Tíminn - 14.10.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.10.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. október 1978 9 Ný stjórn lánasjóðs skipuð: „Vona að menn séu reiðu- búnir að endurskoða þessi mál yj — segir Ragnar Arnalds — M. a. endurgreiðslu lánanna og það verði tekið tillit til fjölskyldu námsmanns Kás — Fyrr í þessari viku var endanlega gengið frá skipun fulltrúa rikisvalds- ins i Lánasjóð íslenskra námsmanna, en mennta- málaráðherra skipar tvo menn, og fjármálaráð- herra einn. Þeir skipa einnig jafn marga til vara. Formaður stjórnarinnar er Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlis- fræðingur, og varaformaður Helga Sigurjónsdóttir f Kópavogi, bæði skipuð af menntamálaráð- herra. Stefán Pálsson, fram- kvæmdastjóri, hefur verið skip- aður i aðalstjórn af fjármálaráð- herra. I varastjórn eru Þröstur Haraldsson og Álfheiður Steinþórsdóttir, bæði skipuð af menntamálaráðherra, en ekki hefur neinn enn veriö skipaður I varastjórn af fjármálaráðherra. „Hingað til hefur ekki komið til tals að breyta neinu í sambandi við Lánasjóðinn, en ég geri mér vissar vonir um aö menn séu nú reiöubúnir að taka öll þessi mál til endurskoðunar”, sagði Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra, I samtali við Tfmann I gær, þegar hann var spurður um það hvort ekki væru að vænta brevtinga á þessu sviði innan skamms. ,,Ég hef lagt á það áherslu, fyrst og fremst, að tekið verði til- lit til fjölskyldu námsmannsins, en það hefur verið umdeilt. Varð- andi endurgreiðslur þessara lána, þá er spurningin sú hvort hún eigi Ragnar Arnalds. að ná jafnt yfir alla, hvort sem menn eru lágtekjumenn eða hátekjumenn. Eins og fyrirkomu- lagið er i dag, eiga allir að endur- greiöa lánin með fullri verðtrygg- ingu. Min skoðun er einfaldlega sú, að maður sem er undir ákveðnum árstekjum eigi ekki, á þvi ári, að borga nema takmark- að af námsláninu." Hins vegar tók Ragnar það skýrt fram, að ekkert hefði verið rætt um þessi mál, þ.e. lánamál- in, við myndun þessarar siðustu rikisstjórnar. Málið hefði ekkert verið rætt innan stjórnarflokk- anna. Bjóst Ragnar við að þessi mál kæmu til kasta Alþingis á þinginu nú i vetur, i sambandi við breyt- ingar á lögunum um lánasjóðinn. M... j)á er hún dæmd tilað fara í Frá fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur með Ólafi Jóhannessyni. Timamynd-Tryggvi spor fyrri ríkisstjórna” SS—t fyrrakvöld var haldinn aimennur fundur á vegum Fram- sóknarfélags Reykjavikur að Hótel Esju. Var fundurinn fjöl- sóttur, en framsögu hafði ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. i framsögu sinni reifaði Ólafur samstarfsyfirlýsingu rlkis- stjórnarinnar og ýmis mál er væru á döfinni viðvikjandi henni. Ölafur sagði, að rikisstjórnin hefði fyrst og fremst verið mynduð i þeim tilgangi að koma i veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og koma þeim á traustan grund- völl og vinna gegn verðbólgu. Ætlunin væri, að koma á traustu samstarfi við aðila vinnumark- aðarins i þeim efnum. Þá gat hann þess, aö á efnahagsvand- amálum þjóðarinnar væri nú tekið nokkuö öðrum tökum en áður hefði verið gert. Ólafur kvað rikisstjórnina hafa verið athafnasama þaö sem af væri. Af 6-liða bráðabirgðaráð- stöfunum, sem samstarfsyfir- lýsing stjórnarinnar gerði ráö fyrir, væru einungis tvö atriöi, sem ekki hefðu veriö fram- kvæmd. Annarsvegar að bæta rekstrarafkomu útflutnings- Undirskriftasöfnun á vegum FÍB atvinnuveganna um 2-3% af heildartekjum og hinsvegar að greiða bændum verðjöfnunar- gjald af sauðfjárafurðum úr rikissjóði. Forsætisráðherra sagði það mjög þýðingarmikiö atriði I bráðabirgðalögum um kjaramál, að grunnkaup skuli haldast óbreytt, þar til um annað verði samið. Rikisstjórnin myndi leggja áherslu á, að það haldist út árið 1979. Akvæöi væri um þaö, að verðbætur á laun þerra, sem kalla mætti almenna launþega, skuli ekki skertar. Þá væri einnig