Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 10
10 29. október 2006 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Ævisaga Jóns Gnarr Eitt af því sem gerði útvarpsþáttinn Tvíhöfða svo frábæran voru magn- aðar sögur Jóns Gnarr af uppvexti sínum og æskuárum. Þegar þátturinn lognaðist út af leit allt út fyrir að þessar sögur yrðu gleymsku tímans að bráð. Nú geta aðdáendur Tvíhöfða glaðst því væntanlegt er fyrsta bindi af þremur þar sem Jón rekur æsku sína. Í fyrstu bókinni, sem nefnist Indjáninn, segir frá lífi Jóns til 12 ára aldurs og þykir hann fara á kostum í lýsingum sínum. Sérlega flott þykir lýsing Jóns á miklum sinubruna í Fossvoginum. Næstu tvö bindi ættu svo að koma á næstu árum. Í öðru bindi hyggst Jón segja frá lífi sínu sem pönkari á Hlemmi og í lokabindinu segir frá Núpsárunum svokölluðu. Kristján hættir Kristján B. Jónasson þróunarstjóri hætti hjá Eddu forlaginu á föstudag- inn. Þar hafði hann starfað síðan 1998 og alltaf setið í sama norð- austurhorninu á sjöttu hæð og ekki haggast þótt forstjórar kæmu og færu og heilu deildirnar gufuðu upp. Vel- lukkað samkvæmi var haldið á þess- um tímamótum sem hann kallaði Kristjáns Wake í höfuðið á ólesanlegri skáldsögu James Joyce um líkvöku Finnegans. Kristján ætlar nú að starfa á eigin vegum við að framleiða bækur og er búinn að koma sér upp verkefnum fyrir allt næsta ár. Kristj- án hyggst að auki að klára MA-ritgerðina áður en hann verður fertugur. Sykurmolarnir æfa Örfáir miðar eru enn eftir á tónleika Sykurmolanna 17. nóvember, en bara miðar á gólfi. Hljómsveitin hóf æfingar í september í ótilgreindu húsi í Reykjavík og segja kunnugir að hljómsveitarmeðlimir „hafi engu gleymt“ þótt liðin séu fjórtán ár frá því meðlimirnir störfuðu síðast saman. Sú útgáfa af hljómsveitinni sem starf- aði lengst mun koma fram en Friðrik Þór Friðriksson rithöfundur og Einar Melax hljómborðsleikari eru til taks á hliðarlínunni. Þrátt fyrir orðróm um að hljómsveitin ætli að halda frekar áfram eftir Laugardalshallar- giggið fæst lítið stað- fest í því sambandi. gunnarh@frettabladid.is UMRÆÐAN Ísland og Evrópa Þorsteinn Pálsson fjallar í leiðara sl. föstudag um það sem að hans mati mun knýja á um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu á næstu árum: Hina máttlausu stöðu krónunnar sem sjálfstæðs gjaldmið- ils og nauðsyn þess að styrkja pólitísk tengsl við Evrópu. Hvort tveggja er hárrétt og það vekur athygli að Þorsteinn skuli segja það opinberlega sem gamli flokkurinn hans þegir um eins og þögull steinn. Raun- ar hafnaði Geir Haarde öllu tali um Evrópusambands- aðild eftirminnilega sl. vor í viðtali og benti á fríversl- unarsamning við Kína sem sína leið og betri leið! Hvað íslenskt atvinnulíf er bætt með fríverslunar- samningi við Kína er algjörlega á huldu og hætt við að tíðar heimsóknir íslenskra stjórnmálamanna í keisarans hallir sem skína hafi sljóvgað dómgreind. Ósanngjörn undirboð kínverskra fyrirtækja sem fara með starfsfólk nánast eins og þræla og virða ekki hugverkaréttindi er ógn en ekki tæki- færi. Þorsteinn Pálsson hvetur til málefnalegrar umræðu um Evrópumál og til þess er Sam- fylkingarfólk sannarlega reiðubúið. Hann bendir á nauðsyn rétts tímaskyns og að ekki megi skjóta málinu á frest inn í framtíðina. Það er líka hárrétt. Þess vegna verður stjórnarskrárnefndin, þar sem við Þorsteinn sitjum bæði, að bretta nú upp ermar og sjá til þess að ákvæði um þátttöku Íslands í alþjóðlegum stofnunum komist inn í stjórnar- skrána innan árs. Við erum nú þegar orðin fimmtíu og fimm árum á eftir nær öllum Evrópuríkjum og það er morgunljóst að vandað ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu og framsal valds er forsenda þess að Evrópu- málin komist í farsælan farveg umræðu og ákvörðun- ar í okkar góða landi. Nú þarf að slá í klárinn. Höfundur er lögfræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Stjórnarskrárbreyting sem þolir ekki bið KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR Það er langt um liðið síðan skorið