Tíminn - 14.12.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 14.12.1978, Qupperneq 15
Jólablað 1978 f ■ >1 Hér birtist seinni hluti þáttar sem tekinn er úr óútkominni bók höfundarins v_________________________________J Reinhold Ólsen,bakarinn,lagöi sig eftir hádegismatinn. Hannleggur sig alltaf eft- ir hádegismatinn þaö er gamall vani frá þeim dögum, þegar hann var sjálfur allt I öllu i brauögeröinni og fór á fætur fyrir allar aldir. Nú er hann vaknaöur en hon- um liggurekkert á,þvi aö hann lætur oröiö viö þaö sitja aö h'ta eftir og telja I kassan- um i búöinniáöur en lokaöer. Hann lætur fara vel um sig i sóffanum I stofunnidág- vaxinn og þrekinn og oröinn sköllóttur, reykir jóöa vindla, pússar hornspanga- gleraugt sin og gluggar i Ardegisblaöiö og dönsk timarit um hænsnarækt, hænsnak; n og heppilega fóörun þess kon- ar fugla. Bakarinn er áhugamaöur um há ttu og þarfir allra fugla,sem lent hafa út á þá braut aö verpa I ógáti tíl muna fleiri eggjum en þarf til viöhalds kynstofninum. Hann er lika talsveröur hugsuöur og gæti jafnvel kallaö sig hugsjónamann ef hon- um væri þaö orö tungutamt. Þaö hefur til dæmis lengi ve;-iö aö brjótast i honum, hvort ekki muni t ltök aö stytta daginn hjá hænsnaþjóöinni og fjölga dögunum I hænsnaárinu. Hann gælir viö þá hugmynd aö narra púturnar klipa tvo eöa þrjá klukkutlma af sólarhringnum hjá þeim — það er svona áþekkt og aö minnka bollurnar og vinarbrauðin um nokkur prósent — og sjá hvort þær glæpast ekki til þess aö verpa einu eggi á dag eftir sem áöur. En þaö segir sig sjálft,aö þaö má ekki láta himintunglin ráöa nótt og degi — eins og veriö hefur — hver segir lika aö blind náttúran hafi skipað öllu á arövæn- legasta hátt? Hænsnin veröa aö vera I luktu húsi, þar sem ótimabær birta kemst ekki inn og þar verður aö vera góöur ljósabúnaöur, eins konar gervisól sem rennur upp og gengur undir snöggt um hraöar en þessi himinsól sem guö lagöi til I upphafi sköpunarverksins og var frum- raun hjá honum. Ólsen talar oft um þetta áhugamál sitt viö Jófriði,sem stundum hefur siglt með honum, þegar hann hefur brugöiö sér til Danmerkur til þess aö fylgjast meö því sem nýtt er i bakstri og meðferð hænsn- fugla hjá Dönum. Löngum hefur hann orðað við hana furðu sina á þvi aö engum skuli hafa dottið I hug aö reyna þetta i út- landi; eins og þetta gæti verið hentugt ef það heppnaöist. Eöa gat verið aö hann væri eini maðurinn,sem velti þessu fyrir sér eins margmenn og vel mönnuö og bakarastéttin var I heiminum og eggja- þörfin mikil? En þaö er meö Jófriöi eins og gerist og gengur meö kvenfólk,aö hún hefur nógu naumt auga fyrir þvi sem arösamt er og máli skiptir. Stundum leiöist henni þetta tal og þá segir hún: — Ætli þaö vefjist ekki fyrir þér.Rein- hold að deila nótt og degi. Þaö er þegar'þannig syngur i tálknun- um á henni. Nú er hún meö allan hugann viö nýjan hatt,sem hún keypti niöri I Austurstræti I búöinni hjá Gunnlaugu Briem. Þaö er módelhattur og hún marg- mátar hann á sig fyrir framan stóra spegilinnog snýr sérá alla enda og kanta. Og hennier það ekki láandi,þaö er von hún vilji halda sér til,enn er hún grönn og spengileg. Einkadóttirin, Jófrlöurungay