Fréttablaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 16
 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR16 Hugsanleg bráðnun Vatna-jökuls á næstu hundrað til tvö hundruð árum getur mögulega aukið eldvirkni í íslensk- um megineldstöðvum umhverfis jökulinn. Frá þessu greindi Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur, í viðtali við Fréttablaðið 20. ágúst síðastliðinn, er hann fjallaði um megineldstöðina í Kverkfjöll- um og áhrif hennar á framkvæmda- svæðið við Kárahnjúka. Eldvirkni í eldstöðvum Vatna- jökuls hefur verið mikil um árabil en í Vatnajökli er virkasta eldstöð landsins á sögulegum tíma, Gríms- vötn. Þar hefur gosið fimm sinnum frá því árið 1934 og síðast fyrir rúmum tveimur árum. Unnið að viðamiklum rannsóknum Rannsóknarvinna, sem miðar að því að kanna áhrif loftslagsbreyt- inga á endurnýjanlega orkugjafa, stendur nú yfir á Íslandi. Eins og viðmælendur Frétta- blaðsins í dag, Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur, Sveinbjörn Björnsson eðlisfræð- ingur og Árni Snorrason vatna- fræðingur, greina frá þá ríkir mikil óvissa um hver áhrifin af völdum hugsanlegrar bráðnunar Vatna- jökuls, og þar með Brúarjökuls, yrðu á jökulárnar og lífríki í þeirra nánasta umhverfi. Sá mögu- leiki er þó talinn raunhæfur að Vatnajökull minnki mikið vegna bráðnunar á næstu hundrað til tvö hundruð árum og jafnvel bráðni alveg. Þessi möguleiki gefur til- efni til þess að færa aukinn kraft í rannsóknir á jarðfræði Vatnajök- uls og eldstöðvanna í hans nánasta umhverfi. Íslenskir jarðvísindamenn hafa um áratugaskeið rannsakað og kortlagt umhverfi Vatnajökuls með markvissum rannsóknum. Þrátt fyrir þær verður ekki fram- hjá því horft að mikil óvissa ríkir um hvort eld- eða skjálftavirkni muni aukast, eða breytast með ein- hverjum hætti, ef ísfarginu léttir af landinu undir Vatnajökli. Um það eru íslenskir jarðvísindamenn almennt sammála. Óvissa ríkjandi – margvíslegir möguleikar Sveinbjörn Björnsson, fyrrver- andi rektor Háskóla Íslands og einn þeirra sem voru Landsvirkj- un til ráðgjafar vegna hönnunar stíflna á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka, sagði á blaða- mannafundi Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkaverkefnisins síðastlið- inn mánudag, að „óvissa ríkti um hver áhrifin af bráðnun Vatnajök- uls yrðu á eldvirkni í megineld- stöðvum í og við jökulinn“. Áhrifin vegna bráðnunar Brúar- jökuls, sem samkvæmt Sveinbirni gæti verið möguleg á næstu hund- rað árum, eru óljós. Ótvírætt er þó að áhrifa myndi gæta á virkjanir í Hálslóni, þar sem Brúarjökull ligg- ur að lóninu og hefur vatnsrennsli úr jöklinum því bein áhrif á lónið. Virkjanir innan áhrifasvæðis Áhrifa vegna loftslagsbreytinga og bráðnunar Vatnajökuls myndi að öllum líkindum gæta á fram- kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka. Umræða um sprungur og misgengi undir Hálslóni og stíflur á svæðinu hefur verið áberandi síðan ítar- lega var gerð grein fyrir rann- sóknum jarðfræðinganna Kristj- áns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar á síðum Frétta- blaðsins 29. júlí síðastliðinn. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja virðist ekki síður mikilvægt, á þessu stigi, að beina kastljósinu að loftslagsbreytingunum. Því þær geta, samkvæmt viðhorfum vísinda- manna, valdið bráðnun Vatnajökuls á hundrað til tvö hundruð árum með ófyrirséðum afleiðingum. Hvað gerist ef Vatna- jökull bráðnar? FRAMKVÆMDASVÆÐIÐ Brúarjökull liggur að Hálslóni en vatni verður hleypt á lónið í sept- ember, samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar. SIGKETILL Í VATNAJÖKLI Virkni í eldstöðvum í Vatnajökli hefur verið mikil á sögulegum tíma. Virkasta eldstöð á Íslandi, Grímsvötn, er í Vatnajökli. Ítarlegar rannsóknir fara nú fram á Íslandi og víðar í Evrópu, um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. Árni Snorra- son, íslenskur vatnasérfræðingur, stýrir norrænu samstarfsverkefni á þessu sviði. Mikil óvissa ríkir um áhrifin en Magnús Halldórsson kynnti sér viðhorf sem uppi eru hjá vísindamönnum gagnvart hugs- anlegum loftslagsbreytingum og hvort þær geti mögulega haft áhrif á virkjanaframkvæmdir á hálendinu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kárahnjúkavirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.