Tíminn - 17.10.1978, Síða 21

Tíminn - 17.10.1978, Síða 21
Þriöjudagur 17. október 1978 21 Lystræninginn Ég hef ekki séð Lyst- ræningjann, siðan tveir ræningjar komu i vet- ur, og annar þeirra seldi mér tvær ljóða- bækur á uppsprengdu verði, sem var rán. En nú er komið nýtt hefti, merkt 10 (heldég), en i fljótu bragði sé ég ekki neitt um árgang og tölublað, eins og gjarn- an er haft með i ritum ráðsettra borgara. Að- eins að þetta sé 10. hefti, október 1978. Það er ávallt gaman að fá Lystræningjann, jafnvel þótt maður sé ekki biiinn að borga árgjaldið. Það er arnsUgur yfir blaðinu og margt nytt aö sjá. Að vísu er maður ekki sammála öllu fremur en fyrri daginn, en þaö skiptir ekki öllu máli, mest er um vert, aö nú virðist vera unnt að halda úti menningarriti, þvi það er Lystræninginn, þótt róttæklingar hafi gleypt hann eins og annaö menningarfóður þessa lands. Það kemur i ljós að ritstjór- arnir telja það vafamál hvort unnt verður aö gefa ritið Ut framvegis, til þess vantar þá fleiri kaupendur, alveg sama þótt þeir hafi hætt við að breyta ræningjanum i klámrit, eins og þeir boðuðu seinast, eða þar áður. Þeir segja I bréfi til les- enda: ,,Enn vantartöluvert uppá að áskrifendur blaösins séu það margir að áskriftargjöld geti staðiö undir Utgáfunni og við höfum ekki fjárhagslegt bol- magn til að hefja auglýsinga- herferð, þess vegna leitum við hjálpar ykkar, taliö við vini og kunningjasem eru listunnendur og fáið þá til að gerast áskrif- endur að blaðinu. Þá þætti okk- ur vænt umaö þið senduð okkur linu og segðuð ykkar álit á blað- inu, við vitum að ymsu er ábóta- vant, þess vegna eru allar ábendingar um hvað má betur fara vel þegnar. Þvi miður kemur ársrit okkar um erótiskar bókmenntir ekki út fyrr en undir áramót og veldur þar mestu erfiöur fjár- hagur. Að lokum: þrátt fyrir ýmsa erfiðleika munum við halda ótrauðir áfram útgáfunni, fullvissir þess að með ykkar hjálp munum við sigra i vixla- striðinu mikla. Blaðaefni og bækur Lystræninginn gefur út tima- ritið og þeir gefa út bækur. I fyrra gáfu þeir út ljóð eftir þá Birgi Svan Simonarson og Pétur Lárusson. 1 árgefa þeir út leikritiö Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson, og ljóð eftir Jón frá Pálmholti og Jónas E. Svafár. Efni Lystræningjans er fjöl- breytt að þessu sinni og ritiö er nú prentað á venjulegan hátt. Blaðið hefst á sögu eftir Þor- stein Antonsson. Þá koma ljóð eftir Leif Jóelsson. Leifur er ekki mikið skáld ernþá. Kvæöin erueins og hugsanir manna sem eru að vakna eftir uppskurð, það er ekki svo gott fyrir aöra að átta sig á þeim. Vigfús Andrésson ritar Langa slangan. Þaö er töggur í þeirri frásögn, en frásagnarlistin er stundumeinkennileg, t.d. þetta: „Llna bíður með óþreyju inná baöi og stigur ölduna. Hún horfir oni fullt klósettið. Skelfing getur maöurinn verið seinn á sér. Þaö er sosum ekki i fyrsta skiptið sem seinlætið t honum gerir henni grikk. Veit hann ekki að það er hættulegt að halda svona i sér? Hann er ekki að hugsa um það hann Óli kallinn, ónei. Hann er vanari aö hugsa um L.YSTR4EIMIIMGII\ll\i 10 eitthvaö annað i þá veruna sem lýtur aö þessum efnum. Hún er orðin æst. Ekki gat hún fariö út á nátt- kjólnum að leitaaö slöngunni og ekki gat hún létt á sér nema i klósettiö. Allt i einu starir hún út i ekk- ertið, andlitið verður einsog skjóða með samandregiö opiö næstneðst. Ef hana misminnti ekki þá faldi hún f löskuna sem hún stal af honum I siðasta fyllirii, innanf slöngurúllunni. Hún slær að sér náttkjólnum og stekkur út i morgunkulið”. Svona er manni fariö að förl- ast. Jass og leikhús og... Vernharöur Linnet ritar um Horace Parlan og kappana hans.