Tíminn - 14.10.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.10.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. október 1978 7 Mimhm Tekjuskattsauki og vísitöluþak standast ekki til frambúðar Ólafi Jóhannessyni tókst það á dögunum sem aðrir höfðu gef- izt upp við, þ.e. að koma saman samstarfsyfirlýsingu sem væri nothæfur grundvöllur fyrir stjórnarsamstarf Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks. Þessu ber að fagna, en jafnframt er rétt að vara Framsóknarmenn við of mikilli bjartsýni af þessu tilefni einu saman. Þarna náðist að visu mark- verður árangur, sem þó þarf að staðfesta með góðri frammi- stöðu rikisstjórnarinnar. Góður ásetningur 1 samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna blandast saman skýr áform i mörgum málaflokkum og loðnari ákvæði iöðrum, sem sum hver standast ekki til lengdar og hljóta þvi að teljast bráðabirgðaúrræði. I heild virðist mér yfirlýsingin bera vott um góðan ásetning, og er þá bara að vona að fram- kvæmdin verði i samræmi við þaö. Hér á eftir ætla ég að minnast á tvö atriði sem ég vona að telja megi til bráðabirgðaráðstafana, en það eru tekjuskattsaukinn og visitöluþakið. Tekjuskattsaukinn Fyrir mitt leyti fellst ég á að i bráðum vanda sé viðbótartekju- V, __________________________- skattur lagður á mjög háar tekj- ur i eitt skipti og læt mig þá litlu skipta þótt seint sé lagt á. Tryggt á að vera að það fé sem þannig fæst inn verði notað til að veita viðnám gegn verðhækkun- um af völdum gengisfellingar- innar. i bili þýöir það minni verðbólgu og er það vel. Þetta ráð er hins vegar engin lækning til frambúðar, og verði á næsta ári haldið áfram að inn- heimta tekjuskattsauka tel ég að skattlagning sé orðin svo há að jaðri viö óréttlæti. Þeir laun- þegar sem á annað borð ná tekjumörkum sem gera skylt að greiða tekjuskattsauka og skyldusparnað þurfa aö standa skil á nær 70% af þeim hluta tekna sem umfram eru mörkin. Tekiö skal þó fram að skyldu- sparnaðinn fá menn endur- greiddan eftir nokkur ár. Hverjir eru það svo sem lenda i allt að 70% skattlagningu af hæstu tekjum? f fæstum tilvikum eru það þeir sem eftir stöðutáknum að dæma virðast hafa það best. Ekki eru það heldur þeir sem lifa af dagvinnutekjum einum saman, jafnvel þótt um vellaun- uð störf sé að ræða, Nei, þeir sem greiða þetta eru sennilega hjón sem bæði vinna fyrir miklum tekjum svo og ýmsar starfsstéttir sem vinna mikla og oftast óhjákvæmilega MARKÚS Á. EINARSSON yfirvinnu. Má þar nefna sem dæmi starfslið tengt fiskiðnaði sem viða vinnur mjög langan vinnudag til að bjarga verð- mætum. Einnig má nefna sér- fræðinga á ýmsum sviðum sem auk fastra starfa taka aö sér kennslu eða skyld verkefni vegna sérkunnáttu sinnar og koma þannig oft i veg fyrir vandræðaástand i skólum, t.d. i Háskólanum. Þessi tvö dæmi af mörgum eru um sumt ólik, en i báðum tilvikum er um að ræða laun- þega sem ekki nota nein ,,göt” i skattakerfinu og leggja á sig vinnuframlag umfram það sem eðlilegt getur talizt. Þakklætið er svo það að af launakúfnum fá þeir að halda 31 krónu af hverjum 100 sem þeir vinna inn. Þetta er ekki réttlátt að minu mati og þvi treysti ég þvi að tekjuskattsaukinn verði bara notaður i þetta eina skipti, enda undir liðnum „fyrstu aðgeröir” i samstarfsyfirlýsingunni. Annað má og meira er svo það að tekjuskattslögin þarf að endurskoða frá grunni eins og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri bendir á i grein sinni sunnud. 1. okt. s.l. Það er ekki raunhæft að leggja stighækkandi tekjuskatt á almennar launatekjur, þegar jafnframt er beitt öllum tiltæk- um brögðum til að draga úr um- sömdum launamun, þannig að allir kjarasamningar riðlast. Eitt þessara bragða er visitölu- þakið svonefnda. Vísitöluþakið — fyrst og fremst áróðursbragð Þvi miöur mun það vera svo að allir stjórnmálaflokkarnir hafa einhvern tima, þegar þótt hefur henta, brugðið fyrir sig tali um nauðsyn þess aö setja þak á verðbætur launa. Mest hefur þó alla tið komið af sliku úr herbúðum Alþýðubandalags- ins og ASÍ. Ég hef ætið litið á þetta sem fremur lágkúrulegt áróðursbragð, þvi að efnahags- legt gildi visitöluþaks er næsta litið. 