Tíminn - 21.11.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.11.1978, Blaðsíða 10
VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO 10 Þriðjudagur 21. nóvember 1978 Hraðamælabarkar VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO < u o < o o < o o < o o < o o < o o < o o < o o < o o < o o < o o < o o < o o VDO VDO VDO VDO VDO VDO VDO Fólksbifreiðar: Verö kr. Austin Mini 2.820.- Benz 200/220/240 3.000.- Benz 200/220/240 Auto 3.200.- Chrysler 160/180 3.500.- Citroen 2CV 2.820.- Citroen 1D/DS19/DS21 3.500.- Cortina ’67—’70 3.500.- Datsun 1600/1200 3.500.- Fiat124/125/128 2.820.- Fiat 850 3.700.- Hillman hunter 3.500.- Land Rover Bensin 3.200.- Land Rover Diesel 3.700,- Opel Manta/Ascona 3.200.- Opel Rekord ’70-’71 3.000.- Peugeot 405/504 3.500.- Range Rover 3.700.- Renault R16 3.500.- Saab 96 ’66-’78 3.000.- Simca 3.200.- Skoda 110 3.700.- Toyota Crown/Corolla 2.820.- Trabant 3.000.- Willys Jeep 3.500.- Vauxhall Viva 3.700.- Vörubifreiðar: Volvo Verö Kr. 7.600.- Benz 6.600.- Scania 7.600.- M.A.N. 7.600.- Sérsmlöum einnig barka I flestar aörar bifreiöar eru taldar upp. Vinsamlegast sendiö okkur þá gamla barkann. SENDUM í KRÖFU Þórshamar Akureyri SLló&M h.f. @\ SUÐUHLANDSBRAUT 16 - 105 REYKJAViK • SIMI 91-35200 Oskað eftir tilboðum í byggingavörur o. fl. Samkvæmt ákvör&un skiptafundar i þb. Byggingarvöru- verslunar Virkni h.f., Ármúla 38, sem úrskurOaö var gjaldþrota 20. f.m., er hér meö óskaO eftir kauptilboOum f ncöangreindar eignir búsins, einn eöa fleiri liöi eöa alla munina i einu lagi: I. Málning og skyldar vörur. II. Veggfóður. III. Veggkorkur, veggstrigi og veggpluss. IV. Veggdúkur og gólfdúkur. V. Verkfæri og áhöid, ýmiss konar. VI. Innréttingar, stálhiliur o.fl. VII. Skrifstofuvélar og skrifstofuáhöld og húsgögn. Tilboðum sé skilað til undirritaðs með verði og skilmálum eigi siðar en fimmtu- daginn 28. nóv. n.k. kl. 16.00. Undirritaöur gefur nánari upplýsingar, ef óskaö er Skiptaráöandinn f Reykjavik, 20.11 1978 Sigur&ur M. Helgason. SÖLUSKATTUR í KÖPAVOGI Hér með úrskurðast lögtak fyrir söluskatti 3. ársfjórðungs 1978 i Kópavogi svo og nýj- um álagningum söluskatts vegna eldri timabila. Má lögtakið fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessar- ar. Frá sama tima verður atvinnurekstur söluskattsskyldra aðila, sem i vanskilum standa, stöðvaður. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 15. nóvember 1978 Sigurgeir Jónsson Hjörleifur Guttormsson, iönaðarráöherra: íslendingar skildu ekki hvað fólst í EFTA-aðild IlEI-,,1 umræöum um vandamál iönaöar á íslandi gætir oft tilhneigingar til þess aö lita á vandamálin einangraö en ekki i samhengi viö þau vandamál sem viö Islendingar höfum mest samskipti viö” sagöi Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra á fundi F.l.T. s.l. föstudae. Hann sagöi aö á iönaöarráö- herrafundi Noröurlanda heföi greinilega komiö fram, aö þeir erfiöleikar sem viö væri aö eiga hér, væru ekki sérislensk fyrir- brigöi, heldur byggju nágranna- þjóöirnar viö hliöstæöa erfiöleika. Viöbrögöin væru hinsvegar ekki hin sömu, en þeim réöi mis- munandi pólitisk viöhorf, styrk- leikahlutföll hagsmunaaöila og mat á aöstæöum hverju sinni. Skýrast dæmi um þaö, er ágrein- ingur þjóöa i millum, sem m.a. hefur gætt hér á landi um sértækar aögeröir til eflingar eöa stuönings íönaöi, andstætt almennum aögeröum. Hjörleifur sagöi þaö skoöun sina, aö hann teldi vonlitiö aö Islendingar geti miklu ráöiö um aö þjóöir sem gripiö hafa til sér- tækra verndaraögeröa, hverfi frá þeirristefnu, þótt mótmæli okkar komi til. Þá sagöi Hjörleifur m.a. aö eftir skammvinn kynni sin af Islenskum iönaöi, væri sér ofar- lega I huga aö I raun hafi Islend- ingar, jafnt stjórnmálamenn sem iönrekendur, stjórnsýsla og hags- munasamtök, alls ekki gert sér fullnægjandi grein fyrir þvl, nema e.t.v á allra slöustu misserum, hvaö felst I þvi fyrir Island aö gerast aöili aö friversl- unarsamstarfi V-Evrópu. Sú stökkbreyting á ytra umhverfi islensks iönaöar sem siöan hafi átt sér staö, hafi I raun fyrst komiö mönnum á óvart, þegar samkeppni hafi fariö aö gæta og ekki væri laust viö aö gætt heföi óskipulegra viöbragöa i þvi sambandi. Taldi ráöherra rétt aö undirstrika, aö nauösyn bæri til aö vandamálin væru krufin og hlutlæg greining þeirra látin sitja I fyrirrúmi. Væri þaö forsenda fyrir árangri, jafnframt þvi aö menn geröu sér grein fyrir, aö allt tæki nokkurn tima og ekki væri unnt aö kippa öllu I lag á nokkrum vikum eöa mánuöum. Sagöi ráö- herra ekki laust viö, aö sér fyndist nokkurrar óþreyju gæta hjá samtökum iönrekenda og öörum i þessu efni, enda væri raunar hvergi unnt aö fara aö Itrustu kröfum. Aðalfundur LÍR: Viðskiptaráðherra endur- skoði álagningu raf- verktakalyrirtækj a Aöalfundur Landsambands isl. rafverktaka var haldinn dagana 3. og 4. nóvember sl. aö Hótel Loftleiöum. Fulltrúar frá öllum aöildarfélögum sambandsins sátu fundinn, en þau eru sjö talsins i öllum landshlutum. 