Tíminn - 11.10.1978, Side 9
Miövikudagur 11. október 1978
9
Pétur Grétarsson spjallar við
Tímann um Jazzvakningu
- félag áhugafólks um
jazztónlist
Fyrir tveimur dögum
stakk ungur maður höfðinu
inn um gættina á ritstjórn-
arskrifstofu Timans. Var
þar kominn fulitrúi Jazz-
vakningarpi í persónu
Péturs Grétarssonar. Var
honum vel fagnað og var
hann umsvifalaust tekinn
tali og spurður spjörunum
úr.
Pétur, hvaö er Jazzvakning
gamalt félag?
— Jazzvakning var stofnuð af
nokkrum jazzáhugamönnum
þann 27. september 1975, þannig
að þetta er fjórða starfsárið.
Hvernig var starfscminni hátt-
aö i upphafi?
— Við vorum langmest með
svokölluð tónlistar- og jazzkvöld
og gáfu þau góða raun og aðsókn-
in var yfirleitt góð. — A tónlistar-
kvöldum reyndum við, sem mest
að fá unga og efnilega hljóðfæra-
leikara til að koma fram og spila
og má geta þess að hljómsveitin
Tivoli hóf feril sinn hjá okkur. —
Reyndar hét hún þá Kvintett
Ólafs Helgasonar. — Siöan vorum
við með Jazzkvöld nokkuö reglu-
lega og þá fengum við þekkta
jazzara til að spila fyrir okkur, en
þetta er bara svo þröngur hópur
hljóöfæraleikara, sem er i þessu,
að fólk kemur ekki endalaust til
að sjá sömu andlitin aftur og aft-
ur.
V
jflzzvflKnmG
— Nú, siðan fengum við
Jazzkjallarann að Frikirkjuvegi
og þar höfum við litinn sal til
afnota. — Fyrst reyndum við að
hafa reglulega jazzkvöld einu
sinni i viku, þá venjulega á mánu-
dögum, en eftir þvi sem á leið
minnkaði aðsóknin, mest vegna
þess að hópurinn, sem spilar jazz
er svo þröngur og þvi er ekki
endalaust hægt að koma með eitt-
hvaö nýtt. — Engu að siður skap-
aðist oft skemmtileg ,,klúbb-
stemming” i kjallaranum og
hann er ágætur undir þessa starf-
semi, sem slikur.
Hvenær hófuö þiö aö flytja inn
jazztónlistarmenn?
—Þaö var nú ekki fyrr en s.l.
vetur. — Við fengum fyrst hingað
Horace Parlan með trio sitt. —
Við komumst i kynni við Nils
Vinther frá Danmörku og hann
hefur verið okkur afar hjálplegur
og t.d. fengum við Parlan i gegn-
um Vinther. — Það var hálfgerö-
ur byrjendabragur á þessu hjá
okkur þá, enda höfðum við litla
sem enga reynslu i tónleikahaldi
og þvi stússi sem fylgir þvi.
— Parlan hélt þrenna tónleika
hérna. — Þeir fyrstu voru haldnir
i Hamrahliðarskólanum og var
aðsókn mjög þokkaleg, en tón-
leikarnir voru haldnir á laug-
ardegi, sem er siður en svo hent-
ugasti timinn til tónleikahalds. —
Siðan spilaöi trióið á Hótel Esju
og Hótel Loftleiðunum fyrir troð-
fullu húsi i bæði skiptin, en salirn-
ir voru að visu ekki mjög stórir. —
Með Parlan léku þeir Doug
Rainey á gitar og Wilbur Little á
bassa. — Rainey þessi er mjög
efnilegur jazzgitarleikari, en
hann er aðeins rúmlega tvitugur
að aldri.
V
WJflZZVflKflinG
Siðan fenguö þiö Nieis Henning
örsted Pedersen til landsins ekki
satt?
— Jú, hann kom hérna i april
ásamt triói sinu, en i þvi voru auk
hans sjálfs, Philip Catherine á
gítar, en hann gekk fyrir skömmu
til liðs viö hollensku hljómsveit-
ina Focus og Billy Hart á tromm-
ur, en Hart þessi er mjög reyndur
trommari og m.a. spilað með
Herbie Hancock og Miles Davies
svo einhverjir séu nefndir. —
Tónleikarnir voru frábærlega vel
heppnaðir og að sögn var þetta
magnaöasti konsert sem menn
höfðu almennt augum litið. — Var
hann klappaður tvivegis upp og
ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að
linna. — Þarna gekk allur undir-
búningur mun betur, enda var
ekki sami byrjendabragurinn á
hlutunum og þegar Horace
Parlan kom.
Varö einhver hagnaöur af tón-
leikum Pedersen?
— Nei, en þetta hangir svona á
sléttu, enda er Jazzvakning rekin
með það sjónarmið i huga, að tón-
listin skipi fyrsta sætið og pen-
ingahliðin kemur siðan á eftir. —
Við höfum reynt að reka þetta
sem ,,non-profit” félag og það
hefur tekist svona þokkalega
hingað til, en við erum ekkert
gróðafyrirtæki og höfum ekkert
slikt i huga.
