Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 5
Jólabiað 1978 5 „Hvernig bregst þetta samfélag viö þegar bók eins og Eldhús- mellur kemur á markab eöa verksmiöja eins og á Grundartanga er reist?,, — Hvaö helduröu um messuna, er hún form, sem nær til fólks? — Hún nær áreiöanlega til margra, þótt henni sé stórlega ábótavant. Okkar islenska messa er aö sumra viti „hátiöleg” en aö ■minu viti umfram allt dapurleg, jafnvel drungaleg og þar meö i andstöðu við raunverulegan til- gang guðsþjónustu safnaðarins. Messan á að bera vitni um gleði hins kristna samfélags, það sama ætti raunar kirkjuhúsiö aö gera og sú list, sem þar er innan veggja. Ég legg áherslu á það i barnasamkomum, að það sé skemmtilegt i kirkjunni! Það er einnig dapurlegur kafli út af fyrir sig að minnast á þátttöku safnaö- anna i okkar islensku messum, hann er, eins og við vitum, litill sem enginn, þetta á viö um söng og aðra liöi messunnar. Svo ég taki Þýskaland aftur til saman- buröar, þá eru kirkjukórar þar nær óþekktir viö almennar mess- ur og syngur þá allur söfnuöurinn fullum hálsi öll messusvör og sálma, jafnt við messur sem aðr- ar kirkjulegar athafnir. t.d. jarö- arfarir. Okkur vantar betra messuform fyrir fjölskyldumess- ur, sem væri fullgilt bæði fyrir börn og fullorðna og væri það verðugt verkefni I okkar kirkju á komandi „ári barnsins” að rétta hlut barnsins i hinni almennu messu, þaö yrði öllum til gagns, börn taka vel undir! Með pokann fullan af járn- brautarle&tum — Nú eru jól i nánd og margir munu eflaust býsnast yfir mikilli neyslu og iburði og tala um dans- inn I kringum gullkálfinn. Hvernig lltur þú á þetta jóla- hald? — Jólunum hefur alltaf fylgt viss iburður, tilbreyting I mat og lifi almennt. Þaö sama gildir raunar um allar hátiðir sem mennirnir halda og um þaö er i sjálfu sér allt gott aö segja. Aftur á móti er ekki hægt að neita þvi, aö ýmsar stéttir I þjóð- félaginu hafa jólin aö féþúfu og setur það mikinn svip á jólaundir- búninginn og er að minu viti stór skuggi á okkar jólahaldi. Menn ættu að spyrja sig, hvort það sé vegna jólasveinsins meö pokann fullan af járnbrautarleatum og brjóstsykri eða vegna jólabarns- ins I jötunni sem þeir halda jólin. FORD FIESTA „Bókmenntir hjálpa prestinum aö þekkja betur og nánar þaö mannlif, sem hann lifir og hrærist I.” eins um bæn aö ræða. Þá hefur hún einnig fræösluþætti um ýmis mál kirkjunnar, ekki sist kirkjunnar erlendis svo sem um stööu hennar og þróun 1 van- þróuöum löndum, kommúnista- löndum svo dæmi séu tekin. 1 sjónvarpinu hefur kirkjan fasta þætti á laugardagskvöldum á undan siöustu kvikmyndinni.þar sem prestur talar við hlustendur og eru þessir þættir undirbúnir i sérstúdióum kirkjunnar. — Hvað viltu segja um predikunina — sumum finnst hún stirðnað form,prestar hátíðlegir og talandi yfir höföum fólks? — Prédikunin er heföbundið boðunarform kirkjunnar um aldaraöir og ég er sannfærður um aö hún eigi meira fylgi að fagna en virðist I fyrstu. Um það vitnar sú staðreynd að útvarpsmessur á sunnudögum eru meö vinsælasta útvarpsefni. Það er einnig min reynsla að fólk hlusti afar vel á prédikunina,ekki aöeins I sunnu- dagsmessum heldur við allar kirkjulegar athafnir. Ég held að prédikunin eigi mikla framtíð fyrir sér. Aftur á móti liggur prédikun misjafnlega vel fyrir prestum og margt má setja út á prédikanir prestanna t.d. þennan dapurlega „hátiöleika”, sem þú minntist á i spurningunni,kemur hann hvaö átakanlegast að sök I morgunbæninni I útvarpinu og ekki bæta þar úr skák hin drunga- legu orgelstef sem oftast eru látin fylgja .einnig mætti nefna hinn hvimleiða „prestatón yóvarlegar 'fullyröingar oft á tiöum, og sitt- hvaö fleira sem er okkur prestun- um til ávirðingar. En einna verst er þegar predikunin er ekki grundvölluð á raunveruleika lið- andi stundar, þvi aö hlutverk hennar er ekki aö snúa mönnum til trúar og heldur ekki að veita