Tíminn - 17.10.1978, Qupperneq 15
Þri&judagur 17. október 1978
15
iOOOOOOOOh
Walker kom inn á sem varamaður:
Fjögur mörk
Chelsea á síð-
ustu 15 min-
útunum!
Hinir 20 þúsund áhorfendur, sem höföu keypt sig inn á leik Chelsea og
Bolton á Stamford Bridge á laugardaginn, ætluðu bókstaflega að ganga
af göflunum þegar Chelsea skoraði sigurmark sitt á 89. min. Chelsea
hafði tekist hið ómöguiega — að vinna leikinn eftir að hafa verið þrem-
ur mörkum undir þegar aðeins 15 min. voru til leiksloka. Það virtist
stefna I enn einn ósigurinn á heimavelli hjá Chelsea þegar Alan
Gowling náði forystunni fyrir Bolton I fyrri hálfleik. Ekki batnaði
útlitið þegar Gowling skoraði siðan aftur og staðan var orðin 0:2.
Heimamenn misstu siðan algerlega vonina þegar Worthington bætti
við þriðja markinu úr vitaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. Þrjú mörk
undir i hálfleik og útlitið allt annaö en bjart.
Ted McDougall (tii hægri) skoraði mark Southampton á laugardaginn.
Félagi hans Phii Boyer er hér með honum á myndinni og þessi dúett
hefur skorað fleiri mörk en flestir aörir slikir á Englandi.
Ekki leit út fyrir að Chelsea
myndi breyta stööunni i seinni
hálfleik og þannig liðu 25 min. án
þess að nokkuð markvert gerðist.
En þá skipti Ken Shellito um
leikmann og setti Clive Walker
inn á og þvíllk breyting.
Leikmenn Bolton, sem voru næst-
um sofnaðir af leikleiða og gerðu
sig hæstánægða með 3:0 sigur á
útivelli, hrukku upp við vondan
draum. Walker sneri vörn þeirra
út og inn og veslings bakvörður-
inn átti ekkert svar við ógnar-
hraða hans. Á 75. min. lék hann i
gegnum vörnina, eins og að
1. DEILD
Aston Villa-Manchester U 2:2
Bristoi C-Nottingham F....1:3
Chelsea-Bolton............4:3
Ipswich-Everton...........0:1
Leeds-W BA................1:3
Liverpool-Derby ..........5:0
Manchester C-Coventry.....2:0
Middlesbrough-Norwich.....2:0
Southampton-QPR...........1:1
Tottenham-Birmingham......1:0
Wolves-Arsenal............1:0
2. DEILD:
Blackburn-Luton............0:0
Brighton-Fulham ...........3:0
Leicester-Charlton.........0J3
Millwall-Sheffield U.......1:1
Notts Co-Bristol R.........2:1
Oldham-WestHam.............2:2
Orient-Cardiff C...........2:2
Preston-Crystal Palace.....2:3
StokeC-Burnley.............3:1
Sunderland-Newcastle ......1:1
Wrexham-Cambridge U........2:0
3. DEILD
Bury-Chesterfield..........3:1
Gillingham-Hull............2:0
Mansfield-Walsall..........1:3
Peterboro-Oxford...........1:1
Piymouth-Shrewsbury .......1:1
Sheff. Wed.-Carlisle.......0:0
Southend-Blackpool.........4:0
Swansea-Exeter.............1:0
Swindon-Rotherham .........1:0
Watford-Brentford..........2:0
4. DEILD
Aldershot-Hartlepooi.......1:1
Bradford-York..............2:1
Grimsby-Portsmouth.........1:0
Haiifax-Port Vale..........0:3
Hereford-Bournemouth.......0:0
Newport-Huddersfieid.....-.2:1
Northampton-Reading 2:2
Torquay-Rochdale...........1:1
Wigan-Doncaster............1:0
W imbledon-Scunthorpe......3:1
drekka vatn, skaut þrumuskoti að
markinu, sem Bonetti gerði ekki
betur en að missa frá sér og þar
var Tommy Langley mættur og
skoraði örugglega. Og nú brast
stiflan. Leikmenn Chelsea eygðu
möguleikann á jafntefli og nú var
allt sett á fúllt. Ahorfendur urðu
þó að bíða i 9 min. eftir næsta
marki og þaö skoraði Ken Swain
eftir frábæran undirbúning Walk-
ers.
