Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 27.08.2006, Qupperneq 65
SUNNUDAGUR 27. ágúst 2006 25 R V 62 12 A Á tilboði í ágúst 2006Öflugar gólfþvottavélar frá TASKI 499.836 kr. TASKI Swingo 750 B Lítil og nett, en þó afkastamikil vél. Raunhæf afköst 750m2/klst 738.807 kr. TASKI Swingo 1250 B Hentar meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum. Raunhæf afköst 1250m2/klst 414.943 kr. TASKI Swingo 450 Einstakleg lipur vél sem hentar vel þar sem er þröngt. Raunhæf afköst 450m2/klst Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! TASKI 750 B og 1250 B bjóðast einnig á rekstarleigu. Hafðu samband við rágjafa RV og kynntu þér málið. HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Þegar Günter Grass kom til Íslands í boði bókmenntahátíðar árið 2000 var farið með hann í bíltúr um Kaldadal í Borgarfjörðinn. Á Kaldadal þurfti oft að stoppa á þessum bjarta en kalda haustdegi því þýska skáldið vildi fara út og teikna. Ég sé hann fyrir mér sitj- andi á steini mitt í grjótauðninni með blað og blýant, í þykkri her- stöðvaandstæðingaúlpu, með pípustert undan svipmiklu yfirvar- arskegginu, mælandi umhverfið með því að líta hvössu augnaráði yfir kringlótt gleraugun. Hann er upphaflega myndlistarmaður, hefur fengist við teikningu, grafík og höggmyndir. Teiknistíll hans er ekki ósvipaður ritstílnum, svolítið ofhlaðinn, fullur af ýktum smáatriðum en samt er eitthvert undarlegt samræmi yfir mynd- heildinni. Teiknarinn frá Danzig Þessi stíll, ásamt næmri athyglisgáfu og litríkum frásagnarhæfi- leika birtist strax í fyrstu og frægustu skáldsögu Grass, Blikk- trommunni (1959). Sem um leið er einstæð mynd af horfinni ver- öld Austur-Prússlands, því hún gerist í heimabæ skáldsins, Danzig, sem nú er Gdansk í Póllandi. Þar fæddist hann árið 1927 og þegar hann komst til einhvers vits var Hitler kominn til valda. Danzig átti að heita sjálfstæð borg en nasistar innlimuðu hana í Þýskaland árið 1939. Grass ólst upp við þjóðernis- og hernaðarhyggju nasista enda lögðu þeir sérstaka rækt við þetta svæði, og hófu svo seinni heimsstyrjöldina með innrás í Pólland. Drengurinn Günter lifði sig inn í þennan heim og gekk til liðs við Hitlersæskuna. Blikktromman er fyrsti hluti hins svonefnda Danzig-þríleiks, hinar bækurnar eru Köttur og mús og Hundaár; tveir fyrstu hlut- arnir hafa komið út á íslensku. Danzig er Grass það sem Grindavík er Guðbergi. Þótt þeir hafi skrifað fjölda bóka og sumar gerist annars staðar, er þetta það sögusvið sem þeir kunna best, heima- völlurinn í höfundskapnum. Og nú er Grass kominn aftur á þessar slóðir, hefur fyllt eyður minninganna með ótal fínlegum strikum í sjálfsævisöguverkinu „Þegar laukurinn er skrældur“, flett lögun- um utanaf myrkri gleymskunnar. Sársauki minninganna Það hefur ekki farið framhjá neinum að Grass segir frá því í þess- ari bók að síðustu mánuði stríðsins, þá á átjánda aldursári, barðist hann með hersveitum SS. Hann hefði mátt segja okkur það fyrr. Þó hafa fáir höfundar verið jafn óhlífisamir í uppgjöri við fortíð þjóð- ar sinnar, snúist jafn eindregið gegn fegrun hennar. Nasisminn bólusetti hann gegn allri alræðishugmyndafræði og Grass gerðist sósíaldemókrati, tók meira að segja einu sinni þátt í kosningabar- áttu Willy Brandt (og skrifaði um það bók: Úr dagbók snigils). Greinarhöfundur minnist þess að hafa fylgst með því á alþjóðlegu rithöfundaþingi fyrir tuttugu árum þegar Grass tók sanntrúaða fulltrúa austantjaldsríkjanna til bæna. Hann var maður efans, ekki sigurgleðinnar og síðbúin sameining Þýskalands lagðist illa í hann. Grass hefur ekki dregið fjöður yfir það að bók hans geymir ótal sársaukafullar minningar; hér segir hann líka í fyrsta sinn frá afdrifum síns fólks þegar Rauði herinn hrakti þann þýska á brott frá Danzig og rússneskir hermenn nauðguðu móður hans. Hann frétti það hjá systur sinni, eftir að móðir þeirra var fallin frá. Hún gat aldrei talað um það við hann, fremur en svo margir af þeim sem lifðu hörmungar stríðsins gátu nokkurn tímann komið orðum að þeim. „Fyrst þarf maður að verða nógu gamall til að þora yfirleitt að taka þá áhættu að skrifa um sjálfan sig,“ sagði Grass í viðtali í vor. Það hefur verið sagt að hann skuldi lesendum sínum skýrari svör. En þeir skulda honum líka að lesa þessa bók, fylgjast með því þegar hann glæðir auðnina