alltaf kölluö Fifi, er lika heima og hefur fengið heimsókn. Þaö er Sigurgeir, stúdentinn hennar sem er I lögfræöi I háskólanum og kvað spjara sig vel. Þau eru öll fjögur I húsi bakarans i bezta gæti við sin áhuga- mál og vita ekki hvað fram fer úti fyrr en þau heyra sönginn. Þessi söngur, hann nálgast og það veröur heilmikiö fótatraðk ágötunni. Er Oliu-Héöinn kominn á stúf- ana meö þá rauöu úr Dagsbrún eöa hvaö er eiginlega á seyöi? Þau flýta sér út á svalirnar, öll fjögur, og ólsen lætur brún siga og stúdentinn Jón Helgason: SÁÐJÖRÐ býst tilvarnarvið hliöina á Fifi. En þegar til kemur þá er þetta ekki Héöinn meö þá rauðu úr Ðagsbrún,þaö er ekki svikarinn viö forstjórastéttina og einstaklingsfram- takið meö sina óaldarflokka aö gera allt vitlaust fyrir sildarvertiöina. Heldur menn sem verma geöiö og gleðja augaö. ÞeirsyngjaekkiSjá roöann I austri —Die Fahne hoch syngja þeir —og Ólsen kinkar kolli, og það gljáir á silkimjúkan skall- ann. Þarna eru þeir þó farnir aö skipu- leggja þetta s volitiö hjá sér og komnir út á götuna svo að um munar, segir hann. — Jú, nú-eftir aö sjá bað úr þessu veröur, segir hann ögn gormæltur viö konuna sina,sækir erriö djúpt 1 kokiö. Ekki er vanþörf á að einhver reyni aö temja fólkiö og koma á reglu. En Jófriöur er eins og hálfdrumbs, það goppast upp úr henni aö þessi læti á göt- unum eru henni ekki aö skapi, henni stendur stuggur af þeim. í fám oröum sagt, þá er hér um bil aö hún þekki ekki Reykjavik fyrir sama bæ og hún var á æskudögum hennar. — Við höfum llka alltaf treyst á Rétt- lætisflokkinn segir hún,að hann rataöi beztu leiðina. Þessar göngur og hávaöi eru ekki aö minu geði. Þess er skemmst aö minnast hvernig fariö hefur I miöbænum, þar sem menn hafa barizt hvaö eftir annaö og fjöldinn allur legiö I valnum. — Þaö er einmitt lóðiö.þaö voru bolsarnir segir ólsen — gott hún minntist á þetta. Þaö var Héöinn og þeir kumpán- ar. Viö megum ekki leggja þaö aö jöfnu meöhvaöa hugarfari erfarið útá götuna. Þaö er agaleysiö, kona,sem ég er á móti. Þú ættir aö muna hvernig hænsnabúið okkar var leikiö. — Æ, þaö er nú lögreglan sem á aö hafa gætur á svoleiðis, segir Jófriður. Enda náði hún stráknum. — Þetta er engin lögregla samt, svarar Ólsen og stendur fast á sinu. Lætur hún ekki berja sig til óbóta þegar þaö er hún, sem ætti aö berja aöra, Viö megum vera þakklát ef þessir fallegu drengir vilja leggja þaö á sig aö halda óaldarflokkun- um I skefjum. Eins og farið er aö gera I Þýzkalandi. — Og svo eru þeir svo spengilegir, segir Fifi sinum englarómi. En Jffriöur er dálltiö þrá,hún maldar I móinn,þó aö feöginin ,maður hennar og dóttir, hallist á hina sveifina. — Éggetekkiað þvigertaö þaö er geig- ur I mér við alla þessa hakakrossa segir hún. Margir segja aö hrottaskapurinn sé óskaplegur i Þýzkalandi. Þaö kvaö vera fariö svo illa meö Gyöingana. Jófriöur er þannig kona.að henni hrýs hugur viö þvi aö fariö sé illa meö ein- hvern, það er hennar afsökun. Henni hefur veriö svona fariö frá barnæsku og liklega hefur hún þetta að heiman þvi aö faöir hennar var I Dýraverndunar- félaginu og reyndar pottur og pannan þar á meðan hans naut viö. Þaö sem henni þóttí