Tíminn - 14.10.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 14. október 1978 Egyptar og ísraelsmenn nálgast enn samkomulag Washington/Reuter — Talsverður árangur hefur þegar náðst á fundum Egypta og Israelsmanna í Bandaríkjun- um og staðfesti Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær að svo væri. Bandarikjamenn lögðu strax i upphafi fram uppkast aö friöar- samningi sem fulltrúar beggja rikjanna féllust á aö vinna eftir. A grundvelli þessa uppkasts hefur siðan náöst nokkur árangur, sagði George Sherman, frétta- fulltrúi fundarins. Hann upplýsti ennfremur að megináhersla væri lögð á samningagerð rikjanna tveggja, en Vance hefði þó rætt nokkuð við fulltrúana um atriði er snertu önnur Arbariki og Palestinuaraba. Cyrus Vance stjórnaði viðræð- unum en aðaltilgangurinn er að komast að samkomulagi um afturhvarf Israelsmanna frá herteknum svæðum, áður i eigu Egypta. Jafnframt eru lögð drög að afturhvarfi tsraelsmanna frá vesturbakka Jórdanár. Ekki ber þó svo að skilja að friðsamlegri lausn þessara mála hafi þegar verið náð, og lagði George Sherman áherslu á, að enn væri ágreiningur þó vel miðaði. Afmælistertan var eins og lykill forsæt- isráðherra- bústaðarins — og Tatcher kveöst verða fyrsti kvenforsætisráðherrann innan árs Margaret Thatcher. Brighton/Reuter — Margaret Thatcher, formaöur breska llialdsflokksins, hélt i gær upp á 58. afmælisdag sinn með þvi að ráöast harkaiega að stjórn Verkamannaflokksins. Þá lýsti Thatcher yfir þvi á áriegu þingi fiokks sins að hún reiknaöi fast- lega meö þvi að veröa fyrsti breski kvenforsætisráðherrann og þaö innan árs. Vöktu ummæli hennar mikinn fögnuö fylgis- mannanna. Thatcher sagði að strax og breska þingið kæmi saman nú siðarf þessum mánúðimundi hún og flokkur hennar gera allt sem i mannlegu valdi stæði til að fella stjórn Verkamannaflokksins. Svo mikiö er vist aö James Challag- han forsætisráðherra og minni- hlutastjórn hans eru i alvarlegri hættu þar sem stuönings Frjáls- lynda flokksins er ekki að vænta. í ræðu sinni gagnrýndi Thatcher stjórn verkalýðssam- banda iBretlandi harkalega. Hún krafðist þyngri refsilaga og upp- byggingar breska hersins, réðist á útþenslustefnu Sovétrikjanna og lofaöi að draga úr kynþátta- mismunun i landinu. Þetta var lokaræðan á flokks- þingi Ihaldsflokksins þetta árið og hafði allt verið gert til að draga athygli að atburðinum. Aö ræðunni lokinni var Thatcher færð afmælisterta og sagt er aö hún hafi tárast er hún varð þess visari að tertan var í laginu eins og lykillinn að Downingstræti 10 (bústað forsætisráðherrans). Þá segja fréttir aö „járnfrúin” hafi að þessu sinni verið óvenju mikið máluð og förðuð. Ekki ónýtt aö vita það. Viðsjár í Beirut Páfakjör: Heilagur andi og stjómmál liklegt að næsti páfi sé þegar útnefndur af valdamiklum hópi Vatíkanið/Reuter — Hundrað og ellefu kardínálar koma i dag saman til að velja nýjan páfa, eftirmann Jóhannesar Páls fyrsta. Athöfnin er slungið samspil guðhræðslu og pólitíkur þó kardinálarnir segist þess fuilvissir að þeir hafi leiðsögn heilags anda. Það er samt vitað að miklar ráðagerðir hafa átt sér stað fyrir fram um væntanlegan eftirmann auk bæna í sama dúr. — Líbanir dreifa sér um hverfi kristinna en bæði kristnir og Sýrlendingar hervæðast Heyrst hefur að nokkur sam- blástur hafi átt sér stað um aö kjósa til páfa hinn ihaldssama kardinála Giuseppe Sirir frá Genúa. Trúnaðarmaður eins kartíinalanna hefur þó fullyrt að Sirir muni alls ekki ná kjöri og að aðeins sé stungið upp á honum til að fela einhvern annan liklegri til að fá fjölda- fylgi, en eitthvað slikt gerðist þegar Jóhannes Páll fyrsti varð fyrir valinu. Enginn hafði nefnt hann fyrirfram en bak við tjöldin hafði hann veriö' útnefndur. Að þessu sinni, segja heimildir, verður kjörinn páfi italskur kardináli með langa og vlötæka reynslu af stjórn kirkj- unnar og Vatíkansins, sem er