Fréttablaðið - 27.08.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 27.08.2006, Síða 10
 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti að stjórnvöld á Íslandi hafi einungis áhuga á álbræðsluiðnaði en láti sig litlu varða menntun og hátækni. Þegar að er gáð stenst sú fullyrðing enga skoðun. Við Íslend- ingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hvað stærstum hluta þjóðar- framleiðslu okkar í rannsóknir og þróun. Það sem meira er, útgjöld til menntamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru hvað hæst á Íslandi af ríkjum OECD. Það er engin spurning að stjórnmála- mennirnir, bæði í ríkisstjórn og í sveitastjórnum um allt land, hafa á undanförnum árum aukið gríð- arlega útgjöld til menntamála. En samt er árangurinn ekki nógu góður, langt í frá. Eitt mikilvæg- asta verkefni næstu ára er án efa að greina hvernig stendur á því og finna leiðir til úrbóta. Við Íslend- ingar eigum að geta boðið börnun- um okkar upp á besta grunnskóla í heimi og við eigum að einsetja okkur að ná þeim árangri á næsta áratug eða svo. Fjölbreytileikinn mikilvægur Mér er til efs að það sé til ein lausn á þessu máli og þaðan af síður að ég eða einhver annar sé handhafi einhvers stóra sannleika um hvernig við búum til besta grunn- skóla í heimi. Þess vegna er mikil- vægt að hafa sem mestan sveigj- anleika í skólakerfinu til þess að kalla fram sem flestar hugmyndir og lausnir. Hæfileg blanda sjálf- stætt rekinna skóla og opinberra er æskileg, okkur miðar hægt áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síð- ustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skóla- starfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsfram- boðið. Með því að virkja hugmynd- ir margra er líklegt að við kom- umst að góðri niðurstöðu. Mat á gæðum skólastarfsins Það er reyndar ekki hlaupið að því að mæla árangur skólastarfsins. En slík mæling er samt mjög nauð- synleg. Ein aðferð sem nú er beitt er svokallaður framfarastuðull, en hann nýtir samræmd próf til að mæla framfarir nemenda á milli ára. Hann veitir jafnframt skóla- stjórnendum hugmynd um hvern- ig skólanum í heild gengur. Sam- ræmd próf eru nauðsynleg en um leið þurfum við að hafa í huga að þau ein og sér duga skammt. Miklu skiptir hvernig börnunum líður í skólanum, hvert viðhorf þeirra er til náms, hversu skap- andi þau eru og hver félagslegur þroski þeirra er, svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki einfalt að mæla þessa hluti en það er mjög mikil- vægt fyrir gæði skólastarfsins að nálgast þá eins vel og hægt er. Skólastjórnendur þurfa að geta borið saman árangur liðinna ára og einnig þurfa þeir að geta borið sig saman við aðra skóla. Fyrir foreldra er áríðandi að geta fylgst með því hvort skóli barna þeirra standist samanburð við aðra skóla. Laun og frammistaða Haldgott mat á gæði skólastarfs- ins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskól- ans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skóla- stjóra að greiða góðum kennara hærri laun fyrir kennslu heldur en hann greiðir slökum kennara. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Ég held að kennarar séu ekkert öðruvísi en við hin, umbun og viðurkenn- ing fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Ég tel því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórn- unarstörf. Ég er ekki að tala um einhverja ofurlaunastefnu eða launagjá á milli kennara. En menntakerfið er svo þýðingarmik- ið að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni hvort að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, eigi ekki að vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Frá jafnlaunastefnu Menntakerfið er aflvél hagkerfis- ins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu, óháð efna- hag foreldra þeirra. Eitt vanda- samasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Ein leið til að styrkja slíka skóla er sú að veita til þeirra auknum fjár- munum sérstaklega til þess að greiða góðum kennurum við skól- ann hærri laun. Um leið verður skólinn eftirsóttari vinnustaður fyrir kennara og skólastjórnendur sem náð hafa góðum árangri í starfi sínu í öðrum skólum. Eftir því sem kennaraliðið er öflugra, því meiri líkur eru á því að börn sem koma úr erfiðu umhverfi fái sömu tækifæri og önnur börn. Við eigum að hverfa frá jafnlauna- stefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði mennt- unar í landinu. �������������� ������� ���������� ���� ������������������������������ ������������������������������ ��������������� �������������� ������ Í DAG MÁLEFNI GRUNNSKÓLA ILLUGI GUNNARSSON „Menntakerfið er svo þýðingar- mikið að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni hvort að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, eigi ekki að vera samhengi á milli launa og frammistöðu.“ AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Varla líður sú vika að ekki berist fréttir af því að toll-verðir og lögregla hafi komið upp um smygl á fíkniefn-um og eiturlyfjum til landsins. Á föstudaginn var hér í Fréttablaðinu frétt um að tveir karlmenn og kona hefðu verið handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag með hálft kíló af örvandi efnum, og er talið að um kókaín sé að ræða. Þá var í síðustu viku framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla hingað til lands nærri tveimur kílóum af kókaíni í byrjun ágúst. Tveir aðrir karl- menn eru taldir viðriðnir málið og er allt þetta fólk í gæslu- varðhaldi um þessar mundir. Sumt af því verður líklega undir lás og slá fram í október, eða þar til rannsókn málsins fer að skýrast í smáatriðum. Allt þetta fólk er um og yfir tvítugt, og má gera ráð fyrir því að það sé flest meira og minna háð fíkni- efnum, og sumt af því svokölluð burðardýr. Í fyrrihluta ágúst- mánaðar hefur því tollvörðum og lögreglu tekist að koma upp um smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni sem er meira en á heilu ári fyrir nokkrum misserum. Það er því greinilegt að kókaínsmygl hefur færst í aukana, og þarna er því verk að vinna fyrir yfirvöld. Þótt lögreglu og tollvörðum hafi tekist að koma upp um smygl á þessu eitri, má búast við að töluvert hafi flotið fram- hjá árvökulum augum þeirra sem fylgjast með komu farþega til landsins. Fjölgun kókaíntilfella sem berast heilbrigðisyfir- völdum bendir til þess. Það er mjög brýnt að öllum tiltækum ráðum sé beitt til að koma í veg fyrir aukna kókaínneyslu og þá virðist einsýnt að efling lögreglu og tollgæslu liggi beint við. Refsing fyrir inn- flutning á fíkniefnum hefur þegar verið hert, en það virðist duga skammt. Því hefur líka verið haldið fram að refsing fyrir fíkniefnabrot, sé í ósamræmi við mörg önnur brot, að harðar sé tekið á þeim en líkamsárásum, svo dæmi séu nefnd, og þrátt fyrir það streymi fíkniefnin til landsins. Hrollvekjandi fréttir af fíkniefnabrotum Íslendinga í fjar- lægum löndum birtust í vikunni. Annars vegar var um að ræða pilt sem handtekinn var í Brasilíu á mánudag með um tólf kíló af hassi og hins vegar greindi Fréttablaðið frá því að piltur á þrítugsaldri sæti þar í gæsluvarðhaldi vegna tilraun- ar til að smygla tveimur kílóum af kókaíni úr landi. Frétta- blaðið náði tali af piltinum þar sem hann situr í tíu fermetra klefa ásamt níu öðrum föngum og óttast stöðugt um líf sitt. Lýsingu piltsins á aðstæðum ættu aðrir á svipaðri braut að láta sér að kenningu verða. Það má leiða líkur að því að þessi tvö kíló af kókaíni hafi átt að fara hingað til lands, þótt ekki sé hægt á þessu stigi að fullyrða neitt um það. Þá vaknar óneit- anlega sá grunur að einhverjir sem tengjast Íslandi standi á bak við þessar sendingar og piltarnir ungu séu aðeins peð kókaín- og hassbaróna, og séu að greiða fíkniefnaskuldir með því að smygla eitrinu milli landa. Þessi nýlegu dæmi hér heima og erlendis þar sem Íslend- ingar koma við sögu í fíkniefnamálum, minna enn og aftur á það að þörf er á miklu og öflugu eftirliti til að reyna að koma í veg fyrir að eitrið berist til landsins. Það er ekki nóg að þyngja refsingar fyrir afbrot vegna fíkniefna, aðalatriðið er að koma í veg fyrir að efnin komi til landsins, og þá þarf fjár- veitingavaldið að koma til móts við óskir einstakra lögreglu- embætta í þessum efnum, ekki síst lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli, þar sem umferðin er mest. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Íslendingar í haldi hér og erlendis vegna fíkniefnabrota. Kókaín flæðir yfir Betri grunnskóla Sátt á Hólmavík Sakleysisleg frásögn í Fréttablaðinu af lundaveiðum sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, leiddi í ljós að ráðherrann var ekki með tilskilin leyfi til að stunda slíkar veiðar. Þessi staðreynd vakti vitaskuld athygli, og hafa margir á það bent að hann hefði átt að vita betur, hann var í hópi þeirra sem samþykktu lög um veiðikort á sínum tíma. Engin eftirmál verða af atvikinu, hann hefur gengið frá sáttum við sýslumann á Hólma- vík og greitt 20.000 króna sekt. Það má svo telja víst að Einar sæki um veiði- kort fyrir lundaveiðar næsta sumars en fram kom í grein Fréttablaðsins að hann stundaði þessar veiðar ár hvert. Ort um Einar? Hólmvíkingar munu þá væntanlega rekast á Einar næsta sumar á leið sinni í Steingrímsfjörð. En aldrei er að vita nema þeir hafi tekið athæfi sjávarútvegsráðherra fyrir á hagyrðinga- móti sem haldið var í Hólmavík í gærkvöld. Þar voru saman komnir bestu hagyrðingar landsins á landsmóti hagyrðinga. Stjórn- málamenn hafa löngum verið skotspónn og yrkisefni hagyrð- inga og engin ástæða til að ætla annað en að svo hafi verið í þetta skiptið. Rigning á Akureyrar- vöku Hagyrðingar komu saman á Hólmavík í gær en það var á fleiri stöðum sem fólk kom saman . Á Akureyri var Akureyrarvaka og mikið af fólki var á ferli í miðbæ Akureyrar. Þar fór bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson fremstur í flokki. Veður lék ekki við Akureyringa sem státa sig þó af því að það sé alltaf gott veður í höf- uðstað Norðurlands, það rigndi á gesti. En gestir á Akureyrarviku kunnu ráð við því og spenntu upp regnhlífar til að verja sig og var tilkomumikið að horfa yfir regnhlífabreiðuna. Ekki höfðu þó allir fyrir því. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra spókaði sig regnhlífalaus í miðbæ Akureyrar, ásamt manni sínum, Arvid Kro. Valgerður kom til Íslands frá Noregi síðdegis í gær og var mætt á Akureyrarvök- una ekki löngu síðar. sbt@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.