Fréttablaðið - 28.10.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 28.10.2006, Síða 32
 28. október 2006 LAUGARDAGUR32 inum í nútíð og fortíð. Það má með sanni segja að Ólafur hafi mikið til síns máls því að í henni má finna margt sem mjög áhugavert getur talist. Þar á meðal hversu norðlægar byggðir hafa alltaf verið háðar fiskveiðum, og eru vissu- lega enn. Gömul saga og ný Petty Harbour leikur stórt hlutverk í bók bandaríska blaðamannsins og þorp- ið vakti athygli hans vegna þess að sjó- mennirnir þar hafa háð einstaka baráttu fyrir því að vernda lífsviðurværi sitt. Ólíkt öðrum fiskiþorpum á austurströnd- inni hafa sjómennirnir í Petty Harbour tekið virkan þátt í ákvarðanatöku um fiskveiðar við Nýfundnaland allt frá því snemma á síðustu öld. Svo snemma sem árið 1923 settu sjómennirnir reglur um höfninni í Petty Harbour þegar ég var ungur maður,“ fullyrðir Sam Lee. Ævisaga þorsksins Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfund- urinn, Mark Kurlansky, sendi frá sér bókina Ævisaga þorsksins árið 1997. Í undirtitli bókarinnar fullyrðir hann að þorskurinn sé sá fiskur sem breytt hafi heiminum. Í bókinni leitar hann víða fanga til að renna stoðum undir þessa fullyrðingu „...og í leiðinni stillir hann sögu Íslands í alþjóðlegt samhengi betur en áður hefur verið gert“, eins og segir í formála þýðandans, Ólafs Hannibals- sonar, en bókin kom út á Íslandi árið 1998. Þar segir Ólafur að hann hafi við lestur bókarinnar orðið sannfærður um að hana þyrftu allir Íslendingar að lesa sér til skilningsauka á stöðu sinni í heim- PETTY HARBOUR Það er fallegt á Nýfundnalandi. Þrátt fyrir að bærinn beri sterk séreinkenni minnir hann óneitanlega á íslenskt sjávarþorp þegar betur er að gáð. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR N afn þorpsins, Petty Harbour, er dregið af franska orðinu petite, „litla“, og minnir á alda- gamla fiskveiðihefð Nýfundnalands. Áður en Fransmenn komu þangað höfðu Baskar og Portúgalir, svo snemma sem á 16. öld, haft bækistöðvar sínar þar um slóðir. Á 17. öld komu enskir og írskir innflytjendur og settust að. Aðdráttarafl staðarins var það sama hjá þeim öllum; þorskur. Fiskur fangaður í körfur Þorskstofninn við Nýfundnaland og Labrador, norðurstofninn svokallaði, var líklega stærsti þorskstofn í heimi, en frá árinu 1992 hefur verið í gildi svo til algjört veiðibann en aðeins málamynda- kvótar hafa verið gefnir út síðustu ár. Ástæðan er einföld; þorskstofninn hrundi á tiltölulega stuttum tíma. Strand- veiðimenn og stærstur hluti vísindasam- félagsins í Kanada segja ástæðuna gegndarlausa rányrkju alþjóðlegs flota sem veiddi gífurlegt magn þorsks um áratuga skeið, eða áður en fiskveiðilög- saga Kanada var færð út í 200 mílur. Sökin liggur þó einnig að þeirra mati í togveiðum Kanadamanna sjálfra eftir að alþjóðlegi flotinn hafði horfið af miðun- um; kanadísku togararnir veittu stofnin- um náðarhöggið. Aðrir, þar á meðal íslenskir fiskifræð- ingar, hafa bent á að ástæða fyrir hruni stofnsins hafi verið líffræðilegs eðlis. Öll rannsóknargögn bendi til að stofninn hafi verið á hungurmörkum vegna skyndi- legra umhverfisbreytinga. Á sama tíma var haldið aftur af veiðum og fiski fjölg- aði, fæðubúrið tæmdist, náttúran greip í taumana og stofninn féll úr hor. Kanad- íski haffræðingurinn Ken Drinkwater hefur einnig sett fram þá kenningu að hrun þorskstofnanna sé vegna sjávar- kulda síðustu tveggja áratuga. En þetta er fiskifræði nútímans og hefur lítil áhrif á sjómennina á austurströnd Nýfundna- lands, því þeir hafa þá trú að áratuga- gömul rök þeirra séu í fullu gildi. Þeir eru óþreytandi við að segja sögur af land- nemanum John Cabot sem kom til Nýfundnalands árið 1497 og sagði sögur við komuna til Englands að hægt væri að veiða þorsk í körfur af steinum við ströndina. „Það var hægt að ganga þurr- um fótum á þorskbökum hérna úti fyrir Á vogskorinni austurströnd Nýfundnalands kúrir lítið fiskiþorp undir bröttum gróðurvöxnum hæðum. Höfnin er skjólgóð og göturnar liðast tilviljunarkennt á milli litríkra timburhúsa sem teygja sig upp í brekkuræturnar. Vöruhús og veiðarfæraskemmur standa á stólpum úti á grunnsævinu. Á bryggjunni hitti Svavar Hávarðsson hann Sam Lee, einu dægurstjörnu staðarins sem