Tíminn - 25.03.1979, Side 20
20
Sunnudagur 25. mars 1979.
75 ÁRA í DAG
Jón Danlelsson í Hvalllátrum
Hann fæddist I Hvallátrum 25.
mars 1904 og þar hefur hann átt
heima alla tiö sína, aö tveim
árum undanskildum, þá var
hann í Skáleyjum. Foreldrar
hans voru Danlel Jónsson og
Marla Gu&mundsdóttir. Þau
voru I hdsmennsku hjá ólafí
Bergsveinssyni I Hvallátrum
þegar Jón fæddist og þaöan af á
meöan þau liföu. Danlel var
bróöir ólinu, konu ólafs. Þegar
Jón var á áttunda ári dó móðir
hans, en hann var á ellefta ári,
þegar faðir hans dó. Eftir það
ólust Jón og þrjú systkini hans
upp á heimili Ólafs, en þab
fimmta fór i uppeldi i Skál-
eyjum.
Skólaganga var litil, en ólafur
hélt heimiliskennara fyrir börn-
in á sinu heimili og þar naut Jón
kennslu I tvo vetur, og þann
þriðja — veturinn fyrir ferm-
inguna — var farkennari I eyj-
unum og börnin fylgdu honum.
A þeim tima voru börn komin I
tölu fulloröinna þegar þau voru
fermd og þá bar þeim aö skila
fullum starfsdegi. Eftir ferm-
inguna var Jón vinnumaður hjá
Ólafi fóstra sinum og hélst svo
meðan Ólafur bjó, en þó slðustu
árin var hann þaö sem nú á tlm-
um kallast ráðsmaður á búinu
og ellistoð ólafs.
Árið 1932 kvæntist Jón
Jóhönnu Friðriksdóttur, ekkju
Aðalsteins ólafssonar fóstur-
bróðurslns. Húnfæddist i Ólafs-
vík, en ólst upp I Skógarnesi á
Snæfellsnesi . Hún giffist Aðal-
steini áriö 1920 og fór með hon-
um i Hvallátur. Hann drukknaði
1923, þau höfðu þá eignast þrjú
börn, en misst eitt þeirra.
Jón og Jóhanna hafa siöan
búið I Hvallátrum, að undan-
teknum tveim árum, eins og
fyrr sagði, og alið þar upp sjö
börn, en misst eitt ungt. Börn
þeirra eru: Ólina gift Hafsteini
bónda Guðmundssyni 1 Flatey,
Daníel bóndi á Dröngum á
Skógarströnd, kvæntur Stein-
un Bjarnadóttur, Marla gift
Eiiiari Siggeirssyni járnsmið,
þaubúa I Garðabæ og Valdimar
lögreglumaöur I Kópavogi,
kvæntur Aðalheiði Halldórs-
dóttur. Björg Aðalsteinsdóttir,
stjúpdóttir Jóns er gift John
Savage bónda i nágrenni
Vancouver I Kanada og Aðal-
steinn Aðalsteinsson, stjúp-
sonurinn, býr nú I Reykjavlk og
er verkstjóri hjá Vita- og
hafnarmálastofnun, kvæntur
önnu Pálsdóttur. Auk þeirra ólu
Jón og Jóhanna upp Aðalstein,
son Valdimars ólafssonar
fósturbróður Jóns og sambýlis-
manns I Hvallátrum fyrstu árin.
Hann er smiöur, býr I Búðardal
og hans lifsförunautur er Auður
Kristjánsdóttir.
Undirritaöur fór að hitta Jón
til að viða að sér efni I þetta
greinarkorn. Þar sem fjarri fer
að ég treysti mér til að bæta I
nokkru frásagnarstil hans gef
ég honum orðið:
„Vorið 1935 urðu þáttaskil i
Hvallátrum, þegar fóstri minn
hætti búskap og við tók Valdi-
mar yngsti sonur hans. Ólafur
fór þá til dóttur sinnar sem bjó I
Skáleyjum ogvið fórum þangað
með honum. Við hjónin vorum I
tvö ár I Skáleyjum, en 1937f lutt-
um við svo aftur i Hvallátur og
fórum að búa þar á hálfri jörð-
inni, á móti Valdimar fóstur-
bróður minum. Slðan höfum við
búið þar og haft umráð yfir
jörðinni aö öllu eða einhverju
leyti.
Frá búskap mlnum I
Hvallátrum er fátt að segja,
hann mótaðist af þeirrar tlöar
hætti. Okkur leið þarna vel,
höfðum nóg að blta og brenna,
eins og sagt er. Það sem af-
gangs varð fór til endurbóta á
jörðinni.
