Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Brynja Valdimarsdóttir söngkona fór með föður sínum og bróður í eftirminnilega ferð til New York fyrir skemmstu. Brynja fór með föður sínum og bróður til New York, þar sem hinn síðarnefndi hafði stutta viðkomu áður en hann hélt til hjálparstarfa í Guatamala. „Bróðir minn vildi kynn- ast Guatamala betur, meðal annars þar sem þetta er fæðingarlandið hans, og mér finnst hann sannkölluð hetja að leggja upp í þessa ferð,“ segir Brynja. Fjölskyldan nýtti tímann vel í New York til að skoða sig um áður en leiðir skildu, enda margt að sjá. „Það var alveg eins og að vera staddur í kvikmynd í borginni. Mannmergð- in er náttúrlega alveg ótrúleg og byggingarnar svo háar að maður sé nánast ekki fyrir endann á þeim. Við fengum þó betri yfirsýn þegar við fórum í þyrluflug yfir borgina, sem var ævintýri líkast.“ Af öllu því sem bar fyrir augu fannst Brynju áhrifamest að sjá World Trade Center-minnisvarðann. „Það framkallaði hjá mér sterkar tilfinningar að sjá að það skyldi ekkert vera eftir á þessu víðfeðma svæði,“ segir hún. „Svo var átakan- legt að lesa listann með nöfnum þeirra sem létu lífið í árás- unum. Ég mun seint gleyma tilfinningunni sem því fylgdi.“ Brynja ætlar sér næst til Barcelona á Spáni þar sem hún mun leggja stund á hálfs árs langt spænskunám. Hún hefur þó ekki sagt skilið við sönginn og hyggst halda í söngnám þegar heim er komið. roald@frettabladid.is Var snortin af New York Brynju fannst merkilegt að sjá Empire State-bygginguna og henni kom á óvart hversu stór Central Park er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 6. september, 249. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag 6.24 13.26 20.26 6.04 13.11 20.16 Bosch hefur sett á markað nýjan rafeindastýrðan búnað, svokall- aðan URF6-búnað, sem er til þess gerður að hjálpa ökumönn- um að leggja í þröng bílastæði án þess að rekast utan í næstu bíla eða hluti. Búnaðurinn fylgir með bílum en tiltölulega auðvelt er að koma honum fyrir. Sjá www.fib.is Dansrækt JSB býður meðal annars upp á meðgöngu- leikfimi, þar sem verðandi mæður viðhalda vöðvastyrk og halda sér í formi á með- göngunni, og mömmumorgna, sem eru líkamsrækt fyrir nýbakaðar mæður en börn frá 3ja vikna aldri til 5 mánaða eru velkomin með. Sjá www.jsb.is Prófessor Ilona Fried, kennari í ítölsku og bókmenntafræði við ELTE Háskólann í Búdapest, heldur fyrirlesturinn Theatre for a better society: Theatre and politics between the two world wars in Italy and in Europe kl. 12:05 í dag í stofu 103, Lögbergi. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Sjá www.hi.is ALLT HITT [ BÍLAR BÖRN FERÐIR NÁM ] Óhefðbundið framhaldsnám SÉRSTÖK FJÖLGREINABRAUT Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI HEFUR VERIÐ SETT Á LAGGIRNAR Í HAFNARFIRÐI. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, undirrituðu nýverið samning um sérstaka fjölgreinabraut sem verður starfrækt við Lækjar- skóla í Hafnarfirði, í samvinnu við Iðnskólann í Hafnarfirði og Flensborgarskólann. Þetta er tveggja ára framhaldsbraut fyrir nemendur sem kjósa óhefðbundna leið í framhaldsskólanámi. Áhersla er á verklegt nám þótt nemendur leggi einnig stund á bóklegt nám. Sjá nánar www.menntamalaraduneyti.is Fjölgreinabrautin verður starfrækt við Lækjarskóla í Hafnarfirði. REYNSLUAKSTUR SsangYong Kyron er bæði lúxusjeppi og fjallabíll en kostar minna en við er að búast. BÍLAR 2 Í NÁMI Á AKUREYRI Sveinn Arnarsson, nemi í lögfræði við Háskólann á Akureyri, er mjög ánægður með skólann og mælir hiklaust með honum. NÁM 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.