Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.12.1978, Blaðsíða 16
16 Jólablað 1978 Wrnwm út af fyrir sig á góöum staö, þegar þaö er aö feta sig áfram. Og jafnvel tjaldaö yfir þau ef hana grunaöi aö þaö gætikomiö sér betur. Þegar inn kemur, heldur Ólsen áfram aö tala um þaö sem á hugann leitar. Þaö hefur veriö honum mikil hressing aö sjá þessa vösku sveit svona söngglaöa og vel skipulagöa, og hvaö Hitler viövikur og hans áhangendum, þá má kannski segja aö þaö veröi ekki meö vissu séö hvaö Ur stjórn hans og stefnu veröur. — Hann er aö prófa sig áfram meö nýtt skipulag og nýtt stjórnarfar segir hann sanngjarntil aö espa ekki Jófríöi, og bú- inn aö hrinda af staö gagngeröum breytingum á hugsunarhætti og lifi fólks og koma á skikki sem ekki er minnst um vert. Og þetta hvernig hann ætlar aö hlynna aö blóösuppsprettu þýzku þjóöar- innar, þaö hefur sitt aö segja þegar til lengdar lætur. Þar fær bændastéttin hlut- verk. En frá einu hvikar ólsen bakari ekki. Hann hefur sagt þaö og segir þaö enn: Timi er til kominn aö viö-fáum eitthvaö svona i Reykjavik. Þetta nægir til þess aö kergjan kemur upp í Jófriöi, Flfi og stúdentinn eru lika farin út til aö svipast um I bænum, ef eitt- hvaö meira kynni aö bera til tiöinda. — Þú hugsar ekki um ólætin og slags- málin, sem er svo hætt við, þegar menn fara aö hópa sig svona segir hún hálfhöst. — Þaö væri ekki nema tilvinnandi ef eitthvaö sljákkaöi i þeim, sem mest hafa vaðið uppi, svarar hann afdráttarlaust.. Ég skef ekki utan af þvi, aö þeir mega gjarnan láta aö sér kveöa þessir drengir . Og þetta fer aö vilja ólsens bakara. Piltarnir svikjast ekki um aö láta aö sér kveöa. Þeir taka sér stööu á háum títi- dyraþrepum og flytja þrumandi ræöur. Þeir klifa kolahauga á gljáburstuöum stigvélunum sinum og ávarpa krimugai verkamenn meö ljósa bauga kring um augun og hokna og vesaldarlega atvinnu - leysingja, sem norpa enn viö höfnina I von um handtak. Enga öreiga/hrópa þeir at» þessum mönnum. Þeir eru yfirleitt bratt- sæknir og rómsterkir. Beri eitthvað ööru hærra vilja þeir komast upp á þaö oj; komist þeir þaö,tala þeir og tala og hrópa og hrópa. Og þaö er ekki nema von. Þeir eru kallaöir til þess að svipta grimunni af kjaftöskum ogstigamönnum, sem fremja ódæði sin i skjóli svokallaöra laga og til þess aö afhjúpa heimssamsærið mikla: Marxisminn,auövaldiö og Gyöingdómur- inn er eitt og sama tóbakiö, fyrirtækiö Rússland á sig ekki sjálft heldur er þaö útgerö júöskra auöhringa eins og sósialisminn(verklýöshreyfingin og sam- vinnufélögin. Þeireru komnir upp á þenn- . an kolahaug og upp á þessar tröppur til þess aö kenna Islendingum hvernig á aö mola marxista, bólsivikka og rauöliöa mjölinu smærra,skipa réttum lögum reglu og festu. Die Zeit fiir Freiheit und fur Brot bricht an.hrópa þeir, þó aö fæstir skilj i fyrirheitiö og brauövonina sem i þvi felst. Rikiö veltur um koll eins og hor- gemlingur, þegar ormétnar rætur þess gefa sig i storminum mikla og hrynur niður þaö hyldýpi gjaldþrots, sem undir gin. Alstripaðir svikararnir og alþýöu- böölarnir verða leiddir fyrir verkalýö þessa lands og höggin sem öörum voru reidd munuhitta þá sjálfa „Dómstóll vor er þjóöin” hrópa þeir af vörukössum viö höfnina og fyrir þeim dómstóli munu blóðhundar Slava og þrælar hinna júösku auðhringa fá makleg málagjöld. En upp úr rústunum ris nýtt Isiand meö sam- einaöa þjóö, þar sem styrknorræn, hönd heldur um stjórnvölinn. Heil Hitler! Is- landi allt! — Jesús minn, hvaö þeir eru mælskir, segir Fifi svona iika sæt eins og hún er. — Þaö er kraftur i þeim,svarar stúdent- inn hennar. Eigum við ekki aö koma heim til min? En þaö veröur svolitil töf. Þaö eru þarna æstir kommúnistar og fyrst er kastast á orðum og svo er kastast á kola- molum. Strákar úr sendisveinafélaginu Blossa hafa stolizt á hjólum sinum niöur aöhöfninni,svikulir sinum húsbændum og þaö eru þarna lika strákar úr sendi- sveinadeild Merkúrs og hafa mætur á ætt- jöröinni og kynstofninum. Þaö veröa hnippingar sem fara þó á dreif og þegar Flfi og stúdentinn sjá fram á»aö þaö veröur ekki i dag sem horgemlingurinn leggur upp laupana og fyrirtækiö Rúss- land og júðsku auðhringarnir fá sinn for- þénta dóm.