Tíminn - 11.03.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.03.1979, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur IX. mars 1979. Skúli Magnússon: ENDURTEKUR SAGAN SIG? Ég vitna nú til upphafs síð- ustu greinar minnar um þrjár sameiningar Kína- veldis: 221 f. Kr.» 618 e. Kr. og loks 1949. Einhver allra algengasta hugmynd Austursins er hugmyndin um hina stöð- ugu endurkomu, hugmynd- in um að sagan endurtaki sjálfa sig aftur og aftur — eilíflega. Hugmyndin um timann sem beina línu sem framlengja má stöðuglega úti óendanleikann, um óstöðvandi eitthvað nýtt, er vestræn hugmynd og með öllu óþekkt annars- staðar frá af jarðarkringl- unni. Dagarnir, árin, mannsævirnar eru dæmi um slíkar endurkomur. Hversvegna ekki líka mannkynssagan? Síðasta keisaraættin sem ríkti í Kína (til 1911) var af svokallaðri Man-ætt (Man- zu) og nefndist Qing (fbr. tsing). Hún komst til valda i Kina árið 1644. Keisara- slektið sem fyrir var flúði þá til Taiwan og ríkti þar til ársins 1683 eða i 39 ár. Guo-min-dang (fbr. gvo- míndang) eða Þjóðar- flokkurinn hefir nú verið við lýöi í Taiwan í tæp 30 ár. Naumast að hann hald- ist þar við í níu ár til viðbótar. I Klna er endurtekning sögunn- ar einkar ljós. Og ástæöan er mjög svo ótviræö. Valdhafar hafa svo sterk tök á þjóölifinu öllu aö ekkert getur þróazt innan rikis- heildarinnar sem ekki er þeim aö skapi. 1 þessu sambandi tala fræöimenn um riki sterkara þjóöfélaginu, rikiö beri sam- félagiö raunar ofurliöi. Þaö er i samræmi viö þetta aö borgara- stétt hefir aldrei neitt mátt sin i Kina. Hins vegar var þar sterk embættisstétt. Borgarastétt er sjálfstæö pólitiskt, þvi hiln hefir hafizt upp af sjálfri sér. Þaö gagnstæöa gildir um embættis- stéttina sem á allt undir húsbændur sina — valdhafana — aö sækja. Borgarastétt — efna- hags- og menningarlega — eöa miöstéttir ef menn vilja heldur taka þannig til oröa, er þannig drifkraftur framfara. Sem dæmi gætu menn t.d. minnzt Bæheims. Þessu mega Þjóöviljamenn sporörenna. Kina varö aldrei kapitaliskt land — þvi miöur. A hennan máta — undir þessu ofurvaldi — getur aldrei neitt nýtt skapazt, oröiö til. Þegar stjórn er hrundiö og ný tekur viö, getur nýja stjórnin ekkert annaö en stuözt viö þaö stjórnmynstur sem fyrir er i landinu. Raunverulegar breytingar veröa þar sem vöxtur er, breytingar veröa aöeins stig af stigi. Byltingar eru þess vegna blekking. Þegar bylting er um garö gengin sigur allt I sama gamla fariö. 1 Kina byltir drekinn sér annaö kastiö. Siöan fellur allt aftur i dúnaloen. Ekkert hefir breytzt. Sagan endurtekursig nýjan gang. Karl Marx ritaöi ekki sjaldan i þá veru aö i Austurlöndum (Indlandi og Kina) væri allt annar þjóöfélags-,,strúktúr” en á Vesturlöndum. Eftir hann eru til ummæli i þá átt, aö lögmál þau er hann þóttist hafa fundiö, myndu naumast gilda um Kina. Allar kenningar i þessa veru voru fordæmdar (fyrir forgöngu Stal- ins) á kommúnistaþingi i Lenin- grad áriö 1930. Upphófst þá ógur- legt puö sovéskra „þjóöfélags- fræöa” aö hreinþvo Marx af and- Staliniskum hugrenningum. Marx var merkur visindamaöur, þótt honum skjöplaöist stundum (eins og Njáli). Kína er sjálfstæð menningarheild Hér kemur kenning: Kina sjálft er svo „sterkt” menninarlega aö þaö meltir öll áhrif sem þaö veröur fyrir svo rækilega aö þaö veröur Kina sem ummótar áhrifin, en ekki áhrifin sem breyta Kina. Kina mun þvi breyta kommún- ismanum eftir eigin höföi og þörf- um. Nokkuð vefst fyrir Tima- mönnum aö segja „sovétski stóri bróöir” á kinversku, lái þeim hver sem vill. t fyrirsögn stóð „SJU-LAN-LA-DA-GO”, seinna kom „StJ-LANLA-DA- GO” og loks SO-LÉN-LA-DA- GO” og þar tókst þaö I þriöju atrennu. Siöasta útgáfan er hárrétt. sm Svo kemur önnur kenning sem er enn skrýtnari: Lita má svo á aö Kína hafi verið