Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 47
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
S K O Ð U N
Í starfsemi fjölmargra fyrir-
tækja reynir á að starfsmenn
nýti persónubundin réttindi sín
til starfa. Sem dæmi má nefna
ökuréttindi, réttindi til að stjórna
vinnuvélum og tækjum sem og
réttindi sem fylgja iðngreinum,
t.d. sveins- og meistarapróf og
réttindi til löggildingar ýmiss
konar. Þegar starfsmaður ræður
sig til vinnu hjá fyrirtæki er rétt
að ganga úr skugga um að hann
hafi þau réttindi sem hann þarf til
starfans. Auðvelt er að taka afrit
af skírteinum eða fá skriflegar
upplýsingar frá íslenskum yfir-
völdum um gild réttindi. Íslensk
fyrirtæki eru í auknum mæli að
ráða til sín erlent vinnuafl og
ekki er síður mikilvægt að þeir
starfsmenn hafi gild réttindi.
Einhver kann að spyrja sig
hvers vegna í ósköpunum þurfi
að vera með smámunasemi í
þessum málum. Það er auðvitað
þannig að í langflestum tilfellum
er hægt að treysta þeim upp-
lýsingum sem starfsmenn gefa.
Hvers vegna þarf ég að vita
hvort Bjössi á mjólkurbílnum er
örugglega með bílpróf ?
Í fyrsta lagi getur starfsmaður
valdið tjóni sem bitnar á öðrum.
Ég get nefnt dæmi þar sem
ungum réttindalausum starfs-
manni var falin stjórn vinnuvél-
ar í verki sem hann
vann við annan mann.
Ungi starfsmaðurinn
missti stjórn á vinnu-
vélinni og slasaði
samstarfsmann sinn.
Samkvæmt reglum
íslensks skaðabóta-
réttar ber vinnu-
veitandi ábyrgð á
g á l e y s i s v e r k u m
starfsmanna sinna
og þurfti fyrirtækið því að greiða
bætur til þess sem varð fyrir
tjóninu. Réttindaleysi starfs-
mannsins hafði bein áhrif á bóta-
ábyrgð fyrirtækisins. Þetta hefur
verið staðfest í fjölda dómsmála.
Ábyrg fyrirtæki
kaupa sér ábyrgð-
artryggingar til
að mæta tjónum
sem þessum en
auðvitað hefur
það áhrif á iðgjöld
þeirra trygginga
ef tjónatíðni er
há.
Í öðru lagi
getur réttinda-
leysi haft áhrif á bótarétt fyrir-
tækis þegar tjón verður á munum
sem eru sérstaklega tryggðir.
Við hjá Sjóvá fengum fyrirspurn
um daginn vegna máls þar sem
erlendur starfsmaður hafði ekið
bifreið fyrirtækis út af vegi og
varð nokkurt tjón á bifreiðinni.
Kaskótrygging bifreiðarinnar
áskilur að ökumenn hafi réttindi
til aksturs og undanskilur tjón
sem verða vegna stórkostlegs
gáleysis þeirra. Ef menn hafa
ekki öðlast réttindi til aksturs
má auðveldlega færa rök fyrir
því að þeir sýni stórkostlegt
gáleysi með því að aka bifreið.
Vinnuveitandinn vissi ekki að
hinn lettneski Bjössi hafði ekki
próf á mjólkurbílinn.
Sýndu skynsemi með því að
ganga úr skugga um réttindi
starfsmanna fyrirfram. Þú trygg-
ir þau ekki eftir á!
Þóra Hallgrímsdóttir
framkvæmdastjóri Tjónasviðs Sjóvá
Er Bjössi örugglega með próf á mjólkurbílinn?
����������������������������������
����������������������������������
�� ����� ���� ����� ���������� ���
��������� �� ��������� ����� ����
����������� �����������������
���� ������������� �������� �� ���
������ ��� ������ ��������������
�
�
����� ��������� ��� ����� ���� ������
������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ �����
����� �������������� ����
���������������
S P Á K A U P M A Ð U R
Þvílíkt lukkunnar land þetta
Ísland. Ég skil ekki þá sem kaupa
lottó á þessu landi þar sem tæki-
færin eru svona augljós.
Þannig er ég búinn að liggja
uppi í sófa í þrjár vikur án þess
að gera handtak. Jæja það er
nú kannski of mikið sagt; ég fór
einu sinni upp á þak til að laga
gervihnattardiskinn.
Peningarnir mínir hafa séð
um alla vinnuna fyrir mig.
Manni tókst að kreista smá
erlent lán út úr bönkunum þegar
manni sýndist bæði hlutabréf
og krónan á réttri leið. Það var
reyndar alveg djöfullegt að eiga
við kjúklingana í bankanum til
að kreista út úr þeim þessar
krónur. Enda þótt ég gleðjist
við uppsveiflu hagkerfisins
þá hefur þetta atvinnuástand
þau áhrif að í ábyrgðarstöður í
bönkunum safnast reynslulaus-
ir kjúklingar með taugakerfi
meðal Hollywoodleikkonu.
Þeir ætluðu aldrei að þora að
lána mér og ég varð á endanum
að sætta mig við miklu meira
eigið fé í stöðunum. Það nátt-
úrlega kostar mann gróða. Ég
reyndi náttúrlega að sannfæra
þessa gúbba um að viðskipta-
saga mín væri óaðfinnanleg, en
eftir svona smáskjálfta eins og
varð í vor dugir það ekki til.
Ég hefði þurft að leggja meira
fé í þessar hlutabréfastöður
ef maður ætti ekki hönk upp í
bakið á einhverjum. Það spillti
heldur ekki að hafa lent á trúnó
með einum háttsettum í veiði-
kofa við gjöfula á í sumar. Mér
fannst sjálfum eftir drykkju
það kvöld að ég hefði skynjað
í sjálfum mér nýjar víddir og
dýpri skilning á tilfinningalífi
okkar kallmanna. Umræðuefnið
var togstreita milli fjölskyldu
og eiginkonu til margra ára og
yngri kvenna. Togstreita sem
er lifandi veruleiki í lífi okkar
karlmanna. Allavega djúpur
skilningur minn á þessari tog-
streitu gerði það að verkum að
ég fékk hærra lánshlutfall en
hefði orðið ef maður væri ekki
svona mikið á dýptina í and-
legu tilliti. Sálfræði er nefnilega
enginn hégómi og mikilvægur
þáttur til að ná árangri á mark-
aðnum.
Krónan heldur áfram að
styrkjast og bráðum fer maður
að létta á erlenda láninu og færa
sig í stöður í erlendum hluta-
bréfum. Heimurinn er fullur af
dýrðlegum tækifærum, án þess
að þau togist á nokkurn hátt
við önnur gildi lífsins. Kúnstin
er bara að vera ekki að fjasa of
mikið um sín innstu mál þegar
ölvun og sælukennd þreyta eftir
veiðidaginn gera mann meyran
og opinn upp á gátt.
Spákaupmaðurinn á horninu
Allur á
dýptina