Fréttablaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 8
8 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkis- stjórn Noregs, um stofnun safns í Sogna- firði í Noregi til að „lyfta minn- ingu áa okkar sem námu Ísland frá þess- um stað,“ eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnáms- menn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslend- inga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þing- vallanefndar. „Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðis- hefðar,“ sagði Össur um hug- myndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. „Ásgeir Ásgeirs- son kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðin- um segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða.“ Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benedikts- sonar þingmanns, síðar forsætis- ráðherra. „Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörung- ar tengjast því þessum stað,“ segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslend- ingar og Norðmenn treysti bönd- in. „Þessar frændþjóðir eiga allt- af í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loks- ins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk- íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári.“ bjorn@frettabladid.is LOKA DAGUR SMÁRALIND · Sími 530 2900 Opið 13 - 18 BEIRÚT, AP Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðn- um og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Sprengjurnar eru kallaðar „sprenglingar“ og eru úr klasa- sprengjum, stórum hylkjum sem opnast í loftinu og hleypa út fjölda lítilla sprenglinga sem dreifast víða. Samkvæmt Genfar-samningn- um er bannað að varpa klasa- sprengjum á íbúðahverfi. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að 285 svæði hafi fundist þar sem klasasprengjum hafði verið varpað og um þrjátíu til viðbótar finnist daglega. Sprengjurnar keypti Ísraels- her af bandarískum yfirvöldum, en þau hafa fyrirskipað að rann- sakað verði hvort Ísraelar hafi brotið leynisamninga við ráða- menn í Washington. Samkvæmt þeim samningum átti ekki að nota klasasprengjurnar nema á hern- aðarleg skotmörk. New York Times segir ólíklegt að Ísraelum verði beinlínis refsað fyrir að brjóta samninginn; rannsóknin sé gerð til að liðka fyrir í samskipt- um George W. Bush við araba- heiminn. Þó hafa Bandaríkja- menn seinkað um óákveðinn tíma að senda aðra gerð klasasprengna til Ísraels. - kóþ Bandarísk yfirvöld rannsaka sprengjuherferð Ísraela í Líbanon: Klasasprengjur í íbúðahverfum LÍBANIR RÓTA Í RÚSTUNUM „Sprenglingar“ innan úr klasasprengjum eru á stærð við gosdósir og geta því víða leynst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJARNI BENEDIKTSSON ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Íslandssafn í Sognafirði Össur Skarphéðinsson vill að íslenska ríkisstjórnin eigi frumkvæði að stofnun safns í Sognafirði í Nor- egi til minningar um landnámsmenn Íslands. INGÓLFUR ARNARSON Fjöldi landnáms- manna kom frá Sognafirði í Noregi. Össur Skarphéðinsson vill halda minningu þeirra á lofti og treysta bönd Íslendinga og Norð- manna með opnun safns í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ 1Hvaða frægi enski knattspyrnumað-ur var ekki valinn í landsliðshóp Englendinga á dögunum? 2 Hvaða íslenska kona keppir á Evr-ópumótinu í hnefaleikum? 3 Hvað er landlæknir að fara að gera í Malaví? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 SKIP Hollenskt tólf þúsund tonna flutningaskip, Aalsmeergracht, varð vélarvana í Reyðarfirði um tíuleytið að kvöldi föstudags. Engin skip í nágrenninu voru nægilega öflug til að geta komið til aðstoðar, svo brugðið var á það ráð að kalla til björgunarskips Slysavarnarfélagsins á Norðfirði og línubátinn Pál Jónsson, sem var staddur austur af Gerpi. Sérfræðingar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar voru kall- aðir til ráðgjafar um góðan hald- botn fyrir akkeri og var skipinu ráðlagt að kasta akkeri norðvest- ur af Grímu. Viðgerð stendur yfir. - sgj Hollenskt vöruflutningaskip: Varð vélarvana í Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.