Fréttablaðið - 06.09.2006, Síða 75
MIÐVIKUDAGUR 6. september 2006 31
Sálin flytur sérvalin lög
úr söngvasafni sínu með
fulltingi aðstoðarhljóð-
færaleikara. Lögin eru útsett
sérstaklega með hliðsjón af
hinum rómaða Gospelkór
Reykjavíkur, undir stjórn
Óskars Einarssonar.
Miðasala á midi.is og í verslunum
Skífunnar og BT.
GOSPELKÓR REYKJAVÍKUR
Stórtónleikar Laugardalsh
öll 15. september
ÁSAMT
Einstök og
ógleyman
leg
kvöldstund
!
Edgar Smá
ri &
Ómar Guðj
óns
hita upp
Aðeins selt í sæti - miðamagn takmarkað!
Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar-
innar hefst með óvenjulegum
hætti þetta árið en fyrirhugaðir
útitónleikar sveitarinnar á
Austurvelli hafa verið færðir á
skjólbetri stað. Það rignir sjaldn-
ar í Smáralindinni og víst er
skjólgott í Kópavoginum svo dýr-
mætum hljóðfærum sveitarinn-
ar er borgið og færri fá kvef.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 en
stjórnandinn Rumon Gamba mun
stýra sveitinni, sem leikur glæsi-
leg verk úr heimi tónbók-
menntanna og er þetta því kjörið
tækifæri fyrir forvitna tónlistar-
unnendur að hlýða á frábæran
flutning á þessu óvenjulega tón-
leikastað.
Á morgun, föstudag, verður
sveitin síðan komin á sinn heima-
völl í Háskólabíói en þá mun
norska sópransöngkonan Solveig
Kringelborn syngja með sveit-
inni. Kringelborn hefur undan-
farin misseri heillað hlustendur
með hæfileikum sínum en hún
er orðin gríðarlega eftirsótt í
óperu- og tónleikasölum heims-
ins. Túlkun hennar á verkum
norrænna skálda hefur verið
hampað töluvert og því bíða
margir komu hennar með eftir-
væntingu.
Kringelborn syngur einnig á
sérstökum tónleikum næstkom-
andi laugardag en tónleikar þeir
eru til styrktar verkefninu „Lífið
kallar“ sem er samstarfsverk-
efni FL Group, BUGL og Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Verkefnið
miðar að því að styrkja fjölskyld-
ur barna og unglinga sem eiga
við andlega erfiðleika að etja.
Sérstök áhersla verður lögð á
aðstoða við mótun nýrrar lífs-
sýnar í bráðameðferð og ekki
síst að henni lokinni, þar sem
inntakið er lífsgleði.
Nánari upplýsingar um vetrar-
starf sveitarinnar má finna á
www.sinfonia.is. - khh
Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind
ÓVENJULEGUR TÓNLEIKASTAÐUR
Það er skjólbetra í Smáralind en á
Austurvelli.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
3 4 5 6 7 8 9
Miðvikudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Fyrstu tónleikar hátíðarinnar
Tónar við hafið í Ölfusi fara fram í
Versölum, Ráðhúsi Ölfushrepps
í kvöld. Fram kemur jazzkvintett og
leikur þekkt íslensk sönglög í nýjum
útsetningum auk frumsaminna
laga. Kvintettinn skipa Ingibjörg
Guðjónsdóttir, Óskar Guðjónsson,
Ómar Guðjónsson, Tómas R.
Einarsson og Matthías Hemstock.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Birgir Guðmundsson
ræðir um áhrif DV á umræðuna um
íslenska fjölmiðlasiðfræði á vegum
Félagsvísindatorgs Háskólans á
Akureyri. Erindi sitt flytur Birgir í
stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð.
■ ■ SÝNINGAR
09.00 Hafliði Hallgrímsson
tónskáld og myndlistarmaður sýnir
verk sín á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju. Hafliði sýnir tólf
verk í kirkjunni sem öll hafa trúar-
lega skírskotun. Sýningin stendur
fram í miðjan október.
10.00 Myndlistarsýningin
Pakkhús postulana stendur
fyrir í Hafnarhúsinu, Listasafni
Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Ellefu ungir listamenn eiga verk
á sýningunni en í tengslum við
hana verður einnig efnt til fjölda
uppákoma. Sýningarstjórar eru
Huginn Þór Arason og Daníel Karl
Björnsson. Sýningin stendur til 23.
október.
11.00 Samsýningin Mega vott í
Hafnarborg er opin alla dag frá
kl. 11-17 nema á þriðjudögum.
Aðgangur ókeypis á föstudög-
um. Á sýingunni eru verk eftir
Ragnhildi Stefánsdóttur, Önnu
Eyjólfsdóttur, Þórdísi Öldu
Sigurðardóttur, Rúrí og Jessicu
Stockholder.
12.00 Hildur Margrétardóttir
sýnir í Skotinu, Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Sýningin er opin milli
kl. 12-19 virka daga en 13-17 um
helgar. Hildur hefur haldið um tug
einkasýninga og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum á síðustu
tíu árum. Sýningin stendur til 27.
september. Í safninu eru einn-
ig til sýnis ljósmyndir Andrésar
Kolbeinssonar.
13.00 Aleksandra Signer og
Tumi Magnússon sýna mynbands-
verk og innsetningar í Listasafni
ASÍ. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-17. Sýningarnar
standa til 10. spetember.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
10.00 Sýningunni Sú þrá
að þekkja og nema í andyri
Amtsbókasafnsins á Akureyri lýkur
um helgina. Sýningin fjallar um ævi
og störf Jónasar Jónassonar frá
Hrafnagili og er sett upp í tilefni af
150 ára afmælis hans.
■ ■ UPPÁKOMUR
11.00 Myndbandstónverk Ólafar
Arnalds, Eins og sagt er, er sýnt
í Þjóðmenningarhúsinu milli kl.
11-17 alla virka daga. Í verkinu flytur
Ólöf frumsamda tónlist og syngur
á átján tungumálum í níu myn-
drömmum samtími svo úr verður
alþjóðleg tónkviða. Heimildamynd
um gerð verksins er einnig til sýnis
á staðnum.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.