Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. desember 1978 iiii'itii! 7 Beint stefniö þér á skerið” Þðrgnýr Guðmundsson —Hugleiöingar um skólakerfið— Sigling Haralds konungs haröráöa. „Einhverja nótt, er þeir sigldu, mælti Halldór til þess manns er stýröi konungs- skipinu: „Lát ýkva til”. Konungur mælti til þess er stýröi: „Halt svo fram” Halldór mælti ööru sinni: „Lát ýkva”. Konungur baö hann svo fram halda. Halldór mælti. „Beint stefniö þér á skeriö” —Því næst renndi á skeriö svo hart, aö þegar gekk undan skipinu undirhluturinn og varö þá aö flytja til lands meö öörum skipum og siöan reist tjöld og bætt aö skipinu1’. (Halldórs þáttur Snorrasonar,—Fjörutlu Islendingaþættir, útgáfa Þorleifs Jónssonar, bls. 117-118) Hér er greint frá hrokafullum valdsmanni, sem hvorki vill né getur tekiö viövörun frá öörum, þeim sem hann telur þrepi neöar settan aö viröingu og völdum en sjálfan sig, enda þótt ábendingin sé studd fyllstu rökum. En Halldór telur sér skylt aö vara viö hættunni, er hann sér hana fyrir stafni, og þaö gerir hann. En sá, sem hærra er settur, telur aö hann minnki sig, ef hann fer eftir ábendingu annars, og kýs heldur aö skipi slnu sé siglt I strand, svo aö undan gangi undirhluturinn” . Þaö er gróf ögrun viö þann, sem varar viö auösæjum og yfir- vofandi háska, en aö visu bæöi gömul saga og ný. — OU tima- skeiö eiga sina ofstækismenn og hrokagikki. „Maður, littu þér nær” „Bákniö belgist út” (þ.e. skólakerfiö islenska) Mannskapnum á æöri stööum hraöfjölgar. Abyrgöin dreifist þar til aöhún jafnast út i ekkert. Gerist einhver svo djarfur aö leita upplýsinga, visar hver frá sér. Þaö er ósjálfráö aöferö kerfisins til aö láta hinn óbreytta finna til smæöar sinnar, hafa sig hægan. —(Haraldur konungur vildi láta Halldór Snorrason „finna til smæöar sinnar. „Þaö kom konungi I koll.) „I stjórnarskrifstofum þeim, sem stýra skólakerfinu Islenska fjölgar deildum og fólki. Sumir viröast hafa þaö starf meö höndum aö útskýra „nýjungarnar” fyrir kennurum og alþýöu (Erlendur Jónsson, rithöfundur og kennari. Lesbók Morgunbl. 26. tlb. ’77) Ekki er mér kunnugt um aö undir þessi orö hafi veriö tekiö, eöa and- mælum hreyft af hálfu ábyrgra aöila. Þaö viröist sanna þau orö höfundar aö „ábyrgöin dreifist þar il aö hún jafnast út i ekkert” (Leturbreyting min -Þ.G.) Og þeir eru fleiri, sem ekki ljúka sérstöku lofsoröi á „þróunina” nú nýlega: „A siöari árum hef ég gerst enn fráhverfari skólum og öllu sem þeim fylgir, og held aö þeir eigi verulegan þátt I vandamálum nútímans. „Heima er bezt”, 5. tbl. 1975) Ein glefsa enn um sama efni: „Sú bjargfasta vanþekking, sem syrpu þjóöhagsstofnunar er ætlaö aö tæta úr, er meö ólfk- indum og hlýtur aö eiga sér djúpar rætur einhvers staöar, og þá helst i skólakerfinu, sem viröist vera aö losna úr tengsl- um viö alit venjulegt mannlif”. (Leturbreyting min -Þ.G.) Arni Benediktsson, — Dagblaöiö „Timinn”, 28. júli 1978. Hér er nokkuö mikiö sagt, meö fáum oröum þó. En sennilega myndu þúsund sinnum fleiri þjóöfé- lagsþegnar taka undir þau, ef þeir opnuöu sinn munn eöa gripu