Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 32
■■■■ { nú liggja danir í því } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2
„Við hefðum náttúrlega getað
sloppið betur hefðum við
ákveðið að hanga í vörn. En
þannig var einfaldlega ekki
hugsunarháttur íslenska liðs-
ins á þessum tíma,“ segir
Hermann Gunnarsson, betur
þekktur sem Hemmi Gunn,
þegar hann rifjar upp leikinn
fyrir tæpum 40 árum. Hemmi,
þá tvítugur að aldri, var ein
skærasta stjarna íslenska liðs-
ins á þessum tíma og skoraði
hann meðal annars síðara
mark íslenska liðsins.
Hemmi og félagar hans í
íslenska liðinu voru sjálfs-
traustið uppmálað þegar þeir
gengu til búningsklefa á Þjóðar-
leikvangnum í Kaupmanna-
höfn þennan fagra sumardag.
Landsliðinu hafði gengið vel í
leikjunum á undan Danaleikn-
um, meðal annars tapað naumlega
fyrir Svíum á Norðurlandamóti U-
23 landsliða og verið nálægt því
að komast í ÓL í Mexíkó. Það var
því bullandi bjartsýni í herbúðum
íslenska liðsins – það átti svo sann-
arlega að taka Danina í nefið, eins
og Hemmi segir frá.
„Við leikmennirnir vorum virki-
lega sigurvissir og eftir á að hyggja
voru það okkar stærstu mis-
tök,“ segir Hemmi hlæjandi.
„Þetta var náttúrlega einstakt
lið sem Danir voru með á
þessum tíma, skipað ein-
tómum snillingum þar sem
fremstur fór í flokki Finn
Laudrup,“ segir Hemmi en sá
er faðir þeirra Michaels og
Brians Laudrup, sem yngri
kynslóð fótboltaáhugamanna
á Íslandi kannast eflaust
betur við. „Það er oft sagt
að Michael hafi verið bestur
í Laudrup-fjölskyldunni. Það
er ekki rétt – Finn Laudrup
var sá besti,“ bætir Hemmi
við en Finn skoraði þrennu í
leiknum og lagði upp annað
eins af mörkum.
Fall er ekki fararheill
Það kom í ljós í klefanum fyrir
leik að þetta átti ekki eftir að vera
dagur íslenska liðsins. Þar var bak-
vörðurinn Jóhannes Atlason að leika
sér með bolta, eins og algengt er
fyrir leiki, með þó ekki betri árangri
en svo að hann féll við og skall á
höfuðið á Elmari Geirssyni, sem
átti að vera í byrjunarliðinu. Elmar
steinrotaðist og spilaði ekki leikinn.
„Þetta gaf tóninn að því sem
koma skyldi. Þeir rúlluðu yfir
okkur frá fyrstu mínútu og við
áttum við algjört ofurefli að etja,“
segir Hemmi þegar hann rifjar upp
leikinn. Staðan í hálfleik var 6-0
en Helgi Númason náði að skora
mark fyrir Íslendinga á 56. mínútu.
Þegar staðan var orðin 9-1 var
komið að Hemma og segir hann
sjálfur að markið hafi verið eitt
það besta á hans ferli, þrumuskot
langt utan af velli sem hafnaði í
bláhorninu. „Við fögnuðum eins
og við hefðum verið að tryggja
okkur heimsmeistaratitilinn. Ég
man að Eyleifur Hafsteinsson
fyrirliði kom hlaupandi til mín og
lét þau fleygu orð falla: ,Strák-
ar, nú tökum við á því. Þeir eru
gjörsamlega búnir á því.‘ Svo átti
ekki eftir að vera, Danir bættu við
fimm mörkum áður en yfir lauk
og einn versti ósigur Íslands frá
upphafi því staðreynd. „Við vorum
náttúrlega algjörlega miður okkar
eftir leikinn og ekki bætti úr skák
að við þurftum að fara út að borða
með danska liðinu um kvöldið.
Stemningin þar var sérstök, svo
ekki sé meira sagt.“
Bjartsýnn fyrir leikinn
Þrátt fyrir tapið skelfilega segist
Hemmi með engu móti hafa viljað
sleppa því að taka þátt í leiknum.
„Þetta var mjög skemmtileg reynsla
sem skilur eftir sig margar minn-
ingar og mér þykir mjög gaman að
hafa tekið þátt í þessu. Svo er ég
náttúrulega mjög stoltur af því að
hafa skorað helming marka íslenska
liðsins,“ segir Hemmi, sem ætlar
að sjálfsögðu að mæta á völlinn í
kvöld.
„Í bjartsýniskasti ætla ég að spá
að lokatölur verði 1-1.“
Stoltur af því að hafa
skorað helming markanna
23. ágúst 1967 er svört dagsetning í íslenskri knattspyrnu. Þá þurfti íslenska landsliðið
að þola niðurlægjandi 14-2 tap í vináttuleik gegn Dönum fyrir framan 19.500 áhorf-
endur á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Þetta tap hefur oft verið nefnt eitt hið versta
hjá íslensku landsliði frá upphafi og er ávallt rifjað upp þegar Íslendingar og Danir
leiða saman hesta sína í fótbolta.
Góðar minningar Hemmi Gunn er stoltur af því að hafa tekið þátt í 14-2 leiknum fræga
árið 1967.
Björgvin Schram, sem var formað-
ur KSÍ á þeim tíma sem landsleik-
urinn sögulegi árið 1967 fór fram,
var ekkert að skafa af hlutunum í
viðtali við Vísi daginn eftir leik-
inn. Björgvin sagði úrslitin hafa
verið mesta hneyksli íslenskrar
íþróttasögu.
„Ég er næstum orðlaus. Leik-
ur þessi lagðist mjög illa í mig
þegar í byrjun og ég bjóst við að
Danir myndu sigra með 4-5 marka
mun. En að þeir skoruðu 14 mörk
tekur út yfir allan þjófabálk. Lið
sem hefur fengið á sig 6 mörk í
fyrri hálfleik hefur ekki leyfi til að
fá á sig átta í þeim síðari,“ sagði
Björgvin m.a. við Vísi.
Í umfjöllun blaðsins um leik-
inn segir m.a.: „Það ótrúlega er
að markatalan gefur algjörlega
rétta hugmynd um gang leiks-
ins.“
Dagblaðið Tíminn var á sömu
nótum og líkti íslenska liðinu við
stjórnlaust rekald. „Í knattspyrnu
verða menn að haga sér eftir
aðstæðum. Snemma kom í ljós
að danska liðið var mun sterkara
– enda skoraði það 4-0 á fyrstu 15
mínútunum.
Með þessu voru Danir í raun
og veru búnir að gefa íslenska
liðinu línuna. Það varð að draga
einn eða tvo menn aftur í vörnina
til að styrkja hana. En ekkert slíkt
skeði. Íslenska liðið hélt upptekn-
um hætti, það hélt allan tímann
fjórum mönnum frammi, mönnum
sem ekkert annað höfðu að gera
en að fylgjast með því sem var að
gerast upp við þeirra eigið mark.“
VIÐBRÖGÐ KSÍ OG FJÖLMIÐA EFTIR TAPIÐ SKELFILEGA:
Mesta hneyksli íslenskrar
íþróttasögu
Frábær leikmaður Hemmi Gunn var einn fremsti knatt-
spyrnumaður þjóðarinnar um árabil. Hér sést hann leika sér
með boltann í snjónum á Íslandi, rétt um tvítugur að aldri.