Tíminn - 25.03.1979, Qupperneq 21

Tíminn - 25.03.1979, Qupperneq 21
Sunnudagur 25. mars 1979. 21 Talsmað- urbreskra vændis- \ kvenna Þegar frumvarpið um lög- vernd vændiskvenna var lagt fram i breska þinginu nýlega, var það verulegur sigur fyrir þá sem fyrir þvi hafa baristá þing- inu, en ekki sist fyrir hinn ágæta talsmann vændiskvenna, Helen Buckingham. Ungfrú Buckingham hefur unnið sleitulaust um fjögurra ára skeið að þvi að hætt sé að skilgreina vændi sem afbrot, en sjálf hefur hún verið vændis- kona um sjö ára bil. Hún er há- vaxin og veit vel hvað hún syng- ur, og hún ersér vel meðvitandi um stöðu sina i samfélaginu. Blaðamaður ræddi við hana i litilli ibúð i Hampstead i London i siðustu viku. Hún segir að helmingur þess sem um hana hefur verið ritað i blöð sé rang- fært og hún skýtur mörgum vel völdum orðum inn i ræðu sinaog dokar við, til þess að vera viss um að blm. hafi ritað þau niður. Hún segist vera mjög ánægð með þaö, hve frumvarpinu var almennt vinsamlega tekið i þinginu. „Ég varð mjög bjart- sýn. Við þurfum einkum á hjálp aðhaldatil þess að koma snauð- um vændiskonum út úr þessu, þar sem þær eru stöðugt hrelld- ar og misnotaðar.” „Sjálf gef ég mig ekkert að stjórnmálum, en ég trúi samt á hið frjálsa framtak. En við verðum að hyggja að þeim sem verst standa að vigi. Það er brotalöm i velferðarrikinu, sem leitt hefúr margar konur til þess að stunda vændi.” Frumvarpið miðar að þvi að afnema fangelsisdóma fyrir vændi, að skipa öllum ákvæðum um ósæmilega hegöun á al- mannafæri undir einn hatt, og að afnema orðtakið „vanalegt vændi” úr lögbókum. „Það var eiginlega aðeins brella, þegar stúlkurnar hótuðu að gefa upp nöfn virðulegustu viðskiptavinasinna, — en meðal þeirra voru nokkrir þingmenn, — ef frumvarpið yrði fellt. Við hefðum ekki gert þaö, en þetta fékk ýmsum nóg að hugsa. Vandi flestra kvenna er tengdur reglum samlifis. Sérhver kona, sem hefur tengsl við karlmann, á á hættu aö tapa sjálfstæði sinu sem íéiagsvera. Tapi hún þvf, verðurhúnaðbjarga séreins og best gengur.” Hvað um tekjurnar? „Þaðget ég sagt þér. Ég hef átt i miklum útistöðum við skattayfirvöld. Eitt sinn gaf ég upp 5000 punda tekjur, en þeir áætluðu á mig 20.000. Þetta gat ég ekki borgað og þetta fór fyrir rétt.” „Þessi skattur er hórmang af hálfu rikisstjórnar hennar há- tignar,” sagði ég. „Það mátt þú hafa eftir mér.” En á endanum létu þeir þetta niður falia og nú hef ég ekki heyrt frá þeim i meira en þrjú ár. Fjöldi ann- arra stúlkna verður þó að greiða skatt.” Arið 1975 gekkst ungfrú Buck- ingham fyrir stofnun PUSSI, sem vorusamtök til að berjast íyrir þjóðfélagslegum og kyn- ferðislegum rétti vændis- kvenna. Seinna var þessum samtökum snúið upp I önnur, PLAN (Prostitute Laws are Nonsense). „Við viljum að á okkur sé litið sem venjulegt, þroskað fólk, nokkurs konar kynferðislega sjúkraliða, sem uppfylli félags- legar þarfir. Við veitum vörn gegn ótta og skelfingu, sem margar konur eru haldnar.” „Hjá okkur er engan tilfinn- ingalegan vanda að finna. Við forðum mönnum frá að lenda i tygjum viö einkaritarann og konu besta vinarins. Nei, hér er ekki um nein nánari sambönd að ræða af hálfu karlmanna. greiðslameðpeningumsér fyrir þvi. En ríkið er versti hórmang- arinn.” Sumir telja að frumvarpið eigi enga von^á þinginu, af þvi að þá þyrfti a6 taka upp fjölda frumvarpa einstakra þing- manna. En ungfrú Buckingham er óskelfd: „Við veröum að halda baráttunni áfram. Við viljum njóta virðingar. Leggðu ekki frá þér blokkina. Vegna þess að karlar hafa framið okkur alveg sérstaka nauðgun, nauðgun á sál okkar.” íslenzk húsgögn fyrir íslenzk heimili Bjóðum glæsileg húsgögn á góðum kjörum Smára sófasettiö. Komiö og prófiö sjálf hve þægilegt þaö er, Picaso sófasettiö fæst einnig meö 2ja sæta sófá? Mörgum þykir þaö glæsilegasta sófasettiö I dag Hamra veggsamstæöan er sýnd hér meö boröstofuboröi og stóium úr sama efni, sem er litaöur askur. SIÐUMULA 30 • SIMI: 86822

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.