Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 18

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 18
 28. október 2006 LAUGARDAGUR18 ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum ���������������������� ��� ������������ ��� ��������������� ������� ����� ��� ��������� ����������� ����� ������ ������������ ���� �������� �� ���������� ��� �������� ����� ����������� ��� �������� ������ �������������������������������� ������ ������������ ������� ������� ��� ������ ������������ Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS ����� ���������� ������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� �������������� ������������ ���������� ��������������� ��������������� ������������ ���������� ���������������� MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður Fáa grunaði á unglingsárum Hild- ar Petersen á Seltjarnarnesinu að nú í byrjun nýrrar aldar yrði henni hampað fyrir að standa að jafnréttis- stefnu í banka. Hildur hefur liðna viku verið í forsvari fyrir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis en þar hefur hún setið í stjórn í tvígang. Spron hlaut á dögunum viður- kenningu Jafnréttisráðs fyrir skýra jafnlauna- stefnu og árlega könnun á afstöðu starfsmanna til jafnréttis í fyrirtækinu. Hildur er af þriðju kyn- slóð verslunarmanna og atvinnurekenda í Reykja- vík. Faðir hennar var Hans Pétur Petersen og það var undir hans fram- kvæmdastjórn sem fyrir- tæki fjölskyldunnar hófst í það veldi sem flestum landsmönnum er kunnugt. Fólkið hennar Hildar var hluti af samfélaginu sem setti svip á kvosina í Reykjavík, bæði með verslun sinni í Banka- stræti 4 og húsi þar sem Hans og systkini hans ólust upp í við Skólastræti. Petersenarnir voru fjöl- skyldan í Skólastrætinu. Fyrirtækið stofnaði Hans eldri 1907 en tók að höndla með ljósmynda- vörur 1920 og snemma fór hann að bjóða upp á Kodak-vörur og er fyrir- tækið í dag einn elsti viðskipta- vinur þeirra Kodakmanna. Hans lést 1938 og tók þá Guðrún amma Hildar við stjórn fyrirtækisins. Konur í Petersen-fjölskyldunni eru raunar kunnar að því að ganga hiklaust í störf sem karlar hafa kynokað. Hildi bregður því til fósturs. Hans yngri tók við stjórn fyrirtækisins og stýrði því til dauðadags 1977. Hildur var þá enn við nám í viðskiptafræði við háskólann en kunningjahópi henn- ar þótti einsýnt að skammt væri í að hún settist í stjórn fyrirtækis- ins. Hún varð framkvæmdastjóri þess tveimur árum síðar. Hún var 24 ára. Æskuár sín átti Hildur aftur á Nesinu þar sem foreldrar hennar reistu sér hús. Hún gekk síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Hún var hlédræg stúlka á þessum árum og fór ekki mikið fyrir henni en var samt virk í samkvæmislífi félaga sinna í skóla, enda kvenna- hópurinn af Nesinu sem þá sat Menntaskólann harður í horn að taka í djamminu. Þaðan lá leiðin beint í háskólann og áður en varði var hún orðin fullorðinn fram- kvæmdastjóri. Ragnhildur Ásmundsdóttir hafði starfað hjá Hans Petersen þegar Hildur kom þangað til starfa og vann með henni í yfir tvo áratugi. Hún sagði aðkomu Hildar að fyrirtækinu hafa ráðist fyrir hvatningu jölskyldu hennar, bæði Hans faðir hennar og Adolf Karlsson framkvæmdastjóri sem tók við af honum hafi látist bráð- lega og hinni ungu konu hafi því verið vandi á höndum, en hún hafi frá upphafi reynst sterkur fram- kvæmdastjóri. „Hún var framsýn og vildi ekki stöðnun, heldur leit- aði stöðugt nýrra leiða til að styrkja reksturinn,“ sagði Ragn- hildur. Hildur hafi leitt fyrirtækið í gegnum reglulegar breytingar og því hafi verið góður skóli að starfa með henni. Hún hafi viljað gera símenntun starfs- fólks að einkenni fyrirtækisins, hafi fundað mánaðar- lega með þeim og reynst frjór fram- kvæmdastjóri í grein sem var í mik- illi og örri þróun. „Hvernig getum við gert betur og hvað tekur við,“ var ein- att spurt. Að auki segir Ragnhildur að þær hafi tengst persónu- lega og orðið góðar vinkonur. Hans Pet- ersen hafi í tíð henn- ar bæði fengið jafn- réttisverðlaun og gæðastjórnunar- verðlaun. Hildur var meðal þeirra kvenna sem stofnuðu Félag kvenna í atvinnu- rekstri. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff-Borgarljósa var í þeim hópi og segist hafa fyrst kynnst Hildi á þeim vettvangi fyrir rétt fimm árum. Þar er Margrét nú formað- ur en Hildur vara- formaður. Segir Margrét ekki hafa borið skugga á samstarf þeirra: „Hún er dugleg og fylgin sér, henni leiðist kyrr- staða og stöðnun. Hún vill hreyf- ingu á hlutunum. Hún er heiðar- leg og stendur við orð sín. Hún er bara heilsteyptur karakter, traust og þægileg, enda hefur hún verið farsæl í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Svo er hún skemmti- leg þess utan.“ Í hópi kynsystra Hildar er hún kölluð stjórnarformaður Íslands í spaugi svona rétt til áminningar um að þessi forni titill Halldórs Jónssonar getur líka verið kvenna- megin. Hildur er ekki aðeins til forystu í stjórn SPRON heldur er heldur hún líka um stjórnartauma í Kaffitári. Það kom ýmsum á óvart þegar Hildur var gerð að stjórnarfor- manni í Áfengis og tóbaksverslun ríkisins árið 1996. Almenningur hefur á þessum tíu árum séð stór- tækar breytingar á einkasölunni og má hluta af þeirri nútímavæð- ingu rekja til beinna áhrifa Hild- ar. Hildur giftist Halldóri Kol- beinssyni lækni. Þau eru jafnaldr- ar og eiga tvö börn. Hildur er dæmi um þriðju kyn- slóð íslenskra verslunarmanna sem hefur fylgt tímanum. Hans Petersen tók hún á markað 1998 og þá seldi fjölskyldan hlut í fyr- irtækinu. Aldamótaárið var það keypt að fullu af Skeljungi. Hild- ur sneri sér þá að umsýslu fast- eigna og stjórnarstörfum – fast- eignafélag fjölskyldunnar er nefnt eftir Guðrúnu ömmu henn- ar – það er ekki nema von að það finnist kvennabragur á þeim fyr- irtækjum sem Hildur Petersen hefur komið nærri. MAÐUR VIKUNNAR Þetta er kjarnakona HILDUR PETERSEN STJÓRNARFORMAÐUR ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag. Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.