Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 29.10.2006, Qupperneq 74
 29. október 2006 SUNNUDAGUR26 menning@frettabladid.is [ BÓKMENNTIR ] UMFJÖLLUN Sagnasafnið Heil brú, sem kom út hjá forlaginu Máli og menn- ingu, á vordögum geymir níu sögur eftir íslenska rit- og myndhöfunda byggðar á nor- rænni goðafræði. Þetta er óvenjulegt verkefni fyrir margra hluta sakir, ekki aðeins vegna þess að myndhöfundarnir níu völdu sér samstarfsmenn en ekki öfugt eins og fordæmi eru fyrir, heldur er hér á ferðinni forvitnilegur þverskurður af íslenskum samtímahöfundum, hvort heldur rit- eða myndhöf- undum, sem ekki býðst annars staðar. Höfundarnir sækja mismikið í þennan auðuga sagnabrunn og sögurnar eru vitaskuld jafn ólík- ar og höfundarnir eru margir en meðal þeirra eru skáld sem ekki hafa skrifað fyrir börn og ung- menni áður, t.d. Þórunn Erla Valdimarsdóttir sem birtir sög- una ¿Leyniþjónusta hrafnanna og hænurnar þrjár¿ við mynd- skreytingar Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur, Úlfhildur Dags- dóttir segir frá ¿Jörmun Gunni¿ ásamt Kristínu Rögnu Gunnars- dóttur og Vilborg Dagbjarts- dóttir sem skrifar söguna ¿Það kallast ögurstund¿ með mynd- lýsingum Guðrúnar Hannes- dóttur. Saga Þórunnar er skemmti- lega unggæðisleg þó ég myndi vart telja hana barnaefni. Við- fangsefnið er dulúðugt og mjög krefjandi að mínu mati en líkt og með sögu Úlfhildar Dags- dóttur, Jörmun Gunnur, er sagan eins og hluti af stærri heild. Maður verður altént mjög for- vitin um framhaldið við lestur þeirra beggja. Vilborg Dagbjartsdóttir skrifar sögu ambáttanna Fenju og Menju út frá þeirra eigin sjónarhorni en viðskipti þeirra við sækónginn Mysing varð til þess að sjórinn varð saltur. Saga Vilborgar er hugljúf og endir hennar góður fyrir ambáttirnar dugmiklu enda sökkva þær ræn- ingja sínum og fagnaðarbylgja fer um hafið. Teikningar Guð- rúnar Hannesdóttur eru áhrifa- miklar og eftirminnilegar. Margir höfundanna kjós að færa uppfæra goðsögurnar og vísa til þeirra í samtímanum þannig eru til dæmis sögur Sjóns, ¿Blúbb¿ og ¿Sögurnar¿ eftir Auði Jónsdóttur sem báðar fjalla um Miðgarðsorminn en bjóða um leið upp á hressilegar söguskýringar um þennan orm sem hringar sig enn um sagna- heiminn. Myndir Halldórs Bald- urssonar við sögu Sjóns höfðuðu mest til mín af myndlýsingum þessarar bókar enda eru þær með afbrigðum líflegar og Hall- dór lunkinn við að hitta á rétta augnablikið í frásögninni. Myndasaga Emblu Ýrar Bárudóttur og Ingólfs Arnar Björgvinssonar, ¿Mistilteinn¿ brýtur bókina skemmtilega upp, stutt frásögn sögð alfarið í myndum. Alvarleiki frumtext- ans er þó á bak og burt í útfærslu Emblu og Ingólfs og persónu- lega fannst mér afgreiðslan dálítið ódýr á þessu ódæði Haðar. Titilsagan eftir Gerði Kristn- ýju tekur fyrir sögu brúarvarð- arins Heimdallar sem átti níu mæður. ¿Heil brú¿ er einkar hugmyndarík frásögn og for- vitnileg í uppeldislegu tilliti og myndlýsingarnar frumlegar. Þetta er saga sem bíður upp á forvitinilegar vangaveltur. Andri Snær Magnason vísar til örlaganornanna Urðar, Verð- andi og Skuldar líkt og Þórunn Erla gerir í sinni sögu en saga Andra, 2093, er heimaspekileg og sorgleg og líkt og saga Þór- unnar gæti hún reynst torlesin fyrir yngri kynslóðina. Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er á kunnuglegum miðum í aðlögun sinni á hamars- heimt Þórs. Í sögunni ¿Stanleyh- amarsheimt¿ er mikið sprell, stíllinn auðveldur og látlaus en myndir Sigrúnar Eldjárn setja punktinn yfir i-ið og fá lesendur til að skella upp úr yfir öllu saman. Það er fengur af þessu fram- takið Eddu útgáfu og Ibby sam- takanna og óskandi að á því verði framhald. Þessi endurnýj- un sagnaarfsins getur vart orðið til annars en að efla áhuga og auka forvitni lesenda á bók- menntum almennt sem og á möguleikum myndlýsinganna. Kristrún Heiða Hauksdóttir BÓKMENNTIR ÝMSIR HÖFUNDAR Heil Brú Niðurstaða Forvitnilegur þverskurður af íslenskum samtímahöfundum í mynd og máli- Ýmsir höfundar Þrusu þverskurður í máli og myndum HEIL BRÚ Glæsileg endurnýjun