var úr þeirri spurningu hvað skyldi gjalda keisaranum og hvað skyldi gjalda Guði, báðir áttu að fá það sem þeim bar. Þessi regla er góð enda ekki við öðru að búast. En þegar Guði og keisaran- um hefur verið goldið sitt þá tekur við sú spurning hvað hvert okkar ber úr býtum fyrir hið daglega streð. Gott svar við þessari spurningu hefur vafist fyrir mönnum, en ekki hefur vantað tilraunirnar til að koma með svarið. Heilum þjóðfélögum var breytt í tilraunastofur til að reyna að hrinda í framkvæmd svari Karl Marx með þekktum afleiðingum og úti um allan heim er tekist á af mismunandi hörku um hvert svarið á að vera. Áður voru slík átök bundin við einstök ríki en eftir því sem viðskiptalíf heimsins verður opnara, eftir því sem hnattvæðingin verður meiri, þá hættir þessi spurning að vera bundin þjóðríkjum og verður alþjóðleg. Hnattvæðing viðskiptalífsins mun hafa jákvæð áhrif fyrir bæði ríkar þjóðir og fátækar. En vandinn er sá að það gerist ekki í einni svipan og áhrifin koma fram með mismunandi hætti eftir því hverjar aðstæður eru í viðkom- andi löndum. Eitt einkenni hnattvæðingarinnar er að við upphaf hennar bætast við gríðarlega margar vinnufúsar hendur en fjöldi neytenda vex ekki að sama skapi. Þátttaka Kína, Indlands og fyrrum Sovétríkjanna í alþjóðlega viðskiptakerfinu þýðir að 1,5 milljarðar manna bætist við það vinnuafl sem vestræn og japönsk fyrirtæki hafa aðgang að. Þessi staðreynd hefur áhrif á laun fólks og afkomu fyrirtækja í iðnríkjunum. Framleiðni hefur aukist í atvinnulífinu í Bandaríkjunum, Evrópu, og Japan á undanförnum árum. Síðastliðinn áratug óx framleiðni í Bandaríkjunum um 2,8% á ári sem er helmings hækkun frá tímabilinu 1974 til 1995. Sama á við um Japan, síðastliðin þrjú ár hefur vöxtur- inn verið 2,1%, umtalsvert meira en 1,2% árlegur vöxtur frá 1995 til 2002. Og sama gildir til dæmis um Þýskaland, þar var fram- leiðniaukningin 0,7% á árunum milli 1998 til 2004 en hefur verið 1,7% síðastliðin ár. Augljóslega er þessi framleiðniaukning ekki öll drifin áfram af hnattvæðingu, breytt stjórnarfar í Þýskalandi hefur til dæmis örugglega sitt að segja. En aukin alþjóðleg samkeppni rekur fyrirtækin áfram í leit sinni að hagkvæmari framleiðslu, þau fyrirtæki halda velli sem ná að auka framleiðni sína. Að öllu jöfnu hækka raunlaun í takti við framleiðniaukningu. Það er því athyglisvert að þetta samband virðist ekki vera sterkt í iðnríkjunum um þessar mundir. Ef litið er til Bandaríkjanna, Japan, evrulandanna, Bretlands og Kanada þá sést að launahluti þjóðarframleiðslunnar lækkaði úr 56% árið 2001 í 53,7% árið 2006. Þessi þróun hlýtur að vekja upp spurningar, einkum og sérílagi í Evrópu en þar hafa menn lengi talið að launamenn væru vel varðir af ýmiss konar opinberu regluverki. Reyndar þarf að hafa í huga hvað Evrópu varðar að það kann að líða tími frá því að áhrifa framleiðniaukningarinnar tekur að gæta í launahækkunum. En á móti kemur að reynslan frá Bandaríkjunum er sú að þar hafa raunlaun hækkað lítið síðastliðin 10 ár þrátt fyrir framleiðniaukn- inguna og laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa lækkað eins og áður var bent á. Þeir sem eiga fjármagn fá nú meira í sinn hlut en áður, fram- leiðniaukningin rennur að stórum hluta til þeirra. Í þessari stað- reynd felst eitt af flóknari úrlausnarefnum hnattvæðingar- innar. Hvernig eiga launþegar í iðnríkjunum að fá til sín aukinn skerf að framleiðniaukningunni? Þeir eru að keppa við launþega í ríkjum eins og Kína, en þrátt fyrir mikinn hagvöxt í því landi á undanförnum árum eru laun í iðnframleiðslu þar um 3% af launum í iðnframleiðslu á Vesturlöndum. Það má því reikna með að ekki verði lát á þessari þróun á næstu árum. Það mun taka tíma fyrir fátæku löndin að komast til bjargálna. Hindrunar- laus viðskipti á milli landa, hnattvæðing, mun þegar fram líða stundir hafa jákvæð áhrif fyrir allan heiminn. En það mun ekki gerast án vandræða. Þróunarlöndum stendur mörgum ógn af veldi alþjóðafyrirtækja og verkafólk í Evrópu horfir til austurs