penna. En þeir láta ekki aö sér kveöa meöal annars vegna þess aö skólakerfiö er i dag ,^ieilög kýr” i augum alltof margra. — „Á grænni grund”? Ariö 1974 var frumvarp til laga um grunnskóla samþykkt á Alþingi og afgreitt sem lög. Aöur haföi þaö hlotiö rækilegan undirbúning, sennilega itarlegri en flest önnur lagafrumvörp, er löggjafarsamkoman hefur fjallaö um. Þaö var aö visu góöra gjalda vert. Misserum saman var þetta frumvarp I meöferö. Mjög margir, bæöi leikir og læröir, létu í ljós skoöanir sinar á þvl, bæöi kostum þess og göllum. Þeir sem festast mæltu meö frumvarpinu komu þvf til leiöar aö sendiboöar hófu yfirreiö um landiö, þvert og endilángt, til þess aö sannfæra almenning um ágæti þess. Yröi frumvarpiö samþykkt, og lögin fram- kvæmd, væriný gullöld I vænd- um, og þjóöin leidd inn I fyrir- heitna landiö, — og senn myndi æskulýöur Islands standa ,,á grænni grund”. Áö visu fengust i grunnskóla- frumvarpinu nokkrar breyt- ingar til bóta vegna gagnrýni ýmissa reyndra skólamanna. En flestar voru þær smávægi- legar og skiptu ekki miklu máli þegar til kastanna kom. Einkum var þaö þrennt, sem gagnrýnendum þótti varhuga- vert viö grunnskólafrumvarpiö: 1. Kostnaöurinn viö framkvæmd þess yröi ofboöslegur. 2. Lenging skólaskyldunnar (og auknar námskröfur) myndu sllta börn og unglinga I auknum mæli úr tengslum viö foreldra og heimili, einkum I strjál- býlinu. 3. Mjög stórum hópi nemenda á skólaskyldustigi yröi Iþyngt meö of miklum námskröfum. Reynslan er ólygnust. Nú þegar, aö fjórum árum liönum, er allt þetta komiö á daginn. Um fyrsta atriöiö er þaö aö segja aö þar var reyndar læöst aöbaki almennings. Kostnaöar- áætlun var látin liggja i láginni. Þaö var mikiö ábyrgöarleysi, þvl aö þarna er um svimandi fjárhæöir aö ræöa,—og fer þó fjarri aö öll kurl séu komin til grafar. Almenningur I landinu veröur aö axla æ þyngri byröi i sköttum og skyldum meö hverju ári sem llöur vegna ofþensl- unnar I skólakerfinu. Þaö er rangtúlkun aö halda þvi fram aí fólkiö fái þessa þjónustu ókeypis,- Þegar hert er meira aö hnútum þeim seíh binda æskuna viö skólabekk, gjalda heimilin þess I æ rikara mæli. Liggur nærri aö mörg þeirra séu nú „I rusli”, naumast nema gisti- staöur tlmum saman. Margt ungmenniö kemur aö loknu námi i grunnskóla „kaliö á hjarta” og ráövillt, slitiö aö nokkru úr tengslum viö foreldra og heimili og meira eöa minna afhuga daglegum störfum I umhverfi sínu. Börnum og unglingum á skyldunámsstigi er ofboöiö meö námskröfum, svo freklega aö nálgast vinnu- þrælkun. Þessar kröfur eru einkum ofviöa þeim nemendum, sem minni hafa getuna. Fullvinnandi fölk á besta aldri nýtur þess I dag aö hafa ekki nema 8 stunda vinnudag 5 daga vikunnar. En nemendum á vaxtarskeiöi er gert aö leggja á sig allt aö 10 stunda vinnu eöa meira, dag hvern, ef reiknaö er meö heimanámi og feröum aö heiman og heim. (Þetta á ekki viö um yngri aldursflokka) Samtlmis hafa kennarar komiö ár sinni fyrir borö þannig, aö kennsluskylda þeirra er lækkuö um klukkustund starfsviku hverja. Mun svo hafa veriö haustiö 1977 og aftur I ár. Ef samræmis væri gætt viröist eölilegtaönemendur fái um leiö styttan sinn vinnudag hlutfalls- lega. Hefur þaö veriö á dag- skrá?