Tíminn - 21.11.1978, Síða 6

Tíminn - 21.11.1978, Síða 6
6 Þri&judagur 21. növember 1978 r v Framkvæmdástjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Si&umiíla 15. Slmi 86300. , "4 Kvöldsimar bia&amanna: 86562, 86495. Ef^r kl. 20.00: 86387. Ver&ilausasölukr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á' mánu&i. Blaöaprent h.f. Erlent yfirlit Callaghan situr enn fastur við sinn keip A framleiðslan eða neyzlan að sitja í fyrirrúmi? Nýlega hélt Sadat forseti Egyptalands ræðu, þar sem hann ræddi framtið lands sins ef friðar- samningar tækjust við ísrael. Sadat lagði á það megináherzlu, að Egyptar yrðu þá að snúa sér að uppbyggingu atvinnuveganna af miklu kappi. Það verkefni yrði að ganga fyrir öllu öðru. Egyptar mættu ekki fara i fótspor þróaðra rikja að þvi leyti að stefna einkum að neyzluþjóðfélagi Takmark Egypta ætti að vera framleiðsluþjóð- félagið. Með þvi leggðu þeir grundvöll að batn- andi kjörum i framtiðinni. Þótt margt sé ólikt á íslandi og i Egyptalandi getur sú kenning að leggja áherzlu á framleiðslu- þjóðfélagið ekki átt siður við þar en hér. Gliman við verðbólguna hefur mistekizt hér á siðari ára- tugum að verulegu leyti vegna þess,að neyzlan hefur verið aukin án þess að framleiðslan, sem stendur undir henni,væri nægilega mikil. Á þann hátt hefur þjóðin lifað um efni fram. Sökum þess hefur hún safnað meiri skuldum erlendis en góðu hófi gegnir. Miklar og vaxandi neyzlukröfur hafa þrengt að framleiðslunni og takmarkað vaxtar- skilyrði hennar. Það hefur verið vinsælt að taka undir neyzlukröfurnar og styðja þær. Ef Islendingar ætla að komast út úr þeim ógöngum verðbólgunnar, sem þeir eru að villast i, verður það ekki gert á sársaukalausan hátt nema með eflingu framleiðslunnar. Efling fram- leiðslunnar er undirstaða þess að hægt verði að halda við óbreyttum kjörum og bæta þau. Tal um annað er blekking. Þess vegna verða þær efnahagsráðstafanir. sem nauðsynlegt er að gera.að byggjast á þvi sem meginatriði að efla og auka framleiðsluna, að undanskildum þeim sviðum, þar sem þegar er um offramleiðslu að ræða. Það verður að skapa atvinnuvegunum þá aðstöðu að þeir geti starfað af fullu fjöri. Það verður að beina fjármagninu að þeim atvinnugreinum, sem eiga auðsjáanlega vaxtarmöguleika,ef rétt er á málum haldið. Það er heimskuþras,að ekki megi styrkja slikar at- vinnugreinar meðan þær eru að komast yfir erfiðasta hjallann. Hraðfrystiiðnaðurinn hefði ekki komist hér á legg, eins fljótt og raun varð á ef hann hefði ekki i upphafi verið studdur af vinstri stjórninni á árunum 1934-1938. Þannig mætti lengi telja. Takmarkið nú til að sigrast á verðbólgunni verður að vera það fyrst og fremst að auka framleiðsluna og fá meira til skiptanna. Ef hin svonefnda þjóðarkaka stækkar ekki,heldur jafnvel minnkar vegna versnandi aðbúnaðar að framleiðslunni, getur verðbólguævintýrið ekki endað með öðru en kjaraskerðingu. Þá er ekki stefnt til velmegunar heldur til fátæktar. Frá fyrstu tið hefur það verið eitt höfuðmál Framsóknarflokksins að stefna beri að siaukinni framleiðslu,en að sjálfsögðu innan þeirra marka að ekki verði ranglega gengið á náttúruauðæfin. Þess vegna hefur ræktun og vernd fiskstofna verið meðal höfuðmála hans. í þvi stjórnarsam- starfi, sem nú er, mun Framsóknarflokkurinn gera sitt til að gæta þess að ekki verði gengið á hlut framleiðslunnar, þvi að það væri visasti vegurinn til kjaraskerðingar og fátæktar. Það er mál þjóðarinnar allrar og þá engra fremur en launastéttanna, að atvinnuvegunum verði búin þau kjör að þeir geti látið meira koma til skipt- anna. Þ.