A 87. min. skoraði siðan Walker
sjáifur, staöan var orðin 3:3 og
allt trylltist á áhorfendapöllun-
um. En Walker var greinilega
ekki ánægður með framtak sitt og
á 89. min. gaf hann fasta sendingu
fyrir markið og boltinn þaut af
fæti Sam Ailardyce
og i eigið mark 4:3 og skömmu
siöar flautaði dómarinn leikinn
af. Sigur á elleftu stundu og átti
Walker allan heiöur af.
Rótburst Liverpool að
venju
Meira að segja stórsigur
Liverpool yfir Derby — 5:0 takk
fyrir, féll algerlega i skuggann af
afreki Chelsea. Hið unga og
óreynda lið Derby, undir stjórn
Tommy Docherty, sem var allur
skrámaður og marinn eftir að
hafa lent i bílslysi á föstudags-
kvöldiö, hafði aldrei neitt i
Liverpool að gera og þegar flaut-
að var til leiksloka hafði
Liverpool gert fimm mörk gegn
engu. Liverpool hefur á undan-
förnum árum átt i miklu basli
með Derby og hefur Derby verið
hálfgert „grýlu” lið hjá
Liverpool. En á laugardaginn var
annað uppi á teningnum. David
Johnsonnáðiforystu fyrir „rauða
herinn” i fyrrihálfleik og staðan i
leikhléi var 1:0. I siðari hálfleik
opnuðust hins vegar allar
flóðgáttir og Liverpool skoraði
fjórum sinnum. Kenny Dalglish
skoraði tvö mörk og hefur nú gert
9 mörk I 10 leikjum, og Ray
Kennedyskoraði einnig tvö mörk.
Þaðfór þvieinsfyrir leikmönnum
Docherty og honum sjálfum, þeir
héldu heim allir skrámaðir og
„krambúleraðir” eftir slæma
útreiö á Anfield. Það er nú orðin
hefö að Liverpooi rótbursti hvert
einast lið og er allt útlit fyrir að
setja veröi Liverpool i deild, eitt
sér.
United jafnaði metin
Aston Villa, sem ersem stendur
i miklu mannahraki, sýndi mjög
góðan leik á laugardaginn þegar
„rauöu djöflarnir” frá Old
Trafford komu i heimsókn. John
Gregory skoraði tvivegis fyrir
Villa i fyrri hálfleiknum og allt
útlit var fyrir aö Villa færi með
— og sigur vannst
yfir Bolton 4:3
— Liverpooi
óstöðvandi
— nú 5:0 sigur
yfir Derby
Tony Brown
öruggan sigur af hólmi. Sammy
Mcllroy minnkaði muninn á 55.
min. með góðu marki og þegar
Lou Macari jafnaði á 75. min.,
hafði United tögl og hagldir i
leiknum. Lokaminúturnar sótti
United án afláts og t.d. bjargaöi
Jimmy Rimmer hreint ótrúlega
hörkuskalla Joe Jordan, eða eins
og einn starfsmanna BBC sagði á
laugardag: „ég er búinn aö sjá
atvikið, en ég trúi þvi ekki ennþá,
að Jordan hafi ekki skorað”.
Þrjár vitaspyrnur
Þaö var langt í frá, að einhver
meistarabragur væri á Nothng-
ham Forest, þegar þeir unnu, aö
þvi er e.t.v. virðist öruggan sigur
yfir Bristol City á Ashton Gate.
