Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. desember 1978 3 Bensín- lítrinn hækkar í 181 kr. — enn frekari hækkanir Þriðj a vélasamstæðan tekin í notkun við Sigöldu Sigölduvirkjun nú 150 megawött Kás — í gær var tekin í notkun þriöja og jafnframt siöasta véla- samstæöan viö Sigölduvirkjun. Er þá afl Sigölduvirkjunar sam- tals oröiö 150 megawött. Er nii framkvæmdum aö mestu lokiö viö virkjunina, en vinna viö ýms- an frágang á virkjunarstaönum biöur næsta ár. Gert er ráö fyrir aö honum ljúki um mitt næsta ár. Með tilkomu Sigölduvirkjunar hefur afliö I vatnsaflstöövum Landsvirkjunar aukist úr um 300 MW i um 450 MW eöa um 50% og orkuvinnslugetan úr um 2200 GWstium 3000GWsteöa um 36%. Fyrsta vél virkjunarinnar var tekin I rekstur i april 1977 og önn- ur vélin I desember 1977 eöa um þaö leyti, sem Noröurh'nan var tengd Hvalfjaröarlinu Lands- virkjunar, en þá hófst rafmagns- sala Landsvirkjunar I verulega auknum mæli til Noröurlands. Viö tengingu Austurlinu er einn- ig hafin rafmagnssala frá ands- virkjun til Austurlands og er áætlaö, aö rafmagnsframleiösla fyrirtækisins vegna Norður- og Austurlands nemi á næsta ári alls um l40GWsteöaum 34% af heild- ar rafmagnsframleiöslu vegna þessara landshluta. Rafmagns- framleiösla Landsvirkjunar i heild er áætluö um 2800 GWst á næsta ári eöa tæplega 88% af heildar rafmagnsframleiöslu landsins, sem áætlast 3200 GWst 1979, og er þá orka vegna stóriöju meðtalin. Aö henni frátalinni er hlutdeild Landsvirkjunar i heild- arframleiöslunni á næsta ári áætluö tæplega 73% eöa um 1070 GWst af um 1470 GWst. eftir áramót? ESE — 1 gær hækkaöi verö á bensfni og olium og kostar nú hver litri af bensini 181 krónu. Bensinlitrinn kostaöi áöur 167 krónur og nemur hækkunin þvi 8.3%. Gasolia hækkaöi l gær úr 59.65 kr. i 69 kr. og nemur hækk- unin 15.7%. Þá hækkaöi tonniö 39000 kr. eöa um 20%. Timinn sneri sér i gær til Ge- orgs ölafssonar verðlagsstjóra og spuröi hann af hverju þessi hækkun stafaöi. Georg sagöi, aö hækkunin stafabi eingöngu af erlendum veröhadckunum og gengissigi dollarans aö undanförnu, og svo hækkuöu opinber gjöld sem þvi næmi. Þvi kæmi ekkert af þess- ari hækkun i hlut oliufélaganna, sagöi Georg ólafsson aö lokum. Frá fundinum aö Hvoli Mynd Stjas Almennur bændafundur á Hvoli: Raunhæfra að- gerða er þörf — I framleiðslu- og söluvandamálum landbúnaðarins Almennur fundur bænda á Suöurlandi var haldinn ab Hvoli s.l. þriöjudagskvöld. TQ fundar- ins var boöaö af Búnaöarsam- bandi Suöurlands og sátu um 250 manns fundinn. Frummælendur voru þeir Pétur Sigurösson fulltrúi hjá Framleiðsluráöi landbúnaðarins, sem ræddi um offramleiöslu- vandann i mjólkurframleiöslu og erfiðleika mjólkuriönaöarins af þeim sökum. Gunnar Guöbjartsson, formaö- ur Stéttarsambands bænda, fjall- aöi um almennt vandamál bændastéttarinnar vegna þeirra erfiðleika sem nú eru i fram- leiöslu og sölumálum landbúnaö- arins, og um tillögur sjömanna- nefndar. Si'öastur framsögumanna talaöi Steingrimur Hermannsson land- búnaöarráöherra, og ræddi hann aðgeröir rikisstjórnarinnar I mál- efnum landbúnaöarins og ákvæöi samstarfsyfirlýsingar rikis stjórnarinnar varöandi málefni bænda. Hefur ráöherra i undirbúningi ýmis lagafrumvörp er lúta aö framgangi þeirra stefnumála. Þá ræddi ráöherrann tillögur sjö- mannanefndarinnar og frumvarp þaö sem hann hefur flutt til breyt- inga á framleiösluráöslögunum og er efnislega samhljóöa tillög- um nefiidarinnar. Aö lokum talaöi ráöherrann almennt um þann vanda sem nú er viö aö fást i landbúnaðinum. Kvaö hann fundinn á Hvoli vera 7. almenna bændafundinn,- sem hann mætti á á rúmum mánuöi og heföu samtals rúmlega 1000 manns mætt á þessum fundum, flest allt bændur. Aö loknum framsöguræöum hófust almennar umræður. Voru ræðumenn yfirleitt sammála um aö viö mikinn vanda væri aö glima í framleiöslu og sölumálun- um, en greindi noidcuö á um hvaöa leiðir væri heppilegast aö fara til Urbóta i þeim efnum. Voru umræöurnar hinar fjörug- ustu og haldnar tæpar 30 ræöur. Fram komu nokkrar tillögur, m.a. tvær sem andmæltu töku fóöurbætisg jalds og fleiri atriðum i tillögum sjö mannanefndar og frumvarpi landbUnaöarráöherra. Voru þessar tillögur felldar en samþykkt tillaga sem Stefán Jasonarson flutti svohljóöandi: Almennur fundur bænda hald- inn að Hvoli 12. 12.1978 telur mik- inn vanda fyrir i höndum f fram- leiöslu og sölumálum landbúnaö- arins. Skorar fundurinn á hæstvirt Alþingi aö bregöast viö þeim vanda meö raunhæfum aögeröum á grundvelli tillagna sjömanna- nefndar”. Einnig voru samþykktar nokkrar tillögur frá Magnusi Finnbogasyni um aukin afuröa- lán, markaösleit fyrir búvörur o.fl. 1 k)k fúndarins talaði landbún- aöarráöherra aftur og svaraöi ýmsum fyrirspurnum og athi^a- semdum sem til hans var beint. Tók hann aö lokum undir orö Erlendar Arnasonar á Skiöbakka sem veriö hefur fulltrúi Rangæ- inga á fundum Stéttasambands bænda frá upphafi. Sagöist ráö- herra myndu láta sannfæringu sina ráöa aögeröum i þessum málum eftir aö hafa kynnt sér þau itarlega. Nú er hægt að velja úr 40 sófasettum Verið velkomin og skoðið okkar f jölbreytta úrval af sófasettum og öðrum húsgögnum SMWJUVEGI6 SIMl 44544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.