Tíminn - 09.12.1978, Síða 17

Tíminn - 09.12.1978, Síða 17
Laugardagur 9. desember 1978 17 Minning: Júlíana Sigriður Eiríksdóttir Kjariaksvöllum 1 dag laugardaginn 9. desember veröur jarbsett frá Staöarhóls- kirkju Júliana Sigriöur Eirlks- dóttir kennari og húsfreyja aö Kjarlaksvöllum I Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu. Hún andaöist á Landspitalanum i Reykjavik i sl. viku 73 ára aö aldri eftir skamma en erfiöa sjúkdómslegu. Meö nokkrum oröum vil ég minnast þessarar merku konu sem kom ung i Saurbæinn festi þar rætur og helgaöi sig kennslu og bústörfum. —0— Fram um 1930 var Saurbærinn einangruö og afskekkt sveit. Hann var i vissum skilningi heim- ur út af fyrir sig bændasamfélag sem byggöi afkomu sina ein- vöröungu á landbúnaöi einkum sauöfjárrækt. Leiöin suöur um Svínadal lokaöist i fyrstu snjóum á haustin og opnaöist ekki aftur fyrr en langt var liöiö á vor. Strandferöaskipin voru sjaldséö enda leiöin inn til Salthólmavikur vandfarin og höfn engin. Fólkiö bjó aö sinu. Búin voru litil en arö- söm, húsakynni misjöfn. Fyrstu steinhúsin voru risin en viöast samt torfbæir eöa timburhús. Þótt sveitin væri afskekkt og einangruö mikinn hluta ársins var langt i frá aö fólkiö væri illa upplýst. Pósturinn var aufúsu- gestur. Erlend og innlend málefni voru rædd af kappi þegar ná- grannar hittust og varla fyrir- fannst sá fulltiöa maöur aö hann heföi ekki ákveðnar skoöanir á þvi hvernig stjórna ætti landinu og hvaöa stjórnmálamenn og fiokkar væru best til þess hæfir. —0— Inn I þetta samfélag flytur ung Reykjavikurstúlka á haustdögum áriö 1932. Hún var kennari og átti aö annast fræöslu barnanna I sveitinni sem fram fór heima á heimilum þar sem ekkert skóla- hús var til. Ég man vel eftir- væntinguna hjá ungu kynslóöinni þegar fréttist aö nýi kennarinn væri að koma. Sjálfsagt hefur eftirvænting kennslukonunnar ekki verið minni öllum ókunn aö taka viö vandasömu starfi, Þetta var Júliana Eiriksdóttir sem i dag verður kvödd hinstu kveðju frá kirkjunni á Hólnum þaðan sem útsýn er mest og best yfir sveitina sem varö hennar starfsvettvangur i nærfellt hálfa öld. Júliana var fljót aö laga sig aö lifsháttum fólksins i Saurbænum og verða þar hvers manns hug- ljúfi. Hinn vel menntaöi kennari úr höfuðborginni kom heldur ekki meö öllu að óplægöum akri i and- legum skilningi. Þótt lifsbaráttan væri hörð I Saurbænum eins og vlðast annars staöar hér á landi á þessum tima og fáar stundir gæfust frá striti yfir sumartimann gegndi öðru máli á veturna. Þá voru sýnd leikrit og æfðir kórar og komið saman til gleöskaparog fróöleiks. An efa hefur það orðiö til að vikka sjóndeildarhring Saurbæ- inga og auka menningarviöleitni þeirra og áhuga á fögrum bók- menntum aö meðal þeirra voru tveir skáldjöfrar, Stefán frá Hvitadal bóndi i Bersatungu og Jóhannes úr Kötlum farkennari i sveitinni. Einn nemenda Jó- hannesar var svo Aðalsteinn Kristmundsson sem ólst upp I Miklagaröi oröheppinn og skáld- hneigður strax sem unglingur. Hann tók sér siöar nafnið Steinn Steinarr. Ekki þarf aö efa að þessir menn sem ortu ljóð og fylgdust meö i bókmenntaheiminum höföu mikil áhrif á samferðamenn sina og sveitunga hvort sem menn hafa gert sér grein fýrir þvi þá eöa ekki. Margir töldust þokkalegir hag- yröingar. Þessir bjuggu yfir snilldinni voru skáld. —0— Júliana Sigriður Eiriksdóttur var fædd 8. nóvember 1905 i Reykjavik. Foreldrar hennar báðir áttu ættir aö rekja i Arnes- sýslu. Faöirinn drukknaði þegar Júliana var aöeins 7 ára. Uppeldið hvildi þvi á móðurinni sem var dugmikil og úrræöagóð. Hún andaðist I hárri elli áriö 1957. Þrátt fyrir föðurmissinn og erfiöar ástæöur fjárhagslega fór Júliana I Kennaraskólann og út- skrifaöist þaöan voriö 1927 meö góöri einkunn. Eftir þaö hóf hún kennarastarfið fyrst á Snæfells- nesi einn vetur siöan I Grimsnes- inu og á Hvanneyri uns hún hóf sinn langa starfsdag I Saurbæn- um sem kennari og húsfreyja. Arið 