1 upphafi setningarræöu form. Tryggva Pálssonar frá Akureyri, minntist hann þriggja rafverktaka sem látist höföu frá siöasta aöal- fundi, þeirra Árnbjarnar Guöjónssonar, Jóhanns Rönning og Jónasar Ásgrimssonar, en þeir voru allir búsettir I Reykvík. Fundurinn fjallaöi um öll helstu mál rafverktakastéttar- innar, svo sem verölagsmál, löggildingarskilyröi, eftir- menntunarmál, aöiídina aö Vinnuveitendasambandi Is- lands, norrænt samstarf og m.fl. Þá flutti Siguröur Halldórsson verkfr. erindi á fundinum sem hann kallaöi ,,AÖ selja raflagn- ir”. Aö erindi Siguröar loknu störfuöu umræöuhópar, sem skiluöu niöurstööum efnisins. A næsta ári lendir þaö I hlut sambandsins aö halda norrænt rafverktakamót, og veröur þaö haldiö á Akureyri I ágúst. Fundurinn geröi nokkrar ályktanir, svo sem þá, aö vara viö skipulagslitilli þróun viö menntun iönnema I vaxandi fjölda iðnskóla og fjölbrautar- skóla. Jafnframt var vakin athygli á þvi, aö framboö á iönaöarmönnum og eftirspurn raskast til skaöa þegar iönnám fer alfariö fram I skólum án samnings viö iönfyrirtækin. Þá vakti fundurinn athygli stjórnvalda á nauösyn og gildi eftirmenntunar. Fundurinn mótmælti jafn- framt sifelldum slökunum yfir- valda varöandi þær kröfur sem geröar eru til þeirra er starf- rækja rafverktakafyrirtæki. A fundinum kom fram, aö illa er búiö af rafverktakarekstri en álagning fyrirtækja á efnis- og vinnusölu hefur sifellt veriö að skeröast, og samþykkti fundur- inn eftirfarandi ályktun til viöskiptaráöherra: „Aöalfundur L.Í.R. 1978, beinir þeim tilmælum til viöskiptaráöherra að hann láti fara fram gaumgæfilega endur- skoöun á álagningu rafverk- takafyrirtækja, meö hliösjón af könnun þeirri er gerö var af dr. Kjartani Jóhannssyni verkfr., á álagningarþörf rafverktaka- fyrirtækja. Telur fundurinn frekari drátt á lagfæringu álagningar standa I vegi fyrir framförum og hagræðingu innan rafverktakafyrirtækja. Á meöan fundurinn stóö, þáöu fundarmenn boö Hampiöjunnar hf., og Fals hf., Kópavogi, þar sem þeim var kynntur rekstur fyrirtækjanna. Þá sátu fundar- menn hádegisveröarboö Félags raftækjaheildsala. Stjórn Landssambands Isl. rafverktaka skipa nú: Form. Tryggvi Pálsson, Akureyri, meöstj. Guöjón Pálsson, Hverageröi, Jón Páll Guömundsson, Hafnarfiröi, Ingvi R. Jóhannsson, Akureyri og Ingólfur Báröarson Ytri- Njarðvik. Aösetur sambandsins er aö Hólatorgi 2, Reykjavlk, en þar er einnig til húsa Söluumboö L.I.R. sem er innflutningsfyrir- tæki meö raflagnaefni. Framkvæmdastjóri sam- bandsins er Arni Brynjólfsson, Reykjavik. lefu hlutu vísinda- styrki NAT0 Mcnntamálaráöuneytiö hefur úthlutaö styrkjum af fé því sem kom i hlut lslendinga til ráöstöf- unar til visindastyrkja á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO Science Feilowships) á árinu 1978. Umsækjendur voru 27 og hlutu 11 þeirra styrki sem hér segir: 1. Arni Ragnarsson, B.Sc., 600 þúsund krónur, til aö ljúka námi til doktorsprófs I véla- verkfræöi, aöalgrein varma- fræði, viöTækniháskóla Noregs i' Þrándheimi. 2. Björn Erlendsson, deildar- tæknifræöingur, 300 þúsund krónur, til rannsóknar- og námsdvalar f straumfræöi viö Tækniháskóla Noregs I Þránd- heimi. 3. Björn Ævar Steinarsson, B.S., 600 þúsund krónur, til aö ljúka doktorsverkefni I fiskifræöi viö Christian-Albrechts-Universi- tat i Kiel. 4. Guömundur Einarsson, M.Sc., 600 þúsund krónur, til náms til doktorsprófs 1 lífeölisfræöi fiska viö Háskólann i Mortréal. 5. Gunnar Steinn Jónsson, B.S., 600 þúsund krónur, til úrvinnslu gagna vegna rannsókna á lif- rlki Þingvallavatns, sem unnin er viö Kaupmannahafnarhá- skóla. 6. Jón Bragi Bjarnason, Ph.D., 400 þúsund krónur, til rann- Frh. á bls. 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.