Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. september 2006 3 HVAÐ ERU... BREMSUR? Þú ert að keyra, barn hleypur út á göt- una, þú stígur á bremsuna og bíllinn stoppar. Einfalt, ekki satt? Við megum samt ekki gleyma því að þegar þú stígur á bremsuna fer keðjuverkun af stað sem loks verður til þess að bíllinn stoppar. Kíkjum aðeins á einfalt bremsukerfi. Ef þú getur ímyndað þér hvernig það er að stoppa bíl með því einu að spyrna fæti niður í götuna, þá getur þú líklega ímyndað þér að það þarf meiri kraft til að stoppa bíl en býr í einum fæti. Það er reyndar ekki alveg rétt því bílum sem eru með skálabremsur á öllum hjólum dugar sá kraftur, en flestir bílar í dag eru hinsvegar með diskabremsur, að minnsta kosti að framan. Þær bremsa betur en þurfa líka meira afl. Þegar þú stígur fæti á bremsu- fótstigið byrjar fyrsta margföldunin á aflinu. Við getum ímyndað okkur vegasalt sem er með annan arminn helmingi lengri en hinn. Sætið á lengri arminum væri þá fótstigið og ekki langt frá ásnum sem saltið vegur á kæmi stimpill sem fer inn í höfuðdælu bremsukerfisins. Þegar þú stígur á fótstigið marg- faldast krafturinn sem fer inn í dæluna 3-4 sinnum. Á leiðinni fer vakúmdæla sem léttir fótstigið og margfaldar kraft- inn aftur. Hún vinnur með neikvæð- um þrýstingi, eða sogi, frá vélinni. Undirþrýstingi er haldið öðru megin í dælunni þannig að þegar þrýstings frá fótstiginu gætir hinu megin í henni má ímynda sér að ryksuga sogi stimpilinn úr dælunni yfir í höfuðdæluna. Frá höfuðdælunni liggja bremsu- rörin. Í þeim er bremsuökvi sem minnkar ekki að rúmmáli undir þrýstingi, ólíkt til dæmis lofttegundum. Áður en vökvinn flytur þrýsting frá höfuðdælunni til hjólanna fer hann í gegnum búnað sem dregur úr krafti til afturhjólanna, þar sem framhjólin þurfa í öllum tilfellum að bremsa betur en afturhjólin. Sömuleiðis er sérstakur búnaður í bílum sem eru bæði með diska- og skálabremsur, sem er mjög algengt, sem setur skálabremsurnar aðeins fyrr af stað, því búnaðurinn í þeim þarf að hreyfast aðeins meira til að byrja að bremsa en búnaðurinn í diskabremsum. Loks fer allt klabbið í gegnum þrýstingsnema sem kveikir aðvörunarljós ef þrýstingur á kerfinu fellur, til dæmis ef bremsurör lekur. Það þarf þó ekki að þýða að bíllinn verði bremsulaus því flestir bílar hafa tvöfalt bremsukerfi til að bregðast við þessháttar aðstæðum. Frá öllu þessu heldur vökvinn í sitt ferðalag yfir í bremsudælurnar sjálfar sem eru við hvert hjól. Í skálabrems- um ýta bremsudælur bremsuborðum út í bremsuskálina en í diskabremsum ýta þær bremsuklossum sitthvoru- megin utan um bremsudisk. Til að margfalda kraftinn enn frekar eru bremsudælurnar styttri en breiðari en höfuðdælan, sé horft til þess að ein höfuðdæla knýr í flestum tilfellum fjórar bremsudælur. Sama magn af vökva, og þrýstingi, ýtir stimplunum í þeim dælum því styttri vegalengd, en af meira afli. Margföldun á kraftinum sem fer í að stíga á fótstigið á sér því stað þrisvar sinnum á leiðinni, í hvert ein- asta skipti sem þú stígur á bremsuna. Bremsukerfi margfalda kraftinn frá fótstiginu á leiðinni út í hjól. Verkefnið þótti takast vel í sumar. Nýlega undirrituðu þeir Ólafur Kr. Guðmundsson verkefnisstjóri fyrir hönd FÍB og Karl Ragnars forstjóri fyrir hönd Umferðarstofu samning um að halda áfram samstarfi um EuroRAP-vegrýni á Íslandi. EuroRAP er vegrýni þar sem vegir eru skoðaðir og metnir út frá öryggi þeirra fyrir vegfarend- ur. Sjálf skoðunin og úrvinnsla gagna fer fram samkvæmt stöðl- uðum aðferðum sem eru þær sömu allsstaðar í Evrópu og víðar í heiminum. EuroRAP er til orðið að frumkvæði alþjóðasamtaka bif- reiðaeigenda, FIA. Félögin innan FIA sjá um framkvæmd EuroRAP hvert í sínu heimalandi. Hér er það því FÍB sem annast fram- kvæmd EuroRAP-verkefnisins en með fjárhagslegum stuðningi Umferðarstofu fyrir hönd sam- gönguráðuneytisins. Auk þess styrkja eftirtalin fyrirtæki verk- efnið með því að leggja því til bif- reið og rekstur hennar: Bifreiða- umboðið Askja, Goodyear á Íslandi, Lýsing hf, Olíufélagið hf (Esso), Vátryggingafélag Íslands - VÍS og Landflutningar - Samskip. Tæknilega aðstoð veita Vegagerð- in, Loftmyndir ehf og Tölvuráð ehf. Undanfarna mánuði hefur farið fram mikil undirbúningsvinna og tilraunir og prófanir á tækjabún- aði hafa farið fram undir stjórn sænskra verkfræðinga sem hafa yfirumsjón með framkvæmd Euro- RAP í þeirra heimalandi. Þá hafa vegarkaflar út frá höfuðborgar- svæðinu, til dæmis austur yfir fjall, til Borgarness og að Leifs- stöð á Keflavíkurflugvelli, verið skoðaðir og metnir og komin er út skýrsla um þá vinnu. Skýrslan var kynnt á blaða- mannafundi hinn 15. ágúst sl. Þar lýstu Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, yfir vilja sínum til þess að halda verkefninu áfram. Það hefur nú verið staðfest með undirritun samnings Ólafs Guðmundssonar, verkefnastjóra EuroRap á Íslandi, og Karls Ragn- ars, forstjóra Umferðarstofu. Áframhald á EuroRAP á Íslandi Hlutverk EuroRAP-vegrýninnar er að skoða og meta vegi út frá öryggi þeirra fyrir vegfarendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Krafturinn til að stöðva bíl Stærri en þig grunar! Krókhálsi 16 Sími 588 2600 www.velaver.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.