Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 16
 6. september 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Við ráðum fólk daglega til starfa og auglýsum stöðugt eftir fólki.“ Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, aðstoðarsviðsstjóri mennta- sviðs, um starfsmannamál á leikskólum. Fréttablaðið 5. september. „[það] hefur nú verið þrengt svo að okkur vegna skemmtana sem eru nemenda- félögum algerlega óviðkomandi að fólk telur sig knúið til að halda svona partí úti í bæ.“ Arnar Ágústsson, ármaður nemendafélags MS, um skríls- læti unglinga í Skeifunni. „Knapar á kameldýrum“ var myndatexti á forsíðu Fréttablaðs- ins í gær. Nokkrir lesendur urðu til þess að hringja og benda á að dýrin sem knaparnir sáust sitja væru í raun ekki kameldýr held- ur drómedarar. Þetta er rétt athugað. Til úlfalda teljast tvær teg- undir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er með tvo hnúða á baki og lifir í Mið-Asíu. Hin tegundin nefnist drómedari (Camelus dromedarius), er með einn hnúð á baki og lifir í norðan- verðri Afríku og í Arabíu. Báðar tegundir teljast þó vera úlfaldar, sem er einfaldlega íslenskt samheiti yfir þessar framandi skepnur. Það mun vera mjög erfitt að troða þeim í gegn- um nálarauga. Tveir hnúðar eða einn? ÚLFALDI EN EKKI KAMELDÝR Drómedarar á forsíðu Frétta- blaðsins í gær. ÞETTA ER ÚLFALDI En hvort þetta er kameldýr eða drómedari vitum við ekki því við getum ekki talið hnúðana. Vinátta Davíðs og Bush „Maður spyr sig hvort þetta séu góðar fréttir eða vondar,” segir Einar Kárason rithöfundur um vináttu Dav- íðs Oddssonar og George W. Bush, en Davíð greindi frá þessari vináttu í viðtali um helgina. „Góðu fréttirnar eru ef til vill þær að herinn var hérna nokkrum mánuðum lengur en ella, en vondu fréttirnar þær að þjóðinni var troðið í hóp viljugra þjóða sem styðja Íraksstríðið. Ég heyrði nýlega viðtal á BBC við virðulegan íhalds- mann, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í breska varnarmálaráðuneytinu, og hann fullyrti að þetta stríð sé allt saman ein glæpsamleg heimska. Maður spyr sig því hvað við grædd- um á þessari vináttu. Aftur á móti er stundum sagt: sýndu mér vini þína og ég skal segja þér hver þú ert, og það á líklega vel við í þessu tilfelli.” SJÓNARHÓLL SPURNING HVAÐ VIÐ GRÆDDUM Á ÞESSARI VINÁTTU Fjölmenn þríþrautarkeppni fór fram í Bolungarvík um síðustu helgi. Einn keppandi varð fyrir flutningabíl og sigurverarinn í flokki 40 til 49 ára náði bestum tíma. Skipuleggjandi og keppandi sem ekki gengur heill til skógar sagði blaðamanni frá keppninni. Þrjátíu og fimm keppendur tóku þátt í þríþrautarkeppni sem fram fór í Bolungarvík um síðustu helgi. Það voru gönguhópurinn Vasa2000 og Bolungarvíkurkaupstaður, sem stendur fyrir verkefninu Heilsu- bærinn Bolungarvík sem stóðu fyrir keppninni. Þríþrautin fer þannig fram að fyrst synda keppendur 700 metra en því næst hjóla þeir 17 kílómetra og að endingu eru hlaupnir sjö kílómetrar. „Þrjátíu og fimm kepp- endur tóku þátt að þessu sinni en nokkrir þeirra kepptu aðeins í einni þraut þar sem við vorum með sveitakeppni að þessu sinni,“ segir Einar Ágúst Yngvaso,n sem er einn af aðstandendum keppn- innar. „Sjálfur hjólaði ég aðeins að þessu sinni enda er ég eitthvað laskaður á öxl og baki,“ segir þessi hógværi keppnismaður en hann sigraði í þríþrautarkeppninni árið 2002 og 2004. Að þessu