Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN Mörg erlend fyrirtæki biðja starfsmenn að benda á heppilega umsækjendur eða starfsmenn til starfa. Þessi aðferð hefur meðal annars þá kosti að starfsmenn taka á sig vissa ábyrgð vegna umsækjenda sem þeir benda á og ætla má að þeir geri sér enn fremur góða grein fyrir þeirri hæfni og kunnáttu sem starfið krefst. Einnig má gera ráð fyrir að þeir starfsmenn sem benda á mögulega umsækjendur hafi kynnt þeim helstu þætti í sam- bandi við starfið, fyrirtækið og menningu þess og þannig eru minni líkur á að þeir verði fljótt viðskila við fyrirtækið. Þessi aðferðafræði er notuð víða og er í auknum mæli notuð hjá fyr- irtækjum sem mörg hver greiða háar fjárhæðir til starfsmanna ef ábending þeirra leiðir til ráðn- ingar. David E. Terpstra, prófessor frá Háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum, gerði könnun meðal 201 starfsmannastjóra sem birtist í tímaritinu HR Focus, með það að markmiði að kanna hvaða aðferðir við öflun umsækjenda skiluðu bestum árangri. Niðurstöður leiddu í ljós að árangursríkasta aðferð- in að mati starfsmannastjóranna var ábending starfsmanna, þá ráðningar úr skólum og í þriðja lagi notkun ráðningarfyrirtækja sem sérhæfa sig í stjórnendaleit. Athygli vekur að almennar ráðn- ingarstofur fengu næstlægstu einkunn í könnuninni. Terpstra færir rök fyrir því að ástæður fyrir þessu vali séu tengdar því að fyrirtæki séu að taka breytingum í umhverfi sem einkennist af flatara skipulagi, meiri hraða og niðurskurði. Í slíku umhverfi þarf starfsfólkið að taka á sig fleiri hlutverk og meiri ábyrgð. Starfsfólkið þarf að vita meira og vinna meira. Terpstra telur að aðferðirnar þrjár sem efstar eru, þ.e. ábend- ingar starfsmanna, ráðningar úr skólum og ráðningar í gegn- um fyrirtæki sem sérhæfa sig í stjórnendaleit, gefi fyrirtækjum kost á úrvali umsækjenda sem passar við þetta nýja umhverfi. Breytt og hraðara umhverfi krefst f a g l æ r ð s , menntaðs eða þrautreynds starfsfólks að mati Terpstra. Sif Sigfúsdóttir MA í mann- auðsstjórnun ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 6. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N S T A R F S M A N N A M Á L Ráðið eftir ábendingum starfsmanna Forsvarsmenn íslenskra fjár- málafyrirtækja hafa unnið ötul- lega að því undanfarna mánuði að viðhalda áunnu trausti alþjóða- samfélagsins á starfsemi og framtíðarhorfur í íslensku efna- hagslífi. Allt frá því að lánshæf- isfyrirtækið Fitch birti margum- rædda skýrslu í febrúar sl. hefur verið á brattann að sækja en með skynsemi og yfirvegun að vopni hefur tekist að kveða niður órök- studda og ótímabæra gagnrýni úr ýmsum áttum. Nýleg staðfesting á lánshæfismati viðskiptabank- anna er gleggsta merkið um það. Af allri atburðarásinni má draga ákveðinn lærdóm og gagnrýnin var vissulega ekki öll illa ígrunduð eða öll sprott- in af annarlegum sjónarmiðum. Þannig hefur nýleg umfjöll- un og lakari lánshæfiseinkunn fyrir Íbúðalánasjóð undirstrikað brýna þörf fyrir minni afskipti ríkissjóðs af þeim hluta lána- markaðarins. Vandséð er hvernig leysa á tilvistarkreppu sjóðsins til framtíðar án þess að fórna að einhverju leyti félagslegum sjónarmiðum í hlutverki hans, en það er einmitt þetta síðastnefnda sem gagnrýnin kristallast í – það verður því ekki bæði haldið og sleppt heldur ber að taka meiri hagsmuni fram yfir minni þegar verkefnið er í heild sinni lagt í dóm. Minnugir þess hversu vel tókst til við afléttingu ríkisaf- skipta við einkavæðingu bank- anna, ættu menn að halda sínu striki ótrauðir. KREFJANDI VERKEFNI Hlutverk Seðlabanka Íslands kann að hafa verið snúið síðast- liðin rúm tvö ár, sökum mikilla þenslumerkja í hagkerfinu upp úr miðju ári 2004 og í ljósi verð- bólgumælinga á þeim tíma sem liðinn er, langt umfram það sem ásættanlegt getur talist. Á hinn bóginn má segja að seðlabanka- menn hafi langt því frá lokið þol- prófinu þar sem í hönd er að fara enn snúnari tími vaxtaákvarð- ana