Tíminn - 09.12.1978, Síða 6

Tíminn - 09.12.1978, Síða 6
6 Laugardagur 9. desember 1978 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaðaprent Draugagangur hjá Mbl Morgunblaðið hefur vakið upp draug, sem það getur ekki með nokkru móti kveðið niður, þótt það gripi til kunnáttu sinnar i þeim efnum. Þessi draugur er afstaða Sjálfstæðisflokksins til efna- hagsmála á Alþingi vorið 1974. Sjálfstæðisflokkur- inn átti þá tækifærí til að styðja ráðstafanir, sem hefðu komið i veg fyrir, að oliuverðhækkunin haustið 1973 og febrúarsamningarnir 1974, hefðu leitt til eins stórfelldrar verðbólgu og raun varð á. Hér er átt við frumvarp til efnahagsráðstafana, sem vinstri stjórn lagði fyrir Alþingi að frumkvæði ólafs Jóhannessonar. í stað þess að veita þessu máli stuðning, beitti Sjálfstæðisflokkurinn áhrif- um sinum til að stöðva það og naut til þess stuðn- ings Alþýðuflokksins og klofningsmanna úr Sam- tökunum. Verðbólgan æddi þvi áfram. Það er tvimælalaust að þessi verknaður Sjálf- stæðisflokksins, sem var þá kominn undir stjórn Geirs Hallgrimssonar, er sá ábyrgðarminnsti og óheppilegasti, sem um getur i sögu Islands frá endurreisn lýðveldisins. Það er þvi von að Mbl. verði undir i glirnunni við þennan draug, sem það hefur hér vakið upp. Mbl. vekur einnig upp draug, sem þvi er ofvaxið að ráða við, þegar það fer að rifja upp aðdraganda febrúarsamninganna 1974. Það voru nefnilega flokksbræður þess, sem hvöttu þá til óeðlilega mikillar kauphækkunar, eins og bezt þeir gátu. Vinstri stjórnin reyndi hins vegar að spyrna gegn þvi, og mun auðvelt að finna sannanir fyrir þvi i Mbl. frá þeim tima, en það deildi þá hart á stjórn- ina fyrir andstöðu við launastéttirnar. Illu heilli fengu Sjálfstæðismenn alltof mikið að ráða ferð- inni. Svo seinheppið er Mbl. i viðureigninni við þessa drauga, að það vekur upp enn fleiri, t.d. með þvi að rifja upp feril viðreisnarstjórnarinnar i dýrtiðar- málum. Verðbólgan var að visu minni þá en nú, en hún var þó þrisvar sinnum meiri hér en i ná- grannalöndunum á þessum tima. Sé sá saman- burður hafður i huga, er ástandið ekki lakara nú en þá. Það er ekki heldur heppilegur draugur til að fást við fyrir Morgunblaðið að rifja það upp, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið þvi mótfallinn vorið 1977, að lágmarkslaun yrðu hækkuð upp i 100 þús- undkrónur. Það deilir á Ólaf Jóhannesson fyrir að hafa mælt með þeirri hækkun lágmarkslauna. Sanngjarnir menn munu áreiðanlega telja, að þar hafi ekki verið of langt gengið. Það var hins vegar ekki sök ólafs Jóhannessonar, að launahærri stétt- irnar fengu tilsvarandi hækkanir. Þvert á móti mæltihannámóti þvi. Júni-samningarnir juku ekki verðbólguna vegna kauphækkunar hjá þeim launalægstu, heldur hinum, sem betur voru settir. Þannig mætti nefna fleiri drauga, sem Mbl. hefur vakið upp og eru orðnir ritstjórum þess óvið- ráðanlegir og magnast þvi meira, sem þeir skrifa meira um þá. Allur stafar þessi draugagangur hjá Mbl. af þvi, að það réðist i það vonlausa verk að reyna að upphefja Geir Hallgrimsson með þvi að ráðast á Ólaf Jóhannesson og telja hann bera manna mesta ábyrgð á verðbólgunni. Það leiddi náttúrulega til þess, að dregin voru i dagsljósið verk Sjálfstæðisflokksins eftir að Geir Hallgrims- son tók við forustu hans. Þar er um sifellda röð ábyrgðarlausra verknaða að ræða, þótt verst sé framkoman á vorþinginu 1974. Þ.