— En hvaö um þaö? „Bákniö belgist út’. alltaf er yfirbyggingin aukin. Haraldur haröráöi lét gera aö „undirhlut” skips sins eftir strandiö. Ráöa- menn skólakerfisins halda aö sér höndum og láta reka á reiö- anum meö þjóöarskútuna, þótt hún hafi steytt á skeri. Meiri bagga má ekki binda þeim sem bera á heröum sér bákniö,—þeim sem vinna höröum höndum I sveita síns andlitis. Þaö nægir ekki aö veifa höndum og hampa nýsmlöinni, grunnskólalögunum, meö innantómum oröum. Nú eru ný lög um framhalds- skóla væntanleg innan skamms, aö taliö er. Ef þjóöin á þar I vændum áþekkan óskapnaö og grunnskólalögin hafa reynst, er of snemmt fyrir hana aö hlakka til,- Feöur þeirra eru andlega skyldir Haraldi haröráöa. Boöorö hans I siglingunni frægu foröum var á þessa leiö: „Halt svo fram”. Ráöamenn skóla- kerfisins Islenska viröast ætla aö hlýöa þvl boöoröi, enn um sinn aö minnsta kosti. Alþýöa manna ætti hinsvegar aö taka sér I munn orö Halldórs Snorrasonar: „Látiö ýkva, beint stefniö þér á skeriö.” Sagan segir sitt íslenska þjóöin hefur ávalt haft andúö á forréttindum og yfirdrottnun, sama i hverskonar gervi þær ókindur sýna sig. Hún hefur löngum bitið á ýmsu beisku af þeirri tegund. Sjálfri sér gæti hún kennt um sumt, annað var tengt erlendu ofur- valdi. Þaö sem sárast hefur brunnið á baki hennar á liðnum öldum er einkum þrennt: sundrungaröfl hennar sjálfrar, sem náöu hámarki meö borgarastyrjöld á 13. öld, (Sturlungaöld), erlend áþján og veldi kaþólsku kirkjunnar á miööldum. (Þrengingaraf völd- um náttúruhamfara eru hér ekki til umræðu) Reyndarhefur Islenska þjóöin enn mikia tilhneigingu til aö berjast viö sjálfa sig. Þaö er sogarsaga, sem ekki veröur rakin hér,—Meginhluti islensku þjóöarinnar hefur I meira en 4 aldir aöhyllst sömu trú. Viö nefnum hana I daglegu tali Lútherstrú. Aður hafði kaþólska kirkjan ofurvald, bæöi hugar- farslega og efnahagslega. Umboösmenn hennar beittu skoðanakúgun, þegar þeim bauö svo viö aö horfa. Og þeir notuöu skæöasta vopniö, sem þeir höföu I höndum I viðureign viö andstæöinga, til aö koma þeim á kné, (bannfæringuna), ef önnur úrræöi þraut. Þeir réöu nokkurn veginn lögum og lofum á sviöi fjármála. Loks haföi kirkjan, þ.e. þjónar hennar, klófest mikinn hluta fjár- magnsins I landinu. Þegar svo var komiö létu þeir kné fylgja kviöi gegn andstæöingum slnum meö peningavaldiö aö bakhjarli. Mannkindin er þannig gerö, aö þvl meir sem hún klófestir af fjármunum, þvl meiri verður hneigö hennar til aö komast yfir meira,— og gildir svipaö með ágirnd hennar I aukin völd.—Loks brustu böndin. Siöaskiptin hófust meö Martein Lúther I broddi fylkingar. Á Islandi geröust margir fúsir til fylgis viö hinn nýja siö.