Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 3. október 1978 11 — Erum að venja okkur við fyrir aðra leit ATA — Við vorum að koma innan úr dal. Við fórum fyrst upp i rétt- irnar inn á Völlum og þaðan inn i dal og hing- að. Þetta er aðallega gert til að hreyfa hest- ana og venja okkar sjálfar við, þvi um næstu helgi förum við i aðra leit. Þetta sögöu þær Hrefna Kjartansdóttir og dætur hennar Aslaug Fjóla og Elisabet Gunn- arsdóttir. Þegar Timamenn hittu þær voru á heimleið og ætl- uðu yfir Varmá, bæjarlæk þeirra Hvergerðinga. Þær búa i Reykjakoti 2, en bær- inn erréttofan viðHveragerði við hlið skólasels Menntaskólans i Reykjavik. — Við vorum meö 200 kindur inni i Gufudal ogeftirfyrstuleitir vantar okkur enn um það bil 60. Það verður þvi nóg að gera I seinni leitunum. — Við höfum lika 5 hesta og notum þá mikið, sagði Elisabet um leið og þær mæðgurnar lögðu út i ána. Stapafell og Helgafell til sölu Hér á myndum sjást skipin tvö sem Sambandiö er i þann veginn aö losa sig viö fyrir ný. Stapafellið sem einnig er i eigu Ollufélagsins hf, hefur nú þegar verið selt til Grikklands en ekkert hefur veriö látið uppi um endan- iegt söluverð skipsins. Helgafellið er komið á söluskrá og hafa nokkrar fyrirspurnir borist um það. Helgafell var smiðaö áriö 1954 og uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til flutningaskipa hér á landi. Áhugamanna- leikfélögin / Ein upp- færsla kostar rúma milljón — erfitt með söluskattinn FI — Ahugamannaleikhús hafa iöngum átt i striði vegna sölu- skatts, sem á þau er lagður og stendur sú barátta enn. Við hringdum i forsvarsmenn tveggja áhuga mannafélaga, i Keflavik og á Húsavik og bar þeim saman um, að einkennilegt væri, að rikið skuli láta borga söluskatt af áhugamannaleiksýningum, þar sem allir leikarar vinna kaup- -laust og oft langt fram á nætur. Hilmar Jónsson formaður Leik- félags Keflavikur sagði að yfir- leitt væri söluskattuinn töluvert hærri en styrkframlag rikisins. Sveitarfélögin væru yfirleitt mun rýmri i sinum styrkveitingum og auk þess fengi Leikfélag Kefla- vikur styrk úr Menningarsjóði kaupfélagsins. „Einnig er reynt að afla tekna með sölu leikskrár og fjáröflun i ýmsum myndum út- heimtir æ meira starf af hendi stjórnarinnar. Miðað við það, að rikið telur að efia þurfi starf Þjóðleikhússins, er það krafa okkar að söluskattinum verði af- létt. Sýningar áhugamanna leik- húsanna slá sýningum Þjóðleik- hússins oft við.svo sanna dæmi. Góðurleikstjórieralltsem þarf”. Anna Jeppesen formaður Leik- félags Húsavikur var að þvi spurð, hvaðein leiksýning kostaði i uppfærslu og taldi hún það vera um eina milljón til 1200 þúsund krónur. Þar inn i eru talin laun leikstjóra — voru 440 þúsund i fyrra, leikmynd, höfundarréttur, svo og auglýsingar i útvarpi, sem hleypa dæminu mikið upp. Ferðir og uppihald leikstjóra verða auð- vitað að greiðast að fullu og var upphaflega við það miðað, að ríkisstyrkurinn nægði fyrir laun- um leikst jó rans. N ú er svo kom ið, að styrkurinn er um þriðjungur til fjórðungur af leikstjóralaun- um. Á tveimur siðustu sambands- þingum isl. leikfélaga hafa sölu- skattsmálin verið rædd og eru nú i nefnd. Samkvæmt fréttabréfi mennta- málaráðuneytis hefur Leikfélag Keflavikur fengið 100 þúsund i styrk árið 1977 og Leikfélag Húsa- vikur 240 þúsund. GRJÓT- LEIKUR Suður á Miðnesheiði er nd unniö að framkvæmdum við hitaveitu- lögn. Starfsmenn hitaveitunnar hafa gert þennan skemmtiiega grjótskúlptúr sem vonandi fær að standa til augnayndis ferðamönn- um um heiðina. K.Sn. Hrefna Kjartansdóttir meö Aslaugu Fjólu I fanginu. A eftir þeim kemur Elfsabet Gunnarsdóttir. Bak við þær sést göngubrú. Hún er fúin og illa farin og alls ekki hestfær. Mynd: Róbert var gefið 1000 kr. hlutabréf í flugfélagi fyrir 30 árum. Það bréf er nú oróið að 354.000 króna hlut í Flugleiðum h.f. Gefðu börnunum hlutabréf í Flugleiðum h.f. í fæöingargjöf, sem tannfé, í skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf eða af einskærri fyrirhyggju. Verðgildi bréfanna eru kr. 10.000, 50.000 og kr. 100.000. Hafðu samband við næsta umboðsmann eða skrifstofu Flugleióa. Sími aðalskrifstofu er 27800. FLUGLEIDIRHF Hlutabréfadeild sími 2 78 00. IJiillf stnlkn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.