kommúnlskt land fyrir 1949 (eöa alla tiö), Kina þarf því sára- litiö aö breyta kommúnismanum. Kina þróaöist sem sjálfstæö menningarheild, út af fyrir sig heil heimsálfa, og tók viö litlum sem engum utanaökomandi áhrifum. Ahrifasvæöi Kina var öll Suöaustur-Asla ásamt Japan. Sóttu þessi landsvæöi alla sína menningu til Kinverja. (A Tang- bimabilinu ca 600-900 streymdu þannig t.d. japanskir námsmenn til Kina). Kina sjálft hefir hins- vegar ekki tekiö viö neinum menningaráhrifum aö utan svo teljandi sé nema Búddhismanum frá Indlandi viö upphaf timatals- ins og vestrænum áhrifum á nltjándu öld og ber þar hæst kommúnismann. Eins og annars staöar I Asiu, þangaö sem áhrif Búddhismans náöu, haföi hann mjög auögandi og örvandi áhrif á menningu Kinverja, til dæmis á sviöi lista og bókmennta. Endurreisn „Konfúcius-isma” á Sung- timabilinu (kringum 1200) var andsvar gegn Búddhisma. Þann- ig má margt til telja. Feikni- miklar búddhiskar bókmenntir eru til I Kina og sumt sem glataö- ist á Indlandi varöveittist I Klna. Allt um þaö varö þaö klnversk hugsun sem breytti eöa aölagaöi Búddhismann að eigin þörfum en ekki öfugt. Las ég nýlega fullyrö- ingu eftir merkan fræðimann þess efnis aö aö fáum öldum liön- um hafi Búddhisminn i Kina verið oröinn fullkomlega kinverskur og ekkert indverskt viö hann lengur. Þar sem Daoisma (fbr. dá) greindi á viö Búddhismann, var máliö ávallt leyst Daoismanum i vil. Samkvæmt Daoisma er mannlegt eöli gott. Búddhistar litu öðruvisi á málin. Lausn Zen- Búddhisma um upphaflegt hjarta mannsins fylgdi Daoisma. Sam- kvæmt indverskri lifsskoöun hafa þessa-heimshlutir ekkert sjálf- stætt gildi I sér fólgiö, menn lifa fyrir þau gildi sem afhjúpast annars heims. Kinverjar hins vegar eru (likt og Gyöingar) harösviraöir „þessa-heims- menn”. Búddhismanum tókst ekki aö hnika þeim um eina spönn i þvi efni. Hin ummótandi áhrif Kinverja á Búddhismann voru svo sterk aö mjög vafasamt er aö Mahayana (eða Noröur- Búddhismi) austan Tibets geti meö réttu talizt Búddhismi. Hin kinverska hugsun er svo föst fyrir aö hún mylur öll erlend áhrif. Das Kapital ekki einu sinni til Kinverjar eru vanir mikilli sammiöjun valds, búa i þröngu sambýli, lúta ströngum aga og mikilli stjórn. Þeir þekkja litt til vestræns lýöræðis, og helgi einka- lifs („privacy”) vita þeir alls ekki hvaö merkir. Þeir eru hlýönir og þjálir, vanir aö vinna saman i hópum — hópverur. Allt kemur þetta kommúnisku skipulagi vel. Þess vegna fullyrti ég áöan, aö þeir heföu veriö kommúniskir fyrir. Ef til eru ver- ur sem passa fyrir kommúniskt skipulag eru þaö Kinverjar og aörir Austur-AsIu-búar. Aö þvi leyti sem kommúnism- inn hentar ekki Kinverjum munu þeir aölaga hann sinum aöstæö- um (án þess aö viöurkenna aö um fráhvarf sé að ráöa) á sams kon- ar hátt og þeir meöhöndluöu Búddhismann. Frá þvi Mao Ze Dong náöi yfirhöndinni á þriöja áratugnum hefir kinverskur kommúnismi veriö þjóöleg endurskoöunarstefna • Kinver jar áttu nefnilega enga byltingu aö gera, þar sem litill sem enginn kapitalismi var I landinu og þar af leiöandi engin öreigastétt (i marxiskri merkingu þess orö). Bylting Maos var þannig tima- skekkja og and-marxisk. Enda var Stalin á móti hinni kinversku byltingu. Sjálfsagt hefir hann gert sér skýra grein fyrir þeirri hættu sem „rússneska bjarndýr- inu” myndi i framtfðinni stafa af hinum kinverska Dreka. Kóreu- striöiö var bragö Stalins til aö koma Kinverjum i koll. Kannski á óvinátta Ktnverja og Rússa nokkrar rætur i Kóreu-styrjöld- inni? Kommúnisk bændabylting er nú ekki sama nýlundan og þegar Mao skrifaöi greinargerö sina um bændauppreisnina i Hunan. Kinverskir kommúnistaleiötogar hafa aldrei „stúderaö” neinn Marxisma (hvorki haft til þess málakunnáttu né næöi). Kinverj- ar eiga afar-erfitt meö aö