þá segir stúlkan meö vott af bráölæti I röddinni. — Jú við skulum annars fara heim til þin. Jófriður hefur ekki enn reist tjaldið I garöinum hjá sér þetta sumarið. Ólsen bakari er farinn niöur i búö meö hornspangagleraugun sin og hatt á höföi til þess aö telja i kassanum áöur en lokaö er og hafa auga meö þvi aö bakara- sveinarnir æöi ekki frá öllu I óreiöu. Reyndar eru þeir heldur snyrtilegir I um- gengni greyin og þaö er einsog annaö sem Ólsen getur þakkaö sjáifum sér. Hann lætur ekki vanta aöhald,hann brýnir fyrir þeim þrifnaö og nýtni og aðgæzlu. Þaö er ekki heldur neitt gamanmál þegar maur kemst i' mjöliö og menn veröa aö hyggja aö þvi ,hvernig lappirnar eru tilhafðar áöur en þeir fara aö troöa deigiö. Úff, tá- meyra er orö á borö viö holdsveiki og svartadauöa i eyrum bakarans.Támeyga segir Ólsen hatursfullur og erriö djúpt sótt eins og endranær. Uppi á Óöinsgötu er allt viö þetta sama. Eineygöa ekkjan hans Halldórs sáluga sem drukknaði viö Stafnesiö er fyrir löngu kominheim meökaffipakkann frá Dabba og búin að hella upp á bláu könnuna sina — hvaö annaö? Hún situr við maskinuna og heldur báöum höndum utan um sprunginn og ögn móyrjóttan bollann — hann er búinn aö þéna henni lengi,bollinn sá — og sýpur ógn sparlega á honum annaö veifiö. Þetta er lánskaffi mikinn partjiún borgaöi dcki i þvi nema sjötiu og fimm aura og hún þambar þaö ekki eins og vatniö væri. — Ég er meö þessa eilifu kaffisótt,segir hún viö sjálfa sig þaö er I senn afsökun og álösun. Hún er meö þessum ósköpum gerð.hún ræöur ekki viö þaö og hefur þó ekkert dregið eins út aura hjá henni og kaffi- skollinn. Eöa blessaö kaffiö,réttara sagt. Þegarhúnhefurstyrktsig ákaffinuog hvolft bollanum eins og hennar er vandi, þessum endingargóöa bolla þá bregöur hún sér út og litur á beðin. Grindin I hliöinu viö skúrendann er oröin ósköp las- legog stólparnirskakkir ogskældir.þaö er nú hennar Brandenborgarhliö og allt áþekkt og i morgun I garöholunni.rétt yddir á grösin sem fyrst hafa oröiö til. Snöggvast dettur henni i hug aö bregöa sér inn I páfadóminn úr þvi aö hún er komin þarna bak viö húsiö — en nei hún sleppir þvijiún fer hvort eö er bráöum aö hátta.eftir á aö hyggja er þetta betur komið annars staðar i nótt og drýgir I stampinum hennar aö morgni. Þvi aö bráöum rekur aö þvi aö kartöflugrösin hennar veröi nógu þroskuö til þess að meötaka þetta fyrirhugaöa sakramenti. Þaö hlýturaö gefastvotur dagur til þess á hentugum tima hugsar hún og litur til lofts áöur en hún dregur sig inn. Hún er einmitt aö laga til I kúrunni sinni, hver skyldi þá koma nema hann Ás- grimur i Pólunum. Hann er búinn aö sofa dagsvefninn sinn og hefur fariö i bæinn til þess aö sýna sig og sjá aöra áöur en skyldustörfin viö súkkulaöivagninn heimta hann allan til sin. Þaö ber viö aö Asgrimur litur inn hjá henni upp á gaml- an kunningsskap við Halldór sáluga — já, kannski þetta einu sinni i mánuöi. — Komdu sæll og blessaöur, Asgrimur minn, segir Eineygöa-Gunna og heilsar svona gesti meö handabandi. Mikiö held ég það veröi sem ég á þér upp aö inna. Ég var aö koma utan úr garöinum. Og nú veröur hún aö skerpa á könnuna þó aö þaö sé lánskaffi.sem hún hefur að bjóöaog oröiö kvöldsett. Bollinn, sem hún hvoldi honum er snúiö viö,svo aö þaö horfi upp sem upp skal horfa og þau spjalla svona um eitt og annaö — togarana sem liggja bundnir viö bryggju.bilun sem As- grimur er skrambi smeykur um aö sé aö koma fram i súkkulaöivagninum og kött sem týndur er i Pólunum. Hann hefur