1935 giftist Júliana eftirlif- andi manni sinum Sigurði Olafs- syni. Þau reistu bú á eyöibýli sem þá var Kjarlaksvöllum. Þar var heimili Júliönu til hins siöasta. Þau Júliana og Siguröur áttu eina dóttur, Helgu Björgu sem gift er Reyni Guðbjartssyni Þau búa á Kjarlaksvöllum. —0— 1 fulla þrjá áratugi var Júliana kennari i Saurbænum. Fyrstu ár- in var um farkennslu aö ræða. Sllk kennsla var erilsöm og krafðist mikils af kennaranum. Námið var ýmist stundað heima eöa á þeim bæjum, sem kennar- inn dvaldi á. Hann varð þvi að stjórna nemendum sinum úr fjar- lægöhluta af skólatimanum. Mik- inn persónuleika þurfti til aö ná árangri i kennslunni viö slikar að- stæöur. Síöar réöust þau Júliana og Siguröur I að stækka húsiö á Kjarlaksvöllum. Fluttist þá skólastarfið þangaö og skólinn varð heimavistarskóli. Hlýtur það aö hafa orðið mikil breyting til hins betra fyrir Júliönu. A fyrstu árum mlnum sem kennari varö mér oft hugsaö til Júliönu á Kjarlaksvöllum. Hún haföi aldrei viö agavandamál að glima. Slikt var óhugsandi. Svo mikla viröingu báru nemendurnir fyrir henni sem kennara og per- sónu. Hún var jafnan hæg i fram- göngu en ákveöin ef þvi var aö skipta hvort sem nemendur henn- ar áttu i hlut eöa aörir. Hún var að minum dómi búin þeim bestu eðliskostum sem kennari þarf aö hafa og nýtti þessa eiginleika sina frábærlega vel. Þau Júliana og Siguröur ráku um langt skeiö myndarbúskap á Kjarlaksvöllum. Þannig var Júli- ana ekki siðri húsmóöir en kenn- ari. Gestrisni sat I fyrirrúmi. Aö Kjarlaksvöllum var jafnan gaman aö koma og þar fóru menn vart hjá garöi þótt ekkert erindi heföu. Kvenfélagi sveitarinnar veitti Júliana forystu um áratugi og rækti þaö starf af samviskusemi og myndarskap eins og annaö sem hún tók aö sér. Viö gamlir nemendur Júliönu Eiriksdóttur stöndum i þakkar- skuld viö hana fyrir að veita okk- ur farsæla og góöa leiösögn og vera jafnan sú fyrirmynd hinna ungu sem þeir gátu virt og treyst. Saurbæingar allir standa I þakkarskuld við hana fyrir þaö sem hún var sveitinni sem kenn- ari húsmóðir og forystumaður I félagsmálum. Siguröi vini minum á Kjarlaks- völium og fjölskyldunni þar ásamt skyldmennum Júliönu annars staöar á landinu votta ég innilegustu samúö. Kristján Benediktsson f' i Almennur fundur Framsóknarfélögin í Reykjavík. verður haldinn á Hótel Esju mánudaginn 11. des. kl. 8.30. Frummælandi Tómas Árnason fjármálaráðherra. Laxveiði Tilboð óskast í veiðirétt i Leirvogsá i Kjós- arsýslu, næsta veiðitimabil. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 16. desember, sem einnig gefur upplýsingar um leiguskilmála. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. F.h. veiðifélagsins, Leirvogsá, Pétur Pálmason, Norðurgröf, Kjalarnesi. Simi 66111. i-t.t al Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i tannsjúkdómafræöi og tannfyllingu viö tannlæknadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1979. Umsækjendur um prófessorsembættiö skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamáiaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið 8. desember 1978. Keflavík Blaðbera vantar frá 1. desember n.k. Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima: 92- 1373. 'ÍÍÉI 200 GERÐIR AF PLAKOTUM Nafn: Heimili: Póstnúmer: Simi: Vinsamlegast sendið mér myndalista yfir plakötin. Laugavegi 17 Pósthólf 1143 121 Reykjavik Sími 27667 Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Kiwanis- klúbbsins Heklu hjá borgar- fógeta 1. des. kom 2. des. kom 3. des. kom 4. des. kom 5. des. kom 6. des. kom 7. des. kom 8. des. kom upp nr. 0916 upp nr. 0588 upp nr. 0587 upp nr. 0510 upp nr. 0611 upp nr. 1370 upp nr. 1941 upp nr. 1997 Kiwanisklúbburinn Hekla. +— Eiginkona min Lilja Sigurðardóttir, Kársnesbraut 28, Kópavogi, lést i Landspitalanum aö kvöldi 7. desember. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Eirikur M. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.