Tíminn - 30.12.1978, Side 9
Laugardagur 30. desember 1978.
9
DR. EYSTEINN SIGURÐS
SON:
SAMVINNUHREYFINGIN A
ISLANDI
Bókaforiag Odds Björnssonar
1978.
Ut er komin hjá hinu kunna
nor&lenska forlagi bókin Sam-
vinnuhreyfingin á tslandi, eftir
dr. Eystein Sigurösson, sem um
margra ára skeiB hefur unniö i
fræösludeildum SIS, og hefur
ritstýrt fjölrituðu fréttabréfi
Sambandsins um margra ára
skeið, en fréttabréf þetta fer
nokkuð vfba og hefur inni að
halda þaö helsta, sem er að
gerast hjá Sambandinu og
kaupfélögunum, og i mjög
stuttu máli, af eðlilegum ástæð-
um.
En nú hefur dr. Eysteinn ráð-
ist i það, aö semja og gefa Ut bók
um samvinnuhreyfinguna, sem
var nauösyn, þvi að þótt talsvert
hafi verið ritað um samvinnu-
hreyfinguna.var brýnþörf fyrir
handhæga bók, þar sem unnt
var að rekja helstu staðreyndir
um þessa f jöldahreyfingu. Ekki
rautt kver eöa bibliusögur,
heldur bók með hentugum — og
óhentugum — staðreyndum,
lýsingu á innri gerð og sögulegri
upprifjun. Menn nefna sllkt
gjarnanhandbaricur, en svo þær
endist lengur en simaskráin
veröur efnisrööun að vera meö
sérstökum hætti.
Bók Eysteins Samvinnuhreyf-
ingin á íslandi, heldur sig eink-
um við hinn félagslega þátt.
Hann skiptir riti sinu i sjö kafla,
sem eru Uppruni, Þróun Sam-
bandsins, Kaupfélögin, Skipu-
lag og starfsemi Sambandsins,
Deildir Sambandsins, Sam-
starfsfyrirtæki (þ.e. Samvinnu-
banki, tryggingar og fl.) og
Samtlð og framtfð.
Stofnun eða félag
manna?
Það heyrast oft raddir um
þaö, aö hinn félagslegi þáttur i
störfum samvinnuhreyfingar-
innar hafi tekið út minni þroska,
en viöskiptaþátturinn. Forráöa-
menn Sambandsins hafi verið of
önnum kafnir viö að koma
afuröum þjóðarinnar i verð og
að útvega landinu nauðsynjar á
hagstæðu veröi til þess að hafa
tima til að sinna félagsmálum
sem skyldi og vert væri.
Ekki á þetta þó neitt sérstak-
lega við Erlend Einarsson, for-
stjóra Sambandsins, eöa Val
Arnþórsson, stjórnarformann
SÍS, þeir eru báðir sögufróðir og
félagslega sinnaðir menn, sem
við öll tækifæri minna fólkið á
söguna og hinar félagslegu for-
sendur." Samrer það staöreynd,
að daglegur samgangur er ekki
milli vefaranna frá Rochdale og
visitölufjölskyldunnar á Isiandi
— illu heiili og þvi komast
óprúttnir menn upp með órök-
stutt gaspur um „auðhringa” og
Þörf bók um
Samvinnu-
hreyfinguna
„peningaveldi” SIS, og þeir búa
til grýlur án þess að samvinnu-
menn fái rönd viö reist, og hinn
félagslegi þáttur stendur oft
höllum fæti.
Einn liöurinn i að styrkja fé-
lagslega þáttinn, er upplýsinga
og útgáfustarfsemi, þar sem
þeir sem vilja fræðast eiga þess
kost aö kaupa bækur til þess að
lesa sér til, og helst þarf að efla
bókmenntir samvinnumanna á
allan hátt, þvi án rökræðu næst
aldrei ný og betri staöa.