sinni náði hann bestum tíma í hjólreiðunum og sveitin sem hann hjólaði fyrir sigraði í sveitakeppninni. Ásgeir Elíasson vann sjálfa þríþrautar- keppnina á tímanum ein klukku- stund, fjórtán mínútur og þrjár sekúndur en hann keppti í flokki 40 til 49 ára. Var hann 11 sekúnd- um á undan Svavari Þór Guð- mundssyni sem sigraði í flokki 16- 39 ára karla. Röskust kvenna var Guðbjörg Rós Sigurðardóttir sem keppti í flokki 16 til 39 ára. En keppnin fór því miður ekki slysalaust fram að þessu sinni. „Það fór vöruflutningabíll utan í einn keppandann, sem viðbeins- brotnaði og hlaut einhverjar skrá- mur,“ segir Einar Ágúst. Fór flutn- ingabíllinn yfir á vegarhelming þar sem keppandinn var þegar hann var í beygju. Sjálfur gengur Einar Ágúst ekki heill til skógar eins og fyrr segir. „Ég slasaði mig á skíðum fyrir þremur árum og hef aldrei jafnað mig alveg síðan. Ég ætlaði nú að fara til læknis fyrir keppn- ina en svo hefur bara verð svo mikið að gera í vinnunni að ég hef ekki mátt vera að því en það stend- ur til bóta,“ segir rafvirkinn og þríþrautarkappinn. Hann segir að þeir sem séu að velta fyrir sér þrí- þrautinni hræðist mest sundið en hann segir erfiðasta hjallann iðu- lega vera þann að fara af hjólinu og byrja að hlaupa. jse@frettabladid.is Keppandi varð fyrir flutningabíl EINAR ÁGÚST YNGVASON ÁSGEIR ELÍASSON, SIGURVEGARI ÞRÍÞRAUTARKEPPNINNAR Aðeins ellefu sekúndur voru á milli tveggja efstu manna. Ásgeir keppti í flokki 40 til 49 ára og skaut því fjölmörgum sér yngri mönnum ref fyrir rass. HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON EINAR KÁRASON RITHÖFUNDUR „Það er nú lítið að frétta, það gerist nú ekki mikið,“ segir Ari Gísli Bragason bóksali í Bókinni – Antikvariat afsakandi, en hugsar sig svo um og uppgötvar að heilmikið er í raun á seyði: „Tja, það er náttúrlega það að við erum að standsetja hér eins konar útibú; bókamarkað í húsnæði sem áður hýsti Rammalistann, beint á móti Framsóknarflokknum hérna á Hverfisgötunni, eða The Progressive Party of Iceland, eins og þeir kalla sig. Maður stendur upp fyrir haus í bókaryki og er að bera staflanna á milli úr bókavörðunum. Þarna verða skáldsögur, bæði þýddar og innlendar, og fleiri bækur, og verð þægilegt; 100 kall fyrir erlendar bækur og 200-300 kall fyrir íslenskar. Svo verður ung stúlka, Sigríður Hjaltested, með keramikmuni eftir sjálfa sig til sölu á sama stað. Við opnum um helgina og það stendur til að hafa opið a.m.k. fram yfir jól.“ Heima fyrir er Ari Gísli að endurupplifa æsku sína með því að fylgjast með níu ára dóttur sinni byrja í skólanum. „Maður er að lesa Gagn og gaman á kvöldin og svona, og hlusta á hana lesa. Svo missti ég af Patti Smith síðast og ætla helst ekki að láta það gerast aftur.“ Að lokum deilir Ari Gísli með okkur ósk sinni: „Svo er maður að vona að Stein- grímur Joð og Ingibjörg hafi rétt fyrir sér með að Davíð sé að koma aftur. Það er enn von!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ARI GÍSLI BRAGASON BÓKSALI Opnar útibú beint á móti Framsóknarflokknum Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional R V 62 15 B Á tilboði í september Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Skammtarar úr ryðfríu stáli Marathon RVS miðaþurrkuskápur Sápuskammtari RVS WC Compact statíf RVS fyrir tvær rúllur 5.423 kr. 4.974 kr. 6.968 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.