Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 71
MIÐVIKUDAGUR 6. september 2006 27 Það er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur. Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol. Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Gestakennarar á þessu námskeiði verða söngorkubomban Jónsi úr Svörtum fötum og söng/leikonan og dansarinn Halla Vilhjálmsdóttir. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá Heiðu Ólafsdóttur. Ein ástsælasta söngkona landsins,Andrea Gylfadóttir, verður í annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað “söngur og framkoma” eða samskonar námskeið, eða vilja gera alvöru úr söngkunnáttu sinni. Gítarleikarar njóta leiðsagnar frá Vigni Snæ Vigfússyni (Írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum. Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir. ������ �� ������� Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu. Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni. Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta hljóðveri landsins; Sýrlandi. Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af fremstu hljóðversmönnum landsins. ������������� ���������������������� ������������������������ HALLA �������������������������������������������������� Skráningarsími: 534 9090 Hjónin Gwen Stefani og Gavin Rossdale eru nýbúin að fjárfesta í fyrrum heimili Jennifer Lopez í Beverly Hills, fyrir rúmlega milljarð króna. Varla mun væsa um hjónakornin og þriggja mánaða gamlan son þeirra í þessu 930 fermetra húsi sem er að sögn hannað fyrir stórstjörnur. Garðurinn í kring er einn hektari að stærð og inniheldur meðal annars tennisvöll, körfuboltavöll, sundlaug og bíósal, þannig að litlu fjölskyldunni ætti ekki að geta leiðst á heimilinu. Alvöru stjörnuheimili HAMINGJUSÖM Gwen og Gavin keyptu fyrrum heimili Jennifer Lopez Söngkonan Madonna og eigin- maður hennar leikstjórinn Guy Richie halda til Afríku í næsta mánuði til að ættleiða barn af barnaheimili í Malaví. Hjónin eru þar með að feta í fótspor Angel- inu Jolie og Brad Pitt sem eiga saman þrjú börn, þar af tvö ætt- leidd. Stjörnurnar hafa sýnt Afríku mikla athygli og hefur Madonna vakið á því máls hversu bág staða þessarar álfu er, sérstaklega hvað varðar HIV-sjúkdóminn. Var hún meðal annars krossfest á sviði til þess að minnast þeirra sem látast úr sjúkdómnum dag- lega en kirkjunnar menn hneyksl- uðust mjög á athæfinu. Ástæðan fyrir Afríkuferðinni er sögð vera að safna peningum fyrir afrísk barnaheimili og hjón- in ætli því að nota ferðina og taka með sér barn heim til Eng- lands. Samkvæmt blaðinu The People mun ástæðan fyrir ættleiðingu Madonnu og Richie vera sú að hjónaband þeirra standi á völtum fótum og vilja þau gera allt til að bjarga því. Barnið yrði það þriðja í röðinni því Madonna á dótturina Lourdes úr fyrra sambandi og saman eiga Richie og Madonna einn son. Ættleiða í Afríku HJÓNAKORNIN Madonna og Guy Richie ætla að ættleiða barn til að bjarga hjónabandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Jonathan Rhys Meyers segist ekkert skilja í samstarfsfélaga sínum Ian McKellen en sá síðastnefndi hefur fallist á að leika í bresku sápuóperunni Coronation Street. Meyers er sannfærður um að hlutverk á skjánum sé ekki við hæfi jafn mikilla gæðaleikara og McKellen en þessi stjarna úr Mission: Impossible III hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu. „Ég get horft á Footballers’ Wives en að taka að mér hlutverk í þáttun- um; gleymdu því,“ sagði hin ungi Meyers. „Fólk myndi halda að ég gæti ekki fengið almennilega vinnu,“ bætti hann við. Undrandi á McKellen MCKELLEN Hefur tekið að sér hlutverk í sápuóperunni Coronation Street. Fyrrum unglingastjarnan Lindsay Lohan segist vonast til þess að nýjasta mynd hennar, Bobby, eigi eftir að vekja áhuga ungs fólks á stjórnmálum en myndin gerist í kringum morðið á Robert Kennedy árið 1968. Lohan leikur unga brúði sem giftist unnusta sínum svo hann þurfi ekki að berjast í Víetnamstríðinu umdeilda. „Fólkið af minni kynslóð þarf að kynnast þessum mikla leiðtoga,“ sagði Lohan og taldi sig alltaf hafa verið meðvit- aða um hvað væri að gerast í kringum hana. „Ég hef alltaf hvatt krakka á mínum aldri til þess að kynna sér málin og láta rödd sína heyrast því það eru jú einu sinni við sem byggjum þessa jörð,“ sagði Lohan við blaðamenn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir. Hugarfarsbreyt- ing hjá Lohan LOHAN Vonast til að kvikmyndin Bobby veki áhuga ungs fólks á stjórnmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.