á menningararfi þjóðarinn fyrir hugsandi börn og fullorðna [ BÓKMENNTIR ] UMFJÖLLUN Skipið er sjöunda skáldsaga Stefáns Mána á ferli sem segja má að ein- kennist nokkuð að tilraunum og leit. Dyrnar á Svörtufjöllum kom út fyrir tíu árum, frumrauninni fylgdi höf- undurinn eftir með Myrkravél, hinni stórgóðu Hótel Kalifornía og Ísrael: Sögu af manni. Stefán Máni sótti í sig veðrið með hverri bók og í Ísrael var hann búinn að ná feykilega góðum tökum á smá- smyglislegum lýsingum á umhverfi, athöfum og tilfinningum sem eru eitt sterkasta höfundareinkenni hans. Hann breytti nokkuð um stefnu með Svartur á leik þegar hann skoðaði undirheima Reykja- víkur í nokkuð sérstæðri glæpasögu sem bar keim af rannsóknarblaða- mennsku. Túristi kom svo út í fyrra, svolítið eins og skrattinn úr sauða- leggnum eftir Svartur á leik, og benti til þess að höfundurinn væri enn að reyna að finna þann takt sem hentaði honum best. Og nú kemur Skipið en með þeirri bók má segja að hann stökkvi aftur á bak, yfir Túrista, þar sem bókin er áþekkari Svartur á leik og er einhvern veginn rökrétt framhald á því sem höfund- urinn var að gera þar. Skipið er þó frábrugðin Svartur á leik að því leyti að hún er hreinræktaður reyf- ari og hvaða stefnu sem Stefán Máni kýs að taka nú þá tekur Skipið af öll tvímæli um að spennusagnaformið steinliggur í höndum hans. Beinagrindur og óhreint mjöl Skipið er ekta karlasaga og gerist um borð í fraktskipinu Per se sem siglir frá Íslandi áleiðis til Suður- Ameríku. Um borð eru níu karl- menn sem allir eru með einhvers konar beinagrindur í farteskinu. Einn þeirra myrðir eiginkonu sína rétt fyrir brottför, annar er með handrukkara á hælunum vegna spilaskuldar upp á nokkrar milljón- ir, nokkrir áhafnarmeðlima eru í uppreisnarhug og nýi hásetinn er ekki sá sem hann á að vera. Hann er kallaður Kölski, snælduvitlaus og margdæmdur handrukkari og dóp- sali. Það verður því ljóst á fyrstu blað- síðunum að ferð Per se mun ekki ganga áfallalaust fyrir sig og þegar skipið er komið út á ballarhaf eru unnin skemmdarverk á fjarskipta- búnaði þess þannig að þessi ósam- stæði hópur er eins einangraður og frekast getur orðið. Eins og öll lögmál um mannleg samskipti við slíkar aðstæður gera ráð fyrir skerst vitaskuld í odda, áhöfnin margklofnar og enginn treystir neinum. Togstreitan á milli persónanna verður þrúgandi og er framan af helsti spennuvaldur sög- unnar. Alvöru reyfari Stefáni Mána tekst býsna vel að fanga þrungna stemninguna um borð og hefur fundið fínt jafnvægi í smásmugustílnum áðurnefnda sem hann beitir af leikni þegar við á en skellir svo inn á milli á magnað skeið og eyðir hvorki tíma né plássi þegar hann keyrir spennuna upp. Skipið er því ekki bók sem er lesin í áföngum, spennan stigmagnast jafnt og þétt þannig að undir miðbik bókar kemur ekki annað til greina en að lesa til enda í einum rykk og þegar hasarinn er sem mestur kemst maður í sama fílíng og maður gerði þegar maður var fjórtán ára og las Alistair MacLean. Stefán Máni notar gamlar, góðar og þrautreyndar brellur til þess að viðhalda spennunni og tefur fram- vinduna með því að flakka grimmt með sjónarhornið á milli persóna og lýsa sömu atburðum með augum fleiri en einnar persónu. Þessi frá- sagnartækni er vitaskuld ansi reyf- arakennd rétt eins og persónurnar sem eru flestar steríótýpur og full- trúar ákveðinna gilda og lasta. Stíll- inn sver sig einnig í sömu ætt og verður stundum ansi klisjukenndur en það verður að segjast eins og er að klisjur eiga hvergi betur heima en í reyfurum þannig að allt gengur þetta upp. Það er síður en svo slæmt að per- sónur sögunnar séu staðlaðar þar sem Stefáni Mána tekst engu að síður að gæða þær lífi og með for- sögum þeirra öðlast þær sæmilega dýpt þannig að maður lætur örlög þeirra sig varða. Skrattakollur um borð Krimminn Kölski er aðalgaurinn og alveg hreint þrælskemmtileg týpa. Helmassaður, siðblindur fauti sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna og óttast ekkert. Það er auðvitað grínlaust að sitja uppi með slíkan mann á