— Kaþólska kirkjan haföi brennt sig illa á þvl soöinu, aö vera frek til fjárins. Þvl miöur gerast forráöa- menn skólakerfisins okkar nú llklegir til aö feta I hennar fót- spor, aö krefjast forréttinda, kerfinu öllu til hagsbóta. Þess- vegna þurfa þeir aöhald, sem hæst hóa. Þaö aðhald verður að koma frá almenningi áöur en þaö er um seinnan. > Hvað er i húfi? Aöeins veröur hér bent á fátt eitt, sem sýnir aö blikur eru á lofti: Æ meira fjármagn er heimtaö I hina miklu hlt, skólakerfið, sem virðist óseöjandi. Þaö fé veröur að sækja I vasa almennings. Þjóöinni er talin trú um aö alltaf vanti skólahús, hér og þar. Og ekki er beöið um lltiö: stærri og glæstari hallir en áöur hafa þekkst meö meiri Iburöi en nokkru sinni fyrr. Og ekki eru lægri raddirnar, sem heimta byggingu barnaheimila, en þar er skeggiö skylt hökunni. Og „bákniö belgist út”. —„Mannskapnum á æöri stööum hraöfjöigarV Þaö sem mest er aökallandi I dag er aö stööva þessa „þróun”. Skóla- stjórar og kennarar heimta sér til handa glæsilegar Ibúðir meö vildarkjörum, eöa ókeypis, og lýsingu og hitun fyrir lítið. Og þeir hafa fengiö verulegan afslátt af kennsluskyldu sinni eins og áöur var aö vikiö. Þetta skarö mun svo fyllt meö svokallaöri aukakennslu, sem er reyndar dulbúin kaup- hækkun, og verður hún ekki tölum talin hér. Fleira veröur ekki taliö hér af þvi, er sýnir, hve langt er gengið I kröfugerö, —en fyndist ef til vill, ef vel væri leitaö. Skyldu skólamenn láta staöar numiö viö það mark, sem þeir þegar hafa náö? Ekki er hér sagt aö þetta einkenni skólakerfiö allt frá toppi til táar. Svo „svart” er þaö ekki. Undantekningar eru margar meö einstaklinga. En „sumir sigla nauöugir, og sigla þó”.— Hugarfarslegt ofurvald kaþóisku kirkjunnar foröum byggðist á bannfæringunni. Skólamenn nútlmans beita aö vísu ekki þvl vopni nú sér til ávinnings og sinum málstaö. En enginn frýr þeim vits. Þeir kunna, sumir hverjir, aö nota nokkurskonar leynivopn þegar þeim býöur svo viö aö horfa: að einangra þá, sem ltta eitt og annaö öörum augum en þeir sjálfir, gera þá tortryggilega, fyrstog fremst ef skólakerfiö á I hlut. Margir viröast llta svo á aö þaö sé hafiö yfir gagnrýni,— Ef einhverjir skyldu lesa þessar línur kynni svo aö fara aö sumum þætti málflutningur- inn einhliöa. Þaö er rétt, hér hefur veriö fariö fleiri oröum um galla skólakerfisins en kosti. Vitanlega má ýmislegt gott segja um þaö, enda liggur þaö ekki I láginni. Talsmenn þess eyöa óhemju mikiu oröaflóöi til aö gylla þaö I augum almennings. Þaöer líka einhliöa áróöur, ekkert vikiö aö þvi aö hættur kunni aö leynast hér og þar, ef vel er aö gáö,- og ekki heldur varað viö þeim.Fólkiö I landinu væntir þess aö kennslu- starfiö verki siöbætandi á nem endur, og aö námi loknu veröi þeir sem bestundir þaö búnir aö inna af höndum skyldustörf, veröi sém nýtastir þjóðfélags- þegnar. Hér á undan var varaö viö peningahyggjunni, henni fylgir alltaf kaldur gustur. Gullkálfurinn má hvergi skipa öndvegi allra sist I anddyri skólakerfisins. Móteitur gegn sóttkveikjunni er kristilegt hugarfar, iöjusemi,nægjusemi, skyldurækni, sparsemi og hjálpfýsi. Skólanum er skylt aö efla þær dyggðir. Hann þarf að taka höndum saman við kirkjuna og gagnkvæmt. Þar sem gullkálfurinn er leiddur til öndvegis leggur af honum helkulda um allar vistarverur. Eftir-hreytur A slnum tíma fékk þjóöin fyrirheit um þaö aö innan