kallast Petty Harbour. Ævisaga þorsksins og Sam Lee ���������� �������� ������ ���������������� ������������ ������������������ ����������� ���������� ������������� gildruveiðar sem eru einkennandi fyrir strandveiðarnar ásamt einföld- um handfæraveiðum. Allt til þess dags að veiðarnar voru bannaðar beittu þeir þessum einföldu aðferð- um við þorskveiðarnar og börðust gegn neta- og togveiðum á grunnslóð sem djúpslóð. Þeir hafa haldið því fram allan þennan tíma að samfélag eins og þeirra eigi að bera ábyrgð á sínum miðum og nýta þau eins og þeir telja að sé best. Að stundaðar séu sjálfbærar veiðar á ábyrgð þeirra sem hana nýta og hafa mestu að tapa. Það sem þeir hafa haldið fram allan þennan tíma á hljóm- grunn í þeirri umræðu sem fer fram í dag um fiskveiðistjórnun. Margir hafa bent á að samfélag veiðimanna eigi að taka ábyrgð á veiðum nálægt sinni heimabyggð og kom meðal annars fram á ráðstefnu um sjávar- útvegsmál í Reykjavík í ágúst síð- astliðnum. Sam Lee Fyrir blaðamanninum Kurlinski var Sam Lee holdgervingur þessarar baráttu og sjómanna um allan heim. Hann og hans líkar voru þeir sem áttu mest undir þorskveiðunum. Höfðu mestu að tapa. Sam ber banda- ríska blaðamanninum vel söguna. „Hann var ágætur. Hann vissi að vísu ekkert um þorsk þegar hann kom hingað. Hann ætlaði fyrst bara að taka saman fiskuppskriftabók af því honum finnst þorskur góður á bragðið. Ég fór með honum út á bátn- um mínum nokkrum sinnum og við sýndum honum hvernig við veidd- um. Við vorum að mæla fyrir vís- indamennina á þessum tíma. Við máttum mæla þorskinn, ekki veiða hann.“ Sam er fjölskyldumaður. Hann á konu og þrjú börn. „Strákurinn minn hafði auðvitað áhuga á að koma á sjóinn með mér eins og ég gerði með föður mínum. En það var ekki til neins. Ég vissi að það var engin framtíð í því,“ segir Sam. „Allt unga fólkið er farið til borganna til að vinna eða fara í skóla. Þar eru tæki- færin,“ bætir hann við. Frásögn hans hljómar kunnuglega í eyrum Íslend- ingsins þó hann láti það ekki uppi. „Komdu, ég ætla að sýna þér svolít- ið,“ segir söguhetja Kurlinskis. Þegar rölt er upp bryggjuna minnist Sam á að stjórnvöld hafi nýlega gefið leyfi til að veiða 3000 pund af þorski á hvern bát þetta árið. „Við höfum sex vikur til að ná þessu. Í gamla daga fengum við þrisvar sinnum meira á einum degi á hand- færin. Í gildrurnar fengum við margfalt þetta magn á hverjum degi.“ „Snjókrabbi er það sem við veið- um núna. Undanfarin ár hefur þetta kvikindi haldið í okkur lífinu,“ segir Sam og bendir á haug af gildrum fyrir utan veiðarfærakofann sinn. Þegar inn er komið bendir hann á haug af veiðarfærum á gólfinu og segir frá því að svona hafi hann skil- ið við veiðarfærin árið 1992. „Sjó- mennirnir hér eiga veiðarfæri fyrir hundruð þúsunda dollara sem þeir eiga sennilega aldrei eftir að nota. Og svo þurftum við að kaupa ný veið- arfæri til að veiða krabba. Ef hann hverfur líka þá höfum við ekkert.“ Ef þorskurinn kemur aftur Sam Lee er ekki bjartsýnn á að veiða þorsk eins og hann gerði þegar hann var ungur maður. Hann er á sjötugs- aldri. „Þorskgengdin við ströndina er að aukast aftur þó ég viti ekki hvort hún verður nokkurn tímann eins og hún var. Ég efast um það. En það skiptir ekki máli fyrir þennan bæ, því þegar veiðarnar verða leyfð- ar verður verkkunnáttan töpuð. Hér verður enginn til að taka við bátnum mínum.“ Sam segir allt breytt. Gleðin hvarf úr þorpinu þegar þorskveið- arnar voru bannaðar, gefur hann í skyn. Fólkið tapaði meiru en lífsvið- urværi sínu, það tapaði bjartsýninni og lífsgleðinni um leið. „Nú er ekki lengur hægt að keppast við næsta bát um hver er duglegastur og fær mest og fólkið er ekki eins samhent og það var. Litlu byggðirnar á aust- anverðu Nýfundnalandi munu deyja ein af annarri á næstu árum og það styttist í að húsið mitt verði keypt af ríkum Ný-Englendingum sem sum- arhús. Þeir eru reyndar þegar farnir að kaupa hús hérna í nágrenninu.“ Íslendingurinn kveður Sam og hugsar sitt þegar hann segir að lokum. „Látið þetta ekki gerast á Íslandi, vinur.“ ■ Snjókrabbi er það sem við veiðum núna. Undanfarin ár hefur þetta kvikindi hald- ið í okkur líf- inu. Ef hann hverfur líka þá höfum við ekkert.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.