þeim fræðslu I guðfræði eða rit- skýringu — hlutverk hennar er aö kasta ljósi bóðskaparins um Krist yfir raunveruleika llðandi stund- ar. Þar getur verið um að ræða ákveðið félagslegt málefni eða al- geng persónuleg vandamál, svo ■ eitthvað sé nefnt. Viö prestarnir eigum margt ólærttilað nýta þetta ómetanlega tæki sem predikunin er. Eitt af þvi sem við þurfum að skilja bet- ur eru hinir dýpri þættir I okkar menningu. Upplýsingar um þetta veita ýmsar fræöigreinar en ekki sist bókmenntir og listir. Sömu- leiðis fær presturinn þessar upp- lýsingar I persónulegri sálusorg- un svo sem viö hjónaskilnaði, dauðsföll, unglingavandamál. Bókmenntir og guöfræði. — Nú hefur þú kannað bók- menntir út frá guöfræðilegu sjónarhorni. Hver er tilgangurinn með þvi? — Rithöfundar eru oft ákaflega næmir á mannlega reynslu, hugs- anir og tilfinningar, og þess vegna gefa þeir oft góða innsýn inn i mannlifið á hverjum tima, mætti kannski kalla bókmenntir og listir eins konar loftvog á innra lif mannsins á hverjum tima. Þetta á ekki hvað sist við um is- lenska menningu, sem greinir sig frá menningu annarra þjóöa vegna þess hversu áberandi og næsta einhliða bókmenntalegs eðlis hún er og hefur verið. En rit- höfundar gegna alls staöar sama hlutverki, sem er fyrst og fremst það aö tjá veruleik mannsins. Sjáum t.d. hvernig Dostojevski skrifar um sektina i hverju verk- inu á fætur öðru og reynir aö brjóta til mergjar spurningar um Guð og guðleysi. 1 nútimaskáld- sögum eru áberandi stef óttinn — t.d. Sartre — og tilgangsleysið, en einnig ákveðnar spurningar svo sem um tilgang, von kærleika. En bókmenntir vitna ekki eingöngu um neikvæða reynslu heldur einnig um ýmislegt jákvætt, sem maðurinn finnur óvænt i tilver- unni. Guðfræðin á þvi brýnt erindi til bókmenntanna og presturinn I starfi sinu ekki siður, þær hjálpa honum til aö þekkja betur og nánar það mannlif, sem hann lifir og hrærist i og auðveldar honum þar með að flytja þann boðskap sem kristin trú hefur fram að færa. Presturinn enginn engill — Ef við snúum okkur að prestsimynd safnaðarins, hvaöa hugmyndir heldur þú, að hann geri sérum prestinn? — Ég held, aö söfnuöurinn hafi ákveönar hugmyndir um það hvernig presturinn eigi aö vera. Hann gerir fyrst og fremst þá kröfu, að presturinn sé frambæri- legur embættismaður, áreiðan- legur i sinum embættisverkum, að hann stundi fræðslu barna og unglinga og sé góður ræðumaður. — En engill að hátterni? — Engill held ég ekki, en prest- ur getur ofboðið söfnuðinum með neikvæöu llferni. Þaö er min hug- mynd, að presturinn eigi aö lifa með söfnuðinum, taka þátt I llfi hans og störfum, gleði, áhyggjum og sorg. Fólk vill hafa prestinn mannlegan — að honum geti skjátlast. — Ertu settur inn I einhverja ákveðna prestarullu? — Mér fannst þaö fyrst þegar ég byrjaði prestsskap, aö presturinn væri settur i visst mót, býsna aðskorið. Ég varð heldur ekki prestur vegna þess, að mér þEtti stofnunin kirkja svo ákaf- lega aðlaöandi, heldur vegna þess boöskapar, sem hún flytur, þessa boöskapar, sem var mér sjálfum svo óendanlega mikils virði og sem á svo ótvirættog brínt erindi til mannsins á öllum timum. Starfsreynsla min hefur styrkt mig I þessari sannfæringu. Ég hef það á tilfinningunni, að ég sé aö vinna þakklátt starf. — Viö þurf- um aftur á móti aö bæta kirkjuna, gera hana félagslega virkari, endurlifga hana sem menningar- legt afl, skapandi afl, sem finnur sig hafa spámannlegu hlutverki að gegna — þannig hefur kirkjan oft verið i sögunni og hefur öll skilyrði til þess að vera það á okk- ar timum. Ég lit á kirkjuna sem hreyfingu, sem á að fylgjast með timanum, þótt boðskapurinn sem hún flytur sé innst inni ávallt hinn sami. SVEINN EGILSSON HF Fáeinir Ford Fiesta bílar af árgerð 1978 fyrirliggjandi. Verð aðeins kr. 3.080.000.- FORD HUSINU SKEIFUNNI 1 7 SIMI 85100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.