Þ. ERL.ENT YFIRLIT Taiwan getur orðið Kúba Austur-Asíu Pekingstjórninni mun vart þykja þaö fýsilegt FORMLEGT stjtírnmálalegt samband hefur enn ekki komizt á milli Bandarlkjanna og Klna, þ.e. þessi rlki hafa enn ekki skipzt á sendiherrum. Þetta stendur auknum viðskiptum landanna fyrir þrifum og munu rikisstjórnir þeirra beggja hafa vaxandi áhuga á að úr þessu veröi bætt. Hingaö til hefur þetta strandað á þvi skilyrði klnversku stjórnarinnar, aö áður en rlkin skiptust á sendi- herrum veröi Bandarlkin aö rjúfa öll stjórnmálatengsl viö Taiwan (áöur Formósu) kalla alla hernaöarlega sérfræöinga og hermenn þaöan og hætta aö styrkja varnir Taiwans með fjárframlögum. Bandarikin hafa neitaö aö fullnægja þessum skilyröum. I seinni tiö hafa stjórnendur Kina látiö orö falla á þá leiöaö þeir kynnu eitthvaö aö vilja slaka á þessum skil- yrðum og látiö bandariska þing- menn sem hafa heimsótt Klna, flytja óljós skilaboö um þetta atriði. Nákvæmlega hafa Kín- verjar ekki oröað hvaöa tilslak- anir þeir kunna aö hafa I huga. ÞAÐ VÆRI mikill siöferöi- legur hnekkir fyrir Bandarikin ef þeir féllust á skilyröi kln- versku stjórnarinnar eins og þau hafa verið sett fram til þessa. Bandarlkin væru þá aö bregöast einum tryggasta bandamanni sinum I Asiu og jafnframt þeim, sem náö hefur einna mestum efnahagslegum árangri. Siöan Taiwan fékk sjálfstæöa rikisstjórn fyrir rúm- um aldarfjóröungi hafa oröið meiri framfarir og hraöari iön- væðing þar en I nokkru ööru landi Asiu aö Japan undan- skildu. Þar eru nú 17 milljónir Ibúa sem lifa viö betri kjör en annars staöar I Asiu. Framfarir hafa oröiö miklu meiri þar en á meginlandi Klna á sama tíma og llfskjör almennt stórum betri þar en á meginlandinu. Þaö væri enn meira siöferöilegt áfall fyrir Bandarlkin að bregöast þessum bandamanni sinum en Chiang Ching-kuo ósigur þeirra I Vietnamstyrjöld- inni var. Þá voru Bandarlkin neydd til uppgjafar af hernaöarlegum ástæöum. Hér væri ekki um slikt aö ræða. Tilkall Klna til yfirráöa á Tai- wan byggist hvorki á siöferöis- legum rétti né nútimalegum lagalegum rökum. Hinn nýi þjóöarréttur sem hefur rutt sér til rúms eftir slðari heimsstyrj- öldina leggur megináherzlu á sjálfsákvöröunarrétt þjóöa. Taiwan á þvi aöeins aö samein- ast Kina að landsmenn þar vilji þaö ótvírætt. Ekkert bendir til þess aö svo sé. Þótt Taiwanar sem eru I miklum meirihluta á Taiwan kunni illa yfirráöum hinna aöfluttu Klnverja þar munu þeir enn slöur vilja fá Pekingstjórnina yfir sig. Þeir eru lika alltaf meira og meira aö fá þátttöku i stjórn landsins. Þótt þeir kæmu upphaflega frá Kina er álika rangt aö telja þá Kinverja og aö kalla Islendinga Norömenn. ÞAÐ ER af þessum ástæöum sem Bandarikin veröa aö hafna skilyröum klnversku stjórnar- innar varöandi Taiwan enda bendir sitthvað til þess I seinni tiö aö hún muni ekki halda þeim til streitu ef Bandarikjamenn veröa nógu ákveðnir. Til þess benda m.a. þau skilaboö sem bandariskir þingmenn hafa veriö aö flytja á milli og áöur er sagt frá. Enn annaö hefur lika bætzt viö, sem vafalaust veldur þvi aö stjórnendur Kina eru að endurskoöa þessa afstööu slna. Hér er um þann möguleika aö ræöa aöráðamenn Taiwans snúi sértil Sovétrikjanna og taki.upp bandalag viö þau ef Bandaríkin bregöast þeim. I þessu sam- bandi er bent á aö forseti Tai- wan Chiang Ching- kuo hafi lengi dvaliö I Sovétrlkjunum og sé giftur rússneskri konu. Af hálfu hans og annarra forustu- manna á Taiwan er aö vfeu boriöá mótiþviaöþeirhafi sllkt I huga enda munu þeir ekki æskja þess meöan þeir hafa tengsli viö 'Bandarikin. Annaö gæti oröiö upp á teningnum ef Bandarlkjamenn slitu þau. Þaö myndi veröa bæöi stjórn- málalegur og hernaðarlegur ávinningur fyrir Sovétrlkin ef Taiwanskipaöi sérviö hliö Víet- nam sem bandalagsriki þeirra. Fyrir Klna væri þaö állka mikiö áfall. Þeir myndu þá hugsa sig um oftar en tvisvar áöur en þeir reyndu aö taka Taiwan meö vopnavaldi. RUssar gætu þá skorizt I leikinn á noröurlanda- mærunum. Taiwanheföiþá ekki ólika aðstööu og Kúba. Banda- rikin hafa ekki reynt að hertaka hana oghafa þó miklu betur aö- stööu til þess en Klna til þess aö hernema Taiwan eftir aö hún hefði fengiö loforö um vernd Rússa. Þaö er ekki óllklegt aö þetta viöhorf geti átt nokkurn þátt eöa meginþátt I þeim skilaboöum sem áöur er minnzt á. Þótt Kfn- verjum liki ekki tengslin milli Taiwan og Bandarikjanna eru þau vafalaust mun skárri I aug- um þeirra en tengsli milli Tai- wan og Sovétrikjanna. Þ.Þ. ipPÍli Stjórnarbyggingar I Taipei liöfuöborg Taiwans

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.