skamms yröu sett lög um fram- haldsskóla til samræmis viö grunnskólalögin frá 1974. Efndir hafa nú oröiö á þessu þannig aö fram er komið frumvarp til laga um framhaldsskóla lagt fyrir Alþingi voriö 1977 (þingskjal 785) 194 bls. með fylgi- skjölum.Tilviljun réöi því, er ég var aö blaöa I nýprentuöum Alþingistlöindum, sem hafa aö geyma frumvarpiö, aö ég nam staöar viö 18. grein þess, þar las ég meöal annars þetta: —„Ráöuneytinu til aöstoöar viö mótun og samræmingu meginstefnu i málefnum fram- haldsskóla og áætlanagerö samkv. 12. og 13. gr. er fram- haldsskóla ráö skipaö for- mönnum námssviösnefnda, (en þær eru 8, Þ.G.) sbr. 3. mgr. þessarar greinar, einum full- trúa fyrir háskóla, tveimur full- trúum tilnefndum af Alþýöu- sambandi Islands, tveimur til- nefndum af Vinnuveitendasam- bandi Islands, einum til- nefndum af Stéttarsambamb. bænda, einum tilnefndum af Kvenfélagasambandi Islands, tveim tilnefndum af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einum tilnefndum af Sambandi Islenskra samvinnufélaga, átta tilnefndum af nemendum viö framhaldsskóla, tveimur til- nefndum af samtökum kennara á framhaldsskólastigi, einum tilnefndum af samtökum skóla- stjóra við framhaldsskóla, einum tilnefndum af Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, einum tilnefndum af Bandalagi háskólamanna, svo og fulltrúa menntamálaráöuneytisins og er hann formaður ráösins”. Hér er gert ráö fyrir þrjátlu og þriggja manna nefnd.” Dýr mundi Hafliöi allur.”— Margt er þessu llkt I ýmsum greinum frumvarpsins meö ofrausnina. Menntamála- ráöuneytinu hafa borist mjög margar umsagnir um framhaldsskólafrumvarpið frá ýmsum háttsettum I skóla- kerfinu. Mun hafa verið óskaö eftir þeim og er þaö viröingar- vert. 1 s vörunum kennir margra grasa, og viröast ýmsir hafa brotið þaö furöu mikiö til mergjar. Hér er ekki unnt aö fjölyröa um þaö. Ég bendi hér aðeins á lltiö brot úr svari skóla- manns, sem hefur mikla reynslu I starfi, Guöna Guö- mundssonar rektors: „Sllkt menntakerfi, ef upp verður sett, krefst svo mikillar „yfirbyggingar” vegna stjórn- unar, ráðgjafar o.fl., eins og sjá má I greinargerð og athuga- semdum, að I fyrsta lagi er ekki til íólk I landinu til að sinna þeim verkum, og I öðru iagi margfaldar það allan kostnað við skólakerfiö”. (Leturbr. mln Þ.G.) Grunnskólalögin bera þessi einkenni. En I frumvarpi um framhaldsskóla er gengið fetinu framar, heldur betur. Veröi þaö aö lögum eins og þaö liggur fyrir er kallað á meira fjár- bruöl I skólakerfinu en áöur hefur þekkst og sl-vaxandi hópi starfsfólks raöaö á jötuna. Engu er llkara en þaö sé samiö á vegum stórveldis, þegar yfir- byggingin er aukin án þess aö skeytt sé um aö treysta undir- stööuna og renna nýjum stoöum undir bákniö, veröur afleiöingin sú aö spilaborgin hrynur,— Þess vegna veröur nú aö stinga viö fótum og stööva „þróunina” I bráö, áöur en þaö er um seinan. Varla er yfir- stéttinni treystandi til þess, heldur veröur þaö aö vera hlut- verk almennings. Kjöroröiö ætti aö vera: Hingað og ekki lengra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.