Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 27.08.2006, Qupperneq 70
30 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Fimleikadeild Ármanns Innritun Æfi ngar hefjast í glæsilegri fi mleikahöll í Laugardal í byrjun september. Í boði eru kríla- tímar, áhaldafi mleikar og hópfi mleikar fyrir hressa krakka. Fimleikar eru frábær undir- staða fyrir allar íþróttir. Innritun fyrir veturinn 2006/2007 fer fram í Frjálsíþróttahöllinni (gengið inn sunnan megin) dagana 31. ágúst og 1. sept. frá 15:30-18:30. Eldri nemendur þurfa að staðfesta skráningu í deildina og ganga frá greiðslu æfi nga- gjalda og byrjendum er boðið í stöðupróf. Einnig er hægt að ganga frá skráningu á neti- nu á www.armenningar.is og greiðslum í 561-8470, eða fi mleikar@simnet.is Visa/Euro mánaðargreiðslur. Stundatöfl ur verða afhentar 4. sept. Allar nánari upplýsingar á netinu um leið og þær liggja fyrir. TAKK FYRIR AÐ REYKJA! NÝTT Í BÍÓ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA TRF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir og margt fleira Vestmanneyjar eru... Besti staður á Íslandi. Skemmtilegast við fótbolta... Allt nema að tapa Varamannabekkurinn er... Staður fyrir leikmenn nr. 12 til 18. Heimir eða Guðlaugur... Heimir með Guðlaugi. Birkir Kristinsson er... snill- ingur. Besti markmaður sem Ísland hefur átt. Skemmtilegastur í ÍBV... Páll Hjarðar. Þjóðhátíð er... Tær snilld. Bold and the Beautiful eða Neighbours... Neighbours, ekki spurning. Uppáhaldshljómsveit... Oasis. Árni Johnsen eða Bubbi... Bubbi. Finnst þér lundi góður... Já, mér finnst hann mjög góður. Hver er þessi Herjólfur... Já, skipið. MEÐ GUÐJÓNI MAGNÚSSYNI60 SEKÚNDUR FÓTBOLTI Norska félagið Fredrik- stad keypti Garðar af Val á dögun- um og þegar sótt var um keppnis- leyfi fyrir framherjann neitaði norska knattspyrnusambandið að staðfesta félagaskiptin. Ástæðan fyrir synjuninni er sú að leikmenn mega aðeins leika með tveim félögum á hverju tímabili og Garð- ar hefur þegar leikið með tveimur félögum, KR og Val, á tímabilinu en nýtt tímabil hjá FIFA hófst 1. júlí. Þessi staða gæti leitt til þess að Fredrikstad rifti samningum og því verði Garðar að koma aftur heim. Knattspyrnusamband Íslands, er að vinna í málinu fyrir Garðar og hefur sótt um undan- þágu fyrir Garðar. Ekki er von á að málið leysist fyrr en eftir viku til tíu daga að því er Garðar segir. „Þetta er ferlega svekkjandi og maður er auðvitað hundfúll yfir því að þessi staða sé komin upp,“ sagði Garðar við Fréttablaðið í gær en hann átti að leika fyrsta leik sinn fyrir félagið í dag. Af því verður augljóslega ekki og hann kemur því heim til Íslands á mánu- dag. Fari málið á versta veg er ekki loku fyrir það skotið að hann klári tímabilið með Val en hann mun væntanlega byrja að æfa með félaginu á ný strax eftir helgi. „Ég veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þeir vilja ólmir halda mér og ætla að reyna allt hvað þeir geta til að klára málið á farsælan hátt. Það er vonandi að FIFA sýni málstað okkar skilning enda liggur munurinn í því að á Íslandi er áhugamannaumhverfi þar sem leikmenn geta flestir ekki lifað eingöngu af knattspyrnunni og ef þeir sjá það er vonandi að þeir veiti mér þessa undanþágu, það verða langir dagarnir á meðan maður bíður eftir því að málið leysist,“ sagði Garðar. henry@frettabladid.is Þetta er mjög svekkjandi Mál Garðars Jóhannssonar eru komin í hnút eftir að norska knattspyrnusam- bandið synjaði honum um keppnisleyfi í Noregi. KSÍ hefur sótt um undanþágu fyrir Garðar til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. GARÐAR JÓHANNSSON Atvinnumannadraumurinn gæti verið á enda í bili þótt hann sé búinn að skrifa undir samning við Fredrikstad. FÓTBOLTI Stoke tapaði óvænt fyrir Darlington, 2-1, í deildabikarnum í vikunni þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri frá 12. mínútu. Hann- es kom inn á sem varamaður og lá við að hann og annar leikmaður Stoke, Michael Duberry, hefðu lent í slagsmálum eftir leikinn. „Þegar illa gengur og vonbrigð- in eru mikil verður þráðurinn svo- lítið stuttur, sagði Hannes sem getur þakkað dómara leiksins fyrir að hafa stigið á milli þeirra áður en til átaka kom. „Hann stóð sig vel. Þetta var líklega það eina skynsamlega sem hann gerði í leiknum. En þetta hafði engar afleiðingar, stundum gerist þetta.“ - esá Hannes og Michael Duberry: Lá við slagmál- um eftir leik MICHAEL DUBERRY Var næstum lentur í slag við Hannes Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Ekkert dóp í körfunni Lyfjaeftirlit ÍSÍ mætti á æfingu hjá körfu- knattleikslandsliðinu og voru strákarnir teknir í lyfjapróf. Niðurstöður prófanna liggja fyrir og engin efni sem eru á bannlista voru í sýnunum. > Birgir í 10. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að gera það gott á Ecco-mótinu sem fram fer í Danmörku en mótið er liður í Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur var í 9. sæti á tíu höggum undir pari þegar hann var búinn að leika ellefu holur á þriðja hring. Síðan varð að gera hlé á mótinu en því verður fram- haldið í dag. FÓTBOLTI HK tók á móti Þór frá Akureyri í gær og vann öruggan sigur, 4-0. Með þessum sigri náði HK 5 stiga forystu á Fjölni þegar tveir leikir eru eftir. Fram hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ári og HK er með pálmann í höndunum eftir sigurinn í gær. „Það er ekkert öruggt, við erum ekki farnir að fagna ennþá,“ sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, eftir sigurinn í gær. HK mætir Víkingi Ólafsvík í næstu umferð á Kópavogsvelli og Gunn- ar sagði að hans menn ætluðu sér að tryggja sér úrvalsdeildarsætið í þeim leik. „Víkingur Ólafsvík er í svipaðri stöðu og Þór er í, félagið er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og við þurfum að mæta mjög einbeittir í þann leik. Það kom mjög á óvart hvað það var lítil barátta í Þórsurunum í dag, þeir voru fljótir að gefast upp. Strákarnir hafa verið mjög ein- beittir og vita hvað er í húfi og þeir fara ekkert að slaka á á síð- ustu metrunum,“ sagði Gunnar. „Ef við erum í einu af tveimur efstu sætunum í lok tímabilsins þá eigum við erindi í efstu deild,“ sagði kátur þjálfari HK í gær. Finnbogi Llorentz, Hermann Geir Þórsson, Stefán Eggertsson og Ólafur V. Júlíusson skoruðu mörk HK í leiknum í gær. - dsd HK vann öruggan sigur á Þór í gær: HK með annan fót- inn í úrvalsdeild Á LEIÐ UPP Jón Þorgrímur og félagar á HK stefna hraðbyri upp í úrvalsdeild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.