ekki sézt i þrjá daga. — Vesalings skarniö, segir eineygöa ekkjan eitthvaö hefur hann flæmzt. Þau tala fram og aftur um köttinn og togarana og rauöbrún kartöflugrösin sem eru að brjóta sér leið upp úr moldinni I garðholunni bak viö húsiöog þaö ekki fyrr en Asgrimur er aö ljúka úr kaffibollanum aö hann minnist þess,sem hann heyrði þegar rölti niður i bæinn. — Þeir sögöu aö þaö heföu orðiö stimpingar við höfnina I dag segir hann. — Nú —núsvarar Gunna, þaögetur svo sem alltaf boriö eitthvaö út af i fjölmenn- inu, þaö er eins og maöur þekkir. Hún er ekki dómhörð,hún vill ekki mikla það sem mönnum veröur á. — Þeir sögöu aö nazistarnir heföu veriö aö abbast þar upp á verkmennina,sagði Asgrimur. — Þaö veit ég .segir ekkjan — nú.þeir hljóta að jafna þaö meö sér mennirnir. Asgrimur þurrkar sér um munninn með handarbakinu þvi aö nú er hann búinn úr bollanum. Þetta var bezta kaffi og góö hressing eins og vænta mátti hjá ekkjunni hans Halldórs sáluga. Og nú þakkar hann fyrir og kveöur. Verst ef hjóliö á vagninum fer I nótt segir Asgrimur i dyrunum. Það færi I verra ef misstist úr nótt. Eineygöa-Gunna lyftir hendinni I kveöjuskyni og snerlar aftur skúrhuröina. Svo fer hún aftur aö huga aö kúrunni sinni. Hún lyftir sænginni og hristir kodd- ann, þaö er i honum fýlafiöur undan Fjöllunum.og fer aö tina af sér flikurnar. Hún lætur millipilsið sitt falla á gólfiö og er I þann veginn aö stiga upp úr þvi þegar hún minnist þess samtimis sem Ásgrimur sagöi um ólætin viö höfnina og hverju sæl- lega konan sem hún talaöi viö á Skóla- vöröustignum I kaffiferðinni trúöi henni fyrir. Þaö var þetta um ungu mennina sem sungu hástöfum, þó aö það væri ekki eftirÞorsteinogvildu hreinsa hugarfarið. Æ-já, segir hún við sjálfa sig um leiö og hún tekur upp millipilsiö og leggur þaö á kassa viö höföalagiö sitt,þaö þurfti aö leggja rækt viö hugarfariö. Ef hugarfariö var hreint þá fækkaöi leiöindum i veröld- inni svo aö hún orðaði ekki bein illindi. Dæmalaust var ánægjulegt aövita til þess, að ungir menn skyldu taka höndum saman um þaö að hreinsa hugarfariö. Hún losar sig i rólegheitum viö þetta sem hún timdi ekki aö eftirláta páfa- dómnum og litur snöggvast á afuröina áöur en hún setur ilátiö til hliöar. Svo signir hún sig áöur en hún leggst upp I. Þegar hún hefur hallaö höföinu á fýla- fiöurskoddanum hvarflar hugurinn snöggvast til Halldórs sáluga ,sem ekki komst lifs af úr strandinu viö Stafnesiö,þó aö Asgrimur bjargaöist,guöi sé lof,samt viö illan leik. Hugurinn flögrar enn þangaö suöur eftir þegar hún er lögzt út af, þó aö langt sé um liöiö siöan þeir fóru þar upp á honum Farsæl og hún hefur gert sér sinar hugmyndir um staðinn alveg aö óséöu — skerin og tangana og f jörugrjótiö i flæöarma‘linu,þar sem Asgrimur lamdist til óbóta. Þetta er allt geróllkt þvi sem er viö Fjallasjó og annars konar hafgangur en á Eyjasandi. tJt frá þessu dettur henni I hug Markar- fljótsaurarnir þar og herkjan I Halldóri sáluga þegar hann bar hana yfir fljótið. Þaö er ekki nema snöggvast sem þetta hvarflar aö henni á seinni árum. Þess slags hugsanir standa henni ekki lengur fyrir svefni. Og nú dregur hún sængina sina upp aö höku og þylur i hana gamalt vers eftir Hallgrim heitinn, sem hún fer ævinlega meö undir svefninn: Kveö ég I guöi góðan lýö... Svo lokar hún þessu eina auga sem er sjáandi og biður þess aö svefninn sigri hana. En meöan hún biöur þess þá man hún enneinu sinni eftir söngdrengjunum, sem fóru upp Skólavörðustiginn. Og þá finnst henni, að þaö sé eitt sem hún á ósagt viö náöarherrann. Þaö er þetta,aö þeim lukkist vel aö hreinsa hugarfariö og bæta hjartalagið, ungumönnunum. Þaö getur ekki heitiö aö hún oröi þetta.hún andar þessu bara I köflótt verið á sænginni sinni. Hún vonar aöguö skilji samt hvaö fyrir henni vakir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.