Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 22
6. september 2006 MIÐVIKUDAGUR22
AF NETINU
Umræðan
Fiskveiðistjórnun
Hvers vegna greinir Fréttablaðið ein-ungis frá vissum viðhorfum til fisk-
veiðistjórnar á meðan blaðið þegir alger-
lega um önnur sjónarmið? Það er ekki
hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru
en að blaðið reki áróður.
Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu
minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið
athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið
á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins
Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðis-
flokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskr-
aði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar
einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann
Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráð-
herra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður
dómsmálaráðherra.
Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta
Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagn-
rýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á
að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir
viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fisk-
veiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að
hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor.
Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf
sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráð-
herra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur
stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal
sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar
að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að
halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf
eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og
ekki síst meðal sjómanna.
Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau
sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu
og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá
gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason próf-
essor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hag-
kvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veik-
um grunni en á fundinum í Brussel sýndum við
tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar
minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið
notað til að stýra fiskveiðum.
Þetta ættu Íslendingar að vita manna
best þar sem þorskaflinn nú er helmingi
minni en fyrir daga kvótakerfisins.
Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um
ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason
kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að
ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið
tryggt að engum andmælendum yrði hleypt
að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráð-
stefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð
um samfélags- og efnahagsmál, og þar er
fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofn-
endum miðstöðvarinnar ásamt því að vera
formaður hennar núna.
Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýs-
ingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og
skoðað „Fulltrúaráð“ sést hverjir fara þar með æðsta
vald og fjárhag stofnunarinnar:
Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakka-
varar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO,
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjáns-
son, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingi-
mundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann
J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleið-
enda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunar-
sviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig
Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigur-
laugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskól-
ans í Reykjavík.
Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stend-
ur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa
sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar
sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnu-
hlutverk við búningagerðina.
Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um
gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem
þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og
verða aldrei betra en ómerkilegur áróður.
Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Er Fréttablaðið í áróðri?
SIGURJÓN ÞÓRÐARSSON
Umræðan
Gengið til góðs
Laugardaginn 9. sept-ember efnir Rauði
kross Íslands til lands-
söfnunar undir kjörorð-
inu „Göngum til góðs“
og verður söfnunarfénu
varið til verkefna Rauða
krossins í Malaví, Mós-
ambík og Suður-Afríku.
Sérstök áhersla er lögð á
að aðstoða börn sem
misst hafa foreldra sína
úr alnæmi.
Mér er málið skylt þar sem ég
er fædd og uppalin í Suður-Afríku
auk þess að hafa starfað með
Rauða krossi Íslands sem sjálf-
boðaliði í mörg ár. Mér er það því
kærkomið að leggja málefninu lið
og vil hvetja alla til að gerast sjálf-
boðaliðar þennan dag og ganga í
hús til að safna fyrir Rauða kross-
inn.
Þetta hefur einnig vakið mig til
umhugsunar um hlutskipti mitt.
Oft hef ég verið með samviskubit
yfir því hvað ég hef það gott í líf-
inu. Ég er við góða heilsu, er í
góðri vinnu, er gift yndislegum
manni og á fjögur frábær börn.
Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið
og þarf ekki að hafa áhyggjur af
því hvort það verður matur á borð-
inu.
Þetta eru hlutir sem við hér á
Íslandi hugsum ekki mikið um en
ég hefði auðveldlega getað verið í
hópi þeirra milljóna sem þjást
sökum alnæmis í sunnanverðri
Afríku þar sem yfir 25 milljónir
fullorðinna og barna eru með HIV-
veiruna. Þar er góð heilsa ekki
sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema
um 45 ár í Suður-Afríku og því
augljóst að mjög mörg börn verða
munaðarlaus. Velverðarkerfið er
auk þess ekki upp á marga fiska
og því búa mörg þessara barna við
gríðarlega fátækt og vanrækslu.
Árið 2003 fékk ég tækifæri að
fara til Suður-Afríku á vegum
Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra
hlið á fyrrum heimalandi mínu
sem ég sá aldrei á þeim rúmlega
20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt
er að loka augunum fyrir því sem
maður vill helst ekki sjá og á
meðan aðskilnaðarstefna ríkti í
Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á
blökkumanna svæðin. Að fá að
fara inn í fátækrahverfi með full-
trúum frá Rauða krossinum í
Suður-Afríku var einstök upplif-
un.
Fátæktin er svo gríð-
arleg að ekki var annað
hægt en að fá tár í
augun. Þarna bjó fólk
eins og ég. Fólk með
sömu tilfinningar, lang-
anir og væntingar við
hörmulegar aðstæður.
Ungur alnæmissjúk-
lingur sem við hittum
fékk engin lyf, en hjúkr-
unarkona á vegum
Rauða krossins heim-
sótti hann og veitti
honum þá aðhlynningu
sem hægt var miðað við
aðstæður. Matarpökk-
um með því nauðsynlegasta er
dreift til þeirra sem eru verst
staddir.