og tímabil þar sem áhrifa utanaðkomandi afla á hagkerfið kann að gæta áfram í nokkr- um mæli. Bankinn er því ekki öfundsverður af hlutverki sínu á næstu misserum. Ríki og sveitarfélög hafa bæst í bandamannahóp bankans sem hlýtur að taka því fagnandi. Trúverðugleiki er dyggð sem er ákaflega mikilvæg seðlabanka hvers lands eins og öðrum stofn- unum og fyrirtækjum sem eiga að leika hlutverk leiðandi afls í samfélaginu. Í því sambandi skiptir ekki síður máli það sem er sagt eða látið ósagt. Hafi Seðlabanka Íslands skort trúverðugleika vegna skorts á samhæfni í aðgerðum og yfir- lýsingum ættu efasemdarmenn að taka gleði sína þar sem mun meiri staðfestu og yfirvegunar gætir nú í öllum aðgerðum bank- ans. SKÚTAN HALLAR Eftir langt tímabil mikils halla á viðskiptum við útlönd og verð- bólgutalna langt umfram við- miðun og þolmörk Seðlabankans virðist nú horfa til betri vegar. Samsetning viðskiptahallans hefur breyst á stuttum tíma frá því að eiga uppruna sinn í inn- flutningi bifreiða og annarra neysluvara almennings yfir í að einkennast af miklum fjár- festingum vegna stóriðju. Hið fyrrnefnda má rekja til geng- isstyrkingar ISK og hagstæðs verðlags á innfluttum vörum. Hið síðarnefnda eru fjárfesting- ar sem ætlað er að skila arði í framtíðinni og það skeið gengur yfir áður en annað og nýtt tekur við og er þ.a.l. ekki áhyggju- efni sem slíkt. Þjóðarskútan þolir töluverðan halla en það reynir á alla um borð þegar hann er við- varandi jafn lengi og raun hefur orðið á. Gengi ISK hefur lækkað umtalsvert frá mesta styrk á sl. ári en líklegt verður að telja að því jafnvægisástandi sem leitast er við að ná í þjóðarbúskapnum í gegnum lækkun á gengi ISK og mun minni viðskiptahalla, sé ekki náð ennþá. Frekari geng- islækkunar er því að öllum lík- indum að vænta á næstu mánuð- um. Verð innfluttra vara mun að sama skapi verða undir þrýstingi til hækkunar og verðbólgutölur í hærri kantinum, a.m.k. um sinn. HEIMA ER BEST Snögg umskipti á markaði með íbúðarhúsnæði undanfarnar vikur hafa valdið taugatitringi hjá mörgum sem von er – fjöldi þeirra sem hagsmuna eiga að gæta er mikill hér á landi vegna almennrar eignar á húsnæði til eigin nota og vægi þess í efna- hagsreikningi heimilanna og útlánasöfnum fjármálafyrir- tækja. Væntingar neytenda hafa ekki farið varhluta af hárri verð- bólgu og hækkandi vöxtum. Ef slík þróun biti ekki á neyslugleði landans væri illt í efni. Það er hinsvegar dapurlegt til þess að hugsa að skammvinnt ójafnvægi og bakslag í verðþróun íbúðar- húsnæðis í kjölfar nær samfelldr- ar hækkunarhrinu undanfarin tíu ár skuli geta valdið vandræð- um í fjárhag heimilanna. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að núverandi hagvaxtarskeið er eitt það blómlegasta í sögu landsins. Atvinnustig hérlendis í dag er með því hæsta sem þekkist og fyrirséð að það muni breytast til hins verra þegar nær dregur lokum núverandi þensluskeiðs, á síðari hluta næsta árs og því þar- næsta. Frjáls skammtímasparn- aður almennings hefur ávallt verið með minnsta móti og því minna borð fyrir báru þegar herð- ir tímabundið að. Lífeyriskerfi landsmanna stendur afar vel og gott er að vita til þess en bitnar klárlega á sparnaði og neyslu í núinu. Vega og meta þarf þetta samband gaumgæfilega áður en heimildir til skattfrestunar með lífeyrissparnaði og mótframlags vinnuveitanda eru rýmkaðar frá því sem tíðkast í dag. FRESTUN VANDANS Vöxtur í tekjum ríkis og sveit- arfélaga í gegnum aukningu í veltusköttum eins og alþekkt er á þensluskeiðum hefur a.m.k. tvær hliðar eins og önnur mál. Mikill og jafn vöxtur í útgjöld- um hjá ríki og borg undanfarin ár er visst áhyggjuefni. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða hærra þjónustustigi og mikilli og hraðri uppbyggingu nýrra hverfa og bæjarhluta. Hraðari vöxtur í gjöldum en tekjum veld- ur aukinni skuldasöfnun. Í því góðæri sem hefur verið viðvar- andi undanfarin ár er auðveldara að slá slíkum vanda á frest en hann hverfur ekki. Telja verður afar ólíklegt að möguleikar til að lækka þjónustustig hratt eða skera niður stóra útgjaldaflokka á skömmum tíma séu fyrir hendi þegar innkoma í veltusköttum aðlagar sig að breyttum aðstæð- um í efnahagslífinu. Flutningur verkefna til einkaaðila sem leysa þau a.m.k. jafnvel af hendi og oft á tíðum betur, er afar jákvæð þróun en hægt er að stíga enn djarfari skref í þá átt ef brotist er úr viðjum vanans og horft á sviðið frá nýju sjónarhorni. Hámarks yfirvegun Gunnar Árnason Sérfræðingur efnahagsmála, SPV O R Ð Í B E L G Davíð Oddsson gegnir æðsta embætti stjórnar peningamála þjóð- arinnar. Því embætti fylgir heilmikil ábyrgð og honum hefur tekist að mestu að kasta kápu fortíðar sinnar í embættinu. Slíkt er afar mikilvægt, sérstaklega í ljósi þess að Seðlabankinn glímir við skort á trúverðugleika og viðkvæmasti tími peningastjórnarinnar er nú og næstu mánuði. Við búum ekki lengur í lokuðu hagkerfi þar sem nánast engum kemur við hvaða sýn við höfum á stjórn peningamála og efna- hagslífs. Við erum hluti af alþjóðlegu hagkerfi þar sem gerðir okkar skipta máli og ekki síður þau orð sem fólk í ábyrgðarstöðum efnahagsstjórnarinnar láta falla. Misbrestur hefur verið á slíku hjá ýmsum að undanförnu. Opið hagkerfi stýrist af væntingum og trúverðugleika. Þannig geta ótímabærar yfirlýsingar stjórnmálamanna haft áhrif á vænt- ingar. Markaðurinn hefur hins vegar af fenginni reynslu tilhneigingu til að taka stjórnmálamönnum með vissum fyrirvara. Öðru máli gegnir um æðstu embættis- menn og stjórnendur fjármálakerfisins. Orð þeirra geta haft verulegan þunga og það sem meira er, það getur verið afar mikilvægt að þau hafi þann þunga. Þannig er trúverðugleiki æðstu manna í fjármála- kerfinu afar mikilvægur. Þetta á ekki síst við um seðlabankastjóra, en í hinum siðmenntaða heimi forðast þeir sem því embætti gegna, eins og heitan eldinn að opna munninn nema að vandlega ígrund- uðu máli. Æðsti maður peningamálastjórnarinnar á Íslandi hefur hins vegar tekið þá afstöðu að stíga fram og tjá sig um deilumál sam- tímans. Slík framganga er leikur að eldi og þjónar ekki á nokkurn hátt þeim hags- munum sem hann stendur fyrir í embætti sínu. Maðurinn Davíð Oddsson er litríkur og margbrotinn og fyrir þær sakir áhuga- verður fyrir fjölmiðla. Stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson er umdeildur og afgerandi. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson þarf hins vegar að stitja á friðarstóli og hugsa einungis um trúverðug- leika sinn og hagsmuni og markmið Seðlabankans. Það hlutskipti kaus hann sér sjálfur. Á þessari stundu er ekki komið í ljós hvort ummæli hans meðal annars um að íslenskt dómskerfi sé vanmáttugt munu valda bresti í trúverðugleika kerfisins. Það er til þess fallið að minnka trúverð- ugleika á fjármálakerfinu ef seðlabankastjóri telur eina af grunn- stoðum þess að hægt sé að stunda hér viðskipti ekki fullburðuga. Að taka slíka áhættu með ummælum sínum er eitt og sér ámælisvert. Það er ekki samrýmanlegt að vera í senn seðlabankastjóri og stjórnmálamaður með sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands verður að velja á milli þeirrar skyldu sem starfinu fylgir og þess að þjóna lund sinni og stjórnmálaskoðunum. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Til þess er of mikið í húfi fyrir trúverðugleika efnahagskerfisins og þar af leiðandi ríkari almannahagsmunir en leyfa að seðlabanka- stjóri gefi sér lausan taum. Jafnvel þótt um áhugavert skemmtiefni fyrir þjóðina sé að ræða. Hlutverk í þjóðfélaginu setja skorður við tjáningu skoðana. Stjórnmálamaður eða seðlabankastjóri? Hafliði Helgason Þannig er trúverðug- leiki æðstu manna í fjármálakerfinu afar mikilvægur. Þetta á ekki síst við um seðlabanka- stjóra, en í hinum siðmenntaða heimi forðast þeir sem því embætti gegna, eins og heitan eldinn að opna munninn nema að vandlega ígrund- uðu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.