Fréttablaðið - 27.08.2006, Side 64

Fréttablaðið - 27.08.2006, Side 64
 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR24 menning@frettabladid.is ! LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4300 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sunnudag 3. september kl. 15 Uppselt Sunnudag 3. september kl. 20 Uppselt Fimmtudag 7. september kl. 20 Laus sæti Föstudag 8. september kl. 20 Laus sæti Laugardag 9. september kl. 20 Laus sæti Sunnudagur 10. september kl. 16 Laus sæti Föstudagur 15. septemberkl. 20 Laugardagur 16. september kl. 20 Laugardagur 23. september kl. 20 Sunnudagur 24. september kl. 16 Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU Kl. 10 Síðustu opnunarhelgi sumarsins á Árbæjarsafni lýkur í dag. Hinn árlegi haustmarkaður hefst klukkan 11 þar sem selt er grænmeti úr matjurtar- görðum safnsins. > Ekki missa af... síðasta degi bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Í dag búa börn meðal annars til krítarlistaverk við íþróttahúsið Varmá og ungur tónlistarmaður leikur eigin verk í Kjarna. sýningu mæðgnanna Valgerðar Briem og Valgerðar Bergs- dóttur í Gerðarsafni en þar gefst listamönnum samtímans kostur á að fara í pílagrímsför og sjá verk eins af áhrifamestu myndlistarkennurum hérlendis á síðustu öld. Ljósmyndasýningu Þorgerðar Gunnarsdóttur áhugaljósmynd- ara í Félagsbæ í Borgarnesi. Eins og venjan er alla sunnudaga býður Listasafn Íslands upp á leiðsögn í dag klukkan 14. Verður farið um sýninguna Landslagið og þjóðsagan í dag. Á sýningunni er fjallað um íslenska landslagslist frá upphafi síðustu aldar, eftir nokkra af okkar fremstu listamönnum, og einnig eru á sýningunni verk sem byggja á túlkun þjóðsagna. Leiðsögnin í dag er farin í fylgd Einars Garibaldi Eiríkssonar myndlistarmanns og prófessors við Lista- háskóla Íslands. Leiðsögnina kallar Einar Garibaldi Þjóðsagan og landslagið og fer hann um sýninguna Landslagið og þjóðsagan. Þar hefur hann valið fjög- ur verk sem hann styðst við og notar sem leiðarstef í leiðsögninni. Hann fjallar um landslagsmynda- hefðina og fjölbreytta framsetningu náttúrunnar í íslenskri myndlist. Enginn þarf að greiða aðgang að Listasafni Íslands og er leiðsögnin einnig ókeypis. Allir eru velkomnir og verður lagt af stað klukkan 14. Fjölbreytt framsetning náttúru LEIÐSÖGN Á LISTASAFNINU Einar Garibaldi Eiríksson er leiðsögumaður í Listasafni Íslands í dag. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 24 25 26 27 28 29 30 Sunnudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Í kvöld munu hljómsveit- irnar The Dyers, Jack London, Retro Stefson, Andrúm og Frú Grímhildur spila í TÞM, Hólmaslóð 2 úti á Granda. 500 krónur inn, allir velkomnir. ■ ■ SÝNINGAR  09.00 Sumarsýning Listvinafélags Hallgrímskirkju á verkum Ásgerðar Búadóttur. Sýningunni lýkur þriðju- daginn 29. ágúst.  12.00 Sumarsýningu í anddyri Norræna hússins lýkur í dag. Ljósmyndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið til klukkan 17.  12.00 Samsýning á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir hafa verið til Íslensku sjónlistaverðlaunanna var opnuð í gær í Listasafninu á Akureyri. Opið alla daga nema mánudaga 12-17.  13.00 Sumarsýning Handverks og hönnunar lýkur í dag. Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun eftir 37 aðila. Opið til klukk- an 17 í Aðalstræti 12, önnur hæð. ■ ■ FÉLAGSLÍF  12.00 Berjatínsluferð SÁÁ í Selvog. Lagt verður af stað frá Essó Ártúnshöfða. Takið með ykkur nesti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Í dag er dyrum Reykholts- kirkju hinnar eldri lokið upp fyrir almenningi eftir endurbætur sem staðið hafa yfir á þessari fallegu kirkju um fimm ára skeið. „Við erum sérstaklega ánægð með að fá kirkjuna í gagnið,“ segir Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu í Reyk- holti. Mikil uppbygging hefur verið í Reykholti þar sem unnið er að svokölluðum minjagarði. „Við viljum hafa til sýnis allt sem tengist sögu staðarins, alveg fram til nútímans. Þá er ég ekki bara að tala um tíma Snorra Sturlusonar heldur líka þá þróun sem hefur átt sér stað, eins og saga skólans og fleira,“ segir Bergur. Uppbygg- ing á svæðinu í heild sinni er því þýðingarmikil fyrir þá starfsemi sem nú er í Reykholti. „Við viljum að fólk geti líka notið útivist- ar hér, fornleifanna og um leið gömlu kirkjunn- ar. Þess vegna er þessi opnun gríðarlega mikil- vægt fyrir okkur.“ Endurbæturnar á kirkjunni eru búnar að standa yfir síðan árið 2001 og hafa verið nokkuð viðamiklar. „Gamla kirkj- an var í mjög slæmu ásigkomu- lagi og hafði í rauninni ekki feng- ið viðhald í fjölda ára. Hún var því býsna illa farin bæði að innan og utan áður en hún komst í vörslu Þjóðminjasafnsins,“ útskýrir Bergur. Ekki er að sjá núna að kirkjan hafi nokkurn tímann verið í nið- urníðslu enda er hún sérstaklega falleg að sjá. „Það sem gert var í þessu verkefni var að gera kirkj- una upp bæði að innan og utan og færa kirkjuna til upprunalegs horfs, eða með því útliti sem menn telja að hafi verið á henni þegar hún var byggð,“ segir Berg- ur sem bætir við að það hafi þó verið nokkrum vandkvæðum bundið að finna upprunalegt útlit kirkjunnar. „Kirkjunni var breytt og settur á hana gotneskur stíll í kringum 1950 og það var töluverð vinna fólgin í því að vita hvernig hún leit út í upphafi,“ bætir hann við. Bergur segist ekki vera sér- fræðingurinn sem eigi að svara fyrir það hver séu sérkenni gömlu kirkjunnar í Reykholti. „Eftir því sem mér skilst er hún í stíl við Dómkirkj- una í Reykjavík og ljóst að menn voru að líkja eftir henni. Kirkjan er líka býsna stór fyrir þenn- an tíma og því mikilvæg í byggingarsögunni. Hún er þó að öðru leyti með nokkuð hefðbundnu sniði.“ Í tilefni opnunarinnar stendur Snorrastofa fyrir sérstakri dagskrá í Reyk- holti sem hefst klukkan 14 með messu í nýju kirkjunni. Boðið er til kaffisamsætis að messunni lok- inni og klukkan 15.30 flytur Guð- rún Sveinbjarnardóttir, stjórn- andi fornleifarannsóknanna í Reykholti, fyrirlestur. „Guðrún heldur fyrirlestra um fornleifa- uppgröftinn og þessir fyrirlestrar hafa alltaf verið mjög fjölsóttir,“ segir Bergur en að því loknu, eða klukkan 16.30, opnar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður formlega gömlu kirkjuna. „Allir eru velkomnir og aðgangur ókeyp- is að dagskránni. Dagskáin er auð- vitað samhangandi en menn geta komið á hvern lið fyrir sig,“ segir Bergur Þorgeirsson, forstöðu- maður Snorrastofu í Reykholti. annat@frettabladid.is Í Reykholti er meira en bara Snorri Sturluson GAMLA KIRKJAN SEM NÝ Í dag verður gamla kirkjan í Reykholti formlega opnuð og stendur Snorrastofa fyrir sérstakri dagskrá í Reykholti af því tilefni. Dagskráin hefst með messu klukkan 14 og rekur svo hver dagskrárliðurinn annan fram að því að þjóðminjavörður opnar kirkjuna klukkan 16.30. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ BERGUR ÞORGEIRS- SON Forstöðumað- ur Snorrastofu í Reykholti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.