Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 6. september 2006 31 Sálin flytur sérvalin lög úr söngvasafni sínu með fulltingi aðstoðarhljóð- færaleikara. Lögin eru útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða Gospelkór Reykjavíkur, undir stjórn Óskars Einarssonar. Miðasala á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. GOSPELKÓR REYKJAVÍKUR Stórtónleikar Laugardalsh öll 15. september ÁSAMT Einstök og ógleyman leg kvöldstund ! Edgar Smá ri & Ómar Guðj óns hita upp Aðeins selt í sæti - miðamagn takmarkað! Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar- innar hefst með óvenjulegum hætti þetta árið en fyrirhugaðir útitónleikar sveitarinnar á Austurvelli hafa verið færðir á skjólbetri stað. Það rignir sjaldn- ar í Smáralindinni og víst er skjólgott í Kópavoginum svo dýr- mætum hljóðfærum sveitarinn- ar er borgið og færri fá kvef. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en stjórnandinn Rumon Gamba mun stýra sveitinni, sem leikur glæsi- leg verk úr heimi tónbók- menntanna og er þetta því kjörið tækifæri fyrir forvitna tónlistar- unnendur að hlýða á frábæran flutning á þessu óvenjulega tón- leikastað. Á morgun, föstudag, verður sveitin síðan komin á sinn heima- völl í Háskólabíói en þá mun norska sópransöngkonan Solveig Kringelborn syngja með sveit- inni. Kringelborn hefur undan- farin misseri heillað hlustendur með hæfileikum sínum en hún er orðin gríðarlega eftirsótt í óperu- og tónleikasölum heims- ins. Túlkun hennar á verkum norrænna skálda hefur verið hampað töluvert og því bíða margir komu hennar með eftir- væntingu. Kringelborn syngur einnig á sérstökum tónleikum næstkom- andi laugardag en tónleikar þeir eru til styrktar verkefninu „Lífið kallar“ sem er samstarfsverk- efni FL Group, BUGL og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Verkefnið miðar að því að styrkja fjölskyld- ur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoða við mótun nýrrar lífs- sýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. Nánari upplýsingar um vetrar- starf sveitarinnar má finna á www.sinfonia.is. - khh Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind ÓVENJULEGUR TÓNLEIKASTAÐUR Það er skjólbetra í Smáralind en á Austurvelli. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 3 4 5 6 7 8 9 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Fyrstu tónleikar hátíðarinnar Tónar við hafið í Ölfusi fara fram í Versölum, Ráðhúsi Ölfushrepps í kvöld. Fram kemur jazzkvintett og leikur þekkt íslensk sönglög í nýjum útsetningum auk frumsaminna laga. Kvintettinn skipa Ingibjörg Guðjónsdóttir, Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson, Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Birgir Guðmundsson ræðir um áhrif DV á umræðuna um íslenska fjölmiðlasiðfræði á vegum Félagsvísindatorgs Háskólans á Akureyri. Erindi sitt flytur Birgir í stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. ■ ■ SÝNINGAR  09.00 Hafliði Hallgrímsson tónskáld og myndlistarmaður sýnir verk sín á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Hafliði sýnir tólf verk í kirkjunni sem öll hafa trúar- lega skírskotun. Sýningin stendur fram í miðjan október.  10.00 Myndlistarsýningin Pakkhús postulana stendur fyrir í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Ellefu ungir listamenn eiga verk á sýningunni en í tengslum við hana verður einnig efnt til fjölda uppákoma. Sýningarstjórar eru Huginn Þór Arason og Daníel Karl Björnsson. Sýningin stendur til 23. október.  11.00 Samsýningin Mega vott í Hafnarborg er opin alla dag frá kl. 11-17 nema á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis á föstudög- um. Á sýingunni eru verk eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, Önnu Eyjólfsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur, Rúrí og Jessicu Stockholder.  12.00 Hildur Margrétardóttir sýnir í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin er opin milli kl. 12-19 virka daga en 13-17 um helgar. Hildur hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Sýningin stendur til 27. september. Í safninu eru einn- ig til sýnis ljósmyndir Andrésar Kolbeinssonar.  13.00 Aleksandra Signer og Tumi Magnússon sýna mynbands- verk og innsetningar í Listasafni ASÍ. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýningarnar standa til 10. spetember. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  10.00 Sýningunni Sú þrá að þekkja og nema í andyri Amtsbókasafnsins á Akureyri lýkur um helgina. Sýningin fjallar um ævi og störf Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og er sett upp í tilefni af 150 ára afmælis hans. ■ ■ UPPÁKOMUR  11.00 Myndbandstónverk Ólafar Arnalds, Eins og sagt er, er sýnt í Þjóðmenningarhúsinu milli kl. 11-17 alla virka daga. Í verkinu flytur Ólöf frumsamda tónlist og syngur á átján tungumálum í níu myn- drömmum samtími svo úr verður alþjóðleg tónkviða. Heimildamynd um gerð verksins er einnig til sýnis á staðnum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.