Höfúndur bókarinnar Sam-
vinnuhreyfingin á Islandi gerir
sér þetta ljóst. Hann ritar ekki
sálmabók um leiðtoga sam-
vinnumanna, heldur rekur sög-
unnar götur og staöreyndir
mála. Hann nefnir t.d. aðeins
nafn Erlendar Einarssonar
tvisvar, og formanninn aðeins
einu sinni. Hann segir i inn-
gangi:
„Höfundur þessara blaöa
minnist þess, aö hann var fyrir
fáum árum á fundi, þar sem
saman voru komnir nokkrir
áhugamenn um samvinnumál.
Þar stóö upp reyndur sam-
vinnumaður — og virtur vel I
þeirra rööum. Hann talaöi þar
fyrir þvi áliti sinu, að eitt það
versta, sem fyrir samvinnu-
hreyfinguna gæti komiö, væri
þaö ef fólk færi almennt að lita á
hana sem stofnun en ekki sem
félag. Það þýddi meö öðrum
orðum, að sú skoöun myndi þá
breiöast út, aö kaupfélögin og
Sambandiö væru ekki lengur
þau sjálfsbjargarsamtök al-
mennings, sem þau hefðu verið i
upphafi, heldur væru þau oröin
nánast að fóstum þjóðfélags-
stofnunum. Jafnframt myndi
fólk þá fara aö trúa þvi, að fyrir
einstaka félagsmenn þýddi ekki
aðláta þar tilslnheyra, stærðin
ylli þvi að raddir þeirra heyrð-
ust þar ekki. Af þessum ástæð-
um myndi fólki þá ekki þykja
svara kostnaði aö taka beinan
þátt I starfi félaganna.
Þaö skiptir i sjálfu sér ekki
meginmáU hér þótt þessi skoöun
sé röng, eins og auðvelt er aö
sýna fram á með gildum rökum.
Af hinu getur aftur á móti stafað
meiri hætta, ef þessi skoðun á
samvinnuhreyfingunni nær aö
breiöast út.”
Bók dr. Eysteins Sigurðsson-
ar er lOarkir. Ævisögur merkra
manna eru oft styttri en það, og
margar skáldsögur lika, þótt
þær lýsi flóknu og innihaldsriku
lifi.
Þaöer með ólikindum, hversu
margt kemst með i þessa bók,
án þess aö hún verði tyrfin I
lestri.
Uppruni samvinnu-
hreyfingarinnar
Höfundur veit og skilur að
samvinnuhreyfingin hvilir á fé-
lagslegum og heimspekilegum
grunni. Hugarfarsbreytingin er
i launaumslaginu, þótt upp úr
þvi komi peningar, og prisarnir
ibúöunum eru votturum sama,
þótt þess sé ekki getið á verð-
miðunum.
Hann byrjar bók sina á aö
lýsa þjóðfélagsaðstæöum á ís-
landi á öldinni sem leiö.
Innlendur uppruni og
erlendur
Þar næst vikur höfundur að
þvi á sögunnar skeiði er bændur
hefja samvinnuverslun. Þar
segir:
bókmenntir
í bliðunni I gær hittum við þetta unga fólk, þar sem þaö iökaöi skautalist á Tjörninni, meö tilheyrandi
kátinu og stöku byltum, — sem auövitaö auka bara á skemmtunina. (Timamynd Róbert)
Eysteinn Sigurösson.
„Þessi félög voru fyrst
framan af gjarnan stofnuö utan
um harösnúna forystumenn,
sem treyst var til þess aö knýja
fram hagstæða samninga við
óbilgjarna fulltrúa erlendra
verslunarfyrirtækja. Sameigin-
legteinkenni þessara félaga var
þaö, að þau tóku ekki sjálf að
sér verslunarrekstur, heldur
sameinuðu einungis kaupmátt
félagsmanna sinna I viöskiptum
við kaupmennina. Þessi félög
hlutu þó aö eiga erfitt upp-
dráttar framan af, og þaö var
ekki fyrr en eftir 1854, þegar
verslunin var gefin frjáls, að
fyrir þau skapaðist raunveru-
legur starfsgrundvöllur.