hrákadalli á opnu hafi en þegar í harðbakkann slær getur samt komið sér vel að hafa brjálæð- ing í sínum röðum. Náfrændur Kölska hafa drifið atburðarásina áfram í ótal skáldsögum og kvik- myndum og í Skipinu er hann ómiss- andi þó hann sé á mörkum hins raunverulega í ofurmennsku sinni. Stefán Máni selur manni hann samt á augabragði og krafturinn í bókinni dettur aðeins niður þegar Kölski er tekinn úr umferð um stund. Kölski er minn maður í þessari bók. Holly- wood gangster af guðs náð sem hefði spjarað sig vel í Assault on Precinct 13 og þó hann sé hálfgerð- ur laumufarþegi í Skipinu þá er hann svo sannarlega á heimavelli. Skipið, með Kölska í stafni, svín- virkar sem spennusaga og sem slík er hún vel yfir meðallagi hvað varð- ar stíl, persónusköpun og skemmti- legheit. Hröð atburðarásin verður þó, eftir því sem skipið rekur lengra út í buskann, með nokkrum ólíkind- um en þar sem Stefán Máni finnur sögunni stað á óræðum miðum þar sem raunveruleikatengingar dofna og allt getur gerst truflar það lest- urinn ekki fyrr en í lokin. Þá er Stef- án Máni búinn að spinna svo krass- andi sögu, koma svo oft á óvart, ýta lesandanum að ystu mörkum hins mögulega og nánast mála sig út í horn um leið þannig að það er flókið að loka sögunni á sannfærandi hátt. Maður sér á tímabili ekki aðra útgönguleið fyrir Stefán Mána en að stökkva yfir í hið yfirnáttúrulega en hann bjargar sér fyrir horn og skil- ur við mann sáttan eftir hressilega rússíbanareið. Þórarinn Þórarinsson Mögnuð sjóferð fordæmdra sála STEFÁN MÁNI Siglir inn á reyfaramiðin á ný með Skipinu, fantagóðri spennusögu sem heldur lesandanum við efnið með skemmtilegum persónum og röð magnaðra atburða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÓKMENNTIR STEFÁN MÁNI Skipið JPV Útgáfa 2006 Niðurstaða: Skipið er þrælspennandi reyfari þar sem allir grundvallarþættir spennusögunnar eru útfærðir með krafti í hressilegum texta. Hröð atburðarásin er með nokkr- um ólíkindum en rígheldur lesandanum sem neyðist til að klára bókina í einum rykk. Alveg þvottekta spennutryllir. Fleyg orð fá stundum vængi og á spjöldum sögunnar fljúga frægir frasar jafnvel í munn þeirra sem létu þá aldrei frá sér. Orðabókaútgáfa Oxford tók sig því til og rýndi í mörg þekkt slagorð og kannaði hvort uppruni þeirra væri eignaður réttu fólki. Niðurstöðurnar má lesa í spánnýrri orðabók sem helguð er tilvitnunum, nánar tiltekið röngum tilvitnunum, og heitir What they didn‘t say – A Dictionary of Misquotations, eða Þetta sögðu þau aldrei eins og það myndi útleggjast á íslensku. Meðal þess sem fram kemur í bókinni er að María Antoinette spurði aldrei hví hungraður lýðurinn gæti ekki borðað kökur og enginn hefur beðið Scotty að geisla sig upp (e. „Beam me up, Scotty“) í Star Trek-þáttunum. Ritstjóri bókarinnar, Eliza- beth Knowles, segir hana ekki til þess ætlaða að vera með beturvitungahátt heldur sýna fram á hvernig fleyg ummæli eiga til að breytast í tímanna rás, rétt eins og tungumálið og skipta jafnvel um munn. Þetta sögðu þau aldrei WHAT THEY DIDN‘T SAY Hinn fleygi frasi: „Beam me up, Scotty“ heyrðist aldrei í Star Trek-þátt- unum. > Bók vikunnar Fyrsta skáldsaga Hauks Más Helgasonar, Svavar Pétur og 20. öldin, kom út hjá Nýhil fyrir skömmu. Haukur Már hefur áður sent frá sér ljóðabækur og kennslubækur en hér segir hann frá bankastarfsmanninum eilífa, Svavari Pétri Svavarssyni, sem er gert að flytja líkið af John Lennon frá New York til Kópavogs, þar sem því verður stillt upp við hafnarmynnið til að bjóða íbúa velkomna í 20. aldar- garðinn Öldina okkar. „Atburðastýran“ Ásthildur gerir Svavari Pétri tilboð sem hann getur ekki hafnað uns verkefnið vex honum, vægast sagt, yfir höfuð, og jafnvel persónulegustu minningar hans sjálfs af 20. öldinni eru ekki lengur óhultar. Ferðamennska og fjármunir geta gert kraftaverk en hvernig stendur á því að ég hef ekki tekið eftir þessu fyrr? Það rennur upp ljós fyrir persónu í Hugarfjötri eftir Paulo Coelho en kannski fullseint.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.