Þaö las égekki, fæ nóg um þetta i Timanum og i slödegis- blööunum. Pétur örn, Sigfús Bjartmars- son og Einar Kárason eiga svo ágæt kvæði þar á eftir en Pétur Hraunfjörð á eina konu i húsi, sem er saga. Kvæðin eru áhugaverö, lik- legafjölbrautaskáldskapur, eða þeir eru grunnskólaskáld, þvi svonaerumenn aðeins fyndnir i skólanum, þar sem samskiptin eru auöveld og allir hugsa eins. Ég á eftir að spila lagið hans Atla Heimis, sem er við ljóð Þórarins Eldjárn. Enskriftin er góö, þvi tónskáldin fá ný tæki- færi með ofsettinu. Sverrir Hólmarsson ritar lærða grein um leikárið 1977-1978. Hann skrifar túlk- andi, og er grein hans hin at- hyglisverðasta. Sverrir er nýtur gagnrýnandi, en helst til dapur á köflum. Einar Már Guðmundsson er skemmtilegt skáld og verö ég að birta öll kvæðin hans hér. Það liggur beinast við. Mannleg samskipti gefðu mér sjúss en vertu ekkert að hafa fyrir þvi að segja mér ævisögu þina Drög að skilgreiningu skyndilega stoppa ég og skoða hlykkjótt spwr min I snjónum mér er spurn hvort ég hafi lagt krók á leiö mina einsog evrópukommúnistarnir nei ég er bara fullur Á 31. þingi fylkingar- innar orðið er laust leigubilarnir eru lausir allt er laust nema ég sem sit hér fastur Ef þetta er ekki frambæri- legur skáldskapur, þá þekki ég hann ekki. Þar næst kemur einþáttung- ur eftir Kristján Rey: TIL- BURÐIR. Vel samið og traust eins og allt sem hann sendir frá sér. Þaö er lifsmark með þætt- inum lika. Þar næst kemur Hitt og þetta og minningarorð eru um ungan mann, Gunnlaug Vil- hjálmsson. Rætt er um Ferðaleikhúsiö, sem þau hjónin Kristln Magnús og Halldór Snorrason hafa rekiö af miklum dugnaöi I mörg ár og siðan kemur plötulisti og bóka- listi frá plötu- og bókaþjónustu blaösins. Klykkt er svo út meö kvæöum eftir þr júskáld, en þaö eru Halli Steini, Inga Rut og Agúst Guö- mundsson. Þau eru að byrja. Jónas Guðmundsson fólk í listum Orðsending til bænda Ath. að veturinn er rétti timinn til að láta yfirfara búvélarnar. Siminn okkar er 99-4166. Bila & búvélaverkstæði A. Michelsen Hveragerði HEILDSALA — SMASALA Tfrs ARMULA 7 - SIMI 84450 Sunnlendingar - bændur og j byggingamenn Höfum fyrirliggjandi töiuvert magn af timbri i ýmsum stærðum á hagstæðu verði. Heflum og sögum timbrið sam- kvæmt óskum yðar,yður að kostnaðar- lausu. Komið eða hringið og við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingafélagið Dynjandi s.f. Gagnheiði 11. Selíossi. Simi 99-1826 og 99-1349. fffl Frá skólatannlækningum Reykjavíkurborgar Skólatannlæknar Reykjavikur munu annast tannlæknisþjónustu við börn á aldrinum 6-12 ára i grunnskólum Reykjavikur i vetur. Gert er ráð fyrir, að skólatannlæknarn- ir anni verkefnunum og verði þvi reikn- ingar frá öðrum tannlæknum vegna þessara aldurshópa ekki endurgreiddir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur, nema með leyfi yfirskólatannlæknis. Y f irskóla tannlæknir. Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli þeirra sem selja i smásölu bæði söluskattsfrjálsar og söluskattsskyldar vörur er hér með vakin á þvi að þeir skulu skila tveim söluskattsskýrslum fyrir septembermánuð 1978. Skal önnur skýrsl- an varða sölu timabilið frá 1.-14. septem- ber en hin timabilið frá 15.-30. september. Póstlagðar hafa verið 2 september-skýrsl- ur til flestra þeirra sem hér um ræðir. Berist umræddum aðilum ekki 2 skýrslur eru þeir beðnir að afla sér þeirra hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra eða innheimtumönnum rikissjóðs. Rikisskattstjóri 13. október 1978

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.