Gary Birtles náði forystunni
fyrir Forest um miðjan fyrri hálf-
leikinn en siðan jafnaði Tom
Ritchie metin úr vitaspyrnu.
Tvær vitaspyrnur frá John
Robertson tryggðu Forest slðan
öruggan sigur, en liöið var yfir-
spilað langtimum saman I leikn-
um. Þetta var 36. deildarleikur
Forest i röð án taps.
Met Tony Brown
Byron Stevenson náði forystu
fyrir Leeds snemma I ieiknum
gegn West Bromwich Albion, en
Tony Brownnáði að jafna metin
fyrir leikhlé. Markið, sem hann
skoraði, var hans 209. fyrir WBA
og hefúr enginn leikmaður skoraö
jafnmörg mörk fyrir félagið.
Albion hafði allt frá þvi að Brown
jafnaði, undirtökin i leiknum, en
það var ekki fyrr en á 81. min. að
WBA náði forystu með marki
Cyrille Regis. Regisskoraði siöan
afturá 88. min. og gulltryggði sig-
ur WBA.
Bob Latchford tryggði Everton
sigur yfir Ipswich á Portman
Road i Ipswich og hefði sigur
Everton átt að geta orðiö miklu
stærri, en framlinumennirnir
voru einfaldlega ekki á skotskón-
um á laugardaginn. Ipswich hef-
ur nú aöeins unnið einn leik á
heimavelli af fimm — hinir fjórir
hafa allir tapast.
Tvær vitaspyrnur frá Gary
Owen tryggðu Manchester City
sigurinn gegn Coventry. Leikur-
inn þótti heldur rislágur og ekkert
fjör var i honum fyrr en Owen
skoraði úr vitaspyrnu á 70 min.
City sótti siðan án afláts, en þaö
var ekki fyrr en tvær minútur
voru komnar fram yfir venjuleg-
an leiktima að City skoraði aftur
og enn var það Owen og aftur úr
vitaspyrnu. Middlesbrough vann
nokkuð óvæntan sigur yfir
Norwich á laugardag. Fyrra
markið var sjálfsmark Kevin
Reeves.eftir að nýi leikmaðurinn
Terry Cochrane, sem Middles-
brough keypti frá Burnley I vik-
unni fyrir 210.000 sterlingspund,
hafði gefiö fasta sendingu fyrir
markiö. Siöara mark Middles-
brough gerði David Miiis.
Tcd McDougallnáði forystunni
fyrir „Dýrlingana” á The Dell á
laugardaginn, og það var ekki
fyrr en á lokamfnútunni að QPR
jafnaði með marki Goddard.
Þetta er i annað sinn i sömu vik-
unni, sem QPR skorar svona
alveg undir leikslok. Eina mark
Tottenham gegn Birmingham var
sjálfsmark Ainscow. Mel Evessá
um að bæði stigin færu til Úlf-
anna þegar hann skoraði eina
mark leiksins gegn Arsenal á
Molineux á laugardaginn.
1 annarri deildinni kom það
mest á óvart, aö Leicester skyldi
steinliggja á heimavelli fyrir
Charlton, sem i gegnum árin hef-
ur verið allt annað ensterktá úti-
völlum. Mick Fianagan skoraði
tvivegis og Terry Brisley þaö
þriðja. Crystal Palace lenti i
kröppum dansi á Deepdale i
Preston. Sean Haslegrave skor-
aði eina mark fyrri hálfleiksins
fyrir heimamenn. Þetta var hans
fyrsta markfyrir félagið, en hann
lék áður með Forest og Stoke við
takmarkaðan orðstir. Tvö mörk
frá Walshog eittfrá Mick Elwiss,
sem lék meö Preston þar til i
haust, sáu um 3:2sigur Palace og
liðiö virðist liklegt til að vinna sér
sæti i 1. deildinni að nýju eftir
Mick Flanagan
nokkurra ára fjarveru. Stoke fór
létt meö Burnley og þeir
Richardson, sem lék áður meö
Forest, Howard Kendall og Irwin
skoruðu mörkin en Gerry
Ingham svaraöi fyrir Burnley.
