunar aö túlka með eigin orðum það, sem ég tel kjarnann i ræðu Solshenitsyns, en í langri ræðu sinni gerir hann ýmsa aðra þætti að aðalatriöi. Erum við á villigötum? Hinir miklu hugsuðir, John Stuart Mill, John Locke o.f., sem lögðu ævistarf sitt i að gera mannkyninu grein fyrir gildi frelsisins hafa vafalaust ekki séð fyrir þessa þróun. Frelsi mannsins til þess aö hugsa og skrifa, lifa og starfa er að okkar mati fjöregg mann- kynsins. Og menn hafa þóttst sjá framtiöarheiminn i fjarska i bjarma frá kyndli frelsisins. Engum vafa er þó undirorpið, aö almennt hafa menn ekki not- aðfrelsiðog frjálst þjóðskipulag sem skyldi til þess að auka þroska sinn og höndla hin há- leitari markmið lifsins. Menn leita þess i stað hamingjunnar i meiri efiiislegum gæöum og óþol samkeppninnar og beiskja allan heiminn, ef hann biöur tjón á sálu sinni?” Gildi lifsins. Vafalaust hættir okkur öllum við aö láta annir og þreytu birgja okkur svo útsýn, að viö missum sjónar á ævintýri lffs- ins. Immanuel Kant, hinn mikli heimspekingur, segir einhvers staðar, að tvennt hafi vakið mesta lotningu sina i lifinu. Annars vegar hinn alstirndi næturhiminn með óendanleika sinum og dulargátum og hins vegar siðgæðisvitundin i brjósti sér. Tveir heimar, sem enginn sameiginlegur mælikvarði nær yfir. Sigurður Nordal reynir i bók sinni Afangar aö vekja menn til umhugsunar um gildi lifsins. Hugsaðu þér, að þér væri til- kynnt, að á morgun yröir þú blindur. Auövitað yrði þér hverft við fyrst, en siðan færir þú að lita i kringum þig og óvænt sæir þú margt, sem þú hefur ekki tekið eftir áður. Ævintýri lifsins blasir hvar- vetnavið. Grasiö, sem grær ut- an viö veginn, blööin á trjánum, sólargeislarnir, sem lokka lambagrasið upp úr hrjóstrug- um melunum á vorin mosa- þemba i haustrigningunni, dýr- in og maöurinn sjálfur. Ætli þér fyndist ekki skyndi- lega, að þú hefðir hingað til gengið blindur fram hjá öllum þessum undrum. Hvort sem menn vilja trúa þvf, aö lifiö hafi i upphafi oröið til fýrir einhverja undarlega til- viljun, þegar eldingu laust niöur isjóinnogsálinsé ekki annaðen blaktandi logi á skari, sem senn slokkni eða mannlifið eigi sér háleitari tilgang. felst i þvi mikil hamingja aö taka þátt i þvi mikla ævintýri, sem er að gerast i kringum okkur. Vertu glaður. Sjálfsagt þykir mörgum, sem ég sé nú farinn að predika og það um hluti, sem ég hafi ekkert vit á. Vel má það vera. En er það ekki umhugsunar- efiii, þiegar hörmulegt flugslys verður i landi frelsis og alls- nægta, aö lögreglan skuli verða að handtaka 22 vegna rána og gripdeilda? Hvert hefur frelsið og allsnægtirnar þá leitt menn? Solshenitsyn segir i lok ræöu sinnar, að mannkynið eigi ekki nema eina leið, — og hún sé upp á við. Ég held aö i þvi sé mikill sannleikur. Menn eru svo uppteknir \iö vandamál sin, oft litil, aö þeir ge£a sér ekki tima til þess aö gleöjast, undrastog spyrja. Um daginn gekk ég i þungum þönk- um á götu hér i borg, áhyggju- fullur með skyndilæti heimsins i huga, þegar kunningi minn einn klappaöi ábakið á mér ogsagði þessiathyglisverðuorð: „Vertu glaður, það er áliönara en þú hyggur”. rigsins setja meira og meira mark sitt á lífið. Afram, áfram, hraðar, hraðar til þess aðeignast meira oghafa þaö enn betra. Þegar frelsi mannsandans verður i hugum fólksins fyrst og fremst frelsi til þess að eignast meira og hafa það enn betra, birtist óvæntur skyldleiki frjáls- ræðisins og efnishyggju kommúnismans. Háleitari hugsjónir, fórnfýsi og kærleikur falla i skuggann. Osjálfrátt koma i hugann orð trésmiösins frá Nasaret, sem sagði: „Hvað gagnar það manninum, þótt hann eignist 22 voru handteknir vegna ráns og gripdeilda r Hundaskammtur Þeim sem lesa greinarkorn þetta mun kannski finnast fyrir- sögnin einkennileg. En þessu orði skaut upp i hug minn i sambandi við visst mál. Þegar ég var aö alast upp var orö þetta töluvert notað og