skilja vestræna hugsun ( og máski öfugt — þó held ég þaö siöur). Þaö er eitthvaö sem alls ekki kemst gegnum gula hauskúpuna. Þegar ég var i Kina var sjálf Biflia Marxismans — Das Kapital — ekki til á kinversku. örugglega kæröu þeir sig ekkert um aö stúdentar næmu svo langsótt og fræöileg „vísindi”. „Fræöi” Maos eru engin visindi, heldur einfaldur áróöur fyrir frumstæöa bændur. Ekki get ég sagt, að Kinverjar hafi veriö „mellufær- ir” i marxiskum fræöum. Þaö litla sem þeir kunna aö hafa lært i þessum fræöum munu þeir ekki eiga erfitt meö aö sniöganga. Þótt Kinverjar séu manna hlýönastir og þótt kommúnistum (sem svo kalla sig) leyfist hitt og þetta, leyfist þeim ekki hvaö sem er. Og þegar „klnversk alþýöa” (800 millj.) byrstir sig brakar i undirstöðum þjóöskipulagsins. Kinverskir bændur meta heimilislif sitt afar mikils. Þegar kommúnunum var komiö á fót viö lok sjötta áratugsins, gekk oflát- ungshátturinn svo langt, aö hróflaö var viö fjölskyldu- skipulaginu, komiö á fót „kommúnu-eldhúsum” o.s.frv. sem fól i sér afnám heimilislifs. Kinverskir bændur risu allir upp sem einn maöur, aflejöingin varö hungursneyö sú hin mikla sem varö I Kina veturinn 1960-1961. Verður I einhverri þeirra greina sem á eftir munu fylgja vikiö aö hungursneyöinni og atburöum þeim sem geröust I tengslum viö hana. Síösumars 1960 hvarf Mao Ze Dong frá Peking. Enginn vissi hvert né til hvers. Hann var i fel- um nokkrar vikur eöa mánuöi — við sundiökanir ef til vill (?). Hver veit? Um haustiö var dregiö I land meö kommúnuskipulagiö, þótt þaö héldi áfram á pappirnum — og ef til vill aö einhverju ööru leyti, enginn veit meö fullri vissu. Ég fór fram á viö skólayfirvöld aö ég fengi aö fara út I sveit til framleiöslustarfa samkvæmt kórréttri menntunarstefnu kinverskra kommúnista. Viö þaö varö ekki komandi. Ástæöa: Ég gæti fengiö kvef! Þótt ég lofaöi hátlölega aö koma strax heim og mér yröi misdægurt, varö skólayfirvöldum ekki um þokaö. Ég gæti fengiö kvef! Nokkur von Tang-timabillö (618-903) tók viö eftir hiö skamma haröstjórnar- timabil Sui. Han og Tang uröu farsælustu timabil allrar sögu Kina og mikil menningarskeiö. Spurningin er nú: Mun sagan frá Han og Tang endurtaka sig? Er aö hefjast i Kina farsælt menn- ingarskeið? Mun sitja viö völd hógvær, (tiltölulega) réttsýn stjórn? Eftir öllum sólarmerkj- um aö dæma hefi ég tilhneigingu aö svara þessum spurningum játandi. Ofstæki „menningarbyltingar- innar” var slikt, aö Kinverjar uröu alvarlega skelkaöir. I valdabaráttu sinni haföi skurö- goöið Mao Ze Dong gripiö til slikra örþrifaráöa aö næstum haföi komiö honum sjálfum i koll. Sami leikurinn veröur aldrei aft- ur endurtekinn næstu kynslóöir. Brennt barn foröast eldinn. Og innst I slnu eöli eru Kinverjar ekki ofstækisfullir — þvert á móti. Annaö sem kemur til eru aukin samskipti viö Vesturlönd. „Vináttusiit” Rússa og Kinverja voru mjög heppileg fyrir þróun- ina I Kina. Þótt ekki væri annað en þaö, aö nú kynnast klnverskir námsmenn vestrænu lýöræöi. Sennilega voru „vinslitin” einhver mesta gæfa sem uppá hefir borið eftir aö síðari heimstyrjöld lauk. Kina mun halda áfram aö vera Kina. En kommúnismanum kann aö veröa vikiö til hliöar á ýmsum sviöum — I raun, þó ekki veröi svo aö nafninu til. Þessi þróun ásamt hnignum hins rússneska skrifræðis gefur heiminum nokkra von — og meiri en veriö hefir um hrlö. Aðalfundur Flugleiða h.f. verður haldinn þriðjudaginn 10. april 1979 i Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykktar félagsins. 2. önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu fé- lagsins, Reykjavikurflugvelli frá og með 2. april n.k. til hádegis fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar i hendur stjórnarinnar eigi siðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.