Peter Withe.enn einn leikmaður-
inn sem lék áður meö Forest, náði
forystunni fyrir Newcastle á 13.
min. á Roker Park i Sunderland,
en Roy Greenwood jafnaði fyrir
Sunderland. Gerry Ryan, fyrrum
Derby leikmaður, skoraöi tvö
marka Brighton gegn Fulham og
Bria'n Horton þaö þriðja. Taylor
skoraði bæði mörk Oldham, en
Bryan „pop” Robson, hver ann-
ar, skoraöi bæði mörk West Ham
og hefur nú gert 5 mörk I siðustu
tveimur leikjum. John Seasman
skoraöi fyrir Millwall og brenndi
af vitaspyrnu að auki, en Chris
Calvert jafnaði fyrir Sheffield
United. Gamla Liverpoolkempan
John Toshack skoraði eina mark
Swansea gegn Exeter. Þeir
Jenkins.hans 15. marká keppnis-
timabilinu, og Blissett skoruðu
mörk Watford i öruggum sigri
þeirra yfir Brentford og þessi tvö
lið viröast ætla sér sæti I 2. deild
að ári og eru bæði i toppbarátt-
unni i 3. deildinni. —SSv—
1. deild
Liverpool 10 9 1 0 33:4 19
Everton 10 6 4 0 13:5 16
Nottingham F. 10 4 6 0 14:8 14
West
Bromwich . .. 10 5 3 2 18:10 13
ManchesterC 10 5 3 2 17:10 13
Manchester U. 10 4 5 1 14:13 13
CoventryC. .. 10 4 4 2 14:10 12
Tottenham ... 10 4 3 3 10:18 11
Arsenal 10 3 4 3 15:12 10
Aston Villa ... 10 3 4 3 13:10 10
BristolCity .. 10 4 2 4 11:12 10
Norwich 10 3 3 4 18:18 9
Queen’s Park. 10 3 3 4 8:11 9
Leeds U 10 3 2 5 15:16 8
Ipswich T. ... 10 3 2 5 11:13 8
Southampton 10 2 4 4 13:17 8
Bolton W 10 3 2 5 16:22 8
Derby C 10 3 2 5 10:19 8
M iddlesbrough 10 2 2 6 13:17 6
Chelsea 10 2 2 6 12:21 6
Wolves 10 3 0 7 8:15 6
Birmingham . 10 0 3 7 6:21 3
2. deild
Crystal Palace 10 6 4 0 19 : 8 16
StokeCity .... 10 6 3 1 14 :8 15
WestHamU .. 10 5 2 3 21 : 11 12
Brighton 10 5 2 3 19: : 13 12
Fulham 10 5 2 3 10 :8 12
NewcastleU .. 10 4 4 2 9 :8 12
NottsCounty .. 10 5 2 3 15 : 15 12
Luton Town ... 10 4 3 3 21: : 11 11
BristoIR 10 5 1 4 18: 16 11
Sunderland ... 10 4 3 3 13: :14 11
Burnley 10 4 3 3 13: 15 11
Charlton 10 3 4 3 12: : 11 10
Wrexham 10 3 4 3 8: :7 10
Sheffield U. ... 10 3 3 4 13: 14 9
Cambridge U. . 10 2 5 3 7: :8 9
Orient 10 3 2 5 9: 10 8
LeicesterC. ... 10 2 4 4 9: 11 8
Oldham 10 3 2 5 12: 16 8
Cardiff 10 3 2 5 15: 24 8
Preston 10 1 3 6 13: 20 5
Blackburn .... 10 1 3 6 10: 19 5
Millwall 10 1 3 6 5: 18 5