með ugg, til þeirra sem eru tilbúnir að selja vinnuafl sitt á svo lágu verði að vonlaust er að keppa við það. Við Íslendingar þurfum auðvitað að vera vakandi fyrir þessum vanda. Það er engin ein lausn eða töfraformúla til en við eigum að líta á hnattvæðinguna sem tækifæri fyrir okkur þrátt fyrir þau flóknu vandamál sem hér hafa verið nefnd. Með öflugt menntakerfi að vopni, með sveigjanlegan vinnumarkað, lága skatta, trausta heilbrigðis- og félagsþjónustu og með vinnu- og framtakssemi getum við haldið áfram að nýta þau tækifæri sem alþjóðavæðingin býður okkur uppá. Laun fyrir erfiði dagsins Launagreiðslur ILLUGI GUNNARSSON Í DAG | F jölmiðlar eru eðlilega og reyndar góðu heilli andlag marg- víslegra vísindalegra rannsókna. Eitt af verðugum við- fangsefnum á því sviði eru tengsl fjölmiðla og fjármagns. Doktor í fjölmiðlafræðum og kennari við Háskóla Íslands hefur birt það sem kallað er niðurstöður af slíkri rannsókn. Þær voru kynntar liðinn föstudag í fyrirlestri á vegum skólans inn á milli fjölda fyrirlestra um merkar rannsóknir og vandaðar fræðilegar athuganir annarra háskólamanna. Vísindamaðurinn sem hér á hlut að máli, doktor Guðbjörg Hild- ur Kolbeins, sagði ástæðu fyrir rannsókninni vera orðróm um að Fréttablaðinu væri beitt í þágu eigenda þess. Aðferðafræði vís- indamannsins var sú að skoða aðeins um þriðjung af auglýsingum í Fréttablaðinu og finna út að stærsti minnihlutaeigandi blaðsins hefði keypt fjórðung af þessum þriðjungi auglýsingarýmisins. Í raun er verið að tala um fimm hundraðshluta heildarauglýsinga og jafnvirði aðeins fimmtungs heildarframlegðar blaðsins. Engin grein var gerð fyrir samhengi lesturs og auglýsinga. Í háskólafyrirlestri sínum hneykslaðist vísindamaðurinn á því að auglýsingar frá fyrirtækjum í eigu þessa aðila hefðu aukist um 45 af hundraði í Fréttablaðinu á tilteknu tímabili. En af einhverri ástæðu var því sleppt að þær höfðu aukist um 55 prósent í Morg- unblaðinu á sama tíma þó að breyting á lestri blaðanna hefði verið í öfugu hlutfalli. Ályktunin sem vísindamaðurinn dró af þessum niðurstöðum var sú að auglýsingafjármagn stærsta minnihlutaeigandans að Frétta- blaðinu væri notað til svokallaðrar „þöggunar“ um málefni sem eig- andinn vildi hafa hljótt um. Í háskólafyrirlestrinum var vísað um orsakasamhengið þar á milli til fimmtán greina blaðafulltrúa Rann- sóknamiðstöðvar Íslands í Morgunblaðinu. Rétt er að blaðafulltrúi Rannsóknamiðstöðvarinnar hefur að frí- stundaiðju að skrifa reglulega níðskældni í Morgunblaðið um rit- stjóra og blaðamenn Fréttablaðsins. Þær greinar eru í flokki mestu raðrökleysu sem birtist í því blaði. Kjarni málsins er sá að hér er kynnt vísindaleg niðurstaða með því að skoða brot af auglýsingum Fréttablaðsins. Hún er fengin án athugunar á efni blaðsins. Og hún er fengin án skoðunar á öðrum fjölmiðlum. Samt er kveðinn upp sá dómur að ritstjórar og blaða- menn Fréttablaðsins vanvirði eigin ritstjórnarstefnu og siðareglur. Að sönnu er það svo að Háskóli Íslands verður ekki kallaður til ábyrgðar fyrir slík holtaþokuvísindi eins starfsmanns. En þegar áróðurinn er borinn fram undir merkjum Háskólans og innan vébanda hans kemst skólinn því miður ekki hjá óþægindum af þeim sökum. Þetta er hins vegar lítill atburður í hinu stóra samhengi háskólastarfsins og skaðar ekki svo heitið geti djarfa og metnaðar- fulla framsókn skólans. Gagnrýni er jafnan holl fyrir blöð og blaðamenn. En skynsam- leg rök eru þó á þessu sviði eins og öðrum forsenda gagnseminnar. Þegar gagnrýni er borin fram í nafni vísindanna eru gerðar kröfur um aðferðafræði. Þeir sem hafa það að daglegum starfa að skapa þetta blað gera sér mæta vel grein fyrir því að það er ekki fullkomið og eru opnir fyrir gagnrýni. En þeirri svokölluðu vísindalegu sönnun doktors Guðbjargar Hildar Kolbeins fyrir „þöggun“ og óheiðarleika stjórn- enda og blaðamanna Fréttablaðsins er eftir efnistökunum vísað til föðurhúsanna. Fjölmiðlar og fjármagn: Holtaþokuvísindi ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.