ákveðið aö bætur almannatrygg- inga hækki i samræmi við meðal verkamannalaun og ráðgert strangt verðlagseftirlit. Þá fór Ólafur nokkrum orðum um álagningu tekjuskattsaukans. Taldi hann þaö ekki heppilega skattlagningaraðferö en undir- strikaði hinsvegar, að þessara tekna væri ekki aflað til að renna i rikiskassann, heldur til að standa undir þeim tekjumissi, er rikis- sjóður verður fyrir vegna niður- fellingar söluskattsins og til að standa undir þeim auknu niður- greiðslum, er átt heföu sér stað. Ólafur kvaðst sammála þvi i sjálfu sér, að heppilegra væri að mörgu leyti að taka upp óbeina skatta i rikari mæli I stað beinna. Þó væru beinir skattar réttlátir, ef þeir næðu til allra. Á meðan óbeinir skattar væru inni i visi- tölunni væri útilokað að nota þá meira. ,,Ég held að það þekkist hvergi á byggðu bóli sama visitölukerfi og hér. Sums staðar er hreinlega Framhald á bls. 17 Gunnar Thoroddsen: Albert 61 iiðmui ídsson mj öff vel 1 hæfi ír — til að taka sæti í þeim nefndum, er hann hafði hug á ATA -Nú um helgina mun Félag islenskra bif- reiðaeigenda standa að undirskriftasöfnun. Félagsmenn munu dreifa 40.000 bréfspjöldum um land allt. Á spjaldinu stendur: Undirritaður skorar á yður að beita áhrifum yðar til að koma vegakerfi landsins i nútlmahorf með stórátaki i uppbyggingu vega og lagn- ingu bundins slitlags Þessi spjöld eru stiluð til þing- manns og sendandinn ákveöur, hvaða þingmaður fær spjaldið. ^Þannig geta menn sent þing- mönnum sins héraðs uppáhaldsþingmanni sinum eða jafnvel öllum þingmönnunum slika áskorun. Hver maður getur fengið allt að 60 spjöld, honum að kostn- aðarlausu. FIB-félagar munu svo sjá um að safna saman spjöldunum og koma þeim til þingmanna. Það er álit FIB-manna, að verði þátttaka nógu almenn, geti þessi aðgerð valdið miklum þrýstingi á þingmenn, aö gera stórátak i vegagerðinni. Til að standa straum af kostn- aði við gerð spjaldanna, hefur FIB látið prenta merki, sem veröa seld um leið og spjöldun- um er dreift. Hvert merki kost- ar 200 krónur. SS—,,í þessum blaðafréttum er fjallað um tvennt, annars vegar kosningu formanns þingflokks sjálfstæðismanna og hinsvegar um nefndakosningar og Albert Guðmundsson” sagði Gunnar Thoroddsen um þann orðróm, sem á kreiki hefur veriö um miklar deilur innan þingflokks s jálf stæðis m a n na. „Varöandi fyrra atriöiö hefur formaöur þingflokksins ekki verið kosinn ennþá og það mál hefur ekki verið á dagskrá undan- farna dag en verður væntanlega tekiö fyrir á næstu dögum. Hvaö nefndarkosningum viðvikur get ég ekki sagtfrá þeim, þvi það er einshjáokkur og öðrum flokkum, að það er trúnaðarmál sem gerist á þingflokksfundum.Þettakemur i ljós á mánudag, þegar kosið verður á Alþingi I nefndirnar.” —Hefur þú hug á að gegna áfram formennsku I þing- flokknum? „Samkvæmt lögum flokksins, þá er formaöur þingflokksins kosinn að loknum kosningum fyrir kjörtimabiiið. Ég hef gegnt þvi starfi i hálft sjötta ár og gegni þvi starfi þar til kosning hefur farið fram. Já, ég er i kjöri.” —Það kom fram i Dagblaðinu, að taliö sé að þau Ragnhildur Helgadóttir og Matthias A. Mathiesen standi öðrum fremur fyrir tilraunum til að fella þig. Hvað viltu segja um þetta? „Um það vil ég ekkert segja annaö en að það er vitað að einhverjir þingmenn sjálfstæðis- flokksins hafa haft hug á þvi að annar frambjóðandi yrði við kjör formanns þingflokksins. Hvort nokkuð verður Ur þvi, veit ég ekki. 1. þingmaður Reykvikinga, Albert Guðmundsson, er ekki tilnefndur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn i nefnd á vegum Sameinaðs þings. Finnst þér þetta eðlilegt? ,,Ég tel að Albert Guömundsson sé mjög vel hæfurtil að taka sæti i þeim nefndum, sem hann hefúr haft áhuga á, enda studdi ég það eindregiö aö hann yrði valinn i utanrikismálanefnd og fjárhgs- og viðskiptanefnd, þótt þvi miöur tækist ekki að ná samstöðu um það.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.