Þú spyrð hvað valdið hafi þvi
að ég valdi mér eyjabúskap aö
atvinnu, þegar ég óx úr grasi.
Ég held að ástæðan sé helst sú,
aö ég ólst þarna upp I fjöl-
mennum barnahópi og leikir
okkar barnanna mótuðust mest
af störfum fulloröna fólksins og
atvinnulifinu á staönum, sem
var fjölbreytt. Fuglallfið og
fjárstússið heillaði mig strax.
Við vorum snemma látin fara
að taka þátt I störfum fulloröna
fólksins, sem mörg voru vanda-
söm og kröfðust árvekni og
samviskusemi. Fjárgasslan var
mjög vandasöm i eyjum vegna
sjóarhættu sem er ákaflega
mikil f Hvallátrum. Það kom
meira i minn hlut en hinna
strákanna heima aö snúast við
féð. Sérstaklega var þetta
vandasamt um sauðburðinn
vegna sjóarhættunnar og svo
varð að gæta þess aö styggja
fuglinn sem minnst.
Ég náði þvi aldrei að verða
meðalmaöur I neinu, hvað þá
meira. Ég tek þaö fram að það
er ekki þeim að kenna, sem ólu
mig upp, eða samferðafólkinu
heima. Það var allt traust og
gott, nágrannakritur og sveitar-
rlgur var ekki til. Fólkiö I inn-
eyjunum lifði saman sem ein
fjölskylda og hjálpaöi hvert
öðru eftir þörfum, án þess að
ætlast til launa. Égheld það hafi
verið mjög til fyrirmyndar. Þaö
að hafa lifað þrjá aldarfjórö-
unga er út af fyrir sig ekkert af-
rek og sorglegt þegar litiö er til
baka aö sjá hvað litiö er eftir.
Ég vil sem minnst um sjálfan
mig tala, von væri fyrir þig að
spyrja samferðafólkið. Ég veit
að kostir minir erualltof fáir, ai
gallar of margir. Um þá er
heldur ekki vert að ræða hér, úr
þeim verður ekki bætt héðan
af”.
Fljótt á litiö kann svo að virð-
ast að hér þurfi ýmsu aö mót-
mæla. Kunnugir vita að Jón á
Látrum hefur risið hátt yfir
meðalmennskuna og samferöa-
mennirnir telja sér minni hættu
búna á llfsgöngunni meðan þeir
missa ekki sjónar af slóö hans.
Við nánari skoðun sést þó að
með hæversku sinni og lltillæti,
aðli þeirra sem hafa af miklu að
státa, hefur Jón sagt meira um
sjálfan sig en abrir menn gætu
gert með mörgum orðum.
1 dag fagna Látrahjónin gest-
um s&ium á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar að
Hörpulundi 5 I Garöabæ. Ég
óska þeim heiila. S.V.
ARU
Árgerð 1979
TORFÆRUBIFREIÐIN SEM SAMEINAR
KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA
Ummæli nokkurra SUBARU-eigenda á siðasta ári
Sigurður Jónsson (Þingeyingur) kenn-
ari og bóndi, Ystafelli, Suður-Þing-
eyjarsýslu, segir i viðtali um Subaru:
„Ég kann mjög vel við bilinn. Hann er
sparneytinn, góður i hálku og snjó og
rýkur i gang i hvaða veðri sem er.
Eftir reynslunni af þeim fyrsta eru nú
þrir Subaru-bilar i fjölskyídunni ''
Guðni Kristinsson, bóndi og hreppstjóri,
Skarði I.andssveit segir i viðtali um
Subaru:
,.Það segir kannske best hvernig mér
hefir likað við Subaru að ég er að kaupa
1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað
okkur vel, við höfum farið allt á honum
sem við höfum þurft að fara og
sparneytni Subaru er næsta ótrúleg."
Kvjólfur Agústsson, bóndi, Hvammi,
Landssveit, segir i viðtali um Subaru:
„Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunum
og hefur hann reynst i alla staði vel og
tel ég þá henta sérstaklega vel til allra
starfa við búskapinn. Ég hef farið á
honum inn um allar óbyggðir og yfir-
leitt allt, sem ég áður fór á jeppa.
Subaru er góður i hálku, duglegur i
vatni og sparneytinn — og nú er ég að fá
mér 1978 árgerðina.”
Hafið strax samband við sölumenn okkar og tryggið
ykkur góðan bíl
SUBARU—UMBODIÐ
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1