lífi einsog á Kaldadal forðum. Halldór Guðmundsson Günter Grass Ný þýðing á metsölubók- inni Norwegian Wood eftir Haruki Murakami er komin út. Bókin er sú 41. í Neon-bóka- flokki Bjarts sem er helgaður nýjum og nýútgefnum erlend- um skáldverkum í fremstu röð. Uggi Jónsson íslensk- aði bókina. Haruki Mur- akami þarf vart að kynna fyrir íslenskum lesend- um. Hann er einn vinsæl- asti rithöfundur samtímans og hafa fjórar bækur hans þegar komið út í íslenskri þýðingu. Bókin Norwegian Wood fjallar um Toru Waranabe sem heyrir uppáhalds- lagið sitt með hljómsveitinni Bítlunum. Hann minnist þess þegar hann var ungur námsmaður í Tókýó og rifjar upp kynni sín við fyrstu ástina, Naoko. Bókin var fyrst gefin út í Japan og seldist þar í fjórum milljónum eintaka. Síðan hefur hún verið þýdd á fjölda tungmála og setið á metsölulist- um um allan heim. Ný þýðing bókar eftir Murakami METSÖLUHÖFUNDURINN MURAKAMI Ný þýðing af bók Murakami, Norwegian Wood, er komin út hjá Bjarti. Ritið, tímarit Hugvísinda- stofnunar, kom nýverið út og er þemað að þessu sinni miðaldir. Ritið prýðir að venju greinar af margvís- legum toga, þýðingar og ljósmyndir. Svanhildur Óskarsdóttir er annar ritstjóri Ritsins: 3/2005, tímarits Hugvísindastofnunar, og hún segir að tímaritið sé mjög mikilvægur vettvangur til að ræða um fræðin á íslensku. „Þetta er ritrýnt tíma- rit svo farið er yfir greinar sem birtast í því af öðrum fræðimönn- um og lagt mat á þær. Ritið nýtist líka í kennslu og þess vegna höfum við haldið í að hafa það þematengt svo hægt sé að ná utan um ákveðin fræðasvið með markvissum hætti,“ segir Svanhildur. Hún segir að jafnframt hafi Ritið þýð- ingu fyrir fólk utan fræðasamfé- lagsins og greinarnar veki oft athygli almennings. „Ýmsir áskrif- endur að Ritinu eru ekki háskóla- fólk og þarna eru oft greinar sem koma almenningi við.“ Aðspurð um af hverju miðaldir hafi orðið fyrir valinu segir Svan- hildur að valið hafi að vissu leyti verið persónulegt fyrir hana. „Ég fæst mest við miðaldir og þetta er síðasta heftið sem ég ritstýri,“ segir Svanhildur sem er búin að vera annar tveggja ritstjóra í tvo árganga, fyrst með Jóni Ólafssyni og núna með Gunnþórunni Guð- mundsdóttur. „Þetta eru samtals sex hefti sem ég hef komið að og mig langaði til að gera miðöldun- um til góða í mínu síðasta hefti. Hérna eru mjög öflugar rannsókn- ir á sviði miðaldafræði og eru í rauninni á mörgum sviðum. Þetta eru sagnfræðingar, bókmennta- fræðingar, fornleifafræðingar og fólk sem er farið að rann- saka listasögu.“ Í hefti Ritstins fer að sögn Svanhildar mest fyrir greinum um bókmenntir, þótt ýmislegt fleira sé þar að finna, eins og ljós- myndasería Árna Ein- arssonar sem nefnist Miðaldir úr lofti. „Svo langaði okkur til þess að fjalla ekki bara um íslenskar mið- aldir heldur huga líka að evrópskum mið- aldabókmenntum,“ segir Svanhild- ur sem bendir í þessu sambandi á grein Ásdísar Magnúsdóttur um franskt miðaldaverk. Einnig minnist Svanhildur á að ristjórana hafi langað til að lengja í miðöldunum og birta grein eftir franskan fræðimann sem ræðir um að miðöldum ljúki ekki fyrr en með iðnbyltingunni á átjándu öld. „Þannig megi segja að ýmis ein- kenni miðaldamenn- ingar haldi áfram fram yfir þann tíma sem venjulega er miðað við þegar er sagt að miðöldum ljúki, í kringum fimmtán hund- ruð,“ segir Svanhildur og bætir við að í Ritinu séu einnig greinar eftir íslenska fræði- menn sem teygja sig út fyrir hefð- bundinn tímaramma miðaldanna. Þýðingar erlendra fræðigreina hafa alltaf verið mjög mikilvægur hluti Ritsins. „Þessar greinar eru oft mikið notaðar við kennslu og Ritið hefur þess vegna nýst kenn- urum við háskólann mjög vel,“ segir Svanhildur. Í þessu hefti Ritsins eru þrjár þýddar greinar og er að mati Svanhildar skemmti- legt að höfundar þeirra koma allir hver frá sínu landinu, Frakkinn Jacques Le Goff, danski fræði- maðurinn Preben Meulengracht Sørensen og Íri sem starfar í Bandaríkjunum og heitir Peter Brown. „Þetta eru ólíkir fræði- menn sem hafa þó allir haft mikil áhrif á sitt fræðasvið,“ segir Svan- hildur Óskarsdóttir. annat@frettabladid.is Ekki ritað í fílabeinsturni SVANHILDUR ÓSKARSDÓTTIR OG GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Ritstjórar þriðja tölu- blaðs árgangsins 2005 af Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.