Þegar lesnar eru heimildir
um verslunarsöguna frá þess-
um tima er þaö langmest áber-
andi, og reyndar átakanlegast,
hvaö fáfræöi jafnvel bestu
bænda um verslunarmálefni er
mikil ogalmenn. A þessum tima
hvarflar þaö naumast að nokkr-
um manni, nema sem fjarlæg
draumsýn, að þaö eigi fyrir is-
lenskri alþýöu að liggja aö
stofna meö sér fjöldasamtök til
aö reka eigin millirikjaverslun,
þ^e. stofna eigin fyrirtæki sem
jöfnum höndum kaupi inn nauö-
synjar fyrir landsmenn frá öör-
um löndum og selji afurðir
þeirra á hagstæðustu markaöi.
Fram hjá þeirri staðreynd
veröur ekki komist að mestalla
nit jándu öld voru forfeður okkar
svo háðir hinum dönsku kaup-
mannaverslunum, að án þeirrar
þjónustu sem þær óneitanlega
veittu heföu landsbúar vægast
sagt verið ákaflega illa á vegi
staddir.
Það virðist greinilegt, aö
Norðlendingar hafi verið einna
fyrstir til i baráttunni fyrir inn-
lendri verslun og endurbótum-á—
verslunarkjörum, þótt hægt
gengi framan af. Breytir þar
litlu, þótt vitaö sé um framtak
um verslunarsamtök á Suður-
landi snemma á öldinni, og i
Reykjavik laust fyrir miöbik
hennar. Einna elst af þeim
mörgu félögum, sem Norölend-
ingar stofnuöu til aö bæta versl-
un sina, munu hafa verið versl-
unarfélögin I Háls- og Ljósa-
vatnshreppum i Suöur-Þing-
eyjarsýslu, sem stofnuð voru
1844, en önnur komu siöan 1 kjöl-
far þeirra. Þessi félög uröu mis-
munandi langlif, en runnu þó öll
I sandinn fyrr eöa siðar. Hin
sömu uröu örlög fyrstu innlendu
félaganna, sem tóku sér fyrir
hendur aö reka verslun beint frá
Islandi til annarra landa. Þau
voru Gránufélagið og Félags-
verslunin við Húnaflóa sem
bæði voru stofnuö 1869. Félags-
verslunin hætti starfsemi
skömmu fyrir 1880, og um
svipað leyti hvarf Gránufélagiö
úr sögunni sem innlent
verslunarfyrirtæki.
Ein helsta orsökin fyrir
skammlifi þessara félaga var
reynsluleysið, sem m.a. kom
fram I þvi, að þau leyföu félags-
mönnum slnum að safna skuld-
um úr öllu hófi og komust siöan
ekki hjá þvi aö safna sjálf skuld-
um hjá erlendum verslunar-
fyrirtækjum. Var þaö I þeim
mæli, að það reið þeim loícs að
fullu”.
Slöan segir hann frá sauða-
verslun enskra kaupmanna og
frá erlendum hugmyndum, sem
bárust til landsins.
Hann segir frá hlut franska
heimspekkingsins Saint-Simon
og frá kenningum hans, og eins
frá kenningum Fourier
(1772-1838) sem var sósialisti,
sem vildi almenning frjálsan.
Þá segir frá Robert Owen,
breska auömanninum og social-
istanum, sem gaf fátækum eig-
ur sinar i' þvi formi aö bæta stór-
lega kjör verkafólks_____
Aö lokum er komiö að vöggu
samvinnuhreyfingarinnar, sem
stóö i smábænum Rochdale I
Bretlandi, en þar stofnuöu menn
kaupfélag árið 1844.
Reglurnar voru þessar:
1. Frjáls aöild aö félaginu.
2. Lýöræöisleg stjórn.
3. Tekuafgangur greiddur meö
vörukaupum.
4. Lágir vextir af stofnfé félags-
manna.