Allir á þessu svæði þekkja ein-
hvern sem smitaður er af alnæmi
og því snertir alnæmisfaraldurinn
líf allra Suður-Afríkumanna.
Atvinnuleysi er einnig mikið og
það vonleysi sem því fylgir eykur
enn vandamálin sem fyrir eru. Það
er því ekki auðvelt að ala upp börn
í svona umhverfi. Þar kemur
Rauði kross Suður-Afríku sterkt
inn og er með mjög öfluga starf-
semi fyrir börn og unglinga sem
veitir þeim öruggt skjól. Sjálf-
boðaliðar sinna að mestu þessari
starfsemi og er allt gert til að
byggja upp sjálfstraust og sjálfs-
virðingu barnanna. Þarna er búinn
til griðastaður þar sem þau fá að
vera bara börn.
Það sem okkur frá Íslandi
fannst undarlegt var að sjá hversu
stutt var í brosið hjá öllum þeim
börnum sem við hittum þrátt fyrir
þá erfiðleika sem þau lifa við.
Þetta hefði alveg eins getað verið
hlutskipti mitt og barnanna minna
í lífinu – að berjast allan liðlangan
daginn fyrir því sem aðrir telja
sjálfsagða hluti. En örlög mín voru
önnur. Ég kom til Íslands og hér er
gott að búa. Ég er stolt af því að
vera Íslendingur og lifi í þeirri trú
að margt smátt geti gert krafta-
verk. Því ætla ég að ganga til góðs
fyrir mitt gamla heimaland á laug-
ardaginn kemur.
Margt smátt getur
gert kraftaverk
ESTER BRUNE
Hræðslubandalagið
Stefán Pálsson er hissa á orðalagi
formanns Framsóknarflokksins.
Jón Sigurðsson, sagnfræðingur og for-
maður Framsóknarflokksins var ekki
hrifinn af hugmyndum Steingríms
Joð þess efnis að stjórnarandstöðu-
flokkarnir ættu
að blása til kosn-
ingabandalags
næsta vor. Það
kom svo sem
ekki á óvart.
Það kom hins
vegar á óvart
að heyra hann
í kvöldfréttun-
um tala um
hræðslubandalag
í niðrandi merkingu.
Eins og sagnfræðingurinn Jón veit
mætavel, var orðið hræðslubandalag
upphaflega notað af andstæðingur
kosningabandalags Framsóknar og
Alþýðuflokks í þingkosningunum
1956. Nafnið festist fljótlega við
bandalagið, að hluta til vegna þess
að aðstandendum þess hafði láðst að
búa til þjált nafn á það.
Í mínum huga eru það talsverð
söguleg tíðindi að formaður Fram-
sóknarflokksins - og það sagnfræði-
menntaður maður - skuli nota orðið
hræðslubandalag á þennan hátt í
niðrandi merkingu. Það jafngildir því
ef forystumenn Sjálfstæðisflokksins
eða sósíalista myndu nota orðið
Vilja ekki evruna
Útflytjendur í Bretlandi eru ekki
eins hrifnir af evrunni og áður.
Þeim fjölgar í röðum breskra útflutn-
ingsaðila sem vilja ekki að Bretar taki
upp evruna ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar sem fyrirtækið
Atradius birti í júlí sl. Samkvæmt
þeim myndu 56,7% þeirra taka
afstöðu gegn evrunni ef kosið væri
um hana í Bretlandi nú. Í sambæri-
legri úttekt árið 2002 sögðust 50,2%
styðja upptöku evrunnar á meðan
49,8% höfnuðu henni.
Ekki er ósennilegt að skýrsla bresku
rannsóknarstofnunarinnar Centre
for Economic Policy Research frá því
í júní sl., sem leiddi í ljós að evran
hefur ekki leitt til aukinna utanríkis-
viðskipta þeirra landa sem tekið hafa
hana upp umfram þau Evrópusam-
bandsríki sem ekki hafa gert það, hafi
haft áhrif á afstöðu bresku útflutn-
ingsaðilanna.
Af heimssyn.is
nýsköpunarstjórn sem skammaryrði.
Er von á fleiri slíkum uppgjörum Jóns
Sigurðssonar við fortíð Framsókn-
arflokksins á næstunni? Mun hann
kannski næst senda Ólafi Jóhannes-
syni eða Steingrími Hermannssyni
tóninn? Eða mun sagnfræðingurinn
frá Bifröst næst kalla pólitíska and-
stæðinga sína Tímaklíku?
Af kaninka.net/stefan/
Stefán Pálsson
Fátæktin er svo gríðarleg að
ekki var annað hægt en að fá
tár í augun. Þarna bjó fólk eins
og ég. Fólk með sömu tilfinn-
ingar, langanir og væntingar
við hörmulegar aðstæður.
������ ����� �������������������������
�����������������
������������
�����������������
�������������������������
������������
����������� �����
��������������������������
������������
�����������������
���������������
����������������� ����
������������������ ����
������������������������
���������������������������
�����������
�����������������
������� ������
������������
����������� �����