verst, þegar farið var I hænsnabúið þeirra þaö var hvernig fuglarnir voru leiknir. — Hrottaskapur og hrottaskapur segir Ólsen bakari — þaö veröur aö halda uppi lögum, þaö veröur aö stjórna. Er tiltöku- mál þó aö maöur og maöur lenti I tukt- húsi, þar sem allt hefur gengiö á tréfótum I háa herrans tið? Þeir gátu náttúrlega ekki annað, Þýzkararnir,en gripiö þá sem kveiktu i þinghúsinu og tröðkuöu á lögum og velsæmi. Og Gyöingar eru alltaf Gyðingar. Þaö er varla i frásögur fær- andi, þó aö skapheitum mönnum veröi á aö þrifa i skegg á Gyöingi sem kannski er nýbúinn aö stórpretta þá. — Og svo eru fangabúöirnar, þær eru sagöar hafa þotiö upp,andæfir Jófriður. — Þaö eru bara betrunarstöövar manneskja segir Ólsen óþolinmóöur þeg- ar nuddaö er 1 honum. Óöir kommúnistar og sósialistar og iöjulausir slæpingjar eru látnir lía reglusemi og létta vinnu. Þeir eru látnir byrja á þvi að dútla viö smiöar og garörækt, þeir eru aö hefla fjalir og stússa i blómum á meöan veriö er aö koma vitinu fyrir þá og kenna þeim ein- földustu handtök. Margir eru meira aö segja þakklátir fyrir hjálpina þegar þeir hafa áttaö sig. Ég hélt ég heföi sagt þér, hvaðéglasi blaöisem ég fékkaö utan um daginn. Það var, skal ég segja þér, hópur manna i einum búöunum, sem gaf for- stöðumanninum mynd, sem þeir létu gera af honum, stungna i eir. Þeir höföu auraö saman i þetta, mannaskammirnar þvi aö kaup fá þeir i ofanálag á mat og húsa- skjól, þegar vinna þeirra fer aö gefa eitt- hvaö af sér,,Ehrlichkeit, Ordnung und Zauberkeit”, létu þeir grafa i myndina. Og „Liebe zum Vaterland’’ þú skilur þaö. Og helduröusvoað forstööumaöurinn hafi ofmetnazt? O-nei, hann viknaöi, sagöi i blaðinu — hann táraöist, þessi hrausti og filefldi maöur og faömaöi aö sér skáld- menniösem valiövartil þessaöfæra hon- um gjöfina, og gladdist yfir þvi aö þaö var hætt að vera siðspillt. — En hvaö segið þiö þá um bókabrenn- urnar? spuröi Jófriður, þegar skáld var nefnt. Þeir brenna þó bækur. Jófrlður ergefin fyrir skáldsögur ef þær eru fallegar og einmitt þessa daga er hún með Cymbelinu fögru á náttborðinu hjá sér. En ólsen bakari er maöur sem sér- hæfir sig, hans lesmál er Árdegisblaöiö, hænsnaræktartlmaritin og . bækur um kökugeröarlist. Hann ypptir öxlum, hon- um finnst smáttaö fetta fingur út I þaö þó aðeitthvaðaf skruddum sé brennt. Hérer komið aö stúdentinum aö leggja orö I belg, hann veit sitthvaö um bókmenntirn- ar eins og menntamanni byrjar. — Þaö eru ekki nema úrkynjunarrit sem þeir brenna segir hann. Bækur eftir Remarque og Emil Ludwig, sem rægja striöiö og hreystina og Thomas Mann og þess konar fósa.Þeir hafa sumir stolizt úr landi af þvi að þeir vissu upp á sig skömmina. Og Fifi samsinnir, hann er svo lesinn, stúdentinn hennar. Jófriöur aö sinu leyti, hún vægir, þegar stúdentinn talar, hún hefiir heldur gert sér far um aö laöa hann aðheimilinu,henni lizt þannig á hann og I fyrrasumar, þegar hann byrjaði aö venja komur sinar til þeirra, þá haföi hún oft ef hlýtt var ogbjart, breitt teH>i handa þeim Fifi á grasið I skjóli viö runnana I garöin- um, þvi aö unga fólkið þarf aö geta veriö

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.