Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 23
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Brynja Valdimarsdóttir söngkona fór með föður sínum
og bróður í eftirminnilega ferð til New York fyrir
skemmstu.
Brynja fór með föður sínum og bróður til New York, þar
sem hinn síðarnefndi hafði stutta viðkomu áður en hann
hélt til hjálparstarfa í Guatamala. „Bróðir minn vildi kynn-
ast Guatamala betur, meðal annars þar sem þetta er
fæðingarlandið hans, og mér finnst hann sannkölluð hetja
að leggja upp í þessa ferð,“ segir Brynja.
Fjölskyldan nýtti tímann vel í New York til að skoða sig
um áður en leiðir skildu, enda margt að sjá. „Það var alveg
eins og að vera staddur í kvikmynd í borginni. Mannmergð-
in er náttúrlega alveg ótrúleg og byggingarnar svo háar að
maður sé nánast ekki fyrir endann á þeim. Við fengum þó
betri yfirsýn þegar við fórum í þyrluflug yfir borgina, sem
var ævintýri líkast.“
Af öllu því sem bar fyrir augu fannst Brynju áhrifamest
að sjá World Trade Center-minnisvarðann. „Það framkallaði
hjá mér sterkar tilfinningar að sjá að það skyldi ekkert vera
eftir á þessu víðfeðma svæði,“ segir hún. „Svo var átakan-
legt að lesa listann með nöfnum þeirra sem létu lífið í árás-
unum. Ég mun seint gleyma tilfinningunni sem því fylgdi.“
Brynja ætlar sér næst til Barcelona á Spáni þar sem hún
mun leggja stund á hálfs árs langt spænskunám. Hún hefur
þó ekki sagt skilið við sönginn og hyggst halda í söngnám
þegar heim er komið. roald@frettabladid.is
Var snortin
af New York
Brynju fannst merkilegt að sjá Empire State-bygginguna og henni kom á óvart hversu stór Central Park er.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GÓÐAN DAG!
Í dag er miðvikudagurinn
6. september, 249. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
6.24 13.26 20.26
6.04 13.11 20.16
Bosch hefur sett á markað nýjan
rafeindastýrðan búnað, svokall-
aðan URF6-búnað, sem er til
þess gerður að hjálpa ökumönn-
um að leggja í þröng bílastæði
án þess að rekast utan í næstu
bíla eða hluti. Búnaðurinn fylgir
með bílum en tiltölulega auðvelt
er að koma honum fyrir. Sjá
www.fib.is
Dansrækt JSB
býður meðal
annars upp á
meðgöngu-
leikfimi, þar
sem verðandi
mæður viðhalda vöðvastyrk
og halda sér í formi á með-
göngunni, og mömmumorgna,
sem eru líkamsrækt fyrir
nýbakaðar mæður en börn frá
3ja vikna aldri til 5 mánaða eru
velkomin með. Sjá www.jsb.is
Prófessor Ilona Fried, kennari
í ítölsku og bókmenntafræði
við ELTE Háskólann í Búdapest,
heldur fyrirlesturinn Theatre for
a better society: Theatre and
politics between the two world
wars in Italy and in Europe kl.
12:05 í dag í stofu 103, Lögbergi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn. Sjá
www.hi.is
ALLT HITT
[ BÍLAR BÖRN FERÐIR NÁM ]
Óhefðbundið framhaldsnám
SÉRSTÖK FJÖLGREINABRAUT Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
HEFUR VERIÐ SETT Á LAGGIRNAR Í HAFNARFIRÐI.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Lúðvík
Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, undirrituðu nýverið samning
um sérstaka fjölgreinabraut sem verður starfrækt við Lækjar-
skóla í Hafnarfirði, í samvinnu við Iðnskólann í Hafnarfirði og
Flensborgarskólann. Þetta er tveggja ára framhaldsbraut fyrir
nemendur sem kjósa óhefðbundna leið í framhaldsskólanámi.
Áhersla er á verklegt nám þótt nemendur leggi einnig stund á
bóklegt nám. Sjá nánar www.menntamalaraduneyti.is
Fjölgreinabrautin verður starfrækt við Lækjarskóla í Hafnarfirði.
REYNSLUAKSTUR
SsangYong Kyron er bæði
lúxusjeppi og fjallabíll
en kostar minna
en við er að
búast.
BÍLAR 2
Í NÁMI Á AKUREYRI
Sveinn Arnarsson, nemi í
lögfræði við Háskólann
á Akureyri, er mjög
ánægður með skólann
og mælir hiklaust
með honum.
NÁM 6