5. Hlutieysi i stjórnmálum og
trúmálum.
6. Staögreiösluviöskiptí.
7. Fræöslustarf.
Þetta eru sem sé boöorðin.
Þróun Sambandsins
Frá þessari sögulegu upprif j-
un rdcur höfundur siöan þróun
sambandsins I stuttum, hnit-
miöuðum köflum. Hann rekur
söguna I tið Hallgrims Kristins-
sonar og Sigurðar Kristinssonar
1915-1923 Og 1923-1946.
Fjallar siöan um viðtækar
breytingar eftir 1946 og fram-
farir siðan 1955. Siðan er vikið
að kaupfélögunum vitt um
landið.
Þá kemur kafli um skipulag
Sambandsins, aöalskrifstofu,
skrifstofur erlendis, vinnumála-
samband, tryggingasjóði og
samtök starfsmanna. Kafli er
um alþjóðasamstarf.
Þar næst kemur kaflinn
Deildir sambandsins. Þar er
lýst starfi hinna einstöku deilda,
hvernig verkaskiptingu er
háttað og saga deildanna er
rakin.
Kaflinn um samstarfsfyrir-
tæki hefur inni að halda lýsingu
á tryggingafélagi samvinnu-
manns, bankastarfsemi, og hin-
um fjölmörgu fyrirtækjum
Sambandsins. Að lokum eru svo
fróðlegir kaflar um Samtiö og
framtið. Þar er fjallað um
spurningar eins og t.d. Eru
samvinnufélögin auöhringur?
Kafli er um lýðræöið I sam-
vinnufélögunum, um samband
milli verkalýösfélaga og sam-
vinnufélaga. Kaupfélögin og
bændur. Kafli er um skattamál
og hugsjónir sem rætast.
Bók dr. Eysteins er ekki
varnarrit, nema þar sem al-
mennar staðreyndir og fróB-
leikur, rekast á varnargaröa
uppspuna og almennar fáfræöi.
AB lokum er heimilda getiö og
helstu rita um samvinnumál.
Égtel að þaö sé mikill fengur -
aö þessari bók, og að lita megi á
hana sem fyrsta skref I eflingu
rökræðunnar i landinu um sam-
vinnumál og félagshyggju.
Eg tel að það hafi á sinum
tima veriö misráöiö, þegar
Sambandið hætti almennri út-
gáfustarfsemi og seldi bókafor-
lag sitt Norðra, þvi án bók-
mennta er vont aö halda lifi i
hugsjónum, halda þeim hrein-
um og endurnýja þær I senn, en
þaö erönnur saga.
Bók dr. Eysteins Sigurðsson-
ar errituö til þessaö vera hand-
hægt upplýsingarit fyrir fólk,
sem vill hafa nánari kynni af
Samvinnuhreyfingunni. Maður
undrast hvað höfundur kemur
miklu fyrir I ekki stærri bók, þvi
að lærdómsrit um hreyfinguna
hlýtur að verða þúsundir blað-
siöna, þegar þarað kemur. Svo
mikil er þessi saga oröin aö
vöxtum.
Eg geri þvi skóna, að dagleg
umsjón meö fréttabréfi Sam-
bandsins hafi æft höfund i að
stytta mál sitt, og þessi frá-
sagnarmáti er eins og hann er
þarna tiðkaöur, máttugur og aö-
gengilegur i senn.
Þetta er ekki áróöursrit, sem
höföar til tilfinninga, heldur eru
dregnar fram þær staöreyndir,
er allir veröa að þekkja, er hug-
leiða og vilja útbreiða sam-
'Vinnustarf á Islandi.
Bók dr. Eysteins bætir úr
brýnni þörf fyrir hentugt upp-
lýsingarit um starfsemi Sam-
bandsins og kaupfélaganna,
hinum félaglega þætti þess, og
þaö gefur lika ágæta mynd af
stjónkerfinu öllu.
Þetta er rit fyrir þá sem vilja
hafa það sem sannara reynist.
Jónas Guömundsson