Þ. Verkalýðshreyfingin hafnar samkomulagi Hattersley var svipþungur GAMALL kunningi Islend- inga, Roy Hattersley ver&lagsmálaráöherra, var sag&ur þungbúinn á svip á bla&amannafundi, sem hann hélt me& Denis Healey fjármálará&herra slöastl. þriöjudag. Tilefni fundarins var þaö, aö miöstjórn Alþýöu- sambands Bretlands, TUC, heföi meö jöfnum atkvæöum, eöa 14:14, hafnaö drögum aö samkomulagi um verölags- og kaupgjaldsmál, sem haföi náöst milli rlkisstjórnarinnar og helztu lei&toga sambands- ins, og efnahagsnefndþess var biiin aö samþykkja einróma. Báöir ráöherrarnir töldu þetta slæm tíöindi og ekki boöa neitt gott á vinnumarkaönum. Svipuö ummæli lét Len Murrey, a&alritari TUC, hafa eftir sér. Þetta er I þriöja sinn, sem brezku verkalýössamtökin hafna samstarfi viö rlkis- stjómina um kaupgjalds- og verölagsmálin, en þó lýsir hún áfram stuöningi viö rikis- stjómina. Astæöan er sú, aö hún vill ekki styöja þá stefnu rikisstjórnarinnar, aö kaup- gjald megi ekki hækka meira en 5% fram til 1. ágúst næst- komandi. Alþýöusambandið hafnaöi þessari stefnu á þingi slnu á si&astl. hausti og svo aftur á þingi Verkamanna- flokksins skömmu siöar, þar sem fulltrúar frá verkalýös- félögunum réöu úrslitum. Caliaghan forsætisráöherra tilkynnti þá, aö viöræöur yröu hafnar viö Alþýöusambandiö um mótun sameiginlegrar stefnu þess og rikisstjórnar- innar i kaupgjalds- og verölagsmálum. Þessar viöræöur hófust litlu si&ar og báru þann árangur, aö fullt samkomulag haföi náöst viö efnahagsnefnd flokksins um á&urnefnd drög aö sam- eiginlegri stefnu. Þau vorusvo felld á miðstjórnarfundi TUC, eins og á&ur segir. I MÖRGUM brezkum blööum segir, aö fariö hafi fugl betri, þvi aö drögin heföu I reynd ekki faliö i sér neina ákve&na stefnumótun. Báöir aöilar héldu þar fast viö fyrriyfirlýs- ingar slnar um kaupgjalds- málin og ágreiningur þeirra hélzt þvi óbreyttur aö þvl leyti. Ríkisstjórnin lýsti yfir þvi, aö hún héldi enn fast viö þá yfirlýsingu sina, aö kaup- gjald mætti ekki hækka meira en 5% fram til 1. ágúst. Al- þýöusambandiö lýsti yfir þvl, aö þaö teldi kaupgjaldssamn- inga eiga aö vera frjálsa, en viögerö þeirra yröi þó aö taka tillit til þess, aö þeir yröu ekki vatn á myllu veröbólgunnar. Aö ööru leyti var samkomu- lag. 1 drögunum segir, aö rikisstjórnin og TUC séu sammála um, aö stefna beri aö þvi aö veröbólgan aukist ekki frá þvl, sem nú er, og helzl þurfi aö vinna aö þvi, aö hún minnki og atvinnuleysiö einnig. Til þess aö svo megi veröa þurfi aö samræma stefnuna I kaupgjaldsmálum, verölagsmálum, peningamál- um og rikisbúskapnum. Sérstök áherzla er lögö á aö styrkja verölagseftirlitiö I samráöi viö aöila vinnu- markaöarins. Þá er lögö mikil áherzla á aukna framleiðni og aukna framlei&slu, þvl aö þaö séundirsta&a bættra lifskjara, styttri vinnutlma og aukinnar atvinnu. Þá er taliö nauösyn- legt aö auka öflun marg- vlslegra upplýsinga I sam- bandi viö afkomu atvinnuveg- annaoghafa þær til hli&sjónar viö ákvaröanatöku um kaup- gjald og verölag. Þaöer svo tekiö fram Ilokin, aö rikisstjórnin og TUC skuli bera ráö sln saman mánaöar- lega og gera sér þá grein fyrir hvernig mál standa hverju sinni. SENNILEGA heföi þaö ekki haft mikil áhrif á framvindu mála, þótt TUC heföi sam- þykkt þessi drög. Verkalýös- hreyfingin haföi eftir sem áöur frjálsar hendur i kaup- gjaldsmálum. Hætt er hins vegar viö þvl, aö það geti haft óheppileg áhrif að drögin voru felld. Þauverkalýösfélög, sem gera háar kaupkröfur, munu sennilega fylgja þeim fastar fram en ella. Þannig eru kröf- ur þeirra margra nú allt frá 15-35% eöa þrisvar til sex sinnum hærri en rikisstjórnin telur hyggilegt. A á&urnefndum blaða- mannafundi áréttaöi Healey þau fyrri ummæli sin,að mikl- ar launahækkanir gætu leitt til þess, aö rikisstjórnin yröi annaö hvort aö hækka skatta e&a a&draga úr framlögum til umbótamála e&a jafnvel gera hvort tveggja. Þá gæti oröiö nauösynlegt aö endurskoöa stefnuna í peningamálunum og hækka vexti og þrengja útlán. Ekkert mætti láta ógert til a& stööva veröbólguna. Fréttaskýrendur þykjast nú yfirleitt sjá fram á, aö Callaghan eigi erfiðan vetur fyrirhöndum. Þegar eru hafin nokkur verkföll, en mörg framundan. Stærst er veric- fallið viö Fordverksmiöjurn- ar, þar sem 40-50 þús. verka- menn vinna^aö hefur nú staö- ið I tvo mánuöi. Ford hefur þegar boöiö þeim 16% kaup- hækkun, en sett jafnframt viss skilyröi um bætt vinnubrögö I verksmiöjunum, sem verka- menn vilja ekki fallast á. Callaghan h efur hótaö Ford,aö rlkisstjórnin rifti viö hann samningum, sem nema um 100 milljóna sterlingspunda vi&skiptum árlega, ef hann semur ekki innan þess ramma, sem stjórnin telur eölilegan. Callaghan gefur þannig til kynna aö honum sé fiill alvara. Þ.Þ. Cailaghan og Healey

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.