all- algengt. Þegar menn greiddu eitthvað minna en hæfilegt þótti, þá var sagt: — Þetta er nú meiri hundaskammturinn. ^Eiginlega kom mér þetta orð 1 hug i sambandi viö siöustu kjarasamninga opinberra starfsmanna og þó sérstaklega i sambandi við eitt atriöi þeirra samninga. Þetta er i sjálfu sér ekki neitt stórmál, en þó að minu áliti vel þess virði að þvi sé gaumur gefinn, sérstaklega þó af vissum hópi manna, þaö er að segja okkur sem hættir erum störfum — orönir lifeyrisþegar. í kjarasamningum var ákvæði uip þaö að allir starfandi meölimir sambandsins skildu fá örlitla þóknun, svonefndan jóla- glaöning kr. 40.000,- Skal þessi þóknun greiöast árlega. Mér fannst þetta strax dálitið ein- kennilegt. — Hvers vegna ekki að hækka hiö almenna kaup sem þessu svaraði? Jæja, hugsaöi ég, þaö er nokkurnveginn sama kjarabætur fást. En málið var ekki eins einfalt og ég i einfeldni minni hélt. Þetta hefði verið hugsað á ann- an veg en ég hugði. Ekki datt mér I hug annaö en lifeyrisþeg- ar nytu einhvers af þessum jóla- glaöningi og þá I hlutfalli viö sina eftirlaunaupphæö. En svo var ekki. Þeir fengu ekki neitt og til þess var leikurinn geröur. Þessi hundaskammtur var tek- inn út úr hinum almennu samn- ingum til þess aö útiloka okkur sem hættir eru störfum. Óskemmtilegt hugar- far Nú skal það tekið fram að það skiptir okkur sáralitlu máli fjárhagslega þótt við hefðum fengiö, segjum 60% af 40.000,- Við sem eldri erum höfum lengst af oröið aö lifa af litlu, — já,af smánarlaunum. En það er annað sem kemur meira við okkur. Það er út af fyrir sig þó við töpum þessum krónum. En hugarfarið sem á bak við svona ráösmennsku stendur er ekki beinlinis skemmtilegt. Það er verið aö sniðganga þá umkomuminnstu, þá sem búnir eru að slita sér út við kröpp kjör, langa starfsævi. Ég kalla þetta lágkúru og ekki stórmann- legt hjá rikisvaldinu. Þetta eru kaldal kveðjur. Forráðamenn B.S.R.B. sögöu reyndar að þeir hefðu gert allt, sem þeir gátu aö þóknun þessi næði einnig til lifeyrisþega. En þaö heföi verið eins og berja I steininn. Við það heföi ekki verið komandi. Ekki skal ég væna þá um nein ósannindi I þessu sambandi. Ég get þó ekki að þvi gert að mér fannst afsök- un þeirra ákaflega hógvær og ekki rishá. Skal svo ekki rætt meira um þeirra hlut. Þaö verð- ur kannski gert á öðrum vett- vangi, ef tækifæri gefst. Viðsjál og hættuleg braut? En mér er spurn: Megum viö kannski eiga von á þvi á næst- unni aö stór hluti launanna verði greiddur sem þóknun? Kannski verður nýár, páskar og hvita- sunna á dagskrá. Megum við eiga von á þvi að hunda- AGÚST VIGFÚSS0N skömmtunum fjölgi, og þess vandlega gætt að þeir komi ekki inn i hina almennu launasamn- inga, svo hægra sé að sniöganga gamalmennin? Er þetta ekki viösjál og hættuleg braut, sem farið er hér út á? Mér finnst að B.S.R.B. ætti að gera sem minnst aö þessum hunda- skammtskjarabótum. Gamall starfsfélagi minn sagði við mig nýlega: ,,Ég sé ekki betur en aö við hinir eldri veröum að fara aö stofna félag svo við veröum ekki hlunnfarn- ir”. Þar verður haf á milli Hinir eldri vilja stundum gleymast, þegar ekki er lengur hægt aö nota þá til neins. Ég heyröi nýlega stöku sem vikur aö þessu. Hún er svona: Gleymist notuð nytjaflik, Nýrri vinnur hylli. Þar sem skildi vini vlk veröur haf á milli. Þegar ég var unglingur og var sendur á næstu bæi var oft sagt við mig: „Fékkstu nokkuð gott?” Og ef svo var, var ég spurður: „Gleymdirðu ekki aö þakka fyrir þig?” Þetta var að- ferö gamla fólksins til aö reyna aö kenna okkur mannasiöi. Þaö ætti ekki aö standa á okk- ur, hinum öldruöu að kunna að þakka fyrir okkur, og þá ekki sist er viö finnum á svona ótvi- ræðan hátt hvers viö erum metnir. Þessu þakklæti er hér með komið á framfæri. Hitt á eftir aö sýna sig hvort skammt- inum verður réttlátar dreift hjá hinum nýju valdhöfum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.