góður ræðumaður og bróöur- legur i hátt. Nafn mannsins hefur þó ekki veriö nefnt. Fundaum sjálfstæði Namibíu Washington/London/Reuter — Cyrus Vance utanríkisráö- herra Bandaríkjanna hvarf I gær frá samningaviöræöum israelsmanna og Egypta i Bandarikjunum og flaug til S- Afriku en á mánudaginn munu utanrikisráöherrar Banda- rikjanna, Bretlands, Kanada og V-Þýskalands hittast i Pretórfu. Munu þeir reyna að fá s-afrisk stjórnvöld til að samþykkja tillögur Sam- einuöu þjóöanna um framtiö Namibiu. Hefur S-Afriku- stjórn áður lýst yfir aö hún vilji ekki viöurkenna kosn- ingar á vegum Sameinuöu þjóöanna i Namibiu um fram- tiö landsíns en ætlar sjálf aö standa fyrir kosningum 4. desember næstkomandi. Fáist stjórn S-Afriku ekki ofan af þessari fyrirætlan þykir llk- legt aö hún veröi beitt viö- skiptaþvingunum. Beirut/Reuter— Líbanskar hersveitir dreifðu sér í gær um hverf i kristinna manna í Beirut og er tilgangurinn að reyna aðtryggja að ekki komi til frekari bardaga milli sýrlenskra hersveita og kristinna manna í borginni. Er þetta liður i öryggisráðstöfunum Sarkisar forseta og talið vist að hann hafi í fyrradag fengið samþykki Assads Sýrlandsforseta til þessara aðgerða. A sunnudaginn eiga siöan að hefjast rétt utan við Beirutborg viðræður utanrikisráðherra þeirra Arabarikja er Libanondeil- an snertir sérstaklega. Vill Sarkis fækka i gæsluliði Sýrlendinga á vegum Arababandalagsins en fjölga I staðinn hermönnum frá öörum Arababandalagslöndum og Saudi-Arabiu. Sýrlendingar eru þó ekkert á þvi að fækka i sveitum sinum heldur fjölgar i þeim og bæði sýr- lensku firðargæslusveitirnar og kristnir nota vopnahléð til að birgja sig upp af sprengjum og skotvopnum. Herma fréttir að stööugur straumur israelskra hergagnaflutningaskipa sé til hafnarborgar rétt utan við Beirut sem kristnir ráða. Kortsnoj fara sér ætlar að hægar — nú þegar staöan er jöfn og næsta skák ræður úrslitum Baguio/Reuter — „Nú er þaö fyrst oröiö happdrætti þegar staöan er jöfn, fimm vinningar gegn fimm”, sagöi Kortsnoj i gær eftir sigurinn I 31. skák heimsmeistaraeinvigisins. Hann var spurður hvort hann ætlaöi Ifka aö vinna 32. skákina, en hann hefur þá svart, en svaraöi um hæi: „Hvi skyldi ég reyna þaö?” Kortsnoj ætlar samkvæmt þessu aö fara sér hægt og varlega i lokabaráttunni, og enda ekki nema von, ein mistök geta gert út um einvigið. Sá sem vinnur næstu skák er næsti heimsmeistari. Greinilegt er að Karpov hefur ekki haldiö taugunum I nægilegu lagi að undanförnu og athygli hefur vakið aö þrir siðustu ósigr- ar hans hafa allir boriö upp á komu einhvers sovésks stór- mennisins að fagna sigri hans. Þegar Karpov hafði forystu i einviginu með fimm vinningum gegn tveimur fyrir nokkrum dög- um kom sovéski stórmeistarinn Evgeny Vasiukov aðvifandi til aö halda upp á sigurinn I einviginu. Karpov tapaði það kvöld. Nokkrum dögum siðar kom i sama tilgangi forseti sovésks skáksambands og aftur tapaði Karpov. t gær kom sovéskur iþróttamálaráðherra á vettvang aöeins til að sjá Karpov tapa fimmtu skákinni. Allsherjar verkfall í íran — ritskoðun aflétt Teheran/Reuter — Þaö rak eitt annað hjá irönskum stjórnvöldum í gær. Rétt var búiö aö leysa blaöamanna- verkfall meö þvi aö afiétta rit- skoöun þegar stjórnarand- staöan i landinu boöaði tii ails- herjarverkfalls á mánudaginn kemur. Tvö stærstu blöö tran fóru i verkfall fyrri vikunni og siöan öll blööin I 2 daga þar sem þau vildu ekki hiita ritskoöun á vegum hersins i landinu. Var i gær komiö til móts viö blööin og ritskoöun aflétt gegn þvi aö blööin gagnrýndu ekki trans- keisara né herinn i iandinu. transka stjórnarandstaöan boðaöi siöan i gær til alls- her jarverkfalls sem fara skyldi fram i friösemd og i minningu þeirra hundruöa manna sem látist hafa i 12 borgum landsins i kjölfar þess aö sett voru herlög i umrædd- um borgum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.