V
öexter Gordon — Hann mun halda tónieika á vegum Jazzvakningar I
dáskólabiói þann 18. okt. n.k.
wjflzzvflKnmG
Svo viö snúum okkur að Dexter
Gordon, sem er væntanlegur nú á
næstu dögum. Hvenær verða tón-
leikar hans?
— Dexter verður með tónleika i
Háskólabiói þann 18. október og
með honum koma þrir hljóðfæra-
leikarar,þeir Rufus Reid á bassa,
George Cables á piano og Eddie
Gladden á trommur og allir eru
þeir negrar.
— Gordon spilar i anda „cool-
sound” stefnunnar eða svölu-
sveiflustefnunnar eins og hún hef-
ur verið nefnd hér. — Dexter
Gordon var kosinn besti
tenórsaxafónleikarinn i Down
Beat fyrir árið 1978 en það er tvi-
mælalaust virtasta jazztimarit
heims. — Gordon er talinn hafa
haft mikil áhrif á meistara John
Coltrane.
Niels-Henning-örsted-Pedersen. Hann var hér á tslandi f april á vegum
Jazzvakningar. Niels hefur um árabil veriö aöalbassaleikari Dcxter
Gordon á þeim piötum, sem Dexter hefur gert fyrir Steeple-Chase út-
gáfufyrirtækiö I Danmörku.
— Þessi Jazz, sem þeir spila er
einna vinsælasti jazzinn, hérlend-
is ásamt gömlu Goodmann sveifl-
unni og höfðar einna mest til fólks
hér. — Við vonum aö. við fáum
aldrei svo stórt númer, að við
neyðumst til að halda tónleika i
Laugardalshöllinni. — Það er allt
annað en gaman að sitja inn i
miðju handboltamarki og hlusta á
jazz. — Við vorum hálf undrandi á
Listahátið að halda tónleika með
Oscar Peterson i Höllinni. — Það
má koma hér fram i sambandi við
fjárhaginn hjá okkur, að það er
vægast sagt helviti hart, að rikiö
skuli fá jafnmikið i sinn hlut og
þeir tónlistarmenn sem spila
hérna á okkar vegum. — Mér er
til efs að Listahátið hafi þurft að
borga slikt til rikisins.
V
WJflZZVflKniflG
Nú eruö þiö meö Jazzplötu i bi-
gerö, ekki satt?
— Jú platan er núna sem stend-
ur i pressun út i Hollandi, en á
henni verður verkið Samstæður
eftir Gunnar Reyni Sveinsson. —
Þetta er kammerjazzverk og var
frumflutt á Listahátiö 1970 og er-
um við með upptöku frá þeim
tima, en upptakan var gerð i
Rikisútvarpinu sama ár. — Plata
þessi er nokkuð söguleg þvi það
má eiginlega segja að þetta sé
fyrsta jazzplatan, sem gefin er út
hérlendis. — Verkið er rúmlega 38
minútna langt og er að minu mati
mjög skemmtilegt. — Þeir sem
leika á plötunni eru, Gunnar
Reynir Sveinsson á slagverk,
Reynir Sigurðsson á vibrafón,
örn Armannsson á gitar og selló,
Gunnar Ormslev á altosax, Jón
Sigurösson á bassa, Guðmundur
Steingrimsson sá um upptökuna.
— Platan verður gefin út i 1000
eintökum til að byrja með og við
vonumst bara til þess, að
jazzáhugafólk sjái sóma sinn i að
kaupa plötuna.
Eruð þiö meö eitthvaö fleira á
prjónunum?
— Já blessaður vertu. — Duke
Jordan kemur hérna til landsins i
nóvember og með honum verður
m.a. Danny Richmond trommari
og hann er algjört æði. — Duke
þessi Jordan hefur t.d. leikið með
Charlie Parker, en Parker er einn
af upphafsmönnum svonefnds be
bop-jazz. — Danny Richmond
leikur t.d. alltaf með Charles
Mingus, besta jazzbassista
heims, og Mingus spilar heldur
trommaralaus en án Richmond.
— Viö vitum ekki enn nákvæm-
lega hvaða bassaleikari kemur
með þessum tveimur en það éerö-
ur einhver góður.
— Þetta er svona prógrammið
fram að áramótum, en við ætlum
einnig að reyna að hafa jazzkvöld
einu sinni i mánuöi og vonumst
eindregiö til þess, að fólk fjöl-
menni á þau. Þá má geta þess hér
i lokin, að hið nýja merki
jazzvakningar er hannað af
Sigurjóni Jónassyni. Eins og sjá
má hér á siðunni er merkið hið
smekklegasta og væri æskilegt aö
fleiri félög legðu meira upp úr
slikum merkjum, sem tvimæla-
laust vekja mikla athygli.séu þau
skemmtilega úr garði gerö.
—SSv—