1 raun er það einungis hluti rikisstarfsmanna sem verður fyrir þvi. Stórir hópar sem bera meira úr bitum komast hjá þessu ákvæði með ýmsu móti. Þannig eru t.d. ákvæðisvinnu- taxtar iðnaðarmanna miðaðir við einhverja lága grunntaxta sem sleppa við skerðingu og i einkarekstri er vitaskuld unnt aö fara i kringum þetta að vild. Hagnaður atvinnureksturs af visitöluþaki er þvi væntanlega enginnog ábati rikissjóðs hverf- andi litill hluti af efnahagsdæm- inu. Þá er litið eftir annað en það áróðursgildi sem i þvi felst að þarna megi sjá að hagur lág- launafólks sé borinn fyrir brjósti. Hverjum manni ætti þó að vera ljóst að lægstu laun hækka ekkert við það, þótt skor- ið sé af launum litils hóps rikis- starfsmanna. Ég held að erfitt sé að and- mæla þvi að i verðbólguþjóðfé- lagi eyðileggur visitöluþak launahlutföll kjarasamninga á skömmum tima. Vanalega end- ar það þá meö einhvers konar launasprengingu sem á röngum forsendum dreifist til allra og eykur þá bara á verðbólguna. Ég tel að launajöfnunarstefna eigi fullan rétt á sér, þó þannig aö fullt tillit sé tekið til hæfi manna svo sem menntunar, reynslu og ábyrgðar. Slikri stefnu á hins vegar aö vinna fylgi i kjarasamningum, en ekki með eins konar „veröbólgu- braski”, sem aö sumu leyti má segja að notkun visitöluþaks sé. Heillavænlegri leiöir þarf að finna strax Boðuð er endurskoðun sam- starfsyfirlýsingar stjórnar- flokkanna þegar á næsta ári. Ég tel að of seint sé aö taka framangreind atriði til umræðu þá. Heillavænlegri leiðir þarf að finna strax i haust við fjárlaga- gerð og i störfum visitölu- nefndar. f ..... ' .. „Græddur er geymdur eyrir” — Hvenær gildir það aftur? Fyrir 12-16 árum mælti einn af fremstu stjórnmálamönnum þjóðarinnar á þeim tlma á þá leið, að ef ekki yrði ráðið viö veröbólguna, væri allt unnið fyrir gýg. — Margt hefur við boriö slöan þetta var sagt, margir sigrar unnist, en höfuðfjandinn magnast enn, og verðbólgan er ógnvekjandi! Nú viröist þetta flestum ljóst oröiö, oft og vlöa umtalaö og viðurkennt, aö nú veröi aö spyrna viö fótum. En enn vant- ar það, ,,sem viö á að éta”: aö slakaö sé á kröfunum, vilja til aö fórna einhverju! Flestir eru tregir til þess. Gleöileg undan- tekning nokkurra ráöherraokk- ar er að þeir muni ekki nota se’r þau réttindi sln (o.fl.) aö eignast glæsibil meö góöum kjörum og vilji beita sér gegn slikri bitlingagjöf! Hitt er þvi miöur þaö venjulega, aö reynt er aö ná svo miklu sem mögu- legt er til sln, reynt aö „skara eld að sinni köku”, þótt kólni þá hjá öörum og hætta geti verið á, aö öll glóöin kulni, deyi Ut! Á kostnaö hinna * óbornu? Þaö er nú þegar séö, aö „samningarnir I gildi”, var aöeins slagorö, haföi sin áhrif aö visu, en stenst ekki, þegar á reynir. Var ekki einhver aö segja, aö viö heföum „lifað um efni fram”? A aö halda þvi áfram — á kostnaö hinna óbornu? Enn er verið að hækka kaupiö, jafnframt þvi aö vörur eru greiddar niöur i stórum stil, söluskattur afnuminn og annaö eftir þvi. Hátekjumenn eiga aö „borga brúsann”, — þeir, sem taliö hafa fram sumir (a.m.k.) eftir bestu samvisku, meöan aörir, og margir komast meö klókindum undan skattheimt- unni, þótt sýnilega ,,vaöi I pen- ingum”, svo aö daglegar ýkjur séu viöhaföar! Undir þann leka veröur að setja, eöa öliu heldur: laga þakið svo aö ekki leki. En það biöur sins tima. Nefndin er skipuö til aö starfa aö endur- skoöun skattalaga. En dettur nokkrum I hug, aö viðbótar- skatturinn nægi til að standa undir öllu hinu: niðurgreiöslum, kauphækkunum, söluskattsfrá- drætti o.s.frv.? slikir væru bjartsýnir i meira lagi. Og daglega erunýjar kröfur á lofti og I hótunum haft um verk- fall, efekkiverður velvið oröið: Meinatæknar hafa knúið sitt fram, grunnskólakennarar segjast órétti beittir, sem má til sannsvegar færa: eldra kenn- arápróf og starfsreynsla verður aö gilda móts viö nýliða meö háskólakennaraprófi. Hafa þeir siðari ekki bara lent i of háum launaflokki, hóparnir ættu að mætast á miöri leiö, I 14. launa- flokki, eöa hvaö? Svo er þaö fiskveröiö, sem beðiö hefur veriö eftir. Sjómenn segjasteigaaðfá meirakauptil þess aö halda i viö verkamenn i landi. Aftur á móti eru kaup- greiöslur og fiskverö að þvi komin að stööva útgeröina og frystihúsin, fiskvinnsluna. Hverra erinda ganga þeir? Gengis-fellingin, systir verö- bólgunnar.er nýlega skollinyfir — og sumir uröu of seinir að hamstra: aö kaupa bara eitt- Jónas Jónsson, Brekknakoti: hvað, áöur en veröiö hækkar. En von er um aöra innan skamms! Sú siöasta átti aö bjarga útgeröinni og fiskvinnsl- unni. En þaö varö vist skamm- góður vermir, enda stundum áöur sagt af ráöamönnum þjóö- arínnar: „Gengisfelling.bjargar engu! Ég reyni jafnan aö heyra I út- varpi morgunbæn og útdrátt úr forustugreinum dagblaöanna. Morgun einn nýlega ræddi presturinn m.a. litillega um múgsefjun og óvilja fólks til aö láta af hendi rakna nokkuð úr sinni pyngju, sókn eftir stærri hlut fyrir sig. — Þjóöviljinn snerti reyndar sama streng. Hann sagöi i lokin: „Meöal embættismanna og jafnvel i samstarfsflokkum Alþýöu- bandalagsins eru margir kaup- lækkunarpostular. Þeim veröur ekki kápan úr þvi klæðinu að ætla visitölunefndinni aö færa kauplækkunarstefnu i viöfelld- inn tæknilegan búnaö. Málsvar- ar verkalýöshreyfingarinnar munu standa þar vel á veröi”. Jæja, þá vitum viö þaö. Vissu- legamegasumirekki viðþvf, aö kaup þeirra lækki aö óbreyttum aðstæöum, en með „tæknilegum búnaöi” (meö orðum Þjóövilj- ans sagt) má koma þvi svo fyr- ir, að ávinningur sé að kaup- lækkun, ef á móti kemur örugg, vel skipulögö atvinna, raunhæf visitala, sem ekki kyndir ennundir veröbólguna. Og til þess hlutverks er visitölunefnd- in valin. En það viröist hvorki skynsamlegt né boöa gott. ef aðstandendur hennar eru meö hótanir áöur en til starfa er gengið? „Málsvarar”, þ.e. for- ustumenn, ganga stundum eigin erinda öllu fremur en fólksins, sem þeir „ráöa” fyrir. Að stela af stofninum Hvaða þjóö veraldar, önnur en „hinir miklu” Islendingar, hefur I nútiðinni séð sér fært aö hækka laun þegna sinna um 50-70% á einu ári? Hvað gera Norömenn, Danir, Englending- ar, grannar okkar? „Hvaö eig- um VIÐ að bera okkur saman við slik skitseyöi”, segja menn. 1 skjóli veröbólgu og gengis- fellinga dafnar óviöráöanlega margs konar svindl og mikil þjóöhættuleg siöspilling, auk þess sem allt gildismat pening- anna fer á ringulreiö og týnist. Nú lærir fólkið af rey nslunni um sinn aö úr gildi er fyrra sann- mæli: „Græddur er geymdur eyrir”. Verði i þessu efni fram haldið sem horfir, á þjóðin stutta leið ófarna út á kaldan klaka. Rokháir vextir duga ekki til, þegar jafnframt er ósvifið stoliö af stofninum, innistæö- unni, svo sem verður viö hver ja gengisfellingu, Verðtryggö rikisskuldabréf koma oft ekki til greina þóttá sébent. Féð má oft ekki festa I 10 ár, og auk þess vafasamt talið, að „rikið” eigi þá fé til greiðslu ef stefnan helst óbreytt. Þjóðarheill er f húfi Gamli maðurinn, sem seldi bú sitt og vildi eiga fyrir kistu og útför, setti upphæð i bankann. Hvort sem það var af forsjálni gert eða fávisku (um þaö má deila) ætti það aö teljast alveg forkastanlegt i siömenntuöu þjóöfélgi, að rikið steli af sjóöi hans. En þetta tiðkast hér og virðist bara ekki umtalsvert! Nýja stjórnin okkar á mikið verkaö vinna og erfitt. Gefi þaö „Guövorslands”, aö henni tak- ist aö standa sameinuöaö þeim stórræöum. Hún hefur og valiö marga góöa sér til aöstoöar og úrræöa. A starfi visitölunefndar veltur þjóöarheill. Takist henni aö finna okkur færa leiö út úr vita- hringnum: veröbólga — gengis- felling — hækkun vöru og vinnu- launaþá mun birtafram undan, farsæld i góöu landi og aftur